Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 29. júní 1996 - DAGUR - 3 Akureyri: Bæjarmála- punktar Gömul hús rifín Á fundi bæjarráðs á fimmtudag var samþyllt að fela tæknideild bæjarins að rífa geymsluskúr við Kollugerði 1, áður fjós og hlaða, þegar umhverfisdeild hefur rýmt húsið af geymsluvamingi. Enn- fremur felur bæjarráð tæknideild að rífa gamalt fjárhús í Ytra- Krossanesi, sem stendur stakt á túninu norðvestur af íbúðarhús- inu. Dómur á Lífeyrissjóð STAK Lagt var fram bréf frá stjóm Líf- eyrissjós Starfsmajinafélags Ak- ureyrarbæjar í tilefni af niður- stöðu héraðsdóms í máli Alfreðs Schiöth gegn sjóðnum. Sjóður- inn tapaði málinu sem kunnugt er m.a. á samkomulagi frá stofn- un Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarð- ar. Sjóðsstjómin beinír þeim „til- mælum til bæjarstjómar Akur- eyrar að hún endurskoði nú þeg- ar þennan samning sem gerður var við Heiibrigðiseftirlit Eyja- fjarðar á sínum tíma, svo komist verði hjá annari slíkri uppá- komu.“ Að gefnu tilefni felur bæjarráð bæjarstjóra að beita sér fyrir lteildarendurskoðun á sam- komulagi um Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar. Beiðni um bæjarábyrgð Bæjarráð frestaði afgreiðslu á er- indi frá Kirkjugörðum Akureyrar þar sem óskað er eftir bæjar- ábyrgð á 15 milljóna króna láni vegna lokafrágangs líkhúss og kapellu. Leiklist verði studd Lagt var frarn bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem komið er á framfæri erindi frá Bandalagi íslenskra leikara. Þar eru sveitarstjómarmenn hvattir lil að vera hliðhollir byggðarlagi sínu með því að styðja leiklistar- starfsemi í sveitarfélaginu. Húsnæðismál Tónlistarskólans Fjallað var um erindi frá Tónlist- arskóla Akureyrar vegna hús- næðismála. Bæjarráð heimilaði skólanum afnot af Hafnarstræti 88b næsta skólaár en telur að öðru leyti ekki tímabært að taka afstöðu til erindisins að svo stöddu. Samræmd stefna í kjaramálum Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að leita samstarfs við önnur sveitarfélög um samræmda stefnu í kjaramálum starfs- manna, nefnda og stofnana sem sveitarfélögin eiga sameiginlega aðild að. Vegna frantlagðrar fjár- liagsáætlunar Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar getur bæjarráð ekki samþykkt forsendur launaliðs áætlunarinnar. Guðný Anna ehf. Leikskóli Guðnýar Önnu ehf. hel'ur sótt um rekstrar- og stofn- styrk fyrir leikskólann Arsól að Móasíðu i. Bæjarráð vísaði er- indinu til untsagnar leikskóla- nefndar. Atvinnuleysi skólafólks Könnun starfsmannadeildar á at- vinnuhorfum skólafólks 17 ára og eldri leiddi í ljós að 72 náms- menn voru án suntarvinnu, 52 karlmenn og 29 konur. Þar af voru 7 á einhverjum atvinnuleys- isbótum. Bæjarráð samþykkti að gefa þeim sent ekki hafa fengið atvinnu kost á vinnu í 6 vikur. Stjórn ÚA ætlar að nýta heimild til hlutafjáraukningar: Gæti skilað 700 milljonum - „dularfullur hugsunarháttur,“ segir Jón Þóröarson, stjórnarformaður ÚA, um gagnrýni á fjárfestingar ÚA í öðrum byggðarlögum Að sögn Jóns Þórðarsonar, stjórnarformanns ÚA, er inn- an tíðar stefnt á að bjóða út aukið hlutafé í fyrirtækinu, en stjórnin hcfur haft til þess heimild í urn tvö ár. Ekki er að sögn Jóns búið að ákveða hvert gengið verður og ekki heldur hver upphæðin verður. Hins vegar hefur heyrst talan 150 milljónir að nafnvirði og þetta gæti samkvæmt því skilað um 700 milljónum miðað við gengi bréfanna. í næstu viku er búist við að línur skýrist frekar. Eins