Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 15 Hárf ínt mat - en hvað er verið að meta? í umræöu aö undanfömu hefur á stundum gætt misskilnings um ráögjöf Hafrannsóknastofnunar- innar og ákvöröun stjómvalda um aflamark. Má nefna fuliyrðingar eins og „stjórnvöld telja að 165 þús. tonna aflamark leiði til uppbygg- ingar“ og „talið er að stofninn standi í stað við 150 þús. tonna afla“. Það sem gerir umræðuna ruglingslega er að þessar fullyrð- ingar geta verið réttar samtímis og er brýnt að gera grein fyrir því við hvaö er átt hverju sinni. Einnig hefur gætt misskilnings varðandi áhrif óvissu í mati á stofnstærð. Mesta óvissan Svo kann að virðast að óvissa í stofnmati endurspeglist að fullu sem óvissa í ráðgjöf en það er ekki algilt. Tökum dæmi um heimatil- búna tjöm sem í eru seld veiði- leyfi. Vikulega er bætt 100 silung- um í tjömina og ekki er um aðra nýliðun að ræða. Undir eðlilegum kringumstæðum má að jafnaði taka tæplega 100 silunga á viku úr tjörninni án þess að veiðin minnki. Ef veiddir em 200 silungar á viku mun hins vegar fækka í tjörninni. Þessar ályktanir má draga þótt ekki sé vitað um fjölda silunga í tjöminni. Af þessu dæmi má ljóst vera að skekkjumörk á stofnstærð er yfirleitt ekki unnt að túlka sem skekkjumörk á aflaráðgjöf. Mesta óvissan í ráðgjöf til lengri tíma stafar af því að verið er að spá fyrir um ókomna atburði. í lok mai var ekki einungis kynnt skýrsla KjaJlariim Gunnar Stefánsson tölfræöingur á Hafrannsóknastofnun Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand sjávar og fiskistofna ásamt ráðgjöf um veiöar á komandi ári heldur einnig áfangaskýrsla nefnd- ar sem fjallar um langtímamark- mið við nýtingu fiskistofna. í áfangaskýrslunni kemur fram að uppbygging stofnsins (og síðar aflans) verður hröð ef afli er upp- haflega takmarkaður við 125 þús. tonn á ári. Einnig kom í ljós að um 30% hkur eru á að stofninn hrynji ef reynt væri að fylgja fram veiði- stefnu sem miðaðist við 225 þús. tonna afla árlega. Ráðgjöf miðast við há- marksafrakstur Ef tekin yrðu 175 þús. tonn árlega „Þaö er því ósk mín að þeir sem um þessi mal Qalla í fjölmiðlum byrji á að kynna sér ítarlega þá vinnu, sem þegar hefur farið fram og kynnt hefur verið opinberlega, áður en dómar eru felld- ■ v, U Nú er þorskstofninn í mikilli iægð og miðast við að stofninn minnki. eru niðurstöður hins vegar ekki eins skýrar: Líkur á hruni þorsk- stofnsins reiknuðust um 7% en sú niðurstaða er þó mjög háð forsend- um reikninganna. Einnig kemur í ljós að við shka veiði minnkar stofninn til að byija með þótt spá til lengri tíma sé á þann veg að lík- ur séu til þess að hann stækki síð- ar. Hins vegar leiðir 150 þús. tonna afli til þess að veiðistofninn stend- ur nánast í staö til 1995. Athuga ber að þetta þýðir einnig að um 50% hkur eru á að hann minnki. Því má með réttu segja; (1) að 165 þús. tonna árlegur afh leiði (með meirihluta hkum) til þess að stofn- inn stækki (til lengri tíma htið) og einnig er hægt að segja (2) að afli umfram 150 þús. tonn á ári leiði (með meirihluta líkum) til þess að stofninn minnki (til 1995). Þessar fuhyrðingar eru ekki í innbyrðis ósamræmi. því ekki hægt aö veita ráðgjöf sem Samkvæmt lögum ber Hafrann- sóknastofnuninni að veita ráðgjöf sem miðast við hámarksafrakstur