Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 17 sleikti laust blað á honum og lét Bernharð halda áfram að tala. Þér hlýtur að finnast frænka sem af himnum send, hélt hann áfram og var hugsi að sjá. Arfur gerir þér kleift að fara aö nota peninga á ný, löglega. Nú var vindillinn hættur að leka lofti. Ég reykti í ákafa og leyfði hon- um að halda áfram. Deyi Natalía frænka, en það gerir hún auðvitað einn daginn, fáum við tveir, einkaerfingjarnir, auðvitað mikið af peningum. En þú þarft ekki á þeim að halda því þú átt svo mikið fyrir en ég er aftur á móti með við- skiptareikninga sem hafa ekki alveg eins mikið fé að geyma og á þeim ætti að vera. Og hvað áttu við með þvi? spurði ég. Þú getur ekki byrjað að nota þessar tólf milljónir, sem þú fékkst „lánað- 4r“ í Jafnaðarbankanum, fyrr en það er komið á almannavitorð að þér hafi tæmst arfur. Annars get ég sagt þér, svona alveg okkar á milli, að ég held ekki að hún eigi krónu. Þess vegna verðum við að lagfæra erfða- skrána dálítið. Þar eð ég þagði enn fór hann nú að ræða einstök atriði. Upphæðin á erfðaskránni átti að vera tólf milljón- ir, fyrir utan það sem væri á banda- ríska bankareikningnum hennar. Það gæti að vísu komið til nokkurra vandræða við skattayfirvöldin en hann væri lögfræðingur og kynni ráð við þvi. En hvað sem því liði yrði ég að sætta mig við þetta fyrirkomulag. Hvaða kost annan ætti fátækur bankaræningi? Þá um kvöldið, en þetta var Þorláksmessa, kallaði Natal- ía frænka okkur inn í setu- stofuna til sín en þá logaði glatt í kolaofninum. Hún leit vel út og virt- ist hafa hvílst vel enda hafði hún sofið lengi síödegis. Mínir kæru frændur ... og kæra Jytte, sagði hún á sinni ágætu dönsku. Það verða engin jól hjá okk- ur fyrr en ég er búin aö ganga frá erfðaskránni minni. Reynum þvi að koma því frá. Við Bemharður muldr- uöum nokkur mótmælaorð en þau urðu bara til þess að hún varð enn ákveðnari. Áður en ég fór að heiman seldi ég jörðina sem ég átti á Florida og sömu- leiðis hlutabréfin mín. Andvirðið lagði ég inn á bankabók og peningana má taka út af henni hvenær sem er. Bernharður kinkaði ánægjulega kolli. Vandinn er bandarísku skattaregl- umar. Hún dæsti. Það em svo marg- ir sem hafa það eitt í huga aö reyna að hafa af mér fé. Við kinkuðum kolli til merkis um að við skildum vanda hennar. Það kom heldur ekki til greina að aðrir færu að hafa fé af frænku okkar! Það fyrsta sem ég sá, þegar ég kom hingað á þennan fallega bæ, voru tveir kettir, sagði hún. Þeir eiga heimili. Fallegt heimih. En ég er búin að sjá marga heimilislausa ketti á minni ævi. Bernharður gaut homauga til min en ég verð að segja mér það til hróss að ég lét vera að gjóta homauga til hans. Minn ágæti frændi, hann Bemharð- ur, tók eyðublöðin með sér svo það er best að fylla þau út. Ég er búin að ákveða að láta hvorn ykkar fá fimmtíu þúsund krónur. Það sem eftir er rennur til heimilislausra katta. Afallið var svo mikið að það var næstum óbærilegt. Heimilislausra katta! Ef hún hefði nú verið að tala um svarta sauðinn í fjölskyldunni ... Næstu tvo tímana hjálpáði Bem- harður frænku okkar að fylla út eyðublöð. Það fylgdu því auðvitað nokkur vandamál að færa arf frá Bandaríkjunum til