Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1993 11 Fréttir Gengisfelling- unni fylgdu engin úrræði - segir Guðmundur Magnússon prófessor „Ég sé ekki aö nýafstaðinni gengis- fellingu hafi fylgt nein úrræöi," segir Guðmundur Magnússon, hagfræði- prófessor við Háskóla íslands. „Þetta var póhtísk gengisfelling í gamla stílnum. Hún miðaði að því að færa til tekjur í þjóðfélaginu, frá almenn- ingi og til atvinnufyrirtækja." Aðeins biðleikur „Til gengisfelhnga eiga menn ekki að grípa nema með því hugarfari að hún sé hin síðasta. Ég get ekki séð að nýafstaöinni gengisfehingu fylgi nein úrræði. Hún var einungis lyfti- duft í þjóðarkökuna." Guðmundur hefur margt aö athuga við gengisfeUingu ríkisstjórnarinn- ar. Hann segir hana aðaUega hafa komið til af tveimur ástæðum, halla- rekstri sjávarútvegsins og ósköpum í ríkisfjármálum. „Þegar gengið var feUt var hins vegar ekki komin ókyrrð á gengis- markaði. Það er óvenjulegt að tekin sé fyrirfram gengisfelhng út á afla- brest og skerðingu fiskveiðikvóta. Vandinn Uggur í sjávarútveginum. Þar þarf líka að leysa hann. Allir aðrir geta ekki tekið þátt í því,“ sagði Guðmundur. Vaxtalækkun óraunhæf „Menn verða að trúa á stöðugleik- ann. Það er forsenda þess að taka megi á efnahagsmálunum. Gengis- felling eykur jafnan þenslu þó slæmt efnahagsástand mæU nú á móti því. Mér finnst samt undarlegt að ríkis- stjórnin ætlast til að vextir lækki við þessar aöstæður. Meðan ríkisstjórn- in fer uppfærsluleið eiga aðrir að fara niðurfærsluleiö. Ég held að það sé óraunhæft. AUt vaxtatal ríkis- stjórnarinnar virðist mér reyndar vera til að beina athygUnni frá ráða- mönnum og að vöxtunum. En alvar- legast er að erlendar skuldir aukast sífeUt. Menn lifa um efni fram. Og þar virðist Utlu skipta hvort vextir eru háir eða lágir.“ -DBE Eróbikk og metin slegin í lóninu þessa þjónustu, Eróbikkið fer fram við baðhúsið og hafa einnig íjölmarg- ir gestir fylgst meö sem eru í lóninu. Ægir Már Kárasan, DV, Suðnmesjum: „Þetta er alveg nýtt að vera með eróbikk í Bláa lóninu og hefur það tekist mjög vel. Ætlunin var aö vera með það út mánuðinn sem kynningu en vegna þess hvað það hefur vakið mikla athygli hjá gestum þá tel ég mjög líklegt að við höldum þessu eitt- hvað áfram og þá jafnvel með hópa,“ sagöi Kristinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins. Það hefur ríkt mildl stemning við Bláa lónið og hefur hvert metið á fætur öðru í aðsókn verið slegið og nú hafa forráðamenn staðarins verið með eróbikk á laugardögum og sunnudögum við góöa aðsókn. Eró- bikkið er í höndum æfingastúdíós Bertu Guðjónsdóttur í Njarðvík og sér Berta um kennsluna. Gestir stað- arins þurfa ekkert að borga fyrir Stelpurnar 28, sem dvöldu í sumarbúðum KFUM og KFUK að Hólavatni i Eyjafjarðarsveit i síðustu viku, voru heldur betur kátar þegar sólin braust fram úr skýjunum smástund. Þær „létu öllum illum látum“ á bryggjunni við vatnið og voru æstar í að fá að sýna DV hversu duglegar þær væru að stökkva fram af bryggjunni I kalt vatnið. DV-mynd gk áskri Eróbikkkennslan á fullu við baðhús- ið í Bláa lóninu. DV-mynd Ægir Már Sprettuleysi á Ströndum: Slátturhefstekki fyrreníágúst Regina Thorarensen, DV, Gjögii- Bændur hér í Ámeshreppi geta ekki byijað slátt fyrr en í byijun ágúst vegna sprettuleysis. Hér er 4-6 stiga hiti á daginn og mun lægra hita- stig á nóttunni. Þrátt fyrir þetta þekkist ekki kvíði eða áhyggjur hér eins og algengt er víða. Læknir kemur hingaö frá Hólmavík hálfsmánaðarlega og hef- ur htið að gera - nema þegar nýr læknir er á ferð. Þá kemur fólk til að sjá hann. Fólk er hér hraust og lífsglatt. Ég held að aðsókn til lækna á fjölmenn- um stöðum sé bráðsmitandi og þess vegna varð Sighvatur að vera svona harður af sér sem heilbrigðisráð- herra enda Vestfirðingur. Malaysíu er á meðal fjölmargra frábœrra sumar- s vinninga í Askriftar- ferðagetraun DV og Flugleiða. Þeir einir geta orðið lukkunnar pamfílar sem eru áskrifendur að DV. komist til Það borgarsig að vera áskrifandi aðDV. FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.