íslandsmiða. Nú er þorskstofninn í mikilli lægð og því ekki hægt að veita ráðgjöf sem miðast við að stofninn minnki, jafnvel þótt að- eins sé til skamms tíma. Ráðgjöfin um 150 þús. tonna aíla miðaðist því við að stofninn rétti úr kútnum og að sú uppbygging hæfist strax. Enda þótt langmestur hluti íjöl- miölaumræðu á undanförnum mánuðum hafi markast af því að fólk hafi kynnt sér málavöxtu er enn nokkuð um að stofnað sé til ritdeilna án þess að efnisleg rök séu fyrir hendi. Það er því ósk mín að þeir sem um þessi mál fjalla í íjöl- miðlum byiji á að kynna sér ítar- lega þá vinnu, sem þegar hefur far- iö fram og kynnt hefur verið opin- berlega, áður en dómar eru felldir. Gunnar Stefánsson Fordómum vísað til f öðurhúsanna Nafnlaus málsvari Alþýðublaðs- ins sendi okkur kvennahstakonum kveðjumar þann 20. júlí síðastlið- inn. Daginn eftir tryggöi DV það að hluti boðskaparins kæmi fyrir augu fleiri en hinna örfáu lesenda Alþýðublaðsins. Það er sérkennileg tilviljun að þegar mikil ólga er meðal kvenna í Alþýðuflokknum, ólga sem er fjarri því að vera að baki, þá skuh mál- gagn Alþýðuflokksins eyða vænum hluta af síöum sínum í að skamma konumar í Kvennahstanum. Enn sérkennilegra er það þó HVAÐ hann finnur okkur til foráttu: Við beitum ýmist lenínskum flokksmúl eða vogum okkur að vera sammála því sem okkur þykir vel gert. Rökhyggj- an situr í fyrirrúmi hjá okkur en tilfínningamar vantar. Og sam- kvæmt hugmyndafræði Alþýðu- blaðsins verða konur ófærar um að ná sambandi við aðrar konur ef þær afla sér háskólamenntunar eða klæðast vönduðum fötum. Nýjar og ferskar ávirðingar Það er athyghsvert að flestar ávirðingar okkar þingkvenna Kvennahstans em nýjar. Fram til þessa höfum við aðahega verið skammaðar fyrir að vera: - Óagaðar - en ekki fyrir að setja flokksmúl hver á aðra. - Á móti öhu - en ekki sammála öUu. Kjallarinn Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans - Að láta tilfinningamar hlaupa meö okkur í gönur - en ekki að þjást af rökhyggju. - Að vera of Ula til fara - en ekki of vel til fara. Er menntun meinsemd? Það eina sem við höfum heyrt áður er að það sé ljóður á ráði okk- ar sumra að hafa aflað okkur há- skólamenntunar. Það er mat skrif- ara, ekki mitt. Sú var tíðin að kon- um var taUn trú um að þær gætu rétt hlut sinn í launamálum með því að afla sér góðrar menntunar. Konur voru hvattar í nám. Nú er verið að reyna að ýta þessum sömu konum úr námi og þá hentar það ýmsum að kasta rýrð á háskóla- menntun. Góð menntun skaðar hins vegar engan, hvort sem hún er fengin í háskólum eða lífsins skóla. __ Umræða á lágu plani Umræöa af þessu tagi dæmir sig sjálf. Fordómar og rangfærslur ein- kenna hana. Fordómar, ekki ein- ungis í garð okkar kvennalista- kvenna heldur aUra kvenna. Það er vel þekkt aðferö th að halda konum niðri að reyna að telja þeim trú um að þær geti ekkert gert rétt. Séu of frekar eða of veikgeðja, klæði sig ekki rétt og láti tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur (þetta með rökhyggjuna er athyghsvert stílbrot). Greinin er auk þess fuh af rang- færslum. Greinarhöfundur rang- túlkar t.d. orð mín um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Þaö er óskhyggja hans að ég sé sam- mála þeim. Ég tel það hins vegar ábyrga afstöðu aö segja ekki bara löst