Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 25 Afmæli Ólafur Öm Arnarson Ólafur Öm Amarson yíirlæknir, Bakkavör 7, Seltjamamesi, er sex- tugurídag. Starfsferili. Ólafur er fæddur í Vestmannaeyj- um og uppalinn í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953, tók embættispróf frá Háskóla íslands 1961, var hér- aðslæknir í Hofshéraði 1961-62, að- stoðarlæknir á Landspítala l%2-63, í framhaldsnámi í Bandaríkjunum 1963-66, í almennum skurðlækning- um í New Britain, Connecticut, í þvagfæraskurðlækningum 1966-69 við Cleveland Clinic í Ohio. Ólafur var sérfræðingur á Landspítala l%9-74, sérfræðingur við Landa- kotsspítala síðan 1970, formaður læknaráðs og yfirlæknir spítalans síðan 1980, starfandi í Læknastöð- inni Maragötu 2, í fulltrúaráði St. Jósefsspítala, Landakoti, síðan 1977 og jafnframt í yfirstjóm og fram- kvæmdastjórn spítalans, í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1972-77 og stjóm Læknafélags íslands 1979- 83, formaður vísindasiða- nefndar Læknafélags íslands 1993, dósent í þvagfæralækningum við læknadeild Háskóla íslands 1977-87, í nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins um tengsl Háskólans við sjúkrahúsin 1976, í utanfarar- styrkjanefnd sjúkhnga Trygginga- stofnunar ríkisins síðan 1980, í nefnd á vegum heilbrigðismála- ráðuneytisins um sameiningu Landakots og Borgarspítala 1991-92, í hefibrigðisnefnd Sjálfstæðisflokks- ins frá 1978 ogformaður hennar 1980- 88. Ólafur hefur ritað fjölda greina um heilbrigðismál í blöð og tímarit. Fjölskylda Ólafur kvæntist 20.9.1957 Kristínu Sólveigu Jónsdóttur, f. 21.5.1933, læknaritara. Hún er dóttir Jóns Steingrímsonar, fyrrv. sýslumanns í Stykkishólmi og Borgarnesi. Ólafur og Kristín eiga þrjú böm. Þau em: Guðrún, f. 7.11.1959, bygg- ingaverkfræðingur hjá bygginga- fulltrúa í Reykjavík, búsett á Sel- tjarnamesi; Sverrir, f. 14.11.1%0, rafmagnsverkfræðingur í Tækni- garði, búsettur á Seltjamamesi, kvæntur Ingibjörgu Hauksdóttur og eiga þau þijá syni; Katrín, f. 25.1. 1965, hagfræðingur í fjármálaráðu- neytinu. Systkini ólafs eru Sylvia, f. 9.2. 1935, skrifstofumaður í Hafnarfirði, gift Magnúsi Snorrasyni og eiga þau tvöbörn; Ingólfur, f. 25.8.1945, tann- læknir í Reykjavík, kona hans er Halldóra Hauksdóttir og eiga þau fimm böm. Ólafur er sonur Arnar H. Matthí- assonar, f. 27.8.1907, fyrrv. verslun- armanns, og Guðrúnar Óiafsdóttur, f. 30.10.1909, d. 13.8.1985. Þau voru lengst af búsett í Reykjavík. Örn dvelst nú á Elliheimihnu Grund. Ætt Örn var sonur Matthíasar, kaup- manns og alþingismanns í Hauka- dal í Dýrafirði, ðlafssonar, b. í Haukadal, Jónssonar. Móðir Matt- híasar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. og hreppstjóra í Stapadal, Bjama- sonar. Bróðir Matthíasar aiþm. var Jóhannes alþingismaður, afi Guð- mundar Axelssonar í Kiausturhól- um og langafi Einars Kárasonar rit- höfundar. Móðir Arnar var Marsibil, Ólafs- dóttir, skipstjóra á Þingeyri, Péturs- sonar og konu hans, Þórdísar Ólafs- dóttur. Guðrún var dóttir Ólafs Óskars, héraðslæknis á Brekku í Fljótsdal og í Vestmannaeyjum, Lárussonar, smáskammtalæknis og dannebrog- manns, Pálssonar, Arnardragi í Landbroti, og Guörúnar Þórðardótt- ur, að Höíða á Vatnsleysuströnd, Jónssonar. Systir Ólafs Óskars var Til hamingju með afmælið 27. júlí Kristján Reykdal 80 ára Marta Hannesdóttir, Sólvahagötu 60, Reykjavík. Jóhanna Björnsdóttir, Jökulgrunni 23, Reykjavík. Sverrir Jónsson, Hvammi,Húsavík. Lilja L. Knudsen, Munaðarhóh 18, Helhssandi. 70 ára Lilja Ólafedóttir, Túngötu4, Súgandafirði. Guðmundur Magnússon, Laugamesvegi 64, Reykjavík. Jóhanna Einarsdóttir, Hamrahhð 23, Reykjavík. Ragnar Hallsson, Hallkelsstaöahlíð, Kolbeinsstaða- hreppi. Rannveig Ólafsdóttir, Ljósvahagötu 18, Reykjavík. Jódís Shelagh Feenie, Þórufelh 8, Reykjavík. Gróa Herdís Bæringsdóttir, Langhoitsvegi51, Reykjavík. Magnús Villi Vilhjálmsson, Bjarkargrund38, Akranesi. 