Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 3 Fréttir Ólga 1 viðskiptum á myndbandamarkaðnum: Myndbandaleigur Filmco ætla að hundsa Skvfuna „Þaö hefur verið ákveöið að leggja viðskipti við Skífuna í salt. Við versl- um eins og við getum af hinum rétt- höfunum sem eru okkur hliðhollir. Skífan verður látin eiga sig og ekki verslað þar nema í nauö. Síðan ætl- um við að kæra Skífuna til sam- keppnisráðs,“ sagði Ásgeir Þormóðs- son, einn af forsvarsmönnum Filmco í samtali við DV. Eins og fram kom í DV í síðustu viku á Filmco, sem er félag rúmlega 20 myndbandaleiga á höfuðborgar- svæðinu, í deilum við Skífuna vegna viðskipta með myndbönd. Filmco telur Skífuna ekki veita samsvarandi afslátt og aðrir mynd- bandarétthafar og leigur njóta og dropinn sem fyUti mælinn hjá Filmco voru viðskipti með myndina Sódómu Reykjavík. „Myndin er prófsteinn á heildar- viðskipti vegna þess að annað verð gildir um íslenskar myndir. Við næstu mynd frá Skífunni verður hægt að bera saman reikninga okkar og þeirra sem versla við Skífuna í sama mæh. Á grundvelli þess verður kært til samkeppnisráðs," sagði Ás- geir. Jón Ólafsson í Skífunni sagði í blaðinu fyrir helgi að aðilar innan Filmco skulduðu sér peninga. „Það þýðir ekki að hlaupast undan merkj- Setbergshlíðin: Veðhf.ætl- ar ekki að sinna f ram- kvæmdum „Þetta verður afgreitt eins fljótt og mögulegt er en það er dálítið erfitt að segja um það á þessu stigi. Þrotabú SH verktaka hefur óskað eftir að fá ýmsar upplýs- ingar frá bænum vegna riftunar á upprunalegum samningi milh Veðs hf. og þrotabús SH verk- taka. Þeir eru meðal annars að velta fyrir sér hvort bæjaryfir- völd geri þá kröfu að kaupsamn- ingi milh Veðs hf. og þrotabús SH verktaka verði rift,“ segir Guð- mundur Benediktsson, bæjarlög- maður í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur krafist þess að upphaflegum samningi milh Hafnarfjarðarbæjar og SH verktaka um framkvæmdir í Klukkubergi og Klettabergi í Hafharfirði verði rift þar sem SH verktakar geta ekki staðið viö sinn hluta samningsins. Þrotabú SH verktaka hefur ekki tekið af- stöðu til riftunar. Guðmundur segir að forráðamenn þrotabús- ins hafi beðið um thteknar upp- lýsingar sem séu að berast. „Það er ljóst að bænum ber, samkvæmt sveitarstjórnarlög- um, að annast sameiginlegar framkvæmdir á svæðinu sem ólokið er þar sem forráöamenn Veðs hf. hafa lýst því yfir að þeir æth ekki að sinna götugerð, gang- stéttargerð og öðru slíku í Set- bergshhö í stað SH verktaka. Það er ekki ljóst hvemig þau mál verða gerð upp en farið verður vel að íbúum við þessar götur. íbúamir geta verið alveg róleg- ir,“segirhann. -GHS - hyggjast einnig kæra fyrirtækið til samkeppnisráðs um og na ser í vöruna í gegnum ein- hvem þriðja aðha,“ sagði Jón og taldi að ekki væri um dehu að ræða. Ásgeir sagði að umræddir aðilar, sem skulduðu Skífunni, væru tveir. „Skuldirnar eru fyrir úttektir í þess- um mánuði. Annar skuldaði 25 þús- und krónur og hinn 19 þúsund. Ann- ar þeirra, og jafnvel báðir, gerðu sér ferð á fostudaginn th að greiða skuld- ina hjá Skífunni en fengu ekki af- greiðslu. Það var enginn th að taka á móti peningunum. Þess má geta að Filmco verslar við rétthafa fyrir margar mhljónir á mánuði. Við hjá Fiimco höfum staðgreitt ahar mynd- ir og leggjum metnað í að vera ekki með menn í hógnum nema þeir séu færir um það. Á því hagnast allir,“ sagðiÁsgeir. -bjb Militec-1 undraefnið sannaði ágæti sitt áþreifanlega: - án þess að legur og slitfletir hefðu skaða af „Við vorum meira gapandi eftir því sem sunnar dró,“ sagði Guðmundur Þór Björnsson bifvélavirki er hann var að lýsa fyrir okkur reynslu sinni af því að aka Volvo bíl sínum 280 kílómetra leið með ónýta olíudælu um síðustu helgi. DV6.MARS 1993 • Myndar efnafræðilegan skilvegg milli málmflata. • Heldur málmfletinum smurðum þótt olíu þrjóti. • Gerir óvirkar sýrur sem myndast við bruna. • Veitir vörn á víðu hitasviði. • Minnkar eldsneytisnotkun. • Breytir ekki seigju smurningar. • Dregur úr þurrstarti. • Minnkar slit og er ryðverjandi. • Þarf ekki að bæta á við hver olíuskipti. • Nauðsynlegt á nýjar vélar. • Þarf ekki að skipta um olíu og síu við áfyllingu. • Militec-1 virkar strax. Engin aukaefni Militec-1 innheldur engin föst efni eins og PTFE (teflon) né aukaefni á borð við klóraða parafínolíu eða klóruð kolvatns- efnissambönd eins og önnur bætiefni. Klóruð parafínolía getur gengið í samband við smurolíu og myndað saltsýru sem tærir málma. Myndar geysisterka húð Þar sem Militec-1 myndar örþunna, hála slitfilmu á málmfleti hentar það vel til notkunar í sjálfskiptingum og gírkössum ásamt öllum drifbúnaði. l\lota má efnið á alla málmfleti þar sem leitast er eftir minna viðnámi tveggja flata. Militec-1 dregur úr viðnámi og sliti í bensín -og dísilvélum, gírkössum, drifum, millikössum, kælikerfum, færiböndum, sjálfskiptingum, aflstýrum, loftpressum, dælum, vökvakerfum, byssum og yfirleitt alls staðar þar sem málmur mætir málmi. Militec-1 hentar einnig vel á kúlulegur og til notkunar í rennismíði. Það er í senn hitaþolið og kuldaþolið og um leið ryðverjandi. Militec-1 er eina smurbætiefnið sem bandaríski herinn viðurkennir. Fjölbreytt not Militec-1 er fjölhæfasta smur- bætiefnið á markaðinum og má nota jafnt í jarðolíur, gerviolíur, feiti, sjálfskiptivökva, flest smurefni eða eitt sér. Efnið hentar einnig vel til heimilisnota, á reiðhjólið, sláttuvélina eða veiðihjólið. WliTlu Skeifunni 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.