Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 32
jp X I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað ÞFSIÐJUDAGUR 27. JÚU 1993. Flatey: Stærri fallbyssa kominíljós „Viö náðum upp ööru stóru stykki og ég er tilbúinn að éta hattinn minn -•tipp á það að þetta er fallbyssa úr eldra flakinu," segir Bjarni Einars- son fomleifafraeðingur sem hefur undanfamar tvær vikur unnið að því að bjarga fomminjum úr hollensk- um skipsflökum í höfninni í Flatey. Vinnunni við skipsflökin tvö lauk í gær og að sögn Bjama eru menn ánægðir með árangurinn. „Við höf- um náð upp á milli 25 og 30 kílóum af sautjándu aldar keramiki og við getum ekki verið annað en ánægðir með það. Síðan hangir utan í pramm- anum hér stórt jámstykki sem ég er viss um að er fallbyssa úr eldra flak- inu. Við ætlum að fá skipveijana á Baldri til að hífa hana upp því við ráðum ekki við hana með okkar •Aækjum,“ sagði Bjami við DV. -bm Bandaríkjaher: 700 hermenn koma í dag Um hádegisbil í dag koma hingað um 700 varaliðar úr flugher, flota og landher Bandaríkjanna til að taka þátt í umfangsmiklum æfingum sem standa munu til 7. ágúst. * kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu er markmiðið að æfa liðs- og birgöaflutningaáætlanir fyrir landið, auk þess sem hernaðarlega mikilvægir staðir á landinu verða skoðaðir. Stórar þyrlur, sem fluttar hafa verið hingað vegna æfinganna, munu einnig aðstoða félagasamtök hérá landi viö erfið verkefni. Þær munu til dæmis feija heyrúllur á sandana sunnan við Dimmuborgir og flytja sæluhús fyrir Ferðafélag Akureyrar inn í Dyngjufjailadal. -bm Mark Hildenfelt: Farseðillinn aðrennaút Lögreglu hefur borist fjöldi vís- bendinga um ferðir hins þýska Mark Phihpp Hildenfelt sem saknað hefur verið frá 20. júlí þegar hann kom til landsins. Sjónarvottar telja sig hafa séð Mark Phihpp víða um land en enn er eftir að fara yfir þær vísbend- ingar sem hafa borist í nótt. Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn segir að ef þær bendi til að Mark Philipp sé á einum stað frekar en öðrum verði tekin ákvörðun um leit. Farseðih Marks Phihpps rennur út á morgun og mun lögregla fylgjast með hvort hann kemur þá fram. -PP LOKI Þeireru mjög Leiknirað ná í peninga í Breiðholtinu. Borgin greiðir 71 milljon fyrir gervigras Qárveitingin ekki fordæmi fyrir önnur félög, segir Arni Sigfússon „Þetta byggist mikið upp á fram- lögum frá einstaklingum enborgin sér um 80 prósent þannig að það kemur 71 mihjón frá henni. Síðan verður farið í áheit og aðra íjáröfl- un,“ sagði Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Leiknis við Austurberg. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á framkvæmdir sem staðið hafa yfir á knattspyrnu- velh félagsins frá því í fyrrahaust. VöUurinn veröur upphitaður en auk þess verður komið upp flóðlýs- ingu á velhnum. Líney sagði að kostnaður við framkvæmdirnar myndu nema um 90 milljónum. Þrír Danir eru nú staddir hér á landi til að teppaleggja völhnn en gi-asteppið er þýskt Balsam-teppi. „Það er mjög dýrt að ganga frá aðstöðu þarna. Forsendurnar voru þær að völlurinn væri uppi við snjólinu og nánast ógjörningur að æfa nema með þessum hætti. Þetta er stuðningur við það félag sem býr efst og fjárveitingin var ekki for- dæmi fyrir önnur félög þar sem félagið býr við svo sérstakar veð- urfarsaðstæður," sagði Ámi Sigús- son borgarfulltrúi um fjárveiting- una til Leiknis. „Ef gerður er samanburður á fjárveitingum tii íþróttafélaga þá stendur þetta félag ekki mjög vel, þaö hefur ekki fengið mjög mikla flármuni