Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 37
I.AUGARDAGUR 10. DESEMBER-1988. 49 Handknattleikur unglinga KA sterkir á heimavelli KA-strákarnir tryggðu sér sæti í 1. deild í næstu umferð en þeir unnu alla andstæðinga sína nema HK sem gerði sér lítið fyrir og sigraði óvænt í leik þessara liða. Þá gerði KA einn- ig jafntefli við Þór, Ve. Þór, Ve., og Fram háðu harða keppni um annað sætið og urðu Eyja- strákarnir hlutskarpari. Fyrir seinustu umferðina voru Þórarar komnir með sjö stig en Framarar með sex stig þannig að þeir urðu að vinna Þórara til að kom- ast upp fyrir þá á stigatöflunni og Umsjón Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson hljóta þannig 1. deildar sætið eftir- sótta. Leikur þessara liða endaði með jafntefli, 14—14, og það voru því Þór- arar sem hrepptu annað sætið í deild- inni en Framarar urðu að gera ''sér þriðja sætið að góðu. HK og Valur urðu jöfn að stigum með sex stig hvort félag og leika því í 2. deild í næstu umferð en ÍR og ÍA falla í 3. deild. Grótta vann alla leiki sína Grótta vann alla leiki sína i 3. deild og með þeim í 2. deild fer lið Hauka sem tapaði aðeins leiknum gegn Gróttu og gerði jafntefli við Selfoss, 13-13, en aöra leiki sína unnu Hauka- piltarnir. UMFN féll í 4. deild ásamt Fylki en UMFA og UMFG urðu um miðja deild. í 4. deild, sem var leikin í Borgar- firði, unnu Húsvíkingar alla leiki sína og flytjast þeir í 3. deild ásamt UFHÖ sem varð i öðru sæti deildar- innar. Reynir varð í þriðja sæti, Skalla- grímur í fjórða sæti og Þróttur og IBK í tveimur neðstu sætunum. Stjarnan sigraði Þór, Ak., nokkuð örugglega en það dugði þeim ekki til að halda sér i 1. deild og féllu þessi lið bæði i 2. deild. 5. flokkur kvenna: Garðbæingar sigruðu í 1. Keppni í 5. flokki kvenna hófst um síðustu helgi. Aðeins er leikið í tveimur deildum í þessum flokki en félögum fer sífellt fjölgandi sem senda lið til keppni. í 1. deild eiga þau félög lið sem tóku þátt í íslandsmóti 5. flokks kvenna sl. ár en í 2. deild eru þau félög sem eru að hefja þátt- töku í íslandsmóti. Stjarnan sigurvegari í 1. deild I Grindavík fór fram keppni í 1. deild og var þetta fyrsta umferðin í íslandsmóti 5. flokks kvenna en á síðasta ári bar Grótta sigur úr být- um. Keppnin hófst er íslandsmeistar- amir hófu titilvömina gegn Stjörn- unni. Bæði þessi hð eru mjög vel samæfð og hafa á að skipa góöum einstaklingum en aðalsmerki beggja þessara liða em sterkir hornamenn sem draga vel til sín vamarmenn andstæðinganna og skapa þannig færi fyrir aðra leikmenn liðsins. Leikur Gróttu og Stjömunnar var í járnum allan tímann og áttu sókn- armenn beggja liða í miklum erfið- leikum með að bijóta á bak aftur sterkar varnir og góða markmenn. Jafntefli varð, 4-4, og verða það‘ að teljast sanngjörn úrslit þar sem styrkur liðanna virðist vera mjög svipaður. Það sem eftir lifði umferðarinnar var mikil keppni milli þessara tveggja liða, sem virðast vera í nokkrum sérflokki enn sem komið er, um hvort liðið heföi betri marka- töku í leikslok en bæði liðin sigruðu alla andstæðinga sína. íslandsmeistarar Gróttu léku næst gegn Víkingi og unnu með fjögra marka mun á meðan Stjarnan vann Grindavík með fimm mörkum. Þessi markamunur jókst smátt og smátt og það var ekki fyrr en í næstsíðustu umferð sem Grótta náði betri marka- tölu með því að vinna Fram, 11-4, og Hauka, 8-1, á meðan Stjaman átti í hinum mestu erfiðleikum gegn FH, 9-8. í síðustu umferðinni sat Grótta hjá en Stjarna átti að leika gegn Haukum sem voru fallnir í 2. deild. Stjörnu- stúlkurnar urðu að vinna leikinn með minnst sex mörkum til að hreppa stigið eftirsótta sem þær tækju með sér í úrslitin. Stjarnan náði fljótt forustunni í leiknum og í leikslok hrósuðu Stjörnustúlkur sigri í leiknum, 13-6, og þar með sigri í 1. deild en Grótta varð að gera sér annað sætið að góðu að þessu sinni með jafnmörg stig og Stjarnan en óhagstæða markatölu. í þriðja sæti deildarinnar urðu Reykjavíkurmeistarar Fram aö þessú sinni en Framstúlkurnar sigr- uðu helstu keppinauta sína um bronssætiö en töpuðu fyrir Gróttu, Stjörnunni og Grindavík sem féll í 2. deild. Helstu keppinautar Framara um þriðja sætið voru lið Víkings, sem Fram vann, 4-2, í síðustu umferð- inni, og FH en Fram vann