Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Raunvaxtalækkun líkleg Tilmæli ríkisstj ómarinnar til bankanna um lækkun raunvaxta bera keim af sjónarspili, því aö líklegt er, að raunvextir lækkuðu hvort eð er. Vissulega kemur þó - ekki að sök, þótt ráðherrar biðji um vaxalækkun, en ein- kennilegt er, þegar þeir mæla fyrir lækkun raunvaxta í öðru orðinu en fyrir miklum fjárlagahalla í hinu. Það eru mikil umsvif ríkisins og mikill hallarekstur þess, sem keyra upp raunvextina. Ríkisstjómin beinir þeim eindregnu tilmælum til banka og sparisjóða að þeir taki mið af þróun vaxta á fjármagnsmarkaðinum yfirleitt og lækki því raunvexti bankalána, það eru vextir umfram verðbólgustigið. Við- ræður fara fram milli ráðherra og bankamanna um þetta. Bankavextimir hafa í sumar ekki fylgt vöxtum á íj ármagnsmarkaði niður á við, það er að segja raunvext- imir. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir helgina, að þess væri vænzt, að bankar og sparisjóðir fæm eftir þessu og raunvextir geti farið lækkandi eins og væri að gerast á öðrum vett- vangi. Þróun verðtryggðra verðbréfa, svo sem spariskír- teina á eftirmarkaði Verðbréfaþings, hefur að undan- fömu verið sú, að vextir hafa farið lækkandi. Raunvext- ir bankanna ættu að fara eftír þessu, eins og yfirleitt hefur verið, og ættu því að lækka. Langlíklegast er, að sú verði raunin, ef ekki verður snögg breyting á stöðu mála. Lækkun raunvaxta fyrir þær sakir yrði þá líklega á bilinu 0,25-0,5 prósentustig. Öðm máli gegndi, þegar sumir bankar og sparisjóðir hækkuðu nafnvexti á óverðtryggðum verðbréfum vem- lega í síðustu viku, eins og alkunna er. Þar tóku þeir mið af mikilli aukningu verðbólgu, sem hafði tekið „stökk“. Seðlabankinn komst fyrir helgina að því, að þama heföi ekki verið um hækkun vaxta að ræða um- fram verðbólgustigið, sem sagt engin raunvaxtahækkun. Bankamir hafa þó sætt ámæli fyrir að rjúka svo hratt til með mikla vaxtahækkun. Menn nefna til samanburð- ar, að bankamir hafi yfirleitt ekki lækkað nafnvexti jafn- hratt, þegar verðbólga hefur verið í rénun. Menn reikna með, að verðbólga fari aftur minnkandi í ágúst og einkum september. Nafnvextir ættu þá að lækka aftur hratt, sam- kvæmt þessari stefnu bankanna. Þessari þróun nafn- vaxta má ekki mgla saman við þá raunvaxtalækkun, sem hér er gerð að umtalsefni. Engum blöðum er um það að fletta, að umsvif ríkisins á lánsfj ármarkaði ráða mestu um hæð raunvaxta. Þessi umsvif koma fram í viðskiptum með hin ýmsu ríkisverð- bréf, sem aðrir taka yfirleitt mið af. Fleira kemur þó til, sem ræður raunvöxtum banka, svo sem afkoma þeirra. Hitt er vitað, að dragi ríkið til lengri tíma litið úr umsvif- um sínum á lánsúármarkaði, mundu raunvextir lækka. En án þess gagnar ráðherrum ekki að kenna öðrum um háa raunvexti. Sighvatur Björgvinsson ráðherra getur mælt fyrir því „að brjóta 7 prósenta múr“ raunvaxt- anna, þegar ríkið er farið að standa sig. Því verður að mælast til þess af þeim ráðherrum, sem nú biðja um raunvaxtalækkun, að þeir fylgi þeirri stefnu sinni eftir og sjái til þess, að horfið verði frá gífurlegum hallarekstri ríkissjóðs. Ekki fari eins og í stefnir, að hár- lagahallinn verði á næsta ári jafnvel meiri en í ár. Vissu- lega er það rétt, að lækkun nafnvaxta og raunvaxta yrði ein bezta kjarabótin, sem veita mætti hinum almenna launþega í landinu. Haukur Helgason „ ... fólk gæti lært margt af fordæminu frá Vinnuskóla Reykjavíkur," segir greinarhöfundur. - Ungt fólk aó störfum hjá Vinnuskólanum. Aðlæraaf Vinnuskólanum Nýlega var sýnd í sjónvarpinu frétt frá Vinnuskóla Reykjavíkur. Hópur unglinga haföi fengið það verkefni að umskapa svæði í borg- inni. Það sem var sérstakt við þetta verkefni var að unglingamir áttu sjálfir að koma með skipulagshug- myndimar og framkvæma þær. Þetta verklag kom flatt upp á suma í hópnúm. Unglingarnir, sem alist höfðu upp líkt og aðrir ungl- ingar við ofmötun skólakerfisins, áttu allt í einu að fara að ráða sjálf- ir verkum sínum. í stað alhliða for- sjár og fyrirmæla fengu þeir frítt spil til að gera það sem þeim sjálf- um hugkvæmdist. Og það var eins og við manninn mælt. Eftir að hafa náð áttum við þessi framandi skilyrði þá hófust þeir handa viö aö skapa og skipu- ieggja. Og brátt náði verkefnið