Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 Viðskipti Velgengnin getur breyst í martröð á einni nóttu - segir Gunnar Blöndal 1 fiskeldisstöðinni Víkurlaxi Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri; Þegar ekið er eftir veginum til Grenivíkur má sjá nokkrar kvíar úti á sjónum út af Ystuvík í Grýtubakka- hreppi. Þegar ekið er frá veginum niður fyrir brattan bakka blasir við litU fiskeldisstöð í fjöruborðinu og þar ræður Gunnar Blöndal ríkjum. Þetta er fiskeldisstöðin Víkurlax hf. sem Gunnar hefur byggt upp nánast einn með eigin höndum og ólíkt því sem maður á að venjast, þegar um fiskeldi er að ræða, þá er enginn barlómur á ferðinni þegar Gunnar er annars vegar. „Ég stofnaði jjetta fyrirtæki fyrir þremur árum. Eg hafði menntað mig í Ðskeldisfræðum í Noregi og vildi nýta þá menntun," segir Gunnar. Hann byrjaði á að kaupa 20 þúsund laxaseiði og stöðin hefur vaxið hratt. í fyrra slátraði Gunnar 27 tonnum af laxi og 10 tonnum af bleikju. Nú eru í stöðinni á annað hundrað þús- und fiskar í kerum á landi og um 20-30 þúsund fiskar í kvíum úti á víkinni. í ár reiknar Gunnar með að slátra um 60 tonnum sem þýðir sölu- verðmæti upp á um 20 milljónir króna. Engin áföll „Þetta hefur þróast í að ég er með mun meira af bleikju en laxi,“ segir Gunnar og bætir við að mönnum hafi reyndar frekar verið ýtt út í bleikjueldið. „Það hefur verið búin til glansmynd í kringum bleikjuna, Gunnar Blöndal með nokkrar vænar bleikjur í háfnum. sem vissulega gefur hærra verð en laxinn, en það er reyndar miklu meiri vinna í kringum bleikjuna. Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá mér. Ég hef ekki orðiö fyrir neinum DV-mynd gk áföllum enda er ég við þetta öllum stundum. Ef einhver áfoll koma hér upp þá eru milljónimar fljótar að fara og svona fyrirtæki stendur ekki undir slíku. Þaö sem er helst að angra mig er að afurðalánum, sem ég hef orðið að taka, fylgir sú kvöð að tryggja hér allan fisk og taka 20% sjálfsáhættu. Það þurfa því að fara 20% af stöð- inni áður en tryggingarnar færu að borga eitthvað og fyrir þessa trygg- ingu er ég að borga eina milijón á ári, auk um 40% vaxta af afurðalán- inu. Þetta er því ekki beint vinsam- legt umhverfi að starfa í og reyndar ekkert annað en hrikaleg vitleysa," segir Gunnar. Get borgað skuldir Gunnar segir að á bak við vei- gengni sína liggi mikO vinna og út- sjónarsemi, t.d. við innkaup, en hann hafi keypt mikið til stöðvarinnar af þrotabúum fiskeldisfyrirtækja og mikið hafi hann smíðað sjálfur, enda lærður jámsmiður, og hann hefur komið sér upp veglegu sláturhúsi á Svalbarðseyri þangað sem hann flyt- ur allan fisk til vinnslu eftir slátrun. „Svona fyrirtæki geta aldrei gengið ef menn eyða milljarði í uppbyggingu áður en framleiðslan hefst, það geng- ur ekki. Ég er kominn yfir það erfiðasta. Þetta er ekki létt verk en það er hægt. En ef menn em ekki vakandi yfir þessu nótt og dag þá getur vel- gengnin breyst í martröð á einni nóttu. Ég er ekki að verða ríkur á þessu en ég get borgað niður talsvert af skuldum og þá gengur þetta upp,“ segir Gunnar. Fiskeldisstööin Rifós hf. í Kelduhverfi: Réðumst í þetta með bjartsýnina að vopni - segir Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Þegar fiskeldisfyrirtækið ísnó í Lónum í Kelduhverfi varð gjaldþrota stóðu heimamenn, sem höfðu haft atvinnu við stöðina, frammi fyrir miklu vandamáli. En þeir þjöppuöu sér saman, réðust í söfnun hlutafjár til að geta keypt stöðina af þrotabú- inu og með samstfiltu átaki þeirra og vina og vandamanna tókst þeim að safna saman 25 miHjónum króna og kaupa fyrirtækið af þrotabúinu. Það gerðist í júní á síðasta ári og í dag er allt