þann leik, 6-4. Þá lágu Haukastúlkurnar einnig fyrir Frömurum. Mikil keppni var einnig milli FH og Víkings um fjórða sætið, bæði lið- in unnu Grindavík en FH-stúlkurn- ar, sem urðu vitni að sigri Víkings gegn Haukum, máttu sætta sig við jafntefli, 6-6, gegn þessum aðaland- stæðingum sínum úr Hafnarfirði. FH-stúlkurnar urðu því að sigra Víkinga til að hreppa fjórða sætið en Víkingum dugði jafntefli. Leikur lið- anna var ótrúlega jafn og spennandi allan tímann. Lítið markaskor var í leiknum og endaði leikurinn með jafntefli, 4-4, sem bæði liðin geta ver- ið sátt við, þannig að fjórða sætið var Víkinga en FH mátti gera sér fimmta sætið að góðu. Grindavík og Haukar féllu í 2. deild eins og áður sagði, Grindavík vann aðeins leikinn gegn Fram og gerði jafntefli við Hauka. Haukastúlkurn- ar gerðu einnig jafntefli við FH eins og áður sagði. Hörkukeppni í Eyjum í Vestmannaeyjum var ekki síður spennandi keppni en þar áttust við þau lið er skipa 2, deild. Upphaflega var gert ráð fyrir að í deildinni yrðu sjö lið en HK dró sig úr keppni ein- hverra hluta vegna. Keppnin um tvö efstu sæti 2. deild- ar varð aðallega á milli UBK og KR, ekkert lið veitti þeim teljandi mót- spyrnu nema ÍBV. KR-ingar hófu keppnina með sigri á Njarðvík, 6-3, þá sigruðu þeir Fylki stórt og einnig áttu Hvergerðingar litla möguleika gegn þeim. Það var ekki fyrr en KR- ingar mættu Vestmannaeyingum að um einhverja mótspyrnu var að ræða. Lítið var skorað í leiknum og í hálfleik var jafnt, 2-2. í upphafi seinni hálfleiks náðu KR-ingar að skora tvö mörk án þess að Eyjastúlk- ur næðu að svara fyrir sig. Síðustu mínútuna skoruðu síðan bæði liðin eitt mark hvort þannig aö lokatökur urðu 5-3, KR í vil. Svipaða sögu er að segja af Breiða- bliksstúlkunum en þær sigruðu sömu lið og KR. Breiðablik sigraði ÍBV nokkuð örugglega, 5-1, og þá sigraði sterkt Blikaliðið Hvergerð- inga, 16-0, Fylki, 11-0, og Njarðvík, 8-3. Leikur Breiðabliks og KR reyndist því vera úrslitaleikur deildarinnar en bæði liðin voru þó örugg um sæti í 1. deild. Leikur liðanna var ótrúlega jafn og spennandi eftir að Blikar höfðu verið yfir í hálfleik, 3-1. KR- deild ingum tókst síöan með mikilli bar- áttu að jafna leikinn stuttu fyrir leikslok, 3-3. Bæði liðin geta verið sátt við frammistöðu sína í deildinni og verð- ur gaman aö fylgjast með gengi, þeirra í 1. deild í næstu umferð. ÍBV mátti gera sér þriðja sætið að góðu en Vestmannaeyjastúlkurnar töpuðu aðeins fyrir KR og Breiða- bliki en aðra leiki sína unnu þær með miklum yfirburðum. Það er helst reynsluleysi sem háir Eyjalið- inu en þarna léku þær sína fyrstu leiki í keppni og með meiri leikæf- ingu gætu þær hæglega hrellt bestu liðin. Njarðvík varð í fjórða sæti deildar- innar eftir sigur á Fylki og jafntefli gegn Hveragerði. Tryggði jafnteflið Hvergerðingum fimmta sætið þar sem þeir höfðu gert jafntefli við Fylki í fyrsta leiknum og var það eina stig- ið sem Fylkisstúlkurnar hlutu í keppninni að þessu sinni, 6. sætið varð því þeirra. Það er ljóst að keppnin í 5. flokki kvenna á eftir að vera geysilega jöfn og spennandi er líður á þar sem lið eins og Stjarnan, Fram, Víkingur og jafnvel liðin tvö sem komu úr 2. deild hafa dregið nokkuð á gott lið Gróttu. Þá má ekki gleyma FH-ingum sem hæglega geta sett strik í reikninginn hjá einhverjum þessara liöa. Leiðrétting Þau mistökurðuþegargreintvar sem fóru upp í l. deild og ÍBV og frá úrslitum í 4. flokki kvenna að Víkingur verða áfram í 2. deild. sagt varaðÍBVhefðifaUiðí3. deild Beðist er velvirðingar á þessum en hið rétta er aö KA féll ásamt mistökum. HK. Það voru þvi Haukar og KR GÓÐ HUGMYND Mafnspjöld og Bökalímmiðar Ex-Libris Persónuleg og skemmtileg jólagjöf sem kemur á óvart • Bjóðum uppá upphleypta prentun (Thermographyl sem er nýjung á (slandi • • Alhliða prentþjónusta • Nánari upplýsingar og pantanir teknar í síma 30630 og 22876 á kvöldin og um helgar LETURprent Síðumúla 22-Sími 30630 LEÐURHUSGOGN - JOLATILBOÐ Vorum að taka inn nýjar sendingar: sófasett, hornsófar, stakir sófar, hægindastólar, margir litir. Opið laugardaga frá kl. 10-18 Sunnudaga frá kl. 14-18 HALLDÚR SVAVARSS0N UMBOÐS- 0G HEILDVERSLUN Suðurlandsbraut 16 Sími 680755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.