Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 Utlönd Englandsdrottn- ing og Mítter- rand opna Ervn- arsundsgöngin Elísabet Eng- landsdrottning og Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti munu opna jarðgöngin undir Ermar- sundiö við há- tíðlega athöfn þann 6. mai á nsesta ári. John Major, forsætisráðherra Bretlands, skýrði frá þessu í gær eftir fund með Mitterrand og aðra jQranska leiðtoga í London í gær. Upphaflepi stóö til að Ermar- sundsgöngin, sem tengja England viö meginland Evrópu, yrðu opn- uö í maí á þessu ári en tafir urðu á verkinu, m.a. vegna fjármála- deilna. Breskurvéi- hjólakappiekur áfuglogdeyr Liðlega fertugur breskur vél- hjólamaður, Stephep Robert Cawthorne, sem haíði verið á feröalagi umhverfis hnöttinn undanfarin þrjú ár, lét lífið í óbyggðum Ástralíu fyrir skömmu þegar hann lenti í árekstri við emúa sem er stór ófleygur fugl, 120 sentímetra hár. Cawthome ók á fughnn þegar hann var aö taka fram úr bíl meö þjólhýsi í eftirdragi, 1130 kíló- metra norður af borginni Bris- bane. Læknar sögðu að Cawthorne heföi misst stjórn á hjóli sínu og látist samstundis. Cawthome lagði upp í heims- reisuna frá Englandi árið 1990 og var hann m.a búinn aö fara frá Alaska til Brasilíu. Frakkarlögðu 800milljarða undir i fyrra Frakkar eyddu um átta hundr- uö milljörðum króna í ríkishapp- drættið, veðreiðar og aðra leiki í fyrra, meira en nokkru sinni fyrr og sextán prósentum meira en áriö á undan. Franska hagstofan sagöi að Frakkar eyddu aðeins meira fé í veömál af ýmsu tagi en í blöð og bækur og um þriðjungi meira en í áfengi. Að sögn hagstofunnar nutu veðreiðarnar mestra vinsælda meöal veömálamanna en í þær fóm rúmlega 400 milljarðar. Þeir sem veðjuðu á hesta fengu um 72 prósent framlaga sinna til baka í vinninga og hjá happ- drættisspilurum vora það 55 pró- senL Ríkiskassinn þénaði svo rúmlega 100 milijarða á öiiu sam- an. Mick Jaggerhéif uppáfímmtugs- aímæliðígær Mick Jagger, höfuðpaur og söngvari rokk- sveitarinnar Rolling Stones, hélt upp á fimratugsaf- mæiíð sitt í gær enþaðernæsta víst að margir aðdáendur hans vhja ekki láta minna sig á að goð- ið er orðið miöaldra. Ekki náöíst í Jagger í gær til að ræða þetta viðkvæma mál sem aldurinn er þar sem hann var við plötuupptöku með hinum Roli- ingunum á heimih gítarleikarans RonWoodsíDublin. Reuter 66 fórust í versta slysi í sögu iimanlandsflugs Suður-Kóreu: Tala látinna á eftir að hækka - 44 komust lifs af, þar af eru margir illa sárir Björgunarsveitarmenn, sem leit- uðu í flaki suður-kóesku flugvélar- innar sem fórst í gær, höfðu fundið 66 lík í morgun, þar á meðal lík móð- ur og ungs sonar hennar sem héld- ust í hendur. Flugslysið var hið versta í sögu innanlandsflugs í Suð- ur-Kóreu. Fjörutíu og fjórir komust hins veg- ar lífs af þegar Boeing-þota Asiana flugfélagsins skall á klettavegg í roki og rigningu á suðurodda Kóreuskag- ans. Tuttugu og sex þeirra, sem lifu af slysið, voru mikið slasaöir, að sögn embættismanna stjómvalda. Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka. Vinir og ættingjar hinna látnu, margir hverjir viti sínu fjær af sorg, báru kennsl á lík ástvina sinna í bráðabirgðahkhúsi sem komið var upp í skóla nærri slysstaðnum. Til ryskinga kom þegar syrgjandi meðhmir einnar fjölskyldu uppgötv- uðu það sem þeir sögðu að væri sveppagróður í einni líkkistunni. Tvær eða þrjár kistur brotnuðu í lát- unum. Flugmaður þotunnar hafði þrisvar reynt að lenda á flugvellinum í Mokpo sem er um 310 kílómetra suö- vestur af höfuðborginni Seoul. Fljót- lega eftir það rakst véhn á klettavegg í skógivöxnu, óbyggðu svæði í um sjö kílómetra fjarlægð. Þyrlur hersins björguðu mörgum þeirra sem komust lífs af en sumir komust út úr flakinu af eigin ramm- leik. Hinn tvítugi Kim Hyim-shik klifraði út og hljóp um tveggja kíló- metra leið eftir hjálp. Flugvéhn var að koma frá Seoul og um borð vora 110 manns, farþegar og áhöfn. Aðeins þrír útlendingar voru meðal farþega vélarinnar, þar af tveir Japanir. Starfsmenn flugfélagsins hafa fundið flugritann en það mun taka um mánuð að fara yfir innihald hans. „Flugvéhn leit út eins og krampað- ur pappír. Ég sat í öftustu