Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 25
somt Magnusi Cprtansson ogj^g^, tognaRSoa sfc»S«as-“. Bnn»g-.V'ttvV'nrtP« úr hestamonnaiebf oq biórsöngvarmn Íansanuw LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Nýjar plötur Bubbi Morthens - Serbian Flower: í slenska broddinn vantar Fáar íslenskar plötur hafa veriö jafnlengi í smíðum og þessi íslensk- ensk-sænska útgáfa af bestu lögum Bubba Morthens síðustu árin. Platan var allt að því komin út fyr- ir tveimur árum en síðan hefur loka- vinnslu hennar verið frestað marg- sinnis. Fyrir vikið má segja að hún hafi orðið betri því sum af bestu lög- um hennar hefur Bubbi einmitt sam- ið á þessum tveggja ára biðtíma. Hér er sem sagt um að ræða útgáfu sænska hljómplötufyrirtækisins Mistlur á úrvali af lögum Bubba og eru allir textar á ensku. Stefnan er því greinilega sett á alþjóðamarkað. Og vissulega á Bubbi jafnmikið er- indi á alþjóðamarkað og hver annar og kannski meira því eins og þessi plata ber með sér og við íslendingar vissum fyrir löngu þá eru jafnfram- bærOegir lagasmiðir og Bubbi ekki á hverju strái. Sem slíkur er Bubbi í fremstu röö hvar sem er í heiminum en engu að síður er eins og eitthvaö vanti á þessari plötu. Og það sem vantar að mínu mati er krafturinn og broddurinn í Bubba en hann hefur einmitt verið fólginn í textum hans. Og beittum textum hans á íslensku tekst ekki að koma til skila á ensku enda líklega aldrei ætlunin. Fyrir vikið verður Bubbi á ensku eins og hver annar réttur og sléttur góðpoppari en ekki sá reiði og gagnrýni ungi maður sem við þekkjum. Reiðir og gagnrýnir ungir menn eru enda fyrir löngu dottnir úr tísku í poppheiminum og vísasta leiðin til vinsælda er að segja sem minnst í textum sínum nema helst eitthvert orðagjálfur um ást. En þessir vankantar á plötunni eru nokkuð sem íslendingar einir fmna fyrir að ég held og í heild er þessi plata enn ein skrautfjöðrin í hatt Bubba og eru æði margar þar fyrir. -SþS- Ellý Vilhjálms - Jólafrí Smælki Vel heppnuð jólaplata Ellý Vilhjálms er mjög góð dægur- lagasöngkona. Það hefur hún marg- oft sannað. Falleg og þróttmikil rödd hennar hefur glatt eyru unnenda léttrar tónlistar í þrjá áratugi. Plötur með henni eru farnar að koma til ára sinna en hljómá samt ótrúlega oft á öldum ljósvakanna. Eftir langt frí frá söng opinberlega kom hún fram snemma á þessu ári á leik- og söngsýningu á Hótel íslandi og sló í gegn. Það var því kominn tími til að rödd hennar heyröist aftur á plötu og Jólafrí veldur ábyggilega engum hlustanda vonbrigðum. heyrast jólabjöllur, sem er við skemmtilegan texta Ólafs Gauks. Önnur erlend lög eru minna þekkt. Þegar ástarstjarnan skín er að vísu klassískt dægurlag en ekki beinlínis jólalag. Jólafrí er virkilega vel heppnuð plata sem er bæði létt og hátíðleg. Sumir munu sjálfsagt sakna aö ekki skuli vera meira af þekktum jólalög- um. Öllum lögum þarf að venjast og það er ekki erfitt að venjast dægur- lögunum sem prýða Jólafrí. Sérstak- lega þegar jafnfrábær söngkona og Ellý Vilhjálms flytur þau. -HK Heil og sæl! Þau sorgartíðindi bárust í vikunni að hinn gam- al- og góðkunni söngvari og rokkari Roy Orbison hefði lát- ist af hjartaslagi. Orbison, sem var á 53. aldursári, sló í gegn i lok sjötta áratugarins og átti sitt blómaskeið á árun- um 1960 til 1964. Meðal þekktustu laga Orbisons má nefna Only the Lonley, Runn- ing Scared og Oh Pretty Wo- man. Siðast heyrðist til Orbi- sonsá opinberum vettvangi á nýútkominni plötu, Travelling Wilburys, þar sem þeir Ge- orge Harrison, Bob Dylan, Jeff Lynne og Tom Petty stilla saman strengi sina auk Orbi- sons.... Tom Wits, hinn rámi söngvari og píanóleikari, á í sérkennilegum málaferlum þessa dagana. Hann telur að fyrirtæki eitt, sem framleiðir kartöfluflögur, hafi stolið og stælt rödd sína i auglýsingu fyrir snakkið. Auk venjulegra skaðabóta krefst Waits þess að allur ágóði, sem rekja má til snakk-auglýsinganna, renni tilsín... U2voruað senda frá sér nýja smáskífu Bubbi Mortens. ntafsson fcr a k0**?”* Magnus hliómplotu. á stórskemm Dreifing: Steinar Nýbýlavegi 4, símí 46799 Bono með lagi af plötunni Rattle and Hum, laginu Angel of Harlem, en á bakhlið smáskif- unnar er nýtt lag frá U2, A Room atthe Heartbreak Hot- el. Á12 tommu útgáfunni er að auki að finna hljómleika- útgáfu af laginu Love Rescue. Me en í því lagi aðstoða Keith Richards við gítarleik og Ziggy Marley & The Melody Makers viðsöng... Ailir helstu rapparar í Bandaríkjun- um ætla að taka höndum saman á næstunni og gefa út plötu til styrktar baráttunni gegn ofbeldi i tónleikasölum vestra. Ástæðan fyrir því að rapparar taka sig sérstaklega saman af þessu tilefni er sú að rapptónleikar hafa haft á sér einkar slæmt orð vegna ofbeldissinnaðra tónleika- gesta. Til marks um góðan hug í þessu máli verður plata rapparanna gefin út 16. janúar næstkomandi en það er fæð- ingardagur Martins Luthers King... Zak Starkey, sonur Ringos nokkurs Starr, hefur að undanförnu verið á tón- leikaferð með lcicle Works og þanið húðir. Hann er þó alls ekki genginn til liðs við hljómsveitina heldur er þetta bara vinargreiði... Gott í bili... -SþS- Ellý Vilhjálms. Nýjar plötur Blandað er saman nýjum og göml- um lögum og það er sama hvar borið er niður, Ellý gæðir lögin lífi sem aðeins góðir söngvarar geta gert. íslensku lögin eru öll ný. Magnús Kjartansson hefur samið tvö þeirra: Það eru að koma jól og Jólafrí. Þeir eiga svo sitt lagið hver, Vilhjálmur Guðjónsson, Geirmundur Valtýsson og Valgeir Skagtjörð. Það er sameiginlegt með þessum lögum að þau eru öll í rólegri kantin- um og eru stefin nokkuð góö Qg auð- lærð. Útsetningar Magnúsar Kjart- anssonar eru vel af hendi leystar. Ekki ofhlaðnar og passaö er upp á aö rödd Ellýjar Vilhjálms njóti sín. Það er ekki laust við að lögin virki betri en þau eru í raun í meðfórum hennar. Aðeins eitt lag er á Jólafríi sem getur kallast klassískt jólalag, Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.