Danmerkur. Ljóst var að setja varð á stofn sjóð en þrátt fyrir mikla umhugsun gat Bernharð ekki komið neinn til hugar sem verið gæti formaöur sjóðsstjóm- arinnar nema hann sjálfur. Og hvað um milljónimar mínar tólf sem lágu í ferðatösku djúpt í jörðu í Vestrekirkjugarði sem var nú skreyttur með grenigreinum? Áttu þær líka að renna í sjóðinn? Ég reyndi án árangurs að fá að tala við Bernharð undir fjögur augu. Það var auövitað ágætt að fá fimmtiu þúsund krónur og ég hef aldrei haft neitt á móti heimilislausum köttum. En að það skyldi eiga að ala þá á mat sem keyptur yrði fyrir mína peninga náði engri átt! Jytte var að þvo upp frammi í eld- húsi. Ég læddist upp í herbergið mitt og barði gömlu dýnuna í von um að geta náð úr henni mestu ójöfnunum en þegar það mistókst settist ég í hægindastólinn og reyndi að hugsa. Ég hlýt að hafa dottað þvi ég hrökk við þegar bankað var á hurðina. Það var Jytte. Nefið á henni var náhvítt og í stað ilmsins af rósavatninu sem umlék hana venjulega fann ég þefmn af jólaglöggi. Edgar, sagði hún með þunga. Er þessi bandaríska frænka ykkar þarna niðri með bleika hárið og skásettu gleraugun ekki búin að lifa nógu lengi? Ég verð að viðurkenna að ég hafði spurt sjálfan mig sömu spurningar en mér var ljóst aö andlát hennar myndi í raun aðeins koma nokkur þúsund köttum að gagni. Jytte leit þó ekki þannig á. Hlustaðu á mig! sagði hún. Bem- harður er búinn að ganga þannig frá erfðaskránni að það er hægt að bæta við nöfnum hér og þar. Þínu og hans. Hún er búin að skrifa undir og það eina sem við þurfum að gera er að koma í veg fyrir að hún sjái þau. Það verður Bemharður að sjá um, sagði ég dapurlega. Ég kann ekkert í lögfræði. En ég slapp ekki svo auðveldlega. Við erum öll á sama báti, Edgar! Og við höfum öll jólin til að eyða sönn- unargögnunum ef við látum til skar- ar skríða núna! Hún benti á glasið með jólaglögginni sem hún hafði lagt á náttborðið. Bernharður er búinn að setja eitt- hvað í það sem finnst ekki eftir á. Hún dettur dauð niður um leið og hún drekkur það. Þú þarft bara að koma niður og skála með okkur ... Það þarf mikið til aö gera mig reiöan en þetta var of langt gengið. Þetta var morð! Maður myrðir ekki frænku sína sem komin er til að til- kynna manni um arf, að minnsta kosti ekki til þess að bæta hag heimil- islausra katta. Jytte vildi greinilega ekki hlusta á nein andmæh frá mér. Hún er í besta skapi og vill endilega syngja gömul dönsk jólalög. Og hún hlýtur hvort sem er að deyja fyrr eða síðar, Edg- ar. Leyfum henni að deyja ánægö! En mér fannst ég ekki geta gert þaö. Ég ýtti Jytte til hhðar, stökk fram á stigapalhnn og hljóp niður í eldhúsið. Það var aht í lagi að fremja dálítið bankarán og að laga svohtið til erfða- skrá. En morð að yfirlögðu ráði kom ekki til greina. Aldrei! Potturinn með glögginni stóð á eldavélinni og það kraum- aði í honum. Ég hehti úr hon- um í vaskinn og fór að svipast um eftir öðru grunsamlegu. Það var ein- kennheg lykt af eplaskífunum. Voru þær líka eitraðar? Út með þær! Og hvað var þetta í ísskápnum? Jógúrt- dós með undarlegu innihaldi. Burt með hana! Mér gekk það öðru fremur th að halda lífinu í Natalíu frænku. Og hvers vegna átti Bernharður að stjóma