Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Lífsstm Nú í skammdeginu fer ekki hjá því aö margur maðurinn veröi þyngri, í orösins fyllstu merkingu. Margir kenna myrkrinu um hversu erfíð- lega þeim tekst aö fara fram úr á morgnana, eöa hve þeir eru allt í einu sólgnir í þungan og óhollan mat; þeir láta birtuleysið hafa áhrif á sig. Nú eru aðeins þijár vikur til jóla og er víst að blessaðar hátíðamar og um- stangið, sem þeim fylgir, lífga upp á tilveruna. Sumir eru strax farnir að hafa áhyggjur af öllum góða matnum og kökunum og sjá jafnvel aukakíló- in koma fljúgandi.' Hvernig væri að nota þennan tímar sem fram að jólum er, til að breyta dálítið um lífsstíl? Bæta mataræðið og verða þannig sáttari viö að neyta veislumatarins þegar að því kemur, auka orkuna og í allan stað hressa sig við. Ágætt getur verið að setja upp nokkurra daga dagskrá þar sem nýtt viðfangsefni er tekið til athugunar á degi hverjum. Fyrsta daginn: Vísaðu á bug þeim neikvæða hug- arburði sem skotist hefur upp úr fylgsnunum að undanförnu. Fari myrkrið illa í þig reyndu þá að hugsa um að það sé bara ágætis tilbreyting. Minnstu þess hve gaman er að geta haft kveikt á kertum næstum allan daginn ef því er aö skipta. Nú, og svo lætur birtan ekki á sér standa, fyrr en varir veröur orðið bjart allan sól- arhringinn. Vertu eins jákvæður og þú mögulega getur. Gerðu í því að sjá björtu hliðarnar á málunum, jafnvel þótt það á stundum geti verið erfitt. Sumum gæti reynst vel að rifja upp söguna um Pollýönnu og hvern- ig hún tókst á við lífið. Innra ástand þitt speglast í ytra útliti. Jákvæð og sátt manneskja geislar, það er líf í augunum, húðin er falleg og hún er heilsuhraustari en sú neikvæða. Þú skalt segja við sjálfan þig að nú sé einmitt tíminn til að hefja líkams- þjálfun, losa sig við nokkur aukakíló eða að læra aö slappa af; allt eftir því hvað hentar þér einum. Skrifaðu niður þau atriði sem þú veist að myndu hjálpa þér mest og þú vilt stefna aö. Ekki setja þér of há markmið. Ef þig langar til dæmis til að hefja líkamsþjálfun getur verið ágætt fyrir þig að byrja bara á kort- érs göngutúr á dag. Þannig verður auðveldara að halda áfram og bæta við sig. Um leið og þú hefur náð ár- angri á einu sviði verður auðveldara að byggja sig upp á þvi næsta. Annar dagur: Þá er komið að því að huga að mataræðinu. Fæðan er orkugjafi lík- amans og án hennar getum viö ekki verið; rétt eins og bifreið þarf bensín. Lítum yfir neysluvenjur þínar. Ertu einn af þeim sem fá sér kafFi og rist- aða brauðsneið á morgnana, vínar- brauð og aftur kafli um miðjan morg- uninn, samloku í hádeginu og belgir þig svo út af heitum og þungum mat á kvöldin þegar heim er komið? Ef svo er ert þú í hópi fjölmargra ann- Eura, líklega eru það flestir sem hafa vanið sig á þessa hegöan. En hér er um alranga samsetningu fæðunnar að ræða. Taktu eftir því að þegar þú þarfn- ast mestrar og bestrar fæðunnar borðarðu minnst og lélegasta fæðið. Það er kaffl, brauð og vínarbrauð á morgnana er allsendis ófullnægjandi fæða. Á þeim tíma dags ertu að byggja þig upp og þarft mikla og góða fæðu til að geta haldið þér vakandi og starfandi af fullum krafti liðlang- an daginn. Það getur stórbreytt líðan þinni að breyta aðeins örfáum atrið- um í neysluvenjum þínum. Hvað er skyn- samlegt fæðuval? Fæstir drekka nóg af vatni. Mjög gott er aö drekka einn til einn og hálfan lítra af vatni á dag. Gos eða kaffi, sem vissulega innihalda mikið vatn, koma alls ekki í stað vatns- neyslu. Það dregur úr svengd að fá sér vatnsglas þegar hungrið steöjar að og er það í alla staði mjög æski- legt fyrir líkamann. Að minnsta kosti einn fjórði matar- ins á að innihalda prótein. Fæða sem er rík af próteini en inniheldur litla Fitu er ákjósanlegust. Fuglakjöt