Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 34
46 l.ÁUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988! Kvikmyndir dv Vetrarafurðir frá Wamerbræðrum Frægir leikarar eiga að auka aðsókn Haustíð og tíminn fram að jólum er einn helsti uppskerutími stóru fyrirtækjanna i Hollywood. Þá líta dagsins ljós margar af þeim kvik- myndum sem fyrirtækin binda mest- ar vonir við og er hið gamalgróna fyrirtæki Warner bræður engin und- antekning í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir milli risafyrirtækjanna. Hér á eftir fer listí yfir nokkrar kvikmyndir sem Warner bindur mestar vonir við í vetur. Má geta myndahátíðinni í Cannes fyrr á ár- inu. Clara's Heart Whoopi Goldberg telur að í Clara’s Heart hafi hún fengið sitt besta hlut- verk síðan The Color Purple. Hún leikur vinnukonu frá Jamaica sem hefur mikil áhrif á líf tólf ára drengs sem gengur í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu þegar foreldrar hans skilja. sómasamlegu lífl. Aðrir leikarar eru Sylvia Miles, Jeoren Krabbe og Peter Rigert. Everybody's All American Everybody’s AU American íjallar um þrjár persónur sem hafa verið vinir í langan tíma. Fótboltahetjuna úr háskóla, kærustu hans i skólanum og frænda sem leit aðdáunaraugum upp til fótboltahetjunnar. Dennis Quaid leikur fótboltahetj- una Gavin Gray sem neitar að viður- kenna að hans tími i iþróttinni er útrunninn þar til hann er neyddur til að hætta. Jessica Lange leikur Babs Roger er giftist hetjunni sinni og heldur sig hafa náð draumaprinsinum, en eftír því sem ferli Gavins hnignar finnur hún hvöt hjá sér að gera eitthvað sjálf. Sá sem fylgist með parinu í íjarska er Donnie og er hann leikinn af Tim- othy Hutton. Hann hefur alltaf elsk- að Babs og eftir því sem árin líða fer þessi ástríða hans að hafa áhrif á dómgreind hans. Leikstjóri er Taylor Hackford sem á að baki myndir eins og An Officer and a Gentleman, Against All Odds, White Nights og Chuck Berry, Hail Hail Rock’n’Roll. Tom Selleck leikur vinsælan sakamálarithöfund sem trúir á sakleysi fallegr- ar konu sem ákærð er fyrir morð í Her Alibi. þess að þær munu verða sýndar í Bíóborginni og Bíóhöllinni á næstu mánuðum. The Accidental Tourist William Hurt, Kathleen Turner og Geena Davis leika aðalhiutverkin í The Accidental Tourist sem er lýst sem gamanmynd meö alvarlegum undirtóni og er leikstýrð af Lawrence Kasdan. Hurt leikur rithöfund sem missir fótfestuna þegar sonur hans deyr og konan hans fer frá honum, auk þess sem hann á í sambandi við óvenju- legan hundatemjara. Kashdan hóf sinn leikstjórnarferil með Body Heat og í Accidental Tour- ist leikstýrir hann aftur Wilham Hurt og Kathleen Tumer, en það var einmitt Body Heat er gerði þau að stjömum. Geena Davis er aftur á mótí nýtt nafn í Hollywood. Hún lék þó í tveimur vinsælum kvikmyndum á þessu ári, The Fly og Beetiejuice. The Accidential Tourist er fjórða kvikmynd Lawrence Kashdan. Áður er nefnd Body Heat. Hinar tvær eru The Big Chill og Silverado. Hann er einnig handritshöfundur Raiders Of The Lost Ark og skrifaði ásamt öör- um handritin að The Empire Strikes Back og Return Of The Jedi. Bird Áður hefur verið fjallað um Bird á þessari síðu og er óþarfi að endur- taka þær lýsingar. Bird er byggð á ævi djasskóngsins CharUe Parker og er leikstýrð af CUnt Eastwood. Forr- est Whitaker, er leikur Parker, fékk verðlaun sem bestí leikarinn á kvik- Clara’s Heart er leikstýrt af Robert MuUigan sem á að baki myndir á borö við To Kill a