Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Neytendur Athugun á varúðarmerkingum Könnun Hollustuvemdar ríkisins Stofnunin athugaöi íslenskar varnaðarmerkingar á 14 vöruteg- undum í alls 17 verslunum í Reykja- vík og Kópavogi dagana 22. og 23. október. Niöurstöðurnar eru eftir- farandi: 1. Níu vörumerki voru í öllum tilvik- um merkt með varnaðarorðum á íslensku. 2. Fjögur vörumerki voru ómerkt í einni verslun. í tveimur af þessum tilvikum var um að ræöa eldri vörur af lager og önnur þessara vörutegunda er ekki lengur flutt inn til landsins. 3. Ein vörutegund var vanmerkt í tveimur verslunum. í báðum til- vikum voru umbúðir þó að hluta merktar. Eins og fram kemur í hjálögðum gögnum dreifast þær 14 vörutegund- ir, sem um ræðir, misjafnlega á þær 17 verslanir sem könnunin náði til. Alls er um að ræða 96 athuganir og er athugasemd aðeins gerð í 6 tilvik- um. Ekkert bendir því til aö framleið- endur eða innflytjendur séu vísvitandi að dreifa vanmerktum vörum í verslanir. Heilbrigðisfulltrúar og hlutaðeig- andi framleiðendur og innflytjendur hafa fengið upplýsingar um niður- stöður þessarar könnunar. Virðingarfyllst, Jón Gíslason deildarráðunautur. Sársauki Hefurðu velt þvi fyrir þér hvers vegna menn nudda oft staðinn ef þeir reka sig illUega á, t.d. handlegg eða fótlegg? Vísindamenn telja að við höfum tvo taugaboðleiðara sem séu mis- munandi fljótir að taka við sér - annars vegar leiðara sem sér um að koma skilaboöum um sársauka til heilans, hins vegar leiðara sem kemur til skila snertingu. Fyrr- greindu taugaleiðararnir eru seinvirkir en þeir síðamefndu miklu fljótvirkari þannig að með því að nudda staöinn, sem rakst í, minnkar sársaukinn þvi aö snerti- skilaboðin komast fyrr til skila en sársaukaskilaboöin. Heilinn hefm- aðeins takmarkað rúm fyrir skilaboð sem hann getur tekið við samtimis þannig að þegar skilaboöin um sársaukaxm komast á leiðarenda hefur sársaukinn þeg- ar verið mildaður með því að nudda staðinn fyrst. -A.3BJ. Húsráð Ryðgaðir verkfærakassar Til að málmkassar utan af verk- færum ryðgi síður er ágætt að setja í þá kola- eða krítarmola. Lauklykt af höndum Til að losna við lauklykt af höndun- um er ágætt aö bera salt á þær og þvo þær síðan með vatni og sápu. Hálsmen Ef perlufestin slitnar er girni prýði- legt til að setja í staðinn. Það er auðvelt í meðförum og þrælsterkt. Kartöflu- skrælingur Auðvelt er að skræía nyjar kartöflur hráar með stálull. Rauðkálið rautt Rauðkálið heldur Ut sínum við suðu ef sett er ein teskeið af ediki fyrir laust að mála húsnúmerið með hvern bolla af vatni þegar kálið er sjálflýsandi málningu svo þeir rati Sjálflýsandi húsnúmer Færð þú gesti á kvöldin? Þá er óvit- hálfsoðið. nú örugglega. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskylciu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda ! Heimili \. ! Sími I Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í október 1987: | Matur og hreinlætisvörur kr 1 Annað kr. Alls kr. DV Athugun á umbúðamerkingum dagana 22. og 23. október 1987. Vörutegund: Þvottaefni fyrir uppþvottavélar. Somat Finlsh Tvátta A11 V. G. _c. Pr Ik o Cascade Bllk Rena Lit I O CT CJ E 0) 3= Neophos Jelp Siaqi oq Lalli. Kleppsvea M M M Ö M M Kjöthöllin M M M M M Ó Kjötbúðin Lauqarás M M M Verslunin Starmvri M M Arbæjarkjör M M M M M M M M Ö Nóatún.Árbæ M M M M M M/Ö Kjörbúð Hraunbæjar M M M M M Straumnes, Breiðholti M M M M Kron, Breiðholti M M M M M Kaupstaður M M M M M M M/ó M M M Stórmarkaður Kron M M M M M Vörðufell, Kópavogi M M . Kaupgarður. Kópavogi M M M M M M M Kron, Tunguvegi M M M Haakaup, SKeifuani M M M M M Glæsibær M M M M M M/Ö M Hikligarður M M M M M M M M M — merkt á íslensku. - Ó = ekki merkt á íslensku. Samtals voru athuguð 14 vörumerki í 17 verslunum. Eftirfarandi vörumerki eru merkt í öllum tilvikum: Somat, Finish, Tvatta, All, Upp, Prik, Glæ, White Magic, Jelp. Vörumerki sem voru ómerkt i einni verslun: Cascade, Blik, Rena Lit, Neophos. Fyrir Cascade og Rena Lit var um að ræða eldri vörur af lager. í Glæsibæ var Blik ómerkt i 950 g umbúðum en merkt i 3,4 kg umbúðum. Neophos var ómerkt í Kjöthöllinni og var þar talið að um nýlega vöru væri að ræða. Vörumerki ómerkt i fleiri en einni verslun: Calgonit. í báðum verslunum var hluti umbúða merktur en mestur hluti þó ómerktur. Með „merkingu" er átt við islenskar varnaðarmerkingar. Jón Gíslason. Þvottaefni er flutt hingað viðs vegar að. Oft hefur hins vegar verið misbrestur á þvi að efni þetta sé merkt á islensku.. Tómatsafí er bæði holfur og nær- andi drykkur. Hann er rpjög ríkur af C-vítamíni. Einn df af tómatsafa inniheldur aöeins 20 hitaeiningar þannig að hann er greinilega ekki á neinu hættusvæöi fyrir þá sem vilja haida i við sig. Skreytið glasið með sítrónusneið. Það borgar sig engan veginn að búa sjálfur til tómatsafa en í stór- mörkuðunum fæst mjög góöur tómatsafi (í fernum) og kostar inn- an við 60 kr. lítrinn. Rétt er aö benda á að tómatsósa er aftur á móti ekki holl íyrir þá sem eru aö hugsa um hitaeiningar þvi í hana er bætt sykri. Þá má einnig bragðbæta tómats- afann með ýmsu kryddi líkt og gert er þegar búinn er til frægur drykk- ur sem heitir Bloody Mary en þá er vodka bætt i safann með krydd- inu. Það getur verið worcestershire- sósa, rifin piparrót o.fl. krydd sem þið hafið handbært. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.