Dagur


Dagur - 29.06.1996, Qupperneq 2

Dagur - 29.06.1996, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 29. júní 1996 FRÉTTIR Jónas Hagan, framkvæmdarstjóri ETS, með merkið sem hann segir ferðamenn þekkja og treysta. Mynd: BG Ný lög um tóbaksvarnir í gildi á mánudag: Fjölþættar breytingar á tóbaksvörnum Frá og með næsta mánudegi verður bannað að selja og af- henda börnum og unglingum yngri en 18 ára tóbak. Þetta ákvæði er í nýjum lögum um tóbaksvarnir sem ganga í gildi þann 1. júlí. Auk þess ákvæðis verður nú bann við reykingum í grunnskól- um, leikskólum, dagvistum bama og húsakynnum sem ætluð eru til félags, íþrótta- og tómstundastarfs bama og unglinga. Óheimilt verð- ur að reykja í framhaldsskólum og sérskólum, á heilsugæslustöðvum, í læknastofum og annars staðar þar sem veitt er heilbrigðisþjón- usta. Ennfremur á sjúkrahúsum með þeirri undantekningu þó að leyfðar verða reykingar sjúklinga samkvæmt reglugerð sem ráðherra mun setja. Skylda verður að merkja sígar- ettupakka með upplýsingum um tjöm og nikótíninnihald, bannað að nota tóbaksvörumerki í auglýs- ingum og skylt verður að hafa reyklaus svæði á matsölustöðum og kaffihúsum. Meðal annarra at- riða í lögunum er að bannað verð- ur að flytja inn, framleiða og selja munntóbak og fínkomótt neftóbak frá og með 1. febrúar 1997. JÓH Kynningarfundur Europe Tax-Free Shopping: Stefna aö stór- aukningu í ferða- mannaverslun í gær var haldinn kynningarfundur á Hótel KEA á fyrirtækinu ETS á fslandi hf. eða Europe Tax-free Shopping, sem sér um að þjónusta fyrirtæki við að endurgreiða virð- isaukaskatt af vömkaupum er- lendra ferðamanna. Jónas Hagan, framkvæmdastjóri fyrirtækisins hér á landi, kynnti kosti ETS fyrir verslunareigendum en fyrir fund- inn höfðu 10 fyrirtæki Akureyrar- bæjar þegar skráð sig. ísland er 23. landið í þessari erlendu sam- steypu og eru 120.000 verslanir í Sýslumaðurinn á Húsavík Utgarði 1, 640 Húsavík, sími 464 1300 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fjarðarvegur 29, Þórshöfn, þingl. eig. Rósbjörg Stefánsdóttir, gerðar- beiðendur Stefán Birgir Guðfinns- son og Ölgerðin Egill Skallagrímss hf., fimmtudaginn 4. júlí 1996 kl. 14.00. Langanesvegur 30, Þórshöfn, 64% hluti, þingl. eig. Átak hf., gerðar- beiðendur Hekla hf. og Sýslumað- urinn á Húsavík, fimmtudaginn 4. júlí 1996 kl. 14.30.____________ Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig. Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir og Sigurður Helgi lllugason, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík, föstudaginn 5. júlí 1996 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Húsavík, 27. júní 1996. Berglind Svavarsdóttir, ftr. Evrópu og víðar sem bjóða uppá þjónustuna. Jónas segir að ETS þýði verulega þjónustuaukningu því nú geti ferðamenn fengið end- urgreitt á yfir 60 erlendum endur- greiðslustöðum. Á íslandi em endurgreiðslustaðirnir Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Norræna og skemmtiferðaskipin. „Ferðamað- urinn getur fengið endurgreitt í hvaða gjaldmiðli sem er sem er veruleg breyting frá því sem áður var þegar aðeins var endurgreitt í íslenskum krónum." Allir sem hafa erlent ríkisfang eiga rétt á endurgreiðslu af vörukaupum hér- lendis en Jónas segir ETS hafa hug á því að reyna að fá reglunum breytt þannig að íslendingar bú- settir erlendis muni einnig eiga kost á endurgreiðslu hér. Fyrirtækið mun gefa út bækl- inga og vörulista þar sem vöruúr- valið á Islandi verður kynnt. „Menn geta auglýst í þessum lista og borið saman verð hérlendis og annars staðar. Þetta er bylting í verslun því möguleikamir verða rækilega kynntir fyrir ferðamönn- um sem koma til landsins. Við er- um í samstarfi við Kaupmanna- samtökin og Félag íslenskra stór- kaupmanna og stefnum að mikilli aukningu í ferðamannaverslun. Fyrir árið 2000 er ætlunin að koma þessari verslun úr tveimur og hálfum milljarði í um fjóra milljarða." ETS stefnir að því að bjóða endurgreiðsluþjónustu á Akureyri