slík- um tökum á þeim að áhuginn og athafnasemin varð nánast yflr- þyrmandi. Aðrir unglingar, sem fylgdust með, öfunduðu þá af verk- efninu í stað þess að vorkenna þeim fyrir stóraukið puð. Öflugt lögmál Þetta dæmi sýnir í hnotskurn öflugt lögmál að verki. Þegar starfsfólk fær að ráða sér sjáift og það er hvatt og stutt til nýsköpunar á eigin vinnustað þá stóreykst áhugi þess og afköst. Og ekki bara það. í stað þess að kvarta undan auknu álagi þá nýtur fólkið þess að vinna. Nægt sjálfsforræði og sí- virk nýsköpun er því öflug upp- skrift að árangri, ánægju og hagn- aði. Bæði fyrir starfsfólk og fyrir- tæki. Nú eru þetta í raun gamalkunnar staðreyndir. Staðreyndir sem nán- ast öll ný rit um stjómun hamra á sem lykilatriðum í auknum árangri í atvinnulífi og bættri samkeppnis- stöðu þess. Fyrirtæki og stofnanir, sem náð Kjállariim Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans hafa að virkja starfsfólk sitt með þessum hætti, hafa oftast stórbætt afkomu sína, iðulega um marga tugi prósenta. Japanir hafa veriö öðrum þjóðum duglegri við að virkja starfsfólk sitt með þessum hætti. Uppskera þeirra hefur líka verið ríkuleg. Vanhæfir stjórnendur En hvemig stendur þá á því að enn þann dag í dag má finna fjölda starfsfólks sem kvartar hástöfum undan því að á það sé ekki hlustaö og yfirboðarar setjist á hugmyndir þess í stað þess að veita þeim við- eigandi brautargengi? Mér virðist svarið vera fremur einfalt: Fjöldi þeirra sem fylla stjómunarstöður óttast um völd sín og áhrif. í stað þess að virkja starfsfólk sitt á eðlilegan hátt vilja þeir ráða nánast öllu sjálfir. Þeir hræðast það að veita hugmyndum starfsfólks síns eðlilegt brautar- gengi. Þeir em í stuttu máli van- hæfir sfjómendur. Rútínukröfur Margir halda að vanhæfir stjórn- endur missi fljótt fótanna og verði að rýma fyrir fólki meö meiri þekk- ingu og hæfileika. Þessi ranghug- mynd hefur sennilega skotið rótum í hugum fólks sem hefur horft á of margar kvikmyndir með ham- ingjuríkum endi. - Raunveruleik- inn er oft annar. Vanhæfir stjórnendur sitja víða eins og klettar í fyrirtækjum og stofnunum árum og áratugum saman án þess að nokkur fái við þeim hreyft þrátt fyrir útbreidda óánægju. Og enn fleiri eru þeir sem hvorki skapa óánægju eða ánægju. Fólk sem skilar rútínukröfum og litlu eða engu meir. Allt þetta fólk gæti lært margt af fordæminu frá Vinnuskóla Reykjavíkur. Jón Erlendsson „Vanhæflr stjórnendur sitja víða eins og klettar 1 fyrirtækjum og stofnunum árum og áratugum saman án þess að nokkur fái við þeim hreyft þrátt fyrir útbreidda óánægju.“ Skoðanir annarra Skuldir í sjávarútvegi „Skuldir í sjávarútvegi munu vera um 110 millj- arðar kr. og þar af eru um 75 ma. kr. erlendar skuld- ir......Samtals gæti hækkun á skuldum fyrirtækja í sjávarútvegi numið um átta ma. kr. Vegna þess að tekjur útflutningsfyrirtækja eru næstum allar í er- lendum gjaldeyri hækka tekjumar líka um 8,1% eða nálægt sex ma. kr. ef velta sjávarútvegsfyrirtækja er um 75 ma. kr. á ári. Skuldimar hækkuöu því um sem svarar 16 mánaöa tekjuauka við gengisfelling- una.“ Sigurður B. Stefánsson í viðskbl. Mbl. 22. júli. Engin spilling „Hvemig er það: Em íslensk stjómmál spillt? Em forystumenn í íslenskum stjómmálum vaöandi í peningum eins og ítalskir kollegar þeirra? Em þeir á mála hjá fyrirtækjum eða hagsmunahópum? Eru flokkarnir peningamyllur sem verja ómældum fjár- munum til að kaupa sér fylgi og áhrif? Svarið við öllum þessum spumingum er samkvæmt minni reynslu nei. Forystumenn í stjómmálum eru ekki hálaunaðir. Ég þekki engin dæmi þess að forystu- menn í íslenskum stjómmálum hafi auðgast á stjórn- málaferli sínum.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra i Alþbl. 23. júlí. Hvenær lærist stjórnvöldum? „Hvenær ætlar stjórnvöldum að lærast aö gengis- felling er ekkert annað en „hrossalækning"? Verð- hækkanabylgjan, sem nú hefur gengið yfir, ætti að verða ríkisstjóminni viðvörun þegar næst koma fram kröfur um gengisbreytingu. Sparnaður, hag- ræðing og kostnaðarlækkun, ekki síst í sjávarútveg- inum, er lykillinn að öflugra atvinnulífi, sem hefur styrk til að komast upp úr þeim öldudal, sem þjóðar- skútan er nú í.“ Úr forystugrein Mbl. 24. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.