röð. Flest- ir farþegamir í öftustu röðu sluppu hfandi," sagði Moon Hyong-kun, einn þeirra sem komst lífs af úr slys- inu. Reuter Róttækir meðal hvítra í kjölfar blóðbaðsins í Höfðaborg: Nauðsynlegt að verjast Hermenn bera lik eins fórnarlambanna úr versta flugslysi i sögu innanlandsflugs í Suður-Kóreu. Símamynd Reuter Maður, sem kvaðst vera fulltrúi Þjóðfrelsishers Azaniumanna, hringdi í fréttamenn í gær og lýsti yfir ábyrgð á blóðbaðinu á sunnu- daginn þegar byssumenn skutu til bana tólf manns í messu í Höfðaborg í Suður-Afríku og særðu yfir fimm- tíu. Sagði maðurinn aö skotárásin hefði verið hefnd fyrir ofbeldið í hverfum blökkumanna. „Meira blóði verður útheht þar til landið hefur verið afhent blökkumönnum.“ Árásin, sem er sú grimmilegasta sem beinst hefur að hvítum á und- anfómum áram, dýpkar enn frekar gjána á mhh hvítra og svartra nú þegar viðræðurnar um drög að nýrri stjómarskrá standa yfir. í gær lýstu íhaldsmenn, sem hafa dregið sig út úr umræðunum í mótmælaskyni yfir því hvemig máhn hafa þróast, því yfir að drögin væra ávísun á borg- arastríð. Stjómmálaskýrendur telja að blóð- baðið í kirkjunni geti orðið til þess að róttæk hægri öfl meðal hvítra De Klerk, forseti Suður-Afríku, i heimsókn hjá fórnarlambi skotárásarinnar í kirkju í Höfðaborg á sunnudaginn. Simamynd Reuter njóti aukins stuðnings þar sem hvítir óttist um framtíð sína þegar kyn- þáttaaðskilnaðurinn hefur verið af- lagður. í gær lögðu róttækir meðal hvítra áherslu á nauðsyn þess að bera vopn og að læra að nota þau. Meðal þeirra sem létu lífið í skot- árásinni var sautján ára piltur. For- eldrar hans höfðu nýlega flutt frá Suður-Afríku vegna ofbeldisins þar en pilturinn bjó hjá vinran sfnum á meðan skólaárinu var að ljúka. Reuter Gorbatsjovhvet- urtilkosninga Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovét- leiðtogi, hvatti til þess um helgina að boð- aðyrði tilkosn- inga i Rúss- landi áður en kjörtímabílið rennur út til að binda enda á baráttu Jeltsíns for- seta og íhaldssamra andstæðinga hans í þinginu. Gorbatsjov sagði í borginni Ba- yreuth í Bæjaralandi að átökin milh Jeltsíns og andstæðinga umbótastefnunnar kyntu undir viðgangi róttækra og aftur- haldssamra hópa. Gorbatsjov var í Bayreuth til aö kynna skýrslu um ástand hst- arinnar í Rússlandi sem stofnun lians tók saman. Sultulistaverk- inu kastaðírusl- ideftirveisluna Starfsfólk listamiöstöðvar í Birmingham á Englandi henti listaverki úr rauðri sultu í ruslið fyrir misgáning þar sem þaö hélt að sultan væri matarleifar frá opnunarveislu sýningarinnar. Höfundur verksins var Ceri Davies listskólanemandi og sagði hún aö það hefðí verið búiö til úr sultu á sautján diskum. Verk- inu var ætlað að mygla og átti það að tákna á sjónrænan hátt dauð- leika ahs holds. En á flórða degi sýningarinnar taldi húsvörðurinn í hstasafninu að þetta væru leifar úr veislu og henti sultunni. Höfundurinn varö alveg miður sín þar sem margra mánaða vinna fór þarna í súginn. Lýðveldissinnar íÁstralíufæra sig uppáskaffið Ástralska rikisstjórnin, sem er fylgjandi því aö landið verði gert að lýðvelth, tilkynnti í gær aö hún ætlaði að banna samtökum að nota orðið „konunglegur" í heiti sínu nema það væri þegar hluti af oþinberu nafni þeirra. Bill Hayden, ríkisstjóra Ástra- líu og fuhtrúa Elísabetar Eng- landsdrottningar, hefúr verið sagt að styðja ekki nýjar umsókn- ir um forskeytiö „konunglegur". Stjórn Pauls Keatings forsætis- ráðherra er í broddi fylkingar þeirra afla í Ástrahu sem vilja fá innlendanþjóöhöföingja f staðinn fyrir bresku konungsflölskyld- una fyrir árið 2001. Schwarzkopf varskapofsa- maðurmikill Norman Schwarzkopf hershöföíngi, sflórnandi herja banda- manna í Persa- flóastríðinu og þjóðhetja í Bandaríkjun- um, var mikih skapofsamaður og lá nærri að Dick Cheney, þáver- andi vamarmálaráðherra, ræki hann úr embætti. Blaðið Washington Post skýrði frá þessu á sunnudag og vitnaði til bókar sem brátt verður gefin út vestra. Hershöfðinginn átti það m.a. th að auðmýkja undirmenn sína og eitt sinn skipaði hann einum shk- um aö standa fyrir sig í biöröð th aökomastáklósettið. Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.