og fram hefur komið eru uppi áform hjá ÚA um að gera hugsanlega umtalsverðar breyt- ingar á landvinnslunni til að gera hana samkeppnishæfari og af þeirri ástæðu er m.a. verið að undirbúna umrætt hlutafjárútboð, að sögn Jóns Þórðarsonar, stjóm- arformanns. Þá er í bígerð að kaupa stóran hlut í Tanga á Vopnafirði, sem þó er ekki frá- gengið. „Þau mál eru í biðstöðu. Eins og fram hefur komið höfum við rætt við Vopnfirðinga og eig- um von á að við komum til með að eiga gott samstarf við þá,'‘ sagði Jón. Með hlut í Tanga myndi ÚA eiga aðild að fyrirtæki sem er í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiskum, sem það á reyndar nú þegar með aðild að loðnufrystingu á Seyðisfirði. Ymsir hafa sett spumingar- merki við og gagnrýnt fjárí'est- ingar ÚA í öðrum byggðarlögum og öðmm löndum, en fyrirtækið á t.d. stóran hlut í Skagstrendingi á Skagaströnd og meirihluta í MHF í Þýskalandi, Laugafiski í Reykjadal og er með rekstur á Grenivík. „Eg veit ekki hvað mönnum finnst skynsamlegt að gera ef þeir ætla eingöngu að vera hér. Ekki förum við í loðnu og sfld, svo mikið er vfst. Við er- um líka að leita út fyrir bæinn eftir hráefni og það finnst öllurn allt í lagi. Mér finnst þetta dular- fullur hugsunarháttur, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Jón. - Eru ekki rökin þau að nota eigi peningana í heimabyggð? „Eg geri ráð fyrir að afrakst- urinn skili sér, það hafa alla vega aldrei fleiri verið í vinnu hjá fyr- irtækinu en núna,“ sagði Jón. Hverjir nýta forkaupsréttinn? Ljóst er að Akureyrarbær mun ekki nýta sér forkaupsrétt að sín- um hluta í hlutafjárútboðinu, sem er urn 80 milljónir að nafnvirði ef heildar talan verður 150 millj- ónir. Eftir hlutafjárútboðið mun Akureyrarbær því ekki lengur eiga meirihluta í fyrirtækinu. Auk þess er einnig talið víst að bærinn muni innan ekki langs tíma selja hluta af þeim bréfum sem hann á nú. Annar stærsti hluthafinn í ÚA er KEA en að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélags- stjóra, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort forkaupsrétt- arheimild verður nýtt. Einnig hefur heyrst að KEA hafi áhuga á að selja sinn hlut, til þess m.a. að fjármagna fjárfestingar þær í sjávarútvegi sem KEA hefur ráð- ist í að undanförnu á nokkrum stöðum á landinu. Magnús Gauti sagði ekkert slíkt liggja fyrir á þessari stundu. „Við munum skoða þetta allt þegar þar að kemur,“ sagði hann. HA Arkitektasamkeppni um framkvæmdir á Sólborgarsvæöinu: Tillaga Glámu og Kíms valin - tillagan fellur vel að þróunaráformum Háskólans Starfshópur skipaður af menntamálaráðherra vegna framkvæmda við Háskólann á Akureyri hefur valið tillögu arkitektastofanna Glámu og Kíms bestu tillöguna um hönn- un og skipulag Háskólans á Sól- borgarsvæðinu. Engin tillaga af þeim ellefu er bárust í arkitektasamkeppni um hönnun og skipulag háskólasvæð- isins var valin í fyrsta sætið þar sem talið var að engin þeirra hefði uppfyllt fullkomlega þær forsend- ur er dómnefnd ákvað og birtist í samkeppnislýsingu. Tvær tillögur voru metnar jafn góðar til útfærslu en að lokum varð tillaga Glámu og Kíms fyrir valinu þar sem talið var að hún byggi yfir virðuleika og festu ásamt því að hún biði upp á æskilega áfangaskiptingu sem félli mjög vel að þróunaráformum Háskólans. Aðspurður sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, að lítið lægi fyrir um byggingarframkvæmdir. Því fjár- magni sem skólinn hefði til um- ráða í ár yrði varið í