Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1993 13 Neytendur Útskriftarferð framhaldsskólanema með Heimsferðum: Úrhellisrigning og svikin loforð - ósanngjarnar ásakanir segir framkvæmdastjóri Heimsferða „Okkur var lofað gulli og græn- um skógum þegar við keyptum sól- arlandaferðina til Mexíkó og m.a. sagt að þar færi í hönd besti tími ársins. Eftir samtal við innfædda komumst við hinsvegar að því að þetta væri rigningatíminn og við enduðum á því að hanga innandyra í átta daga af sextán vegna úrhellis- rigningar,” sagði Ásdís Rósa Ás- geirsdóttir en hún var í hópi 118 nýstúdenta frá Menntaskólanum við Sund sem fóru í útskriftarferð til Cancun í Mexíkó á vegum Heimsferða dagana 24. maí - 10. júní síðasthðinn. Skordýr á hótelinu „Andri Már Ingólfsson kynnti þessa ferð fyrir okkur í skólanum og margt af því sem hann sagði reyndist tóm vitleysa. Hann fullyrti að hótehð væri eitt af þeim bestu í Cancun 'en þar var aht krökkt af kakkalökkum og eðlum og þrjú öryggishólf rænd meðan við vorum þar,” sagði Ásdís. „Andri sagði einnig að hótehð væri við lón sem hægt væri að baða sig í en um leið og við komum fund- um við fnykinn sem uppúr því lagði og sáum skítinn og druhuna sem flaut ofaná. Aldrei sáum við nokk- urn mann stíga fæti úti þetta lón.” Fyrstu átta dagana af sextán var úrhellisrigning í útskriftarferð framhaldsskólanema til Mexíkó. Myndin af þeim Ásdísi (t.h.) og Helgu er tekin á fyrsta degi þegar þær gátu enn gert grín að úrhellinu. Villandi upplýsingar Ásdís sagði ennfremur að ýmsar upplýsingar frá Andra hefðu ekki reynst réttar. „Hann sagði að verð- lagið i Cancun væri helmingi lægra en á Spáni og gaf okkur verðhug- myndir sem reyndust langt frá raunveruleikanum. Hann sagði líka að ahsstaðar væri hægt að nota dohara og kreditkort sem ekki er ahskostar rétt því við lentum í ýmsum erfiðleikum með það. Okkur var hka lofað fullu fæði í skoðunarferð th Kúbu og innifahn átti að vera dagsferð th Varadero. Lítið fór fyrir dagsferðinni og þegar á staðinn var komið fengum við einungis hálft fæði á hótehnu,” sagði Ásdís og nefndi fleiri dæmi. Hver nýstúdent greiddi 79.800 krónur fyrir ferðina og fara þeir nú fram á að fá 20.000 krónur end- urgreiddar. „Farþegar sem keyptu. ferð th Cancun 10. júní fengu hana á 60.000 krónur og svo áttum við að hafa fengið hópafslátt,” sagði Ásdís og vhdi að það kæmi fram að þeim hefði ekki tekist að fá fund með Andra vegna þessa máls. Ósanngjarnar ásakanir „Þessar ásakanir eru mjög ósanngjamar því ég held að það hafi aldrei verið gert meira fyrir nokkum hóp en þennan,” sagði Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, í sam- tali við DV. „Ég hef starfað lengi í þessum bransa og m.a. verið fararstjóri í átta ár. Eins og lög gera ráð fyrir hefur maöur lent í því að fá kvart- anir og í 99% tilfella leyst úr þeim bæði fljótt og vel. Þetta er hinsveg- ar með öðrum hætti og stenst eng- an veginn. Það sem fyrst og fremst olh þeim reiði var rigningin, sem enginn gat á gert ráð fyrir né útskýrt á nokk-' um hátt. Það kom þama töluverð- ur stormur og honum fylgdi rign- ing. í öðm lagi sáu þau þessar ferð- ir auglýstar á lægra verði þegar þau komu heim og það olh þeim einnig óánægju,” sagði Andri en Heimsferðir þurftu að leigja sér- staka vél undir útskriftarhópinn sem m.a. hækkaði flugkostnaðinn. Sáu mynd af lóninu „Við stóðum að öhu leyti við okk- ar hlut; flug, hótel, fararstjórn