í fuUum gangi í Lónum. „Við réðumst í þetta með bjartsýn- ina aö vopni og þetta hefur gengið ágætlega til þessa. Vissulega er þetta erfitt, lánastofnanir eru búnar að loka á fiskeldið en við ætlum okkur að berjast af alefli fyrir þessrnn rekstri," segir Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Rifóss hf., en það er nafn hlutafélagsins sem keypti starf- semina í Lónum. Úr hafbeit I kvíaeldi Rifósmenn breyttu rekstrinum, þeir hættu með hafbeitina og einbeita sér að kvíaeldi. Þeir eru með seiöa- eldisstöð á staönum þar sem 10 gráða heitt vatn úr jörðinni leikur stórt hlutverk í eldinu og ekki síður pen- ingalega. Þegar seiðin eru um 40 g aö þyngd eru þau flutt út í kvíamar í Lóninu og síðan í fyrra hafa um 170 þúsund slík verið flutt þangað út. Þar vex fiskurinn hratt og þegar hann er orðinn 2-5 kg að þyngd er honum slátrað. Þyngd sláturíisksins ræðst af því á hvaða markaði á að selja hann. „Við áætium að framleiðslan verði um 300 tonn á ári þegar allt verður komið í fullan gang. Við tókum ein- ungis við smáum fiski af þrotabúinu en á síðasta ári slátruðum við samt 67 tonnum og í ár höfum við slátrað vel yfir 200 tonnum. Þetta er því allt á réttri leið,“ segir Ólafur. Sterkur norskur stofn Hann segir að stofninn, sem byggt sé á, sé norskur og hrogn af þessum stofni hafi fyrst verið flutt til lands- ins árið 1984. Þessi norski fiskur hef- ur sloppið viö sýkingar við innflutn- ing og hefur það umfram fisk úr ís- lenskum stofnum aö vaxa hraðar og verða seinna kynþroska sem sé mjög mikið atriði. Þetta er sterkasti norski stofninn sem til er í dag og fyrir- spurnir um að fá hrogn eða seiði úr honum hafa jafnvel borist frá Noregi. Þrátt fyrir allar þrengingar sem fiskeldi hefur gengið í gegn um hér á landi eru Rifósmenn bjartsýnir. í Lónum eru 6-7 fastir starfsmenn en þegar slátrað er eru starfsmenn 15-17. Slátrað er í 60-70 daga á ári og lætur nærri að heils árs störf í fyrirtækinu séu 10-12 talsins. Eftir slátrun eru afurðimar fluttar strax úr landi að langmestu leyti, til Bandaríkjanna og víðs vegar um Evrópu. „Við emm hæfilega bjartsýnir á framhaldið en staðráðnir í að klára þetta og láta dæmið ganga upp. Hvað sem hver segir er fiskeldið þjóðhags- lega hagkvæmt og það hleður upp á sig hvað störf snertir. Það er búið aö kosta miklu til að byggja þessi mann- virki upp og það verður að nýta þau,“ segir Ólafur Jónsson. Landanir 1 Þýskalandi: Góðferð Dala- Rúmlega 1.200 tonn seldust á fiskmörkuðunum í síðustu viku en í vikunni á undan seldust 2.000 tonn. Verðið lækkar htillega milli vikna. Verð fyrir kílóið af slægðum þorski var að meðaltah um 77 krónur sem er tveggja krónu lækkun, slægð ýsa var á 88 krón- ur sem er 8 krónu lækkun. Karfi Rafns var að meðaltah á 36 krónur sem er lækkun upp á fjórar krónur. Ufsi var á 26 krónur sem er þriggja krónu lækkun. Dala-Rafn VE 508 gerði góða ferð til Bremerhaven í síðustu viku. Ahs seldust 130 tonn fyrir 17 milijónir. Meðalkílóverðið var 133 krónur. Meginuppistaða afl- ansvarkarfi. -Ari ÉT Islenskir fiskmarkaðir 19.JÚIÍ 20.JÚIÍ 21.JÚIÍ 22.JÚIÍ 23.JÚIÍ Meöaltal IŒQIM Fiskmarkaðimir Faxamarkaðurinn 26. júli seldusl ells 20,322 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Þorskurund. sl. 0,394 40,00 40,00 4000 Blandað 0,010 50,00 50,00 50,00 Karfi 7,308 35,80 35,00 46,00 Langa 0,184 21,00 21,00 21,00 Lúða 0,178 130,79 100,00 215,00 Skarkoli 0,660 46,06 30,00 92,00 Sólkoli 0,408 60,00 60,00 60,00 Steinbítur 2,157 61,06 60,00 67,00 Þorskursl. 4,292 80,45 67,00 88,00 Ufsi 1,125 25,66 19,00 28,00 Ýsasl. 