Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER Eftir J.A. Sonne r jölskylda er dalitið katlegt I fyrirbæri. Maður hugsar ef tR JL vill ekki mikiö um hana dag- lega en þegar hvítar snjóflygsur svífa hægt til jarðar og ilminn af jólatrjám leggur að vitum okkar beinast hugs- anirnar að þeim elstu í fjölskyldunni og þeim sem eru ekki lengur hjá okk- ur. Hefði ég leitt hugann að Natalíu frænku í svo mikið sem eitt andartak í október er langt frá því að vera víst að ég hefði rænt Jafnaðarbankann og haft með mér úr hirslum hans um tólf milljónir króna. Hugsunin um Natalíu frænku í Bandaríkjunum hefði nefnilega getað fengið mig til þess að hugsa mig um og hætta við allt saman. Hvers vegna? spyrðu. Tólf millljónir eru ekki neinir smápeningar og er ekki rétt að tína ávextina þegar þeir eru fullþroska og freista manns mest? Jú, vissulega. En lögreglan hefur alltaf áhuga á þeim sem hafa reynt svona lagað áður og náðst hafa. Og þess vegna fylgdust þeir auövitað með mér. Ég heföi getað keypt mér nýjan bíl, íbúð eða farið til framandi landa ... já, ef ég hefði ekki vitað að lögreglan fylgdist með mér. Það er ekki auðvelt að sýna fram á að sex hundruð þúsund króna árslaun dugi til þess að kaupa rúmlega fjögurra milljóna kóna Porschesportbíl. En snúum okkur að fjölskyldunnni minni. Frændi minn var búinn að ákveða að bjarga mér. Það sagði hann að minnsta kosti þennan morg- un snemma í desember þegar hann hingdi til mín. Það var snjókoma og ég lá skjálfandi undir sænginni í leiguherberginu mínu þegar konan sem á húsið bankaði á hurðina og sagði að það væri lögfræðingur í sím- anum. Um leið minnti hún mig á að ég skuldaöi henni tveggja mánaöa húsaleigu. Lögfræðingur! Það gat bara verið hann Bernharður, frændi minn. En hvað vildi hann á þessum tíma dags? Edgar! hrópaði hann svo hátt að ég var næstum búinn að missa símtólið. Hvar hefurðu verið? Ég er búinn aö hafa svo mikið fyrir því að reyna að ná í þig! Það var dæmigert fyrir Bern- hard að byija á því að koma með svona hávaöasama yfir- lýsingu. En það má ekki gleyma því að lögfræðingar fá kaup fyrir að æpa og skrækja í réttarsölum. Og þurfi þeir að sinna viðskiptavim í meira en tíu sekúndur er reikningurinn ekki undir tíu þúsundum. Sæll, Bernharður, svaraði ég lágt. Ef þú ert meö slæmar fréttir geturöu sparað þér að segja mér þær. Ég er kominn í jólafrí! Hann hló sínum fræga, dimma hlátri. Flýttu þér þá heim aftur! Ég er búinn að fá bréf frá Natalíu frænku. Til hamingju. Hún nennir aldrei að skrifa mér. Það er af því að þú skrifar henni aldr- ei. En nóg um það! Hún er aö koma hingað í fyrsta sinn í sextíu ár til aö hlusta á angurværa jólasöngva ætt- jarðarinnar og gera erfðaskrá. Það kom ekki oft fyrir að Bemharður frændi hringdi til mín. Það var ekki bara Jafnaðarbankamálið sem orðið hafði til þess að hann var hálfvelgju- legur í afstöðu sinni til fjölskyldunn- Og hvað meö það? spurði ég kurteis- lega en áhugalaust. Við eigum að taka á móti henni á flugvellinum á morgun. Hver erum „við'*? Þú og ég. Og svo auðvitað Jytte. Jytte er konan hans og ein af ástæð- unum til þess hve sjaldan við hitt- umst. Hún hefur allt á móti sér, ef frá er talið útlitið. Ég spurði margra spurninga. Ætlar þú aö hjálpa Natalíu frænku að gera erfðaskrána? Þaö getur verið. En komdu út á flug- völl klukkan hálfátta í fyrramálið! Það væri rétt af þér að koma með rósavönd eða eitthvað annað hug- næmt. Ég lofaði að koma, lagði á og fór aft- ur upp í rúm. I u að er kalt á Kastrupfiugvelli svona snemma á morgnana A. þegar snjóar. En þar voru jólatré með ljósum og fólk með lítil börn sem héldu á danska fánanum að taka á móti ættingjum sem voru að koma í heimsókn og flestum hlýn- ar um hjartarætumar