sjóðnum? Mátti ekki koma honum á fót í Monte Cario og gera mig að formanni sjóðsstjórnar? Ég gæti setið þar í sóhnni og séð um heimilislausa ketti og um leið gæfist mér tækifæri th að gefa þá skýringu á velgengni minni og fjárráðum að ég hetði haft heppnina með mér í sjpilavítinu. Eg kannaði allar dósir í eldhúsinu, tók einkennhegar krukkur úr hihun- um og grandskoðaði innihald skáp- anna. Allt í einu heyrðist hátt óp inn- an úr stofu og um leið risu hárin á höfði mér. Það var Jytte sem æpti. Bernharður lá endhangur á gólfinu. Andhtið á houm var afskræmt, augun sokkin í tóftimar og andhtið folt og lífvana. Áreynslan vegna erfðaskrárinnar hafði orðið honum um megn. Lög- fræðingar geta dáið af hjartaslagi eins og annað fólk. Nataha frænka virti hann skelfd fyr- ir sér. Við verðum að hringja í sjúkrabh, Edgar, sagði hún en bætti síðan við, rétt eins og hún væri bara að tala við sjálfa sig: Og ég sem var búin að hiakka svo mikið th að syngja jólalögin! c_..L i p Bemharð. En því miöur kom lögreglan líka eins og ahtaf þegar um skyndheg dauðsföh er að ræða. Maður með slétt, grátt gár, stórt nef og líth, hvikul augu stýrði hði sínu af hemaðarlegri nákvæmni. Þeir stráðu gráu duffi um aht, tóku myndir, mældu og vom með nefið niðri í öhu. Þeir fóru líka fram í eldhús þar sem þeir tóku sýni úr eldhúsvaskinum og ruslafótunni en síðan fóm þeir upp í herbergið mitt og tóku þar glas- ið með glögginni sem Jytte hafði skh- ið eftir á náttborðinu mínu. Síðan lásu þeir erfðaskrá Natahu frænku af mikihi nákvæmni og fannst einkennilegt að maður, sem fengið hafði dóm fyrir bankarán, skyldi vera aðalerfingi með þeim látna, einkum og sér í lagi þegar Nataha frænka hélt því fram að um einhvem misskhning hlyti að vera að ræða. Við syngjum aftur í ár. Bæði gömlu, fahegu sálmana og „Hátt úr grænum greinum" og „Nú em jólin komin aftur“. Fangelsisprestvuinn hristir höfuðið htihega þegar hann horfir á gömlu, gráhærðu konuna með bleika hárið og skásettu gleraugun sem hefur fengjð leyfi th þess að sitja við hhðina á frænda sínum þótt það sé gegn regl- unum. En hún er heldur ekki ein af þeim sem sitja inni. Fyrir utan snjóar. Út um gluggann sé ég Vestrekirkjugarð þar sem snjóflygsumar svifa niður á gröfina sem tólf mihjónimar mínar hggja í. ÞÝÐ: ASG. HAPPDRÆTTI Dregið hefur verið í merkjasöluhappdrætti Blindra- vinafélags íslands sem var 15. og 16. október sl. Vinningsnúmer eru þessi: 16991, 3855, 19770, 23325, 19970, 13183, 5121, 2823. Vinninga má vitja á skrifstoíu félagsins, Ingólfsstræti 16, Reykjavík. Blindravinafélag íslands Við minnum á okkar vinsælu brúðukörfur svo og á ýmsar aðrar körfur sem eru góð jólagjöf. CASIO.-KUDOS -KUKZWEIL-AKAI- CASIO.-KUDOS - KDRZWEIL - AK AI - KURZWEIL HLJOÐFÆRAKYNNING verður haldín laugardagínn 10. desember 1988 frá kl. 10-18 i ► ► M O Q O 5) < u AKAI fjrofessioml - KUD0S - KUFZWEIL Hinir þekktu hljóðfæraleikarar Kristinn Svavarsson, Bjami Sveinbjömsson, Pétur Grétarsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Ástvaldur Traustason spila léttan djass frá kl. 16 < ^ könnunni -búðin, Síðumúla 20, sími 31412 CASIO - AKAI- CASIO.-KUD0S -KUFZWEIL-AKAI 8 (0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.