Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstödum; Viöfjarðarskotta, einn frægasti draugur á íslandi, er aö því er virðist enn í fullu fjöri og gerir mönnum, er sækja fjöröinn hennar heim, lífiö leitt. Nú fyrir nokkrum vikum varö hópur skáta í útilegu aö yflrgefa Við- fjörð eftir aö skotta hafði haldið fyrir þeim vöku heila nótt. Þaö er því spánný draugasaga sem hér fer á eft- ir. Inn úr Norðfjarðarflóa ganga þrír firöir, Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjörður. Sá síðastnefndi var í byggð fram undir 1955. Þar átti að vera draugagangur mikill og frá því sagði Þórbergur Þórðarson í bókinni Frásagnir og kallaði Viðfjarðarundr- in. Frægust þessara drauga var Við- fjarðarskotta og frægust þó fyrir það að hún hefur verið fest á filmu. Er hún trúlega eini draugurinn sem ljósmyndaður hefur verið á íslandi. En nú virðist sem skotta þessi sé ekki dauö úr öllum æðum og haldi tryggð við gamlar slóðir enda þótt lifendur hafi fyrir löngu gefist upp á búskap í Viðfirði. I Skátar fara í Viðfjörð Maður heitir Ólafur Pálsson, ungur Reykvíkingur og sálfræðinemi, og kom í haust til Egilsstaða til aö kenna við menntaskólann. Hann er skáti og var fljótlega búinn að hóa saman nokkrum nemendum í skátaflokk. Eitt af því fyrsta sem sá flokkur tók sér fyrir hendur var að fara um helgi tO Viðfjarðar og gista þar tvær næt- ur. Mun það hafa verið þriðju helgina í október. Fóru 8 skátar frá Egilsstöð- um og aðrir átta slógust í hópinn í Neskaupstaö. Þaðan var farið með gúmbát og þurfti þrjár ferðir með fólk og eina með farangur. Það var því orðið dimmt og langt liðið á kvöld þegar alhr voru komnir á áfangastað. í Viðfirði er stórt, gamalt hús og hafa björgunarsveitir gert upp eitt herbergi á neðri hæð. Þar gisti hóp- urinn. Fyrsta kvöldinu var eytt í að skoða húsið og fara í andaglas til að Yiðfj arðarskotta Þessi mynd var heima í Viðfirði. tekin af Viðfjarðarskottu þegar hún var upp á sitt besta komast í samband við anda hússins. Tókst það með þvílíkum ágætum að sumum þótti nóg um. Leið þessi nótt og næsti dagur, sem skátarnir notuðu til gönguferða, til að safna brenni í varðeld og léku þeir ýmsa leiki, svo sem skáta er sið- ur. En veður var slæmt með þoku svo ekkert varð af því að bál væri kveikt. Var í staðinn kvöldvaka með söng og leikjum. Upp úr miðnætti birti í lofti og var þá kveiktur varð- eldur. Undu menn viö hann góða ' stund. Um tvöleytið yar gengið til náða. Hönd á glugga Ekki höfðu menn lúrt lengi þegar sumar stúlkumar þóttust sjá hönd á glugganum sem hvarf von bráðar. Ólafur, fyrirliði og fararstjóri, svaf næst dyrum við glugga. Leit hann út og sá ekkert óvenjulegt. Bjart var af tungh. Gekk fólkinu nú enn verr að sofna. Leið svo rúmur klukkutimi. Þá taka að heyrast högg svo sem verið sé að berja utan veggi og loft. Umgangur var fyrir utan dyr her- hrekur fólk úr Viðíirði Vitni eru að því að hönd korn á gluggann. Var Viðfjarðarskotta þar á ferð? Viðfjarðarskottu er ekki sama um hverjir gista húsiö hennar. bergisins og svo upp stigann og víðar í húsinu. Stóð þetta nokkrar mínútur en svo varð allt kyrrt. Fóru menn nú aö ræða hverju gegndi um hávað- ann. Datt mönnum helst í hug að ein- hverjir hefðu komið frá Neskaupstað til að taka þátt í útilegunni og vildu hrekkja íbúa og leika drauga. Leið svo og beið og ekki bar neitt á neinu. Enginn fór út úr herberginu og út um gluggann var engan að sjá. Leið svo nóttin én seint munu sumir hafa fest svefn. Er risið var úr rekkju á sunnudag og farið var að ræða atburði nætur- innar varð mönnum hugsað til þess að kvöldið áður, meöan á varðeldin- um stóð, höfðu sumir farið einir heim í hús aö sækja eitt og annað sem vantaði en bálið var alllangt frá hús- inu. Var ekki laust viö að hrollur færi um suma við tilhugsunina og eins þá að þau voru stödd í eyðifirði og engin undankomuleið fyrr en bátur kæmi á áður ákveðnum tíma á sunnudag. Hann kom líka um þrjú- leytið og svo vel vildi til að komið var á vélbáti svo allir komust í sömu ferðinni. Hefðu og fáir vilja bíða eftir myrkri til að komast burt. Fleiri hafa flúið Nú eru skátarnir að reyna aö grafa upp hvernig á þessum reimleikum stóð. Enn hefur enginn sökudólgur fundist. Þess má þó geta aö í sumar er leiö var erlend kona á ferð í Við- firði og yfirgaf staðinn fyrr en ætlað var vegna vondra áhrifa sem hún varð fyrir, að eigin sögn. Svo skyldi þó aldrei vera að Viðíjarðarskotta væri enn í fullu fjöri?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.