Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 21 Iþróttir Geir Sveinsson er hér í þann veginn að skora fyrir Val ettir hraðaupphlaup í Laugardalshöllinni I gærkvöldi gegn Vikingi. Þeir Guðmundur Guðmundsson og Hilmar Sigurgíslason koma engum vörnum við. Geir átti góðan leik í vörn Vals og skoraði að auki tvö mörk. DV-mynd Brynjar Gauti V . *^1WSÍP !»■ J, Jpl ■'Ss&f S&USf ■m: WKm WKm „Góð stígandi í leik okkar - Ég er bjartsýnn á framhaldið“ - sagði Modrowski, þjálfari Valsmanna, eftir sigur Vals gegn Víkingi, 18-17 „Þetta var mjög erfiöur leikur fyrir bæöi liðin. Engu að síður sýndu bæði liðin góðan handknattleik. Mínir strákar unnu sanngjaman sigur. Annars held ég að þetta hafi verið besti leikur Víkinga á mótinu til þessa. Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá okkur og það er góður stígandi í leik okkar. Dómarar leiksins dæmdu erfiðan leik vel,“ sagði Modrowski, þjálfari Valsmanna, í samtali við DV eftir leik Víkings og Valsmanna í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöldi í Laugardalshöll. Loka- tölur leiksins urðu 18-17 fyrir Val eftir æsispennandi viðureign. í hálf- leik var munurinn aðeins eitt mark, 10-9, Víkingum í hag. Leikurinn bauð upp á mikla spennu frá upphafi til enda. Jafnt var á öllum tölum og réðust úrslit leiks- ins ekki fyrr en á lokamínútunum. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalshölhna í gær- kvöldi fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Mikill hraði og barátta einkenndi leikinn ahan leiktímann enda mikið í húfi fyrir bæði hðin. Þetta var ör- ugglega einn af úrslitaleikjum mótsins. Handknattleikurinn, sem hðin buðu upp á, var í háum gæða- flokki. Góður varnarleikur, hraðar og stuttar sóknir og markvarsla á heimsmæhkvarða. Valsmaöurinn Júlíus Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins úr víta- kasti en Guðmundur Guðmundsson jafnar fyrir Víkinga strax í næstu sókn. Eftir það voru Valsmenn ávallt fyrri til að skora en Víkingar jöfnuðu ahtaf jafnharðan. Þegar staðan var 5-5 náðu Valsmenn góðum leikkafla og náðu þriggja marka forystu, 8-5, um miðjan fyrri hálfleik. Víkinga tóku sig til í andhtinu og af hörku tókst þeim að jafna leiki að nýjy. Sigurður Gunnarsson sýndi loks í gærkvöldi sitt rétta andlit og skoraði í tvígang með firnafóstum langskotum. Guðmundur Guð- mundsson jafnaði úr horninu 8-8. Áður en flautað var til leikhlés tókst Víkingum að skora tvö mörk en Vals- mönnum eitt. Það var greinilegt í upphafi seinni hálfleiks að hvorugt liðið ætlaði að gefa þumlung eftir. Bæði liðin lögðu aht sem þau áttu th í þennan leik. Valsmönnum tókst að jafna og kom- ast yfir, 10-11, en Hilmar Sigurgísla- son jafnar, 11-11. Síðan er jafnt á öhum tölum upp í 15-15. En þá ná Valsmenn þriggja marka forystu, 15-18. Á þessu tímabih varði Einar Þorvarðarson eins og bersekur í marki Valsmanna. Víkingar minnka munninn í eitt mark, 17-18, þegar rúm ein mínúta er til leiksloka og upphófst þá mikhl darraðardans. Júhus skaut í slá úr vítakasti og Víkingar fá hraðaupphlaup en Guð- mundur Guðmundsson missir knöttinn. Valsmenn fá sókn en dæmd var á þá leiktöf þegar um 20 sekúndur voru eftir. Timinn reyndist of stuttur fyrir Víkinga að jafna met- in og Valsmenn fógnuðu innilega í leikslok. Bæöi hðin sýndu á köflum frábær- an handknattleik þó að markverð- irnir hafi verið í aðalhlutverkum, Kristján Sigmundsson og Einar Þor- varðarson landshðsmarkverðir. Stefán Amaldsson og Ólafur Har- aldsson frá Akureyri dæmdu mjög erfiðan leik vel. • Mörk Víkings: Sigurður 7/2, Karl 3/1,, Guðmundur 2, Hilmar 2, Bjarki 2, Árni 1. • Mörk Vals: Júlíus 7/3, Jakob 4, Þórður 2, Geir 2, Valdimar 1, Jón Kr. 1. -JKS „Valsvömin best í dag“ - sagði Ami Indriðason, þjálfari Víkings | „Við komumst lítið áleiðis í sókn- Iinni. Vörn Valsmanna er geyshega sterk, ein sú besta í dag, og er mjög g erfltt að flnna leið í gegnum hana. Þaö þarf að vanda sig virkhega vel I gegn þeim. Við tókum færin á vit- J lausum tíma í þessum leik,“ sagði I Árni Indriðason, þjálfari Víkinga, j^eftir leikinn en hann lék með Vík- ingum í leiknum. Dómarar leiksins dæmdu ágæt- lega. Þeim urðu þó á mistök að dæma ekki skref á Júlíus þegar hann skoraöi síðasta mark þeirra í leiknum. í stórleikjum sem þess- um sigrar það lið sem gerir færri vitleysur," sagði Árni Indriöason að lokum. -JKS Arni Friðleifsson brýst hér í gegnum vörn Vals í gærkvöldi en Þorbjörn Guðmundsson er til varnar. Árni skoraði eitt mark fyrir Víking í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.