næsta sumar. Þá verður fólk sent í skemmtiferðaskipin tveimur tímum fyrir brottför til þess að endurgreiða. mgh Verslun til sölu Verslunin Sogn er til sölu, ásamt húsnæði því sem hún er starfrækt í. Til greina getur komið að leigja húsnæðið, þeim sem kaupir verslunarreksturinn. Uppl. gefur Sólveig Antonsdóttir, Versluninni Sogni, sími 466 1300, Dalvík. Forsetakosningamar 1996 Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaefni 1988: Sarmdi vanliöan hja fólki ef Ólafur nær kjöri - valið stendur milli Guðrúnar og Ástþórs Árið 1988 fóru síðast fram for- setakosningar, en þá bauð Sig- rún Þorsteinsdóttir frá Vest- mannaeyjum sig fram á móti Vigdísi Finnbogadóttur, en það er einsdæmi í sögu lýð- veldisins að sitjandi forseti hafi fengið mótframboð. Sigrún býr enn í Vestmannaeyjum, en starfar hjá markaðsfyrirtæki í Reykjavík. Hún segist hafa boðið sig fram til að koma ákveðnum húmanískum sjón- armiðum á framfæri, og er enn virk í þeirri alþjóðlegu húman- istahreyfingu sem studdi hana á sínum tíma í kosningabarátt- unni. Sigrún segir kosningabarátt- una nú ekkert líka því sem var fyrir átta árum. „Þessir l'ram- bjóðendur hafa fengið margfalt meiri kynningu og umfjöllun í fjölmiðlum en ég fékk á sínum tíma. Mér finnst umfjöllunin líka hafa verið óvægnari, ég fékk ekki jafn harkaleg viðbrögð frá fólki þó það hafi verið hissa á framboði mínu, en mér mætti annað sem er erfiðara að eiga við; skeytingarleysi og þögn.“ Sigrún segist vera mjög hrifin Sigrún Porsteinsdóttir bauð sig frain til forseta 1988. Hún sést hér safna áheitum í Hafnarstræti í maí fyrir átta árum. af framboði Ástþórs Magnús- sonar. „Ég vil miklar breytingar á þessu embætti og mér finnst hann hafa staðið sig alveg ágæt- lega við að koma með nýja fleti í umræðuna og ferska vinda í kosningabaráttuna. Ég held að þetta hefði allt orðið miklu lit- lausara án hans og ekki eins spennandi og skemmtilegt.“ Sigrún var ákveðin í að kjósa Ástþór en hún er á báðum áttum nú. „Ég á svolítið erfitt með að sætta mig við að Ólafur Ragnar verði forseti, og ég held að mikil sárindi og hreinlega vanlíðan yrðu hjá stórum hópum fólks ef liann næði kjöri. Mér finnst aftur á móti Guðrún Agnarsdóttir vera að koma sterkar og betur fram sem verðugur fulltrúi þessarar þjóðar. Framboð mitt snerist að stórum hluta um málskotsrétt forseta og þjóðaratkvæðagreiðsl- ur, og Guðrún hefur sagt að ef hún fengi áskorun frá 10% þjóð- arinnar myndi hún ekki skrifa undir. Þetta finnst mér athygli vert, og líka að hún hefur sagt að laun séu mannréttindi. Ég vil túlka það þannig að það sé þá mannréttindabrot ef fólk getur ekki lifað af laununum sínum. Guðrún kemur því sterklega til greina hjá mér, ég hef ekki alveg gert það upp við mig; valið stendur milli hennar og Ástþórs, það er útilokað að ég kjósi hina.“ shv fflargt um að vera á kosningavöku í sjónvarpi Sameiginleg kosningavaka Sjónvarpsins og Stöðvar 2 hefst í kvöld kl. 21.30, og verða Elín Hirst og Bogi Ágústsson við stjórnvölinn. Fyrstu talna er að vænta um kl. 21.30, en ómögu- legt er að segja hvenær vök- unni lýkur. Að sögn Önnu Heiðar Odds- dóttur hjá Sjónvarpinu, verður mikið um að vera milli talna; ýmsir tónlistarmenn koma fram. m.a. Egill Ólafsson, Diddú og Páll Óskar, grínarar sjá til þess að landanum leiðist ekki, hinir og þessir líta í heimsókn og flutt verða nokkur atriði frá Listahá- tíð, t.d. brot af tónleikum Þýsku sinfóníuhljómsveilarinnar í Berl- ín sem haldnir verða fyrr um daginn, til heiðurs forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. Kristín Þorsteinsdóttir og Karl Garðarsson ræða við alla frambjóðenduma í sjónvarpssal þegar fyrstu tölur berast, talað verður við frú Vigdísi Finnboga- dóttur, og kosningavökur heim- sóttar. Anna Heiður sagði óvíst hve- nær kosningavökunni lyki, en það yrði líklega þegar ekki leik- ur lengur vafi á um úrslit, og verður þá nýkjörinn forseti heimsóttur og tekinn tali. shv

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.