Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 19 DV Iþróttir Sekt Arnórs gæti numið allt að300 þús. kvónum - „Amórfær hæstu sektfrá upphafi hjáAnderlecht, segir stjómarmaður félagsins Allt bendir nú til þess aö eftirmálar deilna Arnórs Guðjohnsen viö þjálfara og forráöamenn Anderlecht veröi þeir að Arnór veröi látinn greiða himinháa sekt. Samkvæmt heimildum DV gæti upphæð sektarinnar numið allt aö 300 þús. ís- lenskra króna. jafnvel talið að það verði ekki ljóst fyrr en um næstu mánaðamót hve há sektin verður. í belgíska stórblaðinu Het Niewsblat í gær er sagt að Arnór muni fá hæstu sekt sem leikmaöur í bði Anderlecht hefur fengið frá upphafi. Þetta er raunar haft eftir einum stjórnarmanni Anderlecht í viðtali við blaðið. Ekki hafa forr- áðamenn liðsins enn ákveðiö hver upphæð sektarinnar verður og er Arnór var fluttur á hótel Forráðamenn Anderlecht hafa ákveðið að refsing sú sem Arnór fær muni aðeins bitna á honurn einum en ekki liðinu. Um miðjan dag í gær var náð í Arnór og hann var þá fluttur á hóteliö sem leik- menn Anderlecht dvöldu á fyrir Evrópuleikinn gegn Spatra Prag í gærkvöldi. Arnór var síðan í liði Anderlecht í gærkvöldi og kom inn á þegar tíu mínútur voru til leiks- loka eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. -SK Harkan og mistökin voru í fyrirrúmi - Þegar KA sigraði Þór, 19-14, á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Handknattleiksunnendur hér á Akureyri troðfylltu íþróttahölhna þegar KA og Þór léku saman í fyrsta skipti í 1. deild í handknattleik. KA- menn sigruðu með 19 mörkum gegn 14 eftir að hafa haft yfir, 10-8. Leikur liðanna var ekki áferðarfallegur og mikið um mistök hjá leikmönnum beggja liða. Töluverð harka ein- kenndi leikinn og leikmenn úr báðum liðum voru reknir af leikvelli í 22 mínútur samtals. KA komst í 2-0 í upphafi með mörk- um Erlings Kristjánssonar úr víta- kasti og Guðmundar Guðmundsson- ar. Þeir Sigurður Pálsson, vítakast, og Ólafur Hilmarsson jöfnuðu metin fyrir Þór en þá voru níu mínútur liðnar af leiknum. Síðan var jafnt, 3-3, 5-5 og 6-6, en þá skoruðu KA- menn fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-6. Þórsarar skoruðu síðan tvö síöustu mörk fyrri hálf- leiksins og staðan var því 10-8 í leikhléi. KA gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks Segja má að leikmenn KA hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálf-' leiks er þeir skoruðu þrjú mörk í röð og staðan var oröin 13-9. Þegar hér var komið sögu má segja að sigur KA hafi verið tryggður. Þórsarar náðu aldrei að ógna sigri KA og það sem eftir lifði síðari hálfleiks munaði yfirleitt þremur til íjórum mörkum. Munurinn var síðan fimm mörk í lokin og endanleg úrslit 19-14 eins og áður sagði. Markverðirnir bestu menn liðanna Markverðirnir, Brynjar Kvaran hjá KA og Axel Stefánsson hjá Þór, voru bestu menn þessa leiks. Axel varði meðal annars tvö vítaköst KA-manna. Að öðru leyti voru engir leikmenn áberandi í sínum liðum. • Tólf hundruð áhorfendur sáu Sigurð Baldursson og Björn Jó- hannsson dæma leikinn og skiluðu þeir sínu hlutverki vel. Þeir ráku Þórsara út af í 14 mínútur en KA- menn í 8 mínútur. Mörk KA: Guðmundur Guðmunds- son 4, Erlingur Kristjánsson 4/4, Pétur Björnsson 3, Axel Björnsson 2, Friðjón Jónsson 2, Haíþór Heimis- son 2, Jóhannes Bjarnason 1 og Eggert Tryggvason 1/1. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 4, Ólaf- ur Hilmarsson 3, Sigurpáll Aðal- steinsson 3/2, Kristinn Hreinsson 2, Árni Stefánsson 1 og Jóhann Samú- elsson 1. -SK • Arnór Guðjohnsen sést hér taka við verðlaunum sínum fyrir mestu markaskorun í 1. deildinni í Belgíu í fyrra. Arnór verður nú að greiða ^iáa upphæð í sekt til Anderlecht. Símamynd/ Marc de WaeJ^j Houghton skoraði eftir tvær mínútur - Liverpool á Ray Houghton, sem Liverpo- ol keypti frá Oxford á dögunum fyrir 800 þúsund pund, var heldur betur í sviðsljósinu í gærkvöldi þegar Liverpool lék gegn Wimble- don í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. Houghton kom inn á sem vara- maður þegar staðan var 0-0 en hann hafði aöeins verið inn á í tvær mínútur áöur en hann skor- aði mark fyrir Liverpool. Markið nægði þó ekki Liverpool til sigurs því Carlton Fairweather jafnaði metin fyrir Wimbledon. Leikmenn Tottenham máttu ný í efsta sæti þakka fyrir að ná markalausu jafntefli gegn Portsmouth. Kevin Dillon fékk rakið tækifæri til að skora fyrir Portsmouth er hann framkvæmdi vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Honum tókst hins vegar ekki að skora og skaut framhjá markinu. Víta- spyman var dæmd eftir að Tony Parks hafði brotið á Vince Hilaire innan vítateigs. • í gærkvöldi sigraði Oldham Leeds, 4-2, í deildarbikarnum. Oldham mætir Everton í fjórðu umferð. -SK Dömur: Nú drífið þið ykkur í leikfuni! Tímarvið allra hæfi Ný 5 vikna námskeið heflast 9. nóvember. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkj- andi ásamt megrandi æfingum. Karlmenn! Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilislegri setu- stofu. 30ám k1957-1987C Brautryðjendur Júdódeild Ármanns, sem verður 30 ára á þessu ári. er brautryðjandi i frúarleikfimi. Mörg hundruð, ef ekki þús- undir kvenna. hafa tekið þátt í starfi okkar - viltu ekki slást í hópinn? Fyrsti prufutíminn ókeypis. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.