Mockingbird, Summer of ’42 og Same Time Next Year, svo einhverjar séu nefndar. Clean and Sober Michael Keaton hefur nær ein- göngu fengist við gamanhlutverk. í Clean and Sober fær hann tækifæri tfi að sýna hvort hann ráöi við alvar- leg hlutverk. Leikur hann Daryl Po- ynter sem tekur að láni 92.000 þús- und doUara og getur ekki endur- greitt þá. Ekki bætir það úr hjá honum þegar lögreglan handtekur hann tíl að spyrjast fyrir um sambýliskonu hans sem ekki hefur vaknað upp eftir að hafa tekið of mikið af eiturlyfjum. Sjálfur er hann eiturlyfjaneytandi þótt hann viðurkenni það ekki fyrir sjálfum sér. Leikstjóri Clean and Sober er Glenn Gordon Caron sem er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa skrifaö handrit að sjónvarpsþáttunum vin- sælu MoonUghtíng. Crossing Delancey Crossing Delancey er leikstýrt af Joan Mickhn Silver sem er sjálfsagt einn þekktasti kvenleikstjóri vestan hafs. Er myndin gerð eftir leikrití eftír Susan Sandler og skrifar hún handritið. Irving leikur Isabelle Grossmann, einhleypa konu er býr í New York í kringum 1930. Grossman er sjálfstæð kona og metnaðargjörn sem gengið hefur vel í harðri lífsbaráttu. Tíðar- andinn er samt ekki alveg á hennar bandi og ættingjar reyna að finna henni eiginmann svo hún geti lifað Kathleen Turner, William Hurt og Geena Davis leika aðalhlutverkin í The Accidental Tourist, gamanmynd með alvarlegum undirtóni. Isabelle Grossman (Amy Irving) litur full grunsemdar á Sam Posner (Peter Riegert) sem amma hennar vill að hún giftist í Crossing Delancey. Dennis Quaid og Jessica Lange leika fótboltahetjuna Gavin Grey, sem uppnefnd er Grái draugurinn, og magnoliudrottninguna Babs Rogers i Everybody’s All American. Mel Gibson leikur fyrrverandi eitur- lyfjasala, Kurt Russell vin hans, löggu, og Michele Pfeiffer konuna sem þeir báðir eru hrifnir af í Tequ- ila Sunrise. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Her Alibi Tom Selleck sló í gegn í kvikmynd- inni Three Men and a Baby. Hans fyrsta mynd síðan er Her Alibi þar sem hann leikur vinsælan sakamála- rithöfund sem hittir fyrir dularfulla og glæsilega konu sem er ákærð fyr- ir morð. Hann fer yfir staðreyndir í máh hennar og kemst að þeirri niðurstöðu aö hún sé saklaus. Hann segir lög- reglunni að hún sé ástkona hans og segir þau hafa verið saman þegar morðið var framið. Rómantíkin blómstrar, en rithöf- undinn fer að gruna að ekki sé allt með felldu þegar ýmsir óskýranlegir atburðir fara að henda hann og alltaf þegar sú ákærða er með honum. Meðleikari Selleck er Paulina Porizkove sem um nokkurt skeiö hefur verið hæst launaða fyrirsæta í heimi en er nú að fikra sig áfram í kvikmy ndabransanum. Ástralski leikstjórinn Bruce Beres- ford leikstýrir myndinni en hann á að baki úrvalsmyndir á borð við Breaker Morant, Tender Mercies og Cfimes Of Heart. Tequila Sunrise Mel Gibson, Michele Pfeiffer, Kurt Russell og Raul Julia leika aðalhlut- verkin í Tequila Sunrise sem er skrif- uð og leikstýrt af Robert Towne. Kvikmyndin íjaUar um samband tveggja vina sem voru saman í skóla en hafa farið í sitt hvora áttina síðan. Annar þeirra McKussic, er Mel Gib- son leikur, hefur haft það að atvinnu að selja eiturlyf. Hann er að reyna að komast frá þeirri iðju sinni. Vinur hans Fresica (Russel) er lögga sem fær það verkefni að koma vini sínum í fangelsi. Á mifii þeirra tveggja er Vallenari (Pfeiffer) sem á erfitt með að gera upp tilfinningar sínar til þeirra. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.