Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 31
sp.ei .or puoaghaouaj LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. S1 43 Ildór til liðs við templara: hef ki ipt n 5un an ' á Kirkjubóli u viðtali á það einnig til að setja upp ósvik- inn vanþóknunarsvip og hefur orð Alberts Guðmundssonar fyrir því að það geri ekki aðrir betur. „Ég dreg þá ályktum af upplýs- ingunum frá lögreglunni að drjúg- ur hluti áf kostnaði við löggæslu í landinu stafi af áfengisneyslu," segir hann um gjaldið sem þjóðin greiðir fyrir drykkjuskapinn. „Þess vegna er rétt að þeir sem neyta vínsins og kalla útgjöldin yfir ríkið taki mestan þátt í að borga afleið- ingarnar." Slæmtráð fyrir ríkið „Ég held samt að það sé hið ósnjallasta ráð fyrir ríkið að ætla sér að afla fjár með áfengissölu ef það væri hægt að koma endanlega í veg fyrir sölu og neyslu. Ég viður- kenni að þar sem slíkt er reynt er farið framhjá banni eða takmörk- unum á ýmsan hátt. Sumir menn eru það sárþyrstir í glundrið að þeir reyna að bjarga sér einhvern veginn. Við höfum dæmi um slíkt frá Rússlandi þar sem löggjöfin hefur verið hert og sölutími styttur. Þar hefur heimbrugg vaxið þannig að sagt er að sykur og slík efni hverfi úr verslunum. En þrátt fyrir það hefur sú breyting orðið í Rússlandi að frávik frá vinnu eru minni en áður og meðalaldur er að hækka en fór lækkandi áður. Bann er því ekki vonlaus aðferð þótt hún sé erfið. Aðalatriðið er auðvitað það hvort drykkjuskapur eykst hér með tilkomu bjórsins eða hann minnkar. Bjórmenn hafa alltaf haldið því fram að menn ættu að drekka þennan tiltölulega meinlausa drykk í staðinn fyrir brennivín en við vitum ekki dæmi þess að ástand áfengismála hafi batnað við að bæta við áfengum bjór. Flutnings- menn bjórsins viðurkenndu líka með því að benda á bjórinn sem tekjustofn fyrir ríkið að hann yrði viðbót við annað áfengi. En það kemur auðvitað í ljós eftir 1. mars hvprt brennivínsdrykkjan minnkar. Ég veit að Danir náðu árangri árið 1917 með verðstýringu þegar þeir margfölduðu brennivín- ið í verði og gerðu bjórinn æski- legri. Ég held þó að Danir séu ekki betur settir gagnvart áfengisneyslu en við þrátt fyrir að þeir drekki aðallega bjór. Menn segja að það sé ekki hætta á mikilli bjórneyslu hér vegna þess hvað landið er kalt og því engin hætta á að menn noti bjór sem svaladrykk. Það verði aldrei nema við útivinnu á heitum dögum. En mér skilst nú að Danir drekki nú bjórinn engu síður við vinnu sína innanhúss.“ Þjóðhátíðar- dagurinn fyrsti mars Fyrsti mars á næsta ári er tíma- mótadagurinn í bjórmálinu og þá verður orrusta bindindismanna um bjórinn endanlega töpuð. „Mér skilst að ýmisr fjölmiðlamenn líti á þennan dag sem þjóðhátíð og telji dagana,“ segir Halldór og hlær sín- um sérstæða hlátri. „Aðalfréttirn- ar þessa dagana eru um hvaða ráðagerðir eru uppi og við hverju megi búast þegar bjórinn flæðir yfir- Mér þykja mestar líkur til þess þegar komið er yfir þennan þrösk- uld, sem 1. mars er, þá fari ýmsir að efast um að bjórinn reynist það bjargráð sem þeir vonuðu og menn sjái að frelsi og mannréttindi, sem það er kallað að geta keypt sér bjór, verði nokkuð dýru verði keypt. Það þýðir auðvitað ekki að fullyrða um þetta fyrirfram en mér er engin launung á því að ég tel að reynslan af bjórnum verði það slæm að ýms- ir fari að hugsa sig um. Ég segir ekki að við snúum vörn í sókn þann dag en við reynum að nudda það sem við getum nú eins og endranær hvort sem sigurvonir þykja meiri eða minni. En fyrsti mars er ekki dagur end- anlegs ósigurs fyrir okkur, and- stæðinga bjórsins - alls ekki. Ég hef alltaf litið á það sem hvert ann- að rugl að leysa mál eins og bjór- ijiálið í eitt skipti fyrir öll. Áfengis-. löggjöfin í heild á alltaf að vera tií endurskoðunar. Ég held'að það sé viðurkennt að verðlag hafi nokkur áhrif og drykkja minnki ef verðlag hækki og aukist ef verð lækkar þótt mér sýnist nú stundum að ekki sé spurt hvað mjöðurinn kosti. Það segja margir eins og karlinn forðum daga: „Spyrjum ekki hvað það kostar heldur þökkum guði fyrir að það fæst.