Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 Fréttir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ: Aðalatriðið að atvinnu- leysingjar f ái vinnu - ASIekkigerandiískiptingumilljarðsmsmillihreppa „Forysta ASÍ hefur engan til- lögurétt né ákvörðunarvald um hvemig veija eigi milljarðinum. Við sömdum bara um að þessir peningar færu til atvinnuskapandi verkefna. Síðan er það fjárlaga- nefndar Alþingis eða ríkisstjórnar- innar hvert peningamir fara. Við eram ekki gerendur um það, enda finnst okkur ekki skipta meginmáli hvort það fara 10 milljónum meira eða minna í einn hrepp eða annan. Aðalatriðið er að atvinnuleysingjar fái vinnu, hvar sem þeir eru,“ segir Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands. Forystumenn ýmissa verkalýðs- félaga á landsbyggðinni, meðal annars á Akureyri, Akranesi, Suð- umesjum og í Hafnarfirði, hafa að undanfornu gagnrýnt hvernig rík- isstjórnin hyggst deila út milljarð- inum sem veija á í atvinnuskap- andi verkefni. Um milljarðinn var samið í síðustu kjarasamningum að kröfu fulltrúa ASÍ til að draga úr atvinnuleysinu. „Það er ekki í verkahring ASÍ aö mótmæla skiptingunni. Á hinn bóginn er það ekki óeðlilegt að for- ystumenn einstakra verkalýðsfé- laga eða héraða reyni að fá sem mest af þessum aurum í sitt um- dæmi,“ sagði Benedikt. -kaa Hertir hausar eru búnir að hanga í tæplega ár á þessum hjöllum rétt hjá Suðureyri við Súgandafjörð. Fiskhjallar á Suðureyri við SúgandaQörð: Þurrkaðir hausar ónýtir í tonnatali - baratrassaskapur,segirlandeigandi „Ég held að ástæðan fyrir því að þetta fór nú svona sé sú að það lagði fljótt á snjó hér í fyrrahaust og þá fór þetta bara á kaf. í vetur var skaflinn svo hár að hann náði upp á hjallana þannig að þeir brotnuðu niður. Svo er það bara trassaskapur af þeim að vera ekki búnir að taka þetta núna,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, bóndi á Stað við Súgandafjörð. í lok síðasta sumars hengdu starfs- menn Fiskiðjunnar Freyju á Suður- eyri við Súgandafjörð upp hausa til þurrkunar á landi Þórðar en þrátt fyrir að tæpt ár sé hðið hanga haus- arnir þarna enn. Þórður segist gjarn- an vilja losna við hausana en hefur ekkert rekið á eftir Fiskiðjunni með að fjarlægja þá þar sem honum var lofað að þeir yrðu fjarlægðir með vorinu. „Þetta hefur aldrei legið svona eins og núna. Yfirleitt hefur þetta verið tekið þegar það hefur verið orðið þurrt. Hausarnir eru söluvara en þetta er orðið ónýtt núna,“ sagði Þorvaldur. Ekki náðist samband við neinn forsvarsmanna Freyju í gær vegna þessa máls. -GHK Blóðugar sprautur í blómabeði Fjórir drengir í Vinnuskóla Reykjavíkur fundu áhöld til flkni- efnanotkunar þegar þeir voru að reyta arfa í blómabeði skammt frá Iðnskólanum í gær. Um var að ræða eina skeið og 2 plastsprautur með nálunum á. Að sögn eins drengjanna var blóð á einni nálinni og svo virtist sem áhöldin hefðu legið þarna skamman tíma. Handfang á annarri sprautunni var lítillegabrunnið. -bjb í dag mælir Dagfari_______________ Ansans óheppni Utanríkisráðherra var heldur bet- ur óheppinn um daginn. Eftir þvi sem Stöð tvö hefur upplýst fannst í farangri á hans vegum og konu hans, Bryndísar, ósoðið kjöt sem tollurinn gerði upptækt þegar ráð- herrahjónin vora að koma frá út- löndum. Óheppni ráðherrans er sú að það var fyrir röð af tilviljunum að kjöt- ið fannst og skal nú sú óheppni rakin: 1. Venjan er sú að bílstjóri ráð- herrans fer inn í fríhöfnina og ekur farangri hjónanna í gegnum toll- hliðin án athugasemda. í þetta skipti var ráðherrabílstjórinn í fríi og afleysingamaður í hans stað sem ekki þekktist af tollvörðum. Ef fasti bílstjórinn hefði verið mættur hefði ekkert kjöt fundist. 