lagfæringar á eldri húsum á Sólborg og það yrði að koma í ljós hvemig yrði með framhaldið á næsta ári. Skólinn leggði hins vegar mikla áherslu á það að gerð yrði langtímaáætlun um byggingarframkvæmdir og fjármögnun þeirra. Því væri ekki útséð hvenær framkvæmdir við nýbyggingar gætu hafist. Nánar verður fjallað um bygg- ingarframkvæmdir við Háskólann í Degi í næstu viku. hbg Þyria flutti slasaðan hesta- mann til Akureyrar Klukkan 17.40 á fimmtudag var lögreglunni á Dalvík tilkynnt um slys innst í Skallárdal, en hann gengur vestur úr Svarfað- ardal innanverðum ofan við bæ- inn Atlastaði. Hafði 76 ára mað- ur frá Dalvík slasast eftir að hestur hatði kastað honum af baki í stórgrýtisurð. Hann var í hópi hestamanna sem voru að koma úr Skagafirði. Björgunarsveit var þegar ræst út og eftir samráð við lækni og björgunarsveitarmenn var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, en samkvæmt lýsingu var © HELGARVEÐRIÐ Veðurstofan spáir góðu veðri á Norðurlandi í dag, suðaust- lægri átt og allt að 18 stiga hita. Einnig ætti að vera þurrt og nokkuð bjart. Sem sagt, gott kosningaveður. Á morg- un, sunnudag, snýst vindur meira til austlægrar áttar og gæti þá rignt víða um land. Afram verður hlýjast fyrir norðan. Á mánudag verður hæg norðaustlæg átt en þurrt. Þá kólnar fyrir norðan. um að ræða nokkuð alvarleg bak- og höfuðmeiðsl auk lærbrots og ekki fært á staðinn nema gangandi eða ríðandi. Var þyrlan kölluð út kl. 17.50, lögregla og björgunar- sveit fóru frameftir og lækni var komið á staðinn á hesti. Kl. 20.04 var hinn slasaði kominn um borð í TF-Sif, sem flutti hann á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Var slæmt brot á vinstri lærlegg og sauma þurfti 15 spor í höfuð Róbert Julian Duranona, KA- maðurinn snjalli, mun um helg- ina leika sínu fyrstu landsleiki fyrir Islands hönd. íslendingar mæta þá Svisslendingum tvíveg- is ytra. Duranona er eini nýlið- inn í landsliðhópnum en félagi hans í KA, Björgvin Björgvins- son, var einnig valinn. Landsliðshópur Þorbjamar Jenssonar er annars þannig skip- aður: Guðmundur Hrafnkelsson og Bjami Frostason standa í mark- inu. Aðrir leikmenn eru Gústaf Bjarnason, Geir Sveinsson, Júlíus mannsins auk minni meiðsla. Þess má geta að hann átti einmitt 76 ára afmæli á fimmtudaginn. Að sögn lögreglu var aðdáun- arvert hversu björgunaraðgerðir gengu hratt og vel fyrir sig og hrósaði hún mjög björgunarsveit- armönnum og einnig bændum sem lögðu m.a. til hesta auk ým- issar annarrar aðstoðar, auk þess sem áhöfnin á TF-Sif sýndi enn einu sinni hæfni sína. HA Jónasson, Sigurður Bjarnason, Dagur Sigurðsson, Róbert Sig- hvatsson, Jason Ólafsson, Ólafur Stefánsson, Valgarð Thoroddsen og Valdimar Grímsson. Fyrri leikurinn er í Aarau í kvöld og sá síðari í Wettingen síð- degis á morgun. Leikimir eru lið- ur í lokaundirbúningi heimamanna fyrir ÓL í Atlanta. Á mánudaginn ekur íslenska liðið til Þýskalands og leikur æfingaleik gegn þýska liðinu TUS Schutterwald, en með því leikur Róbert Sighvatsson á næsta tímabili. HA Landsleikir í handknattleik gegn Sviss: Fýrstu leikir Duranona Rimlagardínur (plasf-ál-tré) Rúllugordínur (Sólarfilma-myrkva-venjulegor) Strimlagordínur Komdu og líttu ó úrvolið KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 462 3565 Hamar félagsheimili Þórs: Vegna leiks Þórs og Skallagríms verður opið fyrir getraunir í dag frá kl. 10.00-11.30. Heitt á könnunni Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.