á þeim heldur líka kost þótt ég sé í stjórnarandstöðu. Hafi einhver annar misskihð mig þá tek ég fram að helsti kostur þess- ara aðgerða er að mínu mati niður- skuröurinn á fiskveiðikvótanum en helsti gallinn að núverandi rík- isstjórn er ekki að byggja upp aðrar atvinnugreinar í staðinn og skatt- pínir auk þess vaxandi atvinnu- grein, ferðaþjónustuna. Ég er fuU- fær um að taka þessa afstöðu sjálf og þarf engan síðasta ræðumann tíl að vera sammála um þetta. í rauninni er varla hægt að kaUa AlþýðublaðspistiUnn neitt annað en skítkast. Og hvar er skítkastara helst að finna? ÆtJi þeir þrífist ekki bara best í forarpyttinum. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Umræða af þessu tagi dæmir sig sjálf. Fordómar og rangfærslur einkenna hana. Fordómar, ekki einungis í garð okkar kvennalistakvenna heldur allra kvenna.“ Lokunveiðisvæða „Meginá- stæðan fyrir því að við tók- um þá ákvörðun að loka mikU- vægum veiði- svæðum núna er sú að við erum að vernda smá- fiskinn, Það hefur verið aUtof mikið um und- ; irmálsfisk í veiðum skipanna á þessu ári. Skyndilokanir hafa verið tvöfalt fleiri en venjulega. Viö íeljum að það sé skynsam- legra aö stefna að því að taka sama magn úr sjónum með færri fiskum. Þess vegna verði að leyfa fiskinum að vaxa. Þegar mikU brögð eru aö veiði á undirmáls- fiski verða menn að grípa tUað- gerða. Við höfum gripið th svip- aöra aögerða áöur við suöur- ströndina og umhverfis Vest- mannaeyjar og þar telja menn aö þeir sjái nú þegar árangur af þessum aðgerðum. Á síðustu vertíð stöðvuðum viö aUar veiðar yfir háhrygningar- tímann á hrygningarsvæðunum tU þess að gefa þorskinum tóm tíl að hrygna. Þaö er býsna vanda- samt og erfitt að hitta nákvæm- lega á réttar dagsetningar þegar veiöisvæðum er lokaö en við beittum lokunum sem hluta af aðgerðum í verndarskyni að þessu sinni.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. „Þrjár höf- uðplágur hafa gengið yfir ís- land: það er móðuharð- indin, svarti dauði ognúna síðast Haf- rannsókna- stofnun. Ég held aö þetta lýsi nokkuð vel viðhorfum manna um þessar tnundir. Fiskifræðingar hai'a haft ftjálsar hendur með ýsustofhinn í tólf ár og það hefur aldrei veiöst sá kvóti sem þeir hafa mælt með. Þeir reyna aö ala upp ýsustofn þegar alhr segja hann í góðu ásig- komulagi en svo næst aldrei tU ýsunnar tU að veiöa hana. Þaö heftir aldrei veiðst það magn af ýsu sem fiskifræðingarnir hafa lagt tU og svo segja fiskifræðing- arnir að hægt sé að geyma fiskinn i sjónum og ala hann þar. Það er bara því miður ekki hægt og hef- ur aldrei verið hægt. Ég spyr: Hvemig stendur á öU- um þessunt smáfiski og öllum þessum lokunum ef klakið hefur allt misfarist? Hvernig verður þessi smáfiskur til ef klakið mis- ferst? Til hvers er að vera með kvóta ef það þarf alltaf að vera að loka? Eg hélt að þaö væri bara kvóti og svo væru menn að fiska þennan kvóta. Það þyrfti í raun og veru engin hólf. Ég held aö menn séu komnir alveg á kant í þessari hringavitleysu. Ég tel að það séu alhr sammála um að þessi viðraiðun, sem Hafrann- sóknastofhun hefur komið raeð, stenst hvergi nokkurs staðar á íslandsmiðum og hefur aldrei gert. Þetta er einn allsherjar skrípaleUtur." -GHS $on, skipstjóri á Guðbjarti ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.