50ára Þorgerður Sigurj ónsdóttir, Nesbala 10, Seltjarnarnesi. Ólafur Ingi Sveinsson, Skeljagranda 4, Reykjavík. Halldór Pálsson, Túnhvammi 10, Hafnarfirði. Eðvald Bóasson, Brekkustíg 23, Njarðvík. Þórður Skúlason, Funafold57, Reykjavík. Björg Drífa Snorradóttir, Laugarnesvegi 52, Reykjavík. Birna H. Björnsdóttir, Suðurgötu28, Siglufirði. 40ára Brynhildur Ingvarsdóttir, Aflagranda 13, Reykjavik. Brynhildur er í útlöndum um þess- armundir. Guðj ón Jóhannsson, Engjaseli9, Stokkseyri. Hans Pétur Diöriksson, Helgavatni I, Þverárhlíðarhreppi. Ásgeir Beinteinsson, Drápuhhð 28, Reykjavík. Sigríður Kristín Þórhallsdóttir, Baughóh 18, Húsavík. Gestur Eyjólfsson, Fifumóa lb, Njarðvík. Ósk Ingvarsdóttir, Tjarnarbóh 4, Seltjamarnesi. Kristján Reykdal, ökukennari og leigubílstj óri, Sjávargötu 17, Njarð- vík, er sjötugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist að Heiði í Sléttu- hhð í Skagafirði en ólst upp á Reykj- arhóh í Vestur-Fljótum hjá Eiríki Ásmundssyni, b. þar og oddvita, og sambýhskonu hans, Önnu Sigríði Magnúsdóttur húsfreyju. Kristján lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1940. Hann rak um skeið trilluútgerð með mági sínum, var á síldveiðum fyrir Norðurlandi nokkur sumur og var skurðgröfustjóri á Skagaströnd sex ár en hann hefur verið ökukennari frá 1946. Kristján var á bibhuskóla hjá Fíladelfíu í Stokkhólmi 1950 en hann hefur starfað sem sunnudagaskóla- kennari við starf Hvítasunnusafn- aðarins á Skagaströnd, í Njarövík, Grindavík og Garði. Þau hjónin voru meöal stofnenda Fíladelfíu- safnaðarins á Sauðárkróki. Fjölskylda Kristján kvæntist 18.5.1940 Jó- hönnu Ögmundsdóttur frá Sauðár- króki en foreldrar hennar vom Ög- mundur Magnússon söðlasmiður og kona hans, Kristín Pálsdóttir. Kristján og Jóhanna eignuðust fjögur böm. Þau eru: Siguijón Reykdal, f. 26.1.1941, vélstjóri, en hann á tvo syni og tvo fóstursyni, var fyrri kona hans Guðrún Jó- hannesdóttir en seinni kona hans er Makkew Seelark og búa þau í Njarðvík; Ásmundur Reykdal, f. 27.7.1945, verkstjóri, en hann á tvo syni og tvo fóstursyni, kvæntur Stehu Stefánsdóttur og búa þau í Reykjavík; IngibjörgK. Reykdal, f. 12.2.1948, húsmóðir í Keflavík, gift Margeiri Margeirssyni forstjóra en þau eignuðust flórar dætur og einn son sem lést 5.11.1980; Anna S. Reykdal, f. 30.4.1949, húsmóðir á ísafirði, gift Snæbirni Halldórssyni skrifstofumanni en þau eiga einn son og átti hún tvo syni fyrir. Kristján á tvo hálfbræður, sam- mæöra. Þeir eru Símon Jónsson, f. 5.11.1922, smiður, og Guðmundur Guðmundsson, f. 13.4.1934, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Kristján Jónsson, f. að Torfufelh í Saurbæj- arhreppi 19.4.1893, d. 2.9.1956, hst- málari, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Reykjarhóh í Haga- neshreppi 3.10.1895, d. 6.1.1970, húsmóðir. Ætt Kristján listmálari var sonur Jóns, frá Guðrúnarstöðum í Eyja- firði, Hanssonar, b. á Guðrúnarstöð- um, Jóhannessonar, b. á Efstalandi í Öxnadal, Jónssonar. Móðir Hans var Guðrún Jónsdóttir frá Stekkjar- flötum í Eyjafirði. Móðir Jóns var Guðrún Einarsdóttir Ólafssonar og Ólafur Örn Arnarson. Guðrún, móðir Lárusar Jakobs læknis Helgasonar læknis Ingvars- sonar. Bræður Ólafs vora prestarn- ir Jakob Óskar í Holti undir Eyja- fjöhum og Sigurður Óskar í Stykkis- hólmi. Ólafur Örn dvelst erlendis á af- mælisdaginn. Kristján Reykdal. Sigríðar Sigurðardóttur frá Kamba- felli í Djúpadal. Móðir Kristjáns hstmálara var Sigríður Hjálmarsdóttir, húsmanns á Hofsstööum á