2. Utanríkisráðherra segir að- spurður að ekkert kjöt hafi fundist í hans töskum heldur töskunum hennar Bryndísar. Ef Bryndís hefði ekki verið með hefði ráðherrann ekki haft neinar töskur og þá hefði ekkert kjöt fundist í töskunum. 3. Bryndís átti ekki kjötið eftir því sem hún hefur upplýst í dag- blaðinu Tímanum heldur vinkona hennar sem fékk aö setja töskuna sína á ráðherravagninn. Ef Bryndís hefði ekki verið með hefði ekkert kjöt fundist vegna þess að þá hefði hún ekki þurft að hjálpa vinkonu sinni við að koma kjötinu í gegn. 4. Ef Bryndís heföi ekki verið meö í fór og ekki vinkona hennar með í för hefði ekkert kjöt verið með í fór og þá hefði afleysingamaðurinn ekki þurft að aka vagninum í gegn og þá hefði ekkert kjöt fundist. Utanríkisráðherra átti ekki tösk- umar hennar Bryndísar, hann átti ekki vinkonuna og hann átti ekki kjötið. Bryndís átti hins vegar vagninn og vinkonuna en ekki kjöt- ið sem vinkona hennar átti og ef utanríkisráðherra ætti ekki svona greiðvikna konu hefði ekkert kjöt fundist. Gallinn var sá að vagninn fannst og kjötið fannst og Bryndís fannst en ekki vinkona Bryndísar sem átti kjötið sem fékk að fljóta með á vagninum hjá afleysingabíl- stjóranum sem ekki þekktist. Það segir hins vegar nokkuð um drenglyndi utanríkisráöherra og konu hans að ekki hefur þeim dott- ið í hug að benda á þessa vinkonu sem átti þetta kjöt og það segir nokkuð tíl um vináttu þessarar vinkonu sem reyndi aö smygla ósoðnu kjöti í gegnum tollinn að hún hefur enn ekki gefið sig fram og þau ráðherrahjónin hafa ekki sagt til hennar. Þess í staö er þeim velt upp úr tösku á vagni með kjöti í tolli hjá vinkonu sem þeim er nánast algjör- lega óviðkomandi. Þetta segir manni að maður á aldrei að flytja inn kjöt sem aðrir eiga og maður á aldrei að abbast upp á vini sína og gera þeim greiða. Maður fær ekk- ert nema skít og skömm fyrir greið- viknina og er svo tekinn í tollinum með annarra manna töskur og ann- arra manna kjöt. Og vinimir og vinkonurnar á bak og burt. Þetta er auðvitað eins og hver önnur óheppni og ekki nokkur ástæða fyrir Stöð tvö að velta sér upp úr svona tilviljunum því ráð- herrar geta hvenær sem er átt von á því að eiga vini sem eiga kjöt sem eiga töskur sem teknar eru í tollin- um. Það er eins gott að ráðherrar hafi rautt kort og fái að fara óhindr- aðir í gegnum tollinn svo þeir séu ekki teknir í bólinu með annarra manna töskur og annarra manna kjöt sem þeir kannast ekki við þeg- ar þeir era teknar í tollinum! Auövitað hefði þetta verið grafal- varlegt mál ef ráöherrann hefði átt töskumar með kjötinu en ráðherr- ann á sem betur fer sínar eigin töskur og kona hans á sínar eigin töskur þótt þau sameiginlega eigi ekki það kjöt sem flutt er í töskun- um sem eiga að fara í gegn á rauðu korti. Vinátta getur verið góð út af fyrir sig en hún er varasöm í tollin- um þegar enginn veit hvað er í far- angrinum og enginn finnur þá vini sem eiga farangurinn þegar kjötið finnst. Ansans óheppni var þetta allt saman, einmitt þegar aðalbílstjór- inn var ekki með og Bryndís var með og vinkona hennar var með og kjötið var með sem aldrei hefur komið fyrir áður og kemur aldrei fyrir aftur því næst verður Bryndís ekki með og ekki heldur vinkona hennar og ekki neitt kjöt og fasta- bílstjórinn verður kominn aftur og ekkert verður skoðað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.