og Fiskur er því kjörið á diskinn til aö fullnægja þessari þörf. Grænmeti og baunir eru líka talsvert próteinrík fæða. Kolvetni eru mjög orkurík og þurf- um við því öll eitthvað af þeim efn- um. í staö mikillar sykurneyslu, en sykur er einn helsti kolvetnisgjafinn, skaltu neyta fersks grænmetis og ávaxta sem og grófs korns. Líkaminn þarfnast treíjaefna til aðstoðar við brennslu og hreinsun. Viljir þú halda frísklegu útliti og fall- egri húð skaltu athuga að hafa nóg af þeim bætiefnum í fæðunni. Gróft brauð, gróft korn, múslí, bananar, perur, epli, gulrætur, spínat og hnet- ur eru dæmi um fæðutegundir sem eru ríkar af próteini. Skelltu þessari fæðu á diskinn. Svo þarf varla að taka það fram að of mikil fita er óholl. Reyndu að minnka neyslu fituríkrar fæðu eins og þú getur. Fyrir utan að hafa óæskileg áhrif á kólesterólmagnið í blóðinu þá sest aukafitan líka bara beint á rassinn eða magann. Nokkur ráð Ef þú ert mikið fyrir osta þá skaltu athuga það að þeir eru mjög mismun- andi feitir. Reyndu að velja þá fitu- snauöustu og jafnvel kotasælu. Notaðu helmingi minni sykur í rétt- inn eða kökuna er upp er gefið í upp- skriftinni. Athugaðu hvort þú getur kannski sleppt honum alveg. Prófaðu kofiinlaust kaffi eða kafii- líki. Koffín hefur ósækileg áhrif á lík- amann til lengdar. Drekktu af sömu ástæðu jurtate í stað venjulegs svarts tes. Þriðji dagur: Hver kannast ekki við að helgarnar líöi eins og dögg fyrir sólu? Gefin fyrirheit um að gera hitt og þetta og allt saman um helgina runnu út í sandinn því það varð einfaldlega ekkert úr helginni eins og svo oft áður, hún leið svo hratt. En þaö er allt í lagi ef þú hefur náð að slappa af og líða vel eftir amstur vikunnar sem leið. Öll verðum við einhvern tíma að slappa af og taka það rólega. ekki satt? Afslöppun er- nauösynleg lík- ama og sál. Byijaðu á því á föstudags- kvöldi að fara í heitt og gott bað þar sem þú nærð að slaka vel á. Geröu áætlun um að gera hressandi og af- slappandi hluti um helgina, eða í það minnsta einhvem hluta hennar. Þótt sumum finnist ekki viö hæfi að slaka á í desembermánuði þá getur nú ein- mitt verið að þess gerist mest þörf þá. Það er ekki hægt að gleyma sér alveg í jólastressinu því eins og við öll þekkj- um fylgir því oft ótrúlegur hamagang- ur og læti að „koma jólunum á“. Hvort sem þú ætlar að gefa þér tíma nú fyrir jólin til að slaka á og byggja þig upp eða strax eftir hátíð- arnar þá hljótum við öll aö vera sam- mála um mikilvægi þessara þátta í lífinu. Hægt er að „afstressa sig“ á tvennan hátt. Bæði með þvi aö reyna á sig í líkamlegu tilliti, eins og í íþróttum, eða hreinlegar liggja með tæmar upp í loft eins og sagt er. Eftir góða líkamlega áreynslu, að synda, hlaupa eða hvað sem er, getur líkaminn slakaö sérlega vel á á eftir en hefur um leið byggt upp þrek og orkan eykst. Margir velja þá leið að hafa það rólegt og notalegt heima við og slaka þannig best á. Fyrir framan sjónvarpið, við lestur eða við góða tónlist. Ef álagið er orðið yfirþyrm- andi er líklegt að þér reynist erfitt að slaka á sjálfum. Þá getur verið að þú þurfir hjálp, þurfir að fá kennslu í því að slaka á. En þess háttar nám- skeið verða sífellt fleiri. Nýttu þér þau tækifæri. Þegar manneskja hefur náð að slaka fullkomlega á eiga sér ýmsar og miklar breytingar stað í líkaman- um. Ró og spekt færist yfir viðkom- andi og hann finnur fljótt til vellíðun- ar. Hjartslátturinn minnkar og önn- ur líkamsstarfssemi verður hægari. Blóðsykurinn kemst í eðlilegt horf og þannig mætti lengi telja. Slökunaræfingar Slökktu á útvarpinu eða sjónvarp- inu, taktu símann af. Leggstu út af uppi á rúmi eða á mjúku gólfi. Lokaöu augunum og andaðu djúpt nokkrum sinnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.