“ Fjáröflunin veikirbaráttuna Halldór viðurkennir að það verð- ur erfiðara að fá bann við sölu á bjór samþykkt á ný þegar bjórsalan er orðin einn af tekjustofnum ríkis- ins. „Þeir sem leggja til að áfengis- sala verði takmörkuð verða líka að benda á tekjustofn í staðinn,“ segir Halldór. „Það dugar ekki að benda á að útgjöldin minnki þegar fram í sækir. Það vantar krónur í kassann þann dag sem slíkt frumvarp er flutt. Og þótt tekið væri nú fyrir áfengisneysluna þá verðum við að standa undir þeim kostnaði sem þegar er fallinn á okkur vegna hennar. Þeir sem eru dauðir eða heilsulausir vegna hennar rísá ekki upp aftur sem fullvinnadi menn.“ Á undanfórnum árum hefur Halldór oft rætt um það sem hann kallar „brennivinsmafíu“. Það eru þeir sem hafa hag af sölu áfengis og þar með bjórs og Halldór er ekki í vafa um að þessir menn hafa ýtt hvað fastast á eftir því að koma bjórmálinu í gegnum þingiö. „Þeir eru að vonum ánægðir sem virðast eiga fá sinn bjór seldan í ríkinu,“ segir hann. „Hinir eru væntanlega að sama skapi óánægðir sem ekki komast að. Ég er alveg sannfærður um það að eftir að bjórinn verður kominn þá verður hert á talinu um misréttið bæði vegna tegundanna sem ekki má selja og eins þess að allir landsmenn skuli ekki hafa jafnan aðgang að bjórnum. Jón Baldvin hefur sagt að sala bjórs í ríkinu sé aðeins fyrsta skref- ið. Hann ætlaði að sætta sig við að sigra í áföngum. Eftir því verður bjórinn kominn í matvöruverslanir áður en langt um líður.“ Brennivínsmenn eins og Finnar „Ég held nú reyndar að þegar þingið greiddi atkvæöi um bjórinn þá hafi stuðningsmennirnir ekki allir hugsað til þess að bjórinn yrði tekjustofn. Það átti að breyta neysl- unni. Nú er komið á daginn að bjór- inn á að verða tekjustofn en við skulum ekki vera með fullyrðing- ar. Ef til vill minnkar brennivíns- neyslan. Ég er ekki trúaður á það og styðst við reynsluna frá öðrum löndum. í Finnlandi gerðist það, þegarfarið var að selja bjór í almennum versl- unum, að brennivínsneyslan jókst líka á fyrsta ári bjórsins. Finnar eru brennivínsþjóð eins og við. Mér skilst að þegar menn hafí farið að finna á sér af þessu gutli hafl þeir viljað fá eitthvað kröftugra. En þetta kemur í ljós. Brennivínsmafían er til en ég skal ekkert fullyrða hvaða leiðir þeir fara til að hafa áhrif á stjórn- völd. Ég get þó bent á það að sænsk- ir bindindismenn leggja áherslu á að girða fyrir að innlendir menn hagnist á áfengisneyslunni. Nú er sú krafa uppi þar að ríkið eigi alla ölbruggun í landinu. Hér á brugg- unin að verða atvinnuvegur og ó- spart mælt með því. Ef talað verður um að hætta sölu á bjór eftir tvö til þrjú ár þá koma upp raddir um hvort eigi að gera þetta fólk atvinnulaust og brjóta niður eina atvinnuveginn sem ber sig. Þarna er komið enn eitt atriðið sem gerir baráttu okkar erfiða. Sænskir bindindismenn hafa einnig bent-á það sem ráð til að dragá úr áfengisneyslu að leggja niður umboðsmannakerflð og for- stjóri sænsku einkasölunnar telur enga nauðsyn að vera með um- boðsmenn. Mér finnst að áfengis- verslunin geti haft sjálf bein við- skipti við þá framleiðendur sem hún vill skipta við. Framleiðendur segja ef til vill að þeir vilji engin viöskipti hafa nema gegnum umboösmenn. Hann Hösk- uldur okkar gæti þá sagt: „Jæja, við kaupum þá bara af öörum og verið þið sælir.