Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 Spumingin Áttu þér draum? Gréta Björg Hilmarsdóttir: Já, Dfa heilbrigðu lífi. Dóra Fjölnisdóttir: Ég ætla að verða rík og fræg. Það er nú eitthvaö annað en arfinn. Teitur Jónasson: Maður þorir nú ekki að láta drauma sína í ljós. Halldór Hreinsson: Halda áfram aö lifa hamingjusömu lífi með fjölskyld- unni í sólskinsskapi. Ásthildur Halldórsdóttir: Eiga það ekki flestir. Það þyrfti heilsíðu fyrir mig til að telja þá alla. Berglind Björnsdóttir: Fara til út- landa. Lesendur Samdrátturinn ekki alvondur Konráð Friðfinnsson skrifar: Það er rætt um þrengingar í þjóðfé- laginu, kreppu þar sem botninúm sé senn náð, og menn telja að ekki sé bjart framundan. Allt eru þetta hug- tök er glymja í eyrum manna allan liðlangan daginn. Víst erum við farin að finna til samdráttar á flestum sviöum athafnalífsins. Heimilin hafa heldur ekki farið varhluta af þessu þjóðfélagsmeini eins og vonlegt er. Það er óneitanlega erfiðara að láta enda ná saman en löngum áður. Þó tel ég að ekki sé unnt að tala um al- menna erfiöleika með neinni sann- girni, enn sem komið er að minnsta kosti. Og vandamáhð er ekki alvont eins og halda mætti. Það hefur þó alla vega kennt okkur ákveðna lexíu. Nefnilega þá að velta hverri krónu vandlega og hugsa máhn yfirvegað áður en ákvörðun er tekin um eyðslu sem ef til vih eykur aðeins skuldir fremur en nokkuð annað. Mörg dæmi og sorgleg má nefna um glannaskap í fjárfestingum, sér í lagi á síðustu árum. Og miðað við nýjustu tölur um þorskafla á næsta ári er ljóst að betra er að fara gæti- lega í peningamálunum. En sam- kvæmt tillögum sjávarútvegsráð- herra verður heimilt að veiða 165 þús. tonn af þorski á næsta ári. Eins og menn vita þá hefur ríkið sparað sér útgjöld á ýmsum sviðum. Sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu ber auðvitað hæst í hugum fólks. Það sem hins vegar vekur furðu margra er að þrátt fyrir minni útgjöld ríkis- sjóðs virðist þörfin fyrir auknar tekj- ur hans hin sama og áður, samanber blöð og bækur, afnotagjöld Ríkisút- varps, o.s.frv. Mörgum finnst hér skjóta skökku við eða hlutimir lúti Höfum við lært þá lexíu að velta krónunni nokkrum sinnum áður en henni er eytt? ekki venjulegum lögmálum. Hefði ekki verið eðlilegra að beita þeim röksemdum að úr því að ríkinu hefur tekist að spara verulegar fjár- hæðir þá þurfi ekki að leggja í jafn viðamikla og hatramma herferð til að ná inn auknum tekjum af sam- borgurunum í sköttum og skyldum? - Ætti ekki samdrátturinn að gilda um aht og aha, upp úr og niður úr og öfugt? Skipulag Reykjavikurborgar í Grafningshreppi: Samvinna við jarðeigendur vænlegri G.J. skrifar: í gein, sem birtist í Morgunblaðinu sunnud. 18. júh sl., kemur fram að Reykjavíkurborg er að skipuleggja útivistarsvæði og gönguleiðir víðs vegar um Grafningshrepp og afrétt hreppsins. Samkvæmt teikningu er búið að skipuleggja gönguleiðir og annað, jafnt yfir jarðir í einkaeign sem og annars staðar, án samráös við jarð- eigendur, ábúendur og hreppsnefnd Grafninshrepps. Þetta sýnir vissan yfirgang Reykja- víkurborgar gagnvart aðhum sem eiga stærsta hluta Grafningshrepps, það er að segja einkaaðha ásamt hreppnum og afrétti Grafnings- hrepps. Einnig láöist greinarhöfundi aö geta þess að bændur í Grafnings- hreppi eiga ekki síðri hlut í upp- græöslu í hreppnum með sínu einka- framtaki. En gróður hafði farið nokkuð halloka vegna slæms tíöar- fars mihi áranna 1960-1970. Greinarhöfundur talar um þjóð- garð framtíöarinnar en láöist aö geta þess aö þaö yrði ekki gert nema í góðri samvinnu við hreppsbúa sem haldið hafa uppi gömlum hefðum við Þingvallavatn og er því stór hluti af þeirri menningu sem þama þarf að varðveita. - Því þarf að hafa fthlt og gott samstarf við hagsmunaaðha í hreppnum gagnvart skipulagi, hvort sem um er að ræða göngustíga eða annað. Þingmenn þrýstihópa eða þjóðar? Magnús Guðmundsson skrifar: Viðhorf alþingismanna hefur smám saman verið að breytast á þann veg að margir þeirra telja sig fremur fyrirgreiðslumenn fyrir þrýstihópa og einstaka umbjóðendur en þingmenn þjóðarinnar allrar. Þannig er það mun algengara nú að þingmenn þrýsti á umbætur í sínu kjördæmi og krefjist fjárveitinga th verkefna þar og hafi því ekki þjóðar- hag ahtaf í fyrirrúmi. í umræðunni um útdeihngu íjár- magns th eflingar atvinnulífinu í landinu hafa einstaka