til bygginga. Þegar það er allt skoðaö er þetta ekkert sér- stök fyrirgreiðsla við félagið,” sagði Árni. Meistaraflokkur Leiknis leflt- ur í 4. deUd í knattspymu. Fljótlega eför verslunarmannahelgi hefst fjáröflunin af fullum krafti, að sögn Líneyar. Opnunarhátíð verður haldin þegar verkinu lýkur og kvaðst hún vonast til að hægt yrði að opna vöUinn þann 7. ágúst. „Það er tU hefðbundið gervigras og siðan er til sandgras. Okkur fannst vera of opið kerfi á þeim sandgrasvöUum sem við skoðuöum þannig að sandurinn myndi hrein- lega íjúka burt en þetta kerfi er lokaðra. Þaö eru sfyttri hár á þess- um velli og maður sér ekki sandinn. Vonandi verður sandfok í aigjöru lágmarki, helst ekki neitt,“ sagöi Líney. -GHK Veðrið á morgun: Hlýjast sunn- anlands A morgun verður norðlæg átt, víða strekkingur vestanlands en hægari austan til. Rigning verður um landið norðanvert og austan- lands en skýjað með köflum og að mestu þurrt sunnanlands. Hiti verður á bflinu 7 til 16 stig, hlýj- ast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 28 Frjáls íjölmiðlun: Útsendingar innan 8 mánaða Útvarpsréttamefnd veitti íslenska útvarpsfélaginu hf. leyfi tíl endur- varps á erlendu gervihnattaefhi á örbylgjurásum á fundi sínum í gær en Stöð 2 var eini umsækjandinn sem uppfyUti skUyrði nefndarinnar tU að hafa samþykki gervihnattastöðv- anna tU endurvarps. Nefndin ákvað að vísa umsókn Háskóla íslands frá þar sem lagalega heimUd skorti. Sex umsækjendur fengu vUyrði fyrir endurvarpi á erlendu sjónvarpsefni en það eru Fijáls fjölmiðlun, Hans Kristján Árnason, Hans Konrad Kristjánsson, Útvarpsfélag Sehjam- arness, Top hf. á Höfn og VUlavideo í Ólafsvík. Ingvar segir að þessar umsóknir séu í biðstöðu þar tU ofan- greint skUyrði hafi verið uppfyllt. Þá veitti útvarpsréttamefnd Fijálsri fiölmiðlun hf., sem gefur út DV, hefðbundið sjónvarpsleyfi og leyfi tíl að hefia tilraunaútsendingar á gervihnattasjónvarpsefni. Hörður Einarsson, framkvæmda- stjóri Frjálsrar fiölmiðlunar hf., segir að undirbúningur að stofnun sjón- varpsstöðvar haldi áfram og að unn- ið verði að því að afla samþykkis upprunastöðva tU endurvarps. Hann segir að samkvæmt útvarpslögum verði útsendingar að hefiast innan átta mánaða frá leyfisveitingu. Frjáls fiölmiðlun hefii fyrst tílraunaútsend- ingar og haldi svo áfram stig af stigi. Sveinbjöm Bjömsson háskólarekt- or segir að Háskólanum hggi í raun ekki svo mjög á. MikUvægast sé að haldið verði eftir tíðnisviðum svo að hægt verði að koma á fót fræðslu- varpi síðar. Hann vonast tíl að frum- varp, sem gefur HÍ lagaheimUd tU sjónvarpsreksturs, verði afgreitt á næsta þingi. -GHS/-AH Eftirlýstur sakamaður: 144 milljónír íverðlaun Þessa dagana er verið að leggja grasteppi á knattspyrnuvöll Leiknis við Austurberg. Kostnaður verður um 90 milljónir króna. DV-mynd GVA Bandaríska utanrUdsráðuneytið hefur lýst eftir afar hættulegum glæpamanni, hinum 26 ára gamla Ramzi Ahmed Yousef, sem meðal annars er grunaður um aðUd að sprengjutilræðinu í World Trade Center í New York. Yousef er 26 ára, 180 cm á hæð og um 81 kUó að þyngd. Hann er hömndsdökkur, skolhærö- ur og brúneygður. Þeim sem veitir upplýsingar, sem leitt gætu til handtöku á Yousef, er heitið 144 mUljóna króna umhun. Bandarísk sfiómvöld heita fullri nafnieynd og vernd þeim einstakl- ingum og fiölskyldum þeirra sem kann að verða ógnað vegna vitneskju og upplýsinga um Yousef. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 \ 4 4 L«TH» é alltaf a imðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.