“ Ég er ekki búinn að sjá að framleiðendur vildu verða af sölunni." Þingmenn urðu að láta undan Halldór viðurkennir að bjórmenn hafi unnið síðustu orrustu um bjór- inn hvað sem úrslitum í stríðinu líður. „Þrýstingurinn á þingmenn var orðinn mjög mikill," segir Halldór þegar hann leitar að skýr- ingum á ósigrinum. „Það hafa sagt mér þingmenn að á fundum hafi spurningin, sem brann ungu fólki á vörum, verið: „Fáum við bjórinn? Fáum við bjórinn?" Það var ekki verið að hugsa um atvinnumálin eða önnur þjóðmál heldur það eitt hvort bjórinn yrði leyfður. Ég veit að þrýstingurinn á þingmenn var mikill og það átti stærstan hlut í að bjórmenn sigruðu. En stríðinu er ekki lokið.“ Halldór hefur ekkert viö fyrir- komulag bjórsölunnar að athuga. „Úr því sem komið er held ég að þetta sé eðlilegt fyrirkomulag," segir hann. „Ég sé líka fram á það að á næstu árum verður um það aö ræða að vernda þennan at- vinnuveg og að stuðla að jafnrétti í landinu þannig að þessi drykkjar- fóng verði fáanleg í öllum verslun- um í landinu. Þetta verða baráttu- máhn á komandi árum. Fyrst í stað veröur bjórinn hættu- legastur í sambandi við akstur. Það hefur oft komið fram að fjöldi fólks htur ekki á bjór sem áfengi heldur svaladrykk. I þessu liggur hættan. Eg geri líka ráð fyrir aö þaö komi fljótlega upp hópur manna sem er þjórarar í bjór og þegar menn eru búnir að þjóra í nokkur ár þá fer það að segja til sín í heilsufari. En það kemur ekki fram fyrstu mán- uðina. Læknarnir 130, sem skrifuðu undir áskorunina til Alþingis um að leyfa bjórinn, sögðu að engin hætta væri á að íslendingar misstu fótfestuna í áfengismálum við að fá bjór. Ég veit nú ekki hver sú fóstfesta er.“ Uppeldi við bindindi Baráttan gegn bjórnum hefur alltaf verið eignuð gömlu mönnun- um sem ólust upp við bindindis- mennsku í ungmennafélögum og stúku fyrr á öldinni. Halldór á Kirkjubóli er einn þeirra. „Þeir sem eru komnir á efri ár mótuðust á þeim tímum þegar áfengisneysl- an var minni,“ segir hann. „Þeir sem ólust upp á öðrum og þriðja tug aldarinnar ólust upp með til- tölulega bindindissamri þjóð. Þeir sáu ef til vill ekki drukkinn mann fyrr en þeir voru komnir á fullorð- insár. Þá voru bannár en viðhorfið breyttist þegar áfengið fór að streyma inn í landið. Viðhorfið breyttist líka mikið þegar farið var að líta á áfengis- ástríðu sem sjúkdóm. Þá kom upp það sjónarmiö að venjulegir menn þyrftu ekkert að óttast heldur að- eins þeir afbrigðilegu. Nú þótti ráð- ið að fmna þá afbrigðilegu nógu fljótt og þurrka þá en hinir gátu haldiö áfram að drekka. Áður var litið á áfengismál sem þjóðfélagsmál. Það þótt dyggð aö sporna gegn áfengisneyslu og menn töldu að áfengisbölið stafaði af áfenginu en ekki því að menn væru misjafnlega skapaðir. Því verður þó ekki neitað að ástríða manna í áfengi er misjöfn. Það get- ur verið aö eitthvað í líkamlegri gerð manna valdi því. Ég sé að í bæklingi frá SÁÁ er því haldið fram að áfengissýki megi rekja til þess að mismunandi gang- ur sé á því hvernig lifrin eyðir vín- andanum. Þessu er haldið fram sem vísindum. Það má vel vera að - þetta sé rétt en það hefur enginn getað sagt fyrir um það hverjir eru í mestri hættu. Bindindissemi er því eftir sem áður besta ráðið til að forðast áfengissýki. En það kann að vera að gamli ungmennafélags- andinn sé endanlega að hverfa. Það er margt að breytast.