þingmenn tjáð sig og lýst vanþóknun á því að ekki skuh koma meira í hlut kjördæmis Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið „Þjónkun þingmanna við þrýstihópa er orðin mjög áberandi," segir m.a. í bréfinu. viðkomandi þingmanns. Þingmaður úr Norðurlandskjördæmi eystra læt- ur t.d. í það skína að meö því að „hafa staöiö meö þessari ríkisstjóm í gegn- um þykkt og þunnt“ telji hann þaö ekki neina thætlunarsemi af hans hálfu að hún sýni því skilning hvert ástandiö sé hjá umbjóðendum hans. Nú er ekkert við það að athuga að þingmenn skuh bera hag „umbjóð- enda sinna“ fyrir brjósti. Það væri óeðlhegt ef þeir t.d. létu sig ekki varða málefni þess kjördæmis sem þeir koma úr. En þama er ekki allt sem sýnist og oftar en ekki em þing- menn augljóslega að skara eld að köku síns kjördæmis á kostnað ann- arra landshluta. Dæmin em mý- mörg. Og þjónkun þingmanna við þrýstihópa er orðin mjög áberandi. Það er ekki seinna vænna að þing- menn átti sig á því að þeir em fyrst og fremst þingmenn þjóöarinnar allrar, ekki svokahaðra umbjóðenda sinna, hvað þá einstakra þrýstihópa, fyrirtækja eða atvinnuvega. Á með- an kjördæmin eða einstakir lands- hlutar em ekki sjálfstæðari í fjáröfl- un og stjómsýslu verða þingmenn að hugsa á landsvísu fyrst og síðast. Brýn nauðsyn er hins vegar aö skipta landinu upp í sjálfstæðari einingar en nú er. Það myndi skapa aht annaö og betra og hehbrigðara stjómkerfi. Hvíliktokur! Stefenía skrifar: Ég er viðskiptamaður Búnaðar- banka íslands og lenti í því að skrifa „gúmmítékka". Ég bjóst við 595 króna kostnaði, að við- bættum einhveijum vöxtum. En viti menn. Inn berst rukkkun upp á kr. 2.175 fyrír utan vexti. Þó svo að ávísunin hljóði upp á kr. 12.447 þá finnst mér þetta vera okur. Ég hringdi í Landsbanka ís- lands og í íslandsbanka til að kanna þetta nánar og fékk ég þá að vita að í íslandsbanka er þetta eins og í Búnaðarbankanum, þ.e. að fyrir ávísanir upp aö kr. 5.000 er kostnaöur kr. 535, frá 5000 th 10.000 er hann kr. 1.295 og ávísan- ir frá 10.000 til 50.000 kr. er hann 2.175 kr. - En í Landsbankanum er fólk ahtaf látið greiöa kr. 595 í kostnað, sama hve ávísunin er há, að viðbættum vöxtum. Kvennauppboð: Klénbarátta Sigurður Sigurðsson hringdi: Þaö er eitthvað lausbeislaö sál- arlif þessara kvenna sem efna th „kvennauppboðs" th framdráttar annars góðu málefni. Éghef lengi haft grun um að stóran hluta efnahagsvanda okkar megi rekja th íslenskra kvenna. Kröfum þeirra um óhóflega eyðslu th ýmissa raálefha og skemmtana- fíkn er viö bragðið. Þetta má marka af ýmsu og lýsir sér jafn- vel í framkomu og raddblæ. - Ég fæ t.d. alltaí hroh þegar ég heyri Lottó-auglýsinguna. Ákafinn í eyðslu og spennu leynir sér ekki. Konureru kon- umverstar H.S.G. skrifar: Alþýðuflokkskonur klöppuðu mikið í nafni sátta í varafor- mannskjöri flokksins og þjónuðu vel undir formann sinn sem brosti breiðu sigurbrosi í lokin. Með sáttaglampa í augum ýttu konumar einni hæfustu konu í stjómmálum út í kuldann, konu sem virt er af alþýðu manna. Karlpóhtíkusar flokksins mega vel viö una, konur taka vanalega aö sér skítverkin, því geta þeir treyst. Þeir þurfa greinilega ekki annað en kalla „gibba, gibba, komið þið greyin" th að þær raði sér á hlýðnigarðann sem þeim er ætlaður í nafni sátta. Sannast hér hið margkveðna enn einu sinni. Konur era konum verstar. * Ferðamanna- Klaustri Steinunn Jónsdóttir skrifar: Ég er stödd á feröalagi á Kirkju- bæjarklaustri og mig langar th að vekja athygli annarra á þessari ferðamannaparadís. Og hér er þjónustan alveg frábær. Ég tek sem dærai að þar er boðiö upp á ahs konar skemmtílegheit fýrir fjölskylduna, m.a. er indæl stúlka þar sem tekur aö sér leiðsögn á gönguferðum. Tjaldstæðið fahega við ána Stjóm sér svo um að s væfa okkur með fossniði sínum og áfram gæti ég haldið endalaust. - Látum það heyrast sem gott þykir. Myndavélvið Mývatn Hinrik skrifar: Norsk stúlka týndi myndavél sinni á ferð um Iandið. Hún var á ferð frá Mývatni og fór upp á Hverfjall. Er hún kom mður aftur lagði hún myndavél sina á þak bíisins og gleymdi henni þar. Saknar hún myndavélarinnar sárt, svo og þeirra mynda er hún haföi tekið á ferð sinnl. - Vélin er af CANON-gerð og var í rauðu og gráu huistri Finnandi er vin- samlega beðinn að bringja í Hin- rik í síma 870437 eftir kl. 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.