Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAQlItt 1Q. DEgEMRER 1988. 47 Bridge „Vill einhver reyna blekldspilamennsku?'' Alþjóöasamtök bridgeblaðamanna veittu nýlega precisionverðlaunin fyrir besta vamarspilið 1988. Það var ítalinn Paolo Frendo sem kynnti spil- ið í grein sem hann kaUaði: Vill ein- hver reyna blekkispilamennsku? „Blekkispilamennsku í vörn virð- ast engin takmörk sett, ef marka má hvert spilið öðru betra hjá hug- myndaríkum varnarspilurum. Þaö síðasta kemur frá Mílanó í háum rúbertubridge í spilaklúbbi þar í borg - Pakistaninn Zia Mah- mood gæti vel haft eitt slíkt i fórum sínum. í sæti austurs situr Primo Levi, mjög þekktur rúbertuspilari og tví- menningsmeistari, sem um árabil spilaði sem makker Mario Franco í einvígjum gegn sterkum andstæð- ingum á Ítalíu og Frönsku Rivier- unm. 4 V ♦ 4 1063 4 D84 4 ÁK752 + GIO N V A S 4 4 4 X 4 ÁK872 V ÁKG5 4 D8 + 85 Sagnir gengur þannig: Suður Norður 1S’ 1G2 2H 3S 4S pass Brídge Stefán Guðjohnsen 1) Fimmlitur 2) Krafa um umferð Vestur spilar út laufkóng, austur kallar með sjöunni og vestur spilar meira laufi sem austur drepur með ás. Þá kemur hjartasex, sem sagn- hafi drepur heima, og tekur síðan spaðaás. Vestur lætur litið og austur drottninguna. Til þess að tryggja sig fyrir G x x í vestur þá spilar sagn- hafi eðlilega litlum spaða á tíuna. Vestur drepur á gosann og óvænt kemur fimmið frá austri! Síðan kem- ur hjarta frá vestri, austur trompar með spaðaníu og pottþétt geim er allt í einu komið einn niöur. Allt spilið var þannig: 4 1063 4 D84 4 ÁK752 X G10 4 G4 4 109732 4 93 + KD93 4 D95 V 6 4 G1064 + Á7642 4 ÁK872 ¥ ÁKG5 4 D8 + 85 Sannkallað verðlaunaspil! Bridgesamband Vesturlands Vesturlandsmót í tvímenningi. Laugardaginn 26. nóv. sl. var haldið Vesturlandsmót í tvímenningi í Borgarnesi. 25 pör tóku þátt í mótinu og varð röö efstu para þessi: Karl Alfreðsson- Jón Alfreösson, Akranesi 119 Þorsteinn Pétursson- Þórir Leifsson, Borgarfirði 105 Gísli Ólafsson- Guöni Hallgrímsson, Grundarf. 96 Ingi St. Gunnlaugsson- Einar Guömundsson, Akran. 78 Jón Á. Guðmundsson- Guðjón I. Stefáns., Borgarn. 58 Níels Guðmundsson- Jón Þ. Björnsson, Borgarnesi 48 Þór Geirsson- Jón St. Kristinsson, Grundarf. 48 Guðmundur Bjarnason- Bent Jónsson, Akranesi 42 Bikarkeppni sveita á Vesturlandi Búiö er að draga í 1. og 2. umferð bikarkeppni sveita á Vesturlandi og eigast eftirtaldar sveitir við. 1. umf.: Þórir Leifsson, Borgarflrði- Magnús Magnússon, Akranesi. Jón Á. Guðmundsson, Borgarnesi- Guðmundur Ólafsson, Akranesi. Ragnar Haraldsson, Grundarfirði- Sjóvá, Akranesi. Þórður Elíasson, Akranesi- Ellert Kristinsson, Stykkishólmi og Árni Bragason, Akranesi- Leifur Jósteinsson, Grundarfirði. Þessum leikjum á að vera lokiö fyrir áramót. 2. umf.: Jón Á./Guömundur-Eggert Sigurðs- son, Stykkishólmi. Árni/Leifur-Þórir/Magnús Hreinn Björnsson, Akranesi- Unnsteinn Arason, Borgarnesi og Ragnar/Sjóvá-Þórður/Ellert. Þessum leikjum á að vera lokið 1. febrúar. Núverandi bikarmeistari er sveit Ell- erts Kristinssonar, Stykkishólmi. Fyrsta kvöldi af þremur í hrað- sveitakeppni félagsins er lokið og taka 5 sveitir þátt í henni. Staðan að loknu fyrsta kvöldinu: 1. Björn Sveinsson 553 2. Sigurður Skagfjörð 531 3. Ævar Jónasson 523 4. Þórður Reimarsson 490 5. Brynjar Olgeirsson 410 bent á að