“ í stúku með Þorvaldi Garðari „Ég hef aldrei fundið nokkra ástæðu til að öfunda menn af að neyta áfengis en hins vegar oftar vonkennt slíkum mönnum. Ég hef aldrei neytt áfegis og aldrei fundið þörf til þess. í mínum uppvexti kom það sjald- an fyrir að áfengi sæist á mönnum. Vestur í Önundarfirði var það helst á bannárunum að menn kæmust yfir áfengi úr erlendum skipum. Þar vestra fylltust oft allir firðir af erlendum togurum, einkum enskum, þýskum og belgískum. Menn skiptu við þá og seldu þeim gæruskinn og sláturfé fyrir brenni- 1 vín. Það kom líka fyrir að það sást að fínt fólk úr þorpinu á Flateyri var ekki vel hestfært þegar það á skemmtidögum átti leið framhjá. Á Flateyri var stúka og í henni margir mætir menn eins og Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Viö vorum einu sinni saman á fram- boðsfundi vestra og þá spurðir um afstöðuna til áfengismála. Ég sagð- ist ekki finna að mínar skoðanir væru breyttar frá því sem var þeg- ar Þorvaldur Garðar tók mig inn í góðtemplararegluna en við skulum ekki tala meira um þaö. Ég gekk í stúku árið 1939 að und- irlagi Þorvaldar. Ég var bindindis- maður og vildi verða málstað þeirra að liði. Vinir mínir voru í stúkunni ogþeir vildu fá mig með.“ Blaðamaður og stjómmála- maður Halldór á Kirkjubóli á að baki fjölbreyttan feril. Hann hefur verið bóndi á Kirkjubóli og blaðamaöur í Reykjavík og tók um árabil virkan þátt í stjórnmálum. Nú er hann húsvörður í Þórshamri þar sem nokkrir þingmenn hafa skrifstofur og kann vel við sig nærri hringiðu stjórnmálanna. „Ég er búinn aö vera í sjö ár hér í Þórshamri," segir Halldór. „Það eru 14 ár síðan leið mín lá til Reykjavíkur og var fyrst aöstoðar- maður við útgáfu Alþingismanna- tals og síðar umsjónarmaður með húsum þingsins. Þetta hefur farið svona ef til vill fyrir tilviljun. Hér er líka margt aö gerast og um- hverfið skemmtilegt. Þaö mætti þó oft vera meiri tími til að ræða mál- in við menn. Á árum 1945 til 1952 var Halldór blaðamaður á Tímanum án þess þó að hugur hans stæði til þess því hann var þá búandi maður í Ön- undarfirði. „Ég var vorið 1945 skip- aður í stjórnarskrárnefnd,“ út- skýrir Halldór. „Nefndin haföi fundi sína hér syðra. Þeir voru stopulir en nefndin ólaunuð. Ég varð að fá mér eitthvað að gera hér syðra til að geta jafnframt unnið í nefndinni.“ Kaus fyrst Alþýðuflokkinn „Ég hef alltaf verið framsóknar- maður þótt ég byrjaði á að kjósa alþýðuflokksmann en það var ekki af því að ég væri ekki framsóknar- maður. Framsóknarflokkurinn var ekki með mann í kjöri í sýslunni en það lá fyrir að þessir flokkar mynduðu stjórn eftir kosingar. Þetta var árið 1934 og þá voru línur skýrari en nú er og ég vildi leggja í púkkið fyrir uppbótarmann hjá Alþýðuflokknum. Þessi krati sem ég kaus var Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Síðar var ég nokkrum sinnum í framboðið fyrir Framsóknarflokk- inn, fyrst í Isafjarðarsýslu haustið 1942, og komst nærri því að gera jafntefli við Ásgeir Ágeirsson, síðar forseta. Þá var barist fyrir ýmsum málum sem þóttu töluverðu máli skipta." Þegar talið berst að stjórnarsetu Framsóknarflokksins síðustu 17 árin stynur Halldór þungan og seg- ir „Já, sumar stjórnir á þessum tíma hafa setið lengur en sætt var. Við framsóknarmenn segjum auð- vitað að flokkurinn hafi ekki ráðið nógu miklu. Hann hefur reynt að halda skikk á hlutunum en því miður of oft orðið að gefa eftir," segir Halldór á Kirkjubóli. Og bjór- málið er eitt þeirra mála þar sem flokkurinn hefur ekki staðið sig eins og hann heföi helst viljað. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.