Skagaströnd, Guð- mundssonar Daníelssonar og Helgu Magnúsdóttur frá Sölvabakka. Móðir Sigríöar var Karitas Sigurð- ardóttir, b. í Syðriey, Árnasonar, og Ingibjargar Þorleifsdóttur. Ingibjörg var dóttir Jóns frá Mið- hóli í Sléttuhlíð Guðvarðssonar, b. á Miðhóli, Guðmundssonar, í Syðstamói Jónssonar. Móðir Jóns var Sólveig Ólafsdóttir frá Miðhóh Ólafssonar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Magnúsdóttir, b. á Hugljótsstöðum og í Garðshorni í Skagafirði, Gísla- sonar, b. í Hvammkoti, Guðmunds- sonar. Móðir Guðbjargar var Anna Sigríður Sölvadóttir, b. á Ljótsstöð- um, Erlendssonar. Kristján verður að heiman á af- mæhsdaginn. Andlát Finnur Jónsson Finnur Kristinn Jónsson hstmálari lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfara- nótt þriðjudagsins 20.7. sl. á hundr- aðasta og fyrsta aldursári. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 27.7., kl 13.30. Starfsferill Finnur fæddist á Strýtu við Ham- arsfjörð í Suður-Múlasýslu 15.11. 1892 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann fór átján ára til Reykjavíkur í guhsmíðanám og Iðn- skólann. Hann fékk s veinsbréf í guhsmíði 1919, lærði teikningu hjá Ríkarði bróður sínum og Þórami B. Þorlákssyni hstmálara, var við list- og guhsmíðanám í Kaupmanna- höfh 1921, og í Dresden og Berhn 1921-24. Finnur rak í ahmörg ár myndhst- arskóla í Reykjavík ásamt Jóhanni Briem, var teiknikennari við Flens- borg í Hafnarfirði 1933-42 og við MR1934-38 og 1939-50. Finnur hélt fyrstu málverkasýn- ingu sína á Djúpavogi 1921. Myndir eftir hann voru valdar á vorsýningu Der Sturm í Berlín 1925 og sýndar á alþjóðlegum sýningum víða um Bandaríkin en sama ár hélt hann fyrstu abstrakt-sýninguna hér á landi. Hann starfaði um skeið með ýmsum þekktum brautryðjendum nútímahstar en sneri sér síðar að raunsæi og natúrahsma. Hann var einn helsti frumkvöðuh íslenskrar myndhstar og í hópi víðkunnustu íslenskra listamanna. Finnur sat í stjórn Félags ís- lenskra guhsmiða um skeið, var formaður Listvinafélagsins um hríð, formaöur Myndlistarfélagsins og í stjórn Félags íslenskra mynd- hstarmanna í nokkur ár. Hann var sæmdur stórriddara- krossi fálkaorðunnar 1976, var í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1973, var heiðursfélagi Félags ís- lenskra myndhstarmanna, Félags íslenskra gullsmiða, Academia Int- ernationale í Róm og Accademia It- aha dehe Arti e del Lavoro í Parma. Fjölskylda Finnur kvæntist 19.5.1928 eftirlif- andi konu sinni, Guðnýju Ehsdótt- ur, f. 13.5.1903, húsmóður. Foreldrar Guönýjar voru Ehs, kaupmaður í Reykjavík, Jónsson og kona hans, Guðlaug Eiríksdóttir. Finnur er nú einn á lífi sex systk- ina en syskini hans vom Karl, lækn- ir í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Möller sem einnig er látin; Georg, b. á Reynistaö, kvæntur Margréti Kjartansdóttur sem einnig er látin; Ríkarður, myndhöggvari í Reykja- vík, sem var kvæntur Maríu Olafs- dóttur; Bjöm, sem lést ungur mað- ur, og Anna sem var gift Erlingi Thorlaciusbílstjóra. Foreldrar Finns voru Jón Þórar- insson, f. 17.2.1842, d. 18.7.1909, smiður og b. á Strýtu, og kona hans, Ólöf Finnsdóttir, f. 6.7.1865, d. 25.12. 1957, húsfreyja. Ætt Faðir Jóns var Þórarinn, b. á Núpi Finnur Kristinn Jónsson. á Berufjarðarströnd, bróðir Maríu, langömmu Eysteins, fyrrv. ráð- herra og dr. Jakobs prests Jónsson- ar. Þórarinn var sonur Richards Long, verslunarstjóra á Eskifirði, af enskum ættum. Ólöf var dóttir Finns, b. og söðlasmiðs á Tunguhóh í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar og konu hans, Önnu Guðmundsdóttur, b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, Magn- ússonar, af Sandfehsættinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.