og ferðir, og því er þessi krafa um af- slátt ekki á neinum rökum reist. Þetta er í raun mjög góður tími þótt ég hafi reyndar aldrei fuhyrt að þetta væri besti tími ársins. Inn- fæddir kaha aht sumarið rigning- artíma því á vetumar kemur ekki dropi úr lofti,” sagði Andri. „Eg tók einmitt fram við krakk- ana að þeir yrðu ekki á besta hótel- inu þótt það væri fjögurra stjömu hótel. Fólk verður vart við skor- kvikindi hvar sem er í heitum lönd- um en þau vom ekki inni í íbúðun- um nema það hafi komið upp einu sinni eða tvisvar - þarna er þrifið á hverjum degi.” Andri sagði að umrætt lón væri vatnaíþróttasvæði þar sem fólk væri í bátaíþróttum, á sjóskíðum og á seglbrettum og bar þaö alfarið thbaka að það væri einhver forar- pyttur. „Á kynningarfundinum sýndi ég þeim mynd af lóninu og af staðnum svo það er ekki eins og ég hafi ver- ið að leyna þau neinu. Ég hef í raun ekki gefið nokkrum hóp eins mikl- ar uþplýsingar um nokkra ferð og þeim.” Mikið gert fyrir hópinn „Það var gert alveg óumræðhega mikið fyrir þessa krakka, miklu meira en aha aöra hópa sem ég hef skipulagt og eru þeir orðnir æði margir. Viö fengmn fyrir þau frítt inn á flesta skemmtistaði, settum upp grhlpartý og strandpartý, buð- um upp á kynnisferðir og margt fleira, m.a. af því að veðrið var leið- inlegt. Ég geri mér grein fyrir því að þau eru óánægð með að hafa lent í rign- ingu, það hefðu allir oröið það, en það breytir því ekki að ferðin var ódýr, þau fengu góðan aðbúnað og góða fararstjóm.” Lág verðdæmi Aðspurður um rangar upplýs- ingar um verðlag og vandræði með dohara og greiðslukort sagði Andri það koma th af tvennu. . „Bæði'tók ég lág verðdæmi um hversu ódýrt væri hægt að lifa og í mihitíðinni varð klárlega verð- hækkun á þjónustu þegar ferða- mannastraumurinn jókst sem ég gat ekki vitað um.” Hann fuhyrti að á 90% staða væri tekið við kreditkortum og dollur- um en auðvitað væri hægt að finna staði sem ekki tækju kreditkort. Hvað Kúbuferðina snerti sagði Andri Heimsferðir hafa keypt þriggja daga ferð th Kúbú af stjórn- völdum þar fyrir þrjá th fjóra ein- staklinga úr hópnum. Þegar þeir svo komu á staðinn hefði verið búið að breyta ferðinni eitthvað og hefðu Heimsferðir borgað mismim- inn. Ahir hinir keyptu þessar ferð- ir á staðnum. Múgsefjun Andri taldi örfáa einstaklinga innan hópsins standa fyrir þessum ásökunum og að einn þeirra hefði jafnvel veriö byijaður að kvarta áður en hann fór út. „Það er ákaf- lega erfitt að vera með fólk sem er svona andsnúið ahan tímann. Það eru einhverjar aðrar orsakir sem hggja þarna að baki og það er hart að þurfa að sætta sig við það því við lögðum mjög mikið á okkur th aö aht gengi upp.” Máhð er nú í höndum Neytenda- samtakanna þar sem fjallað verður umþaðáhlutlausanhátt. -ingo YAMAHA DT 175 torfæru- og götuhjól Ótrúlegt verð kr. 258.400 Sýningarhjól á staðnum örfá hjól eftir MERKÚR HF. Skútuvogi 12 A, s. 812530 AUGLYSENDUR, ATHUGIÐ! Síðasta blað fyrir verslunarmannahelgi kemur út föstudaginn 30. júlí. Stærri auglýsingar í það blað þarf að panta fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 28. júlí. Fýrsta blað eftir verslunarmannahelgi kemur út þriðjudaginn 3. ágúst. Stærri auglýsingar í það blað þarf að panta fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 30. júlí. Auglýsingar Þverholti 11 sími 632700 - símbréf 632727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.