3,606 114,95 60,00 126,00 Fiskmarkaður Akraness 26. júll seltfcst alls 3.484 tonn Þorskurund.sl. 0,327 40,00 40,00 40,00 Karfi 0,050 35,00 35,00 35,00 Lúða 0,108 284,88 110,00 310,00 Steinbítur 0,035 40.00 40,00 40,00 Þorskursl. 2,221 76,36 60,00 77,00 Ufsi smár 0,039 15,00 15,00 15,00 Ufsi undirmál. 0,074 15,00 15,00 15,00 Ýsasl. 0,534 117,62 116,00 121,00 Ýsasmá. 0,096 24,00 24,00 24,00 Fískmarkaður Þorlákshafnar 26. júll seldust alls 37,889 tonn. Karfi 0,234 49,00 49,00 49,00 Keila 0,044 8,00 8.00 8,00 Langa 1,252 43,10 39,00 50,00 Lúða 0,257 164,42 125,00 305,00 Skata 0,326 110,29 90,00 111,00 Skötuselur 0,582 191,00 191,00 191,00 Steinbítur 3,725 60,34 50,00 62,00 Þorskursl. 22,890 80,45 72,00 97,00 Þorskurund.m. sl. Ufsi 0,868 51,00 51,00 51,00 2,640 27,00 27,00 27,00 Ýsasl. 4,959 119,03 90,00 133,00 Ýsa undirm. sl. 0,112 15,00 15,00 15,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 26. júii sddust alls 94,795 tonn. Þorskursl. 52,367 81,48 69,00 104,00 Ýsasl. 2,609 84,18 50,00 121,00 Ufsisl. 7,116 27,64 10,00 35,00 Langa sl. 0,809 40,26 40,00 43,00 Keilasl. 7,607 39,76 20,00 41,00 Steinbítursl. 0,487 53,05 50,00 57,00 Hlýrisl. 1,149 46,37 44,00 48,00 Skötuselursl. 0,043 180.00 180,00 180,00 Lúðasl. 0,318 187,01 165,00 210,00 Grálúðasl. 0,218 102,00 102,00 102,00 Náskatasl. 0,280 20,00 20,00 20,00 Undirmáls- þorskursl. 12,928 36,61 35,00 40,00 Steinb./hlýri sl. 0,723 48,00 48,00 48,00 Karfi ósl. 7,682 40,00 20.00 43,00 Steinbítur ósl. 0,450 50,00 50,00 50,00 Fiskmarkaður Snæfellsness 26. júli seidust alls 19,601 tonn. Þorskursl. 18,441 77,59 75,00 99,00 Ýsasl. 0,314 50,00 50,00 50,00 Lúðasl. 0,049 60,00 60,00 60,00 Undirmáls- 0,797 39,00 39,00 39,00 þorskursl. Fiskmarkaður ísafjarðar 26. júií seldust alls 144,811 tonn. Þorskursl. 115,613 70,49 64,00 76,00 Ýsasl. 2,778 63,81 30,00 93,00 Karfi sl. 0,018 10,00 10,00 10.00 Keilasl. 0,055 10,00 10,00 10,00 Steinbítursl. 2,250 50,00 50,00 50,00 Hlýrisl. 0,193 30,00 30,00 30,00 Lúða sl. 0,189 155,74 55,00 195,00 Gráiúða sl. 0,993 104,00 104,00 104,00 Skarkolisl. 4,990 68,00 68,00 68,00 Undirmáls- 17,633 41,87 30.00 45,00 þorskursl. Undirmálsýsasl. 0,099 10,00 10,00 10,00 Fiskmarkaður Vestmannaeyja 26. iúli seldusl alls 12,956 tonn. Þorskursl. 1,907 67,59 50,00 77,00 Ufsisl. 6,091 28.33 15,00 30,00 Langa sl. 0,621 40,00 40,00 40,00 Blálangasl. 0,101 30,00 30,00 30,00 Keila sl. 1,327 25,00 25,00 25,00 Karfiósl. 2,392 30,00 30,00 30,00 Langlúra sl„ 0.018 35,00 35,00 35.00 Skötuselursl. 0,094 100,00 100,00 100,00 Lúða sl. 0,150 175,76 90,00 200,00 Sólkolisl. 0,218 50,00 50,00 50,00 Rauðspretta sl. 0,037 88,00 88,00 88,00 Fiskmarkaður Patreksfjarðar 26, júti seidust atls 10,288 tonn. Þorskurund.sl. 0,391 40,00 40,00 40,00 Gellur 0,036 260,00 260,00 260.00 Keila 0,018 20,00 20,00 20,00 Lúða 0,446 77,39 65,00 90,00 Skarkoli 0,036 50,00 50,00 50,00 Þorskursl. 9,077 68,93 60,00 73,00 Ýsasl. 0,284 115,00 115,00 115,00 Fiskmarkaður Skagastrandar 26. jull seldust alls 9,119 tonn. Þorskurund. sl. 0,470 40,00 40,00 40,00 Lúða 0,023 150,00 150,00 150,00 Þorskursl. 8,596 68.00 65,00 71,00 Ýsasl. 0,030 40,00 40,00 40,00 Fiskmarkaður Breiðafjarðar 26. júlí sddust alls 62.179 tonn. Þorskursl. 32,858 75,86 65,00 85,00 Undirm. þors. sl. 4,205 40,00 40,00 40,00 Ýsasl. 2,229 60,46 48,00 99,00 Ufsisl. 9,262 26,74 24,00 28,00 Karfiósl. 10.925 35,31 35,00 38,00 Langasl. 0,168 30,00 30,00 30.00 Blálangasl. 0,234 30,00 30,00 30,00 <eila sl. 0,107 10,00 10,00 10,00 Steinbítursl. 0,014 60,00 60,00 60,00 Hlýrisl. 1,696 60,19 60,00 67,00 .úðasl. 0,216 240,13 130.00 295,00 Langlúrasl. 0,190 30,00 30,00 30,00 Síldósl. 0.065 10,00 10,00 10,00 Sólkolisl. 0,010 50,00 50,00 50,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.