við að sjá slíkt. En mér var ískalt. Það var Bemharði og Jytte aftur á móti ekki. Þau voru í dýrum loðskinnskápum og ég man eftir því að ég var að velta því fyrir mér hvort hann frændi minn hefði komist yfir peningana sína á nokkuð löglegri hátt en ég. Hann var bara sniðugri að kaupa fyrir þá. Þaö leið afar langur tími þar til Na- talía frænka kom út úr tollbúðinni. Og þegar hún stóð loks fyrir framan okkur bárum við varla kennsl á hana en ástæðan var auðvitað sú aö viö þekktum hana ekki. Hún þekkti okk- ur hins vegar strax en það var að sjálfsögðu vegna þeirrar eðlisávísun- ar sem segir til sín hjá fullorðnum konum þegar svona stendur á. Bernhard! (Það leyndi sér ekki að hún kom frá Bandaríkjunum.) Oh, and you must be Jytte og Edgar! Minn darling frændi! Hún var lágvaxin og hrukkótt eins og uppþornað epli en þó varð ekki hjá því komist að viðurkenna að hún bjó yfir nokkrum yndisþokka. Hárið var bleikt, gleraugnaumgjörðin úr þykku gulli og skásett, andlitsfarð- inn þykkur og svo var hún með handskjól. Jytte flýtti sér að faðma hana að sér; Auntie! sagði hún af tilfinningu. Ég þóttist viss um að hún hefði fengið lánaða oröabók til að komast að því hvað frænka væri á ensku. Welcome home ... Natalía frænka leit hvasst á hana gegnum gleraugun. Talaðu bara dönsku. Ég er ekki búin að gleyma móðurmáhnu enn þá. Hvort ykkar getur lánað mér fimm hundruð krón- ur? Þeir létu mig borga toll! Þegar ég yppti vandræðalega öxlum varð Bernharður að stinga hendinni í vasann á loðskinnskápunni og taka upp veskið svo Natalía frænka gæti borgað tollinn af jólagjöfunum sem hún hafði komið með. Frændi minn hefur alltaf haft góða skipulagsgáfu. Hefði hann lagt sig enn betur fram en hann geröi hefði hann komið á sleða með hreindýrum fyrir. Við urðum hins vegar að láta okkur nægja aftursætið í stóra BMW-bflnum hans. How wonderful að vera komin aftur til good old Denmark, sagði frænka okkar. Og það snjóar. Það kemur næstum aldrei fyrir í Miami. Jytte stakk hendinni undir handlegg hennar. Segöu okkur allt um Banda- ríkin, kæra frænka, sagði hún hlý- lega. Væri það eitthvað sem Natalía frænka hafði ekki áhuga á að ræða um núna voru það Bandaríkin. Sex- tíu til sjötíu ár eru langur tími þegar maður hefur verið í öðrum heims- hluta. Og þegar Bemharður sýndi henni þá vinsemd að aka með hana yfir snæviþakið torgið fyrir framan Amalienborgarhöll þurrkaði hún tár úr öðrum augnakróknum. Hvert fómm við? spurði hún hrærð. Bernharður flýtti sér að snýta sér eins og hann vildi sýna henni hve mjög hann hefði komist við. Til Norð- ur-Sjálands. Ég er búinn að taka lít- inn sveitabæ á leigu og þar höldum við jólin. Bara við fjögur. En hvað um erfðaskrána mína? spurði hún alvörugefm. Bernharður gat líka verið alvarlegur í tali. Ég er búinn að taka allt nauð- synlegt með til að geta gengið frá henni, frænka. i p um snjöllu hugmyndum ^ Bemharðs. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig honum tókst að koma fjölskyldunni og dýrunum burt. En nú vomm við komin þangað og þarna var enginn sem gat spillt friðnum. Og þá á ég við þann frið sem nauðsynlegur var til að ganga frá erfðaskránni. Á meðan Jytte gekk um og kom fyrir grenigreinum og kveikti á jólaljósum á réttum stöðum og Natalía frænka hvíldi sig eftir erfiðá ferö sátum við frændurnir í stofunni og gerðum hemaðaráætlunina. Þú átt við vissan vanda að stríða, sagði hann og blés vindlareyknum framan í mig. Hvaö áttu við með því? spurði ég og blés reyknum úr mínum vindli á hann. Þú hefur komist yfir peninga nýlega þótt þér takist prýðilega aö láta sem svo sé ekki. Mundu bara að ég vil ekkert um þá vita! Vindillinn minn var óþéttur. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.