senda inn umsóknir til Bridgesambandsins fyrir 20. jan. á næsta ári. Ef fleiri en 7 pör sækja um, verður valið eftir því hve mörg meistarastig hafa áunnist síðustu 4 árin. (Sama regla og verður notuð við val á pörum í tvímenninginn á Bridgehátíð). Nánari upplýsingar hjá Bridgesambandinu í síma 689360. Bridgefélag Hafnarfjarðar Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarö- ar og Sparisjóðs Hafnarfjaröar verð- ur haldið 27. des. næstkomandi. Þetta er opið mót sem spilað verður í Flensborgarskóla og hefst kl. 18.00. Skráning er hafm og hægt að skrá sig í símum 52941 (Einar Sigurðs- son), 50275. (Kristján Hauksson) og 50189 (Ingvar Ingvarsson). Evróputvímenningur Philip Morris Evróputvímenning- urinn verður haldinn í Salsomaggi- ore á ítalíu dagana 17.-19. mars. Is- lendingar eiga rétt á að senda 7 pör á þetta mót, sem skipa þá landsliö íslands í tvímenningi. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu móti er Bridgefélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Lokið er 5 kvölda aöaltvímenningi félagsins með þátttöku 14 para, og urðu þessi pör efst. 1. Jóhann Þorsteinsson- Kristján Kristjánsson 1192 2. Guðmundur Magnússon- Jónas Jónsson 1161 3. Siguröur Freysson- Einar Sigurðsson 1152 4. Aðalbjörn Jónsson- Sölvi Sigurðsson 1104 5. Ásgeir Metúsalemsson- Friðjón Vigfússon 1094 Síðustu tvö kvöldin á árinu veröur spiluð hraðsveitakeppni. IþróttapistiU Frábært hjá Guðna Bergs Dvöl knattspyrnumannsins Guðna Bergssonar hjá enska stór- liðinu Tottenham Hotspur hefur veriö mál málanna í heimi íþrótta- manna á undanförnum dögum. Vera Guðna hjá liðinu hefur nú tekið á sig nýja mynd og þegar þetta er skrifað eru allar líkur á því aö hann skrifi undir samning hjá lið- inu. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenskum knattspyrnumanni og sýnir raunar og sannar í enn eitt skiptiö hversu snjalla knatt- spyrnumenn viö eigum. Guðni, sem er aðeins 23 ára gam- all, hefur í sex ár verið viðloðandi meistaraflokk Vals. Á þessum tíma hafa gríðarmiklir hæfileikar hans vakið athygh manna og raunar má það teljast skrítið að ekkert Uð skuli hafa sýnt honum áhuga fyrr en nú aö Terry Venables og félagar hjá Tottenham virðast hafa upp- götvað þennan fjölhæfa knatt- spyrnumann frá íslandi. Það fór lítið fyrir bjartsýninni Þegar það kom frám í fjölmiðlum að Guðni væri á leið til Tottenham til reynslu voru menn ekki mjög bjartsýnir á að Guðni myndi ná því að komast á samning hjá liðinu. Guðni hefur þó greinilega staðiö sig það vel ytra að forráöamenn Tott- enham hafa faUið fyrir honum. Og það að Terry Venables vilji gera við hann samning tíl þriggja eða fjögurra ára segir raunar allt sem segja þarf. Á peningamálum verður að finna lausn Það vekur jafnan forvitni manna þegar íslenskur knattspyrnumað- ur semur viö erlent félag hvert kaupverðið er og hver verði hlutur þeirra aðila sem máUð varðar. Frétt DV síðasta mánudag þar sem það var haft eftir heimildarmanni blaösins að Valur myndi setja í það minnsta 300 þúsund pund á Guðna (24 milljónir króna), vakti mikla athygU. Aðrir fjölmiðlar höfðu samband við formann knatt- spyrnudeildar Vals sem að sjálf- sögðu neitaði öllu saman enda hefði það komið mjög á óvart ef formaðurinn hefði sagt já og amen. Vitaö er að Valsmenn munu ekki láta Guðna af hendi fyrir vasapen- inga. Af ummælum Guöna í DV má hins vegar ljóst vera aö hann telur peningamálin sitt einkamál. Vonandi finnst góð lausn á þessum þætti málsins fyrir alla aðila. Tveir íslendingar í ensku knattspyrnunni Fari Guðni til Tottenham verða tveir íslenskir knattspyrnumenn í eldlínunni í ensku knattspyrnunni en fyrir er Sigurður Jónsson hjá Sheffield Wednesday. Guðni virðist hafa staöiö sig mjög vel á reynslu- tímanum hjá Tottenham. Hann hefur nú þegar náð frábærum ár- angri í íþrótt sinni og vonandi á hann eftir að ná enn betri árangri á White Hart Lane og öðrum knatt- spyrnuvöllum í framtíðinni. Guöni býr yfir einstökum hæfileikum knattspyrnumanns sem honum tekst örugglega að sýna stuðnings- mönnum Tottenham og annarra enskra knattspyrnuliða. DV á Bylgjunni og Stjörnunni Eins og landsmenn vita eru ekki fastir íþróttaþættir á tónlistar- stöðvunum Bylgjunni og Stjörn- unni. Á þeim bæjum er þó einatt beðið með mikilli eftirvæntingu eftir síðdegisblaði landsmanna. Heyrist á annað borð íþróttafrétt á þessum stöðvum, sem ekki tengjast beint kappleikjum eða keppnum er nær undantekningarlaust um frétt að ræða sem birst hefur í DV þann sama dag. Á þessum bæjum er beð- ið eftir síðdegisblaðinu með mikilli óþreyju og er það vel. Á útvarps- stöðvunum tveimur eru menn kannski ekki alveg eins vel inni í íþróttunum sem á öðrum fjölmiöl- um enda enginn íþróttafréttamað- ur til staðar. Því vilja skondin atvik skjóta upp kolli sem á dögunum. Frétt DV um 300 þúsund pundin varðandi Val og Guðna Bergsson vakti athygli Stjörnumanna. Þeir höfðu samband viö formann knatt- spyrnudeildar Vals og spurðu hann hvort rétt væri að Tottenham hefði boðið Val 300 þúsund pund fyrir Guöna. Kannski hefur DV borist mjög skömmu fyrir fréttalestur og því hafa fréttamenn Stjörnunnar ekki haft tíma til lesa frétt DV vandlegar yfir. Og gjarnan þegar útvarpsmennirnir hafa séð eitt- hvað bitastætt á íþróttasíðum síð- degisblaðsins og hlustendur stöðv- anna tveggja hafa hlýtt á upplest- urinn er þess hvergi getið hvaðan viðkomandi frétt kemur. Auðvitaö get ég ekki fullyrt það 100% að þeir á Bylgjunni og Stjörnunni lesi frétt- ir beint upp úr íþróttasíðum DV og þá oftast skömmu eftir hádegið. Það hefur hins vegar vakið athygli að aldrei heyrist góð íþróttafrétt á þessum stöðvum nema að í DV sama dag hafi birst frétt sem teljast verði í betri kantinum. íþróttamaður ársins Sem endranær munu lesendur velja íþróttamann ársins 1988. í DV á mánudaginn munu birtast á íþróttasíðu nánari upplýsingar um kjör þetta ásamt atkvæðaseðli sem síðan verður á íþróttasíðum blaös- ins dagana fram að áramótum. Mikil þátttaka var í þessari kosn- ingu í fyrra og þá var mjög mjótt á munum. Kristján Arason hand- knattleiksmaður var þá útnefndur íþróttamaður ársins. Lesendur áttu þó mjög erfitt að gera upp á milli hans og knattspyrnumannsins Ar- nórs Guðjohnsen. Kristján sigraði með eins atkvæðis mun. í fyrsta blaði DV eftir áramótin verða úr- slitin í kjörinu kynnt lesendum DV og íþróttamaður ársins hjá lesend- um DV heiðraður. Stefán Kristjánsson . ■ ■■ ■ ■- ■ sa*ss*T^! • Guðni Bergsson hefur náð að sýna sínar bestu hliðar i herbúðum Tottenham undanfarna daga og svo til öruggt er að hann komist á smning hjá þessu heimsfræga liði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.