Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 13

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. júní 1996 - DAGUR - 13 POPP_________________ MACNÚS GEIR CUÐMUNDSSON Staðreyndir um Björk Björk. Barnslega saklaus á stundum, en hefur unnið meiri afrek en flestir henni eldri. Það sýna staðreyndimar um hana glögglega. Nú þegar frægasti landi vor fyrr og síðar, Björk Guðmundsdóttir, er nýbúin að skemmta hér heima með tónleikum í Laugardalshöll- inni ásamt kærastanum Goldie og Paid, með vellukkulegum hætti að flestra dómi, er ekki úr vegi að fara aðeins yfir helstu staðreynd- irnar á ferli Bjarkar. Frá fyrstu plötunni til afreka dagsins í dag. • Árið 1977 þegar Björk er aðeins 11 ára gömul, kemur út fyrsta platan með henni sem einfaldlega heitir, Björk. Á henni er m.a. lagið um Arabadrenginn, sem enn þann dag í dag nýtur vinsælda. Meðal þeirra sem lögðu hönd á plóg við gerð plötunnar er hinn góði gítar- leikari með meiru, Björgvin Gísla- son. • Tæpra sextán ára, 1981, þegar pönkið hefur hafið innreið sína í íslenskt samfélag fyrir alvöru, er Björk orðin söngkona í hljómsveit- inni Tappi Tíkarrass. Með henni, þar sem líka var innanborðs m.a. Eyþór Arnalds, seinna Todmobile- og Bongmaður, hljóðritaði hún fjögra laga 2 tommuna Bitið fast í vitið 1982 og stóru plötuna Mí- röndu 1983. Auk þess átti Tappinn svo tvö lög í myndinni marg- frægu, Rokk í Reykjavík og eitt lag á safnplötunni, Salt 3. • Sumarið 1983, í lokaþætti þeirra Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar, Áföngum, tekur Björk næsta skrefið á tónlist- arferlinum. Þar myndar hún ásamt Einari Erni Benediktssyni, söngvara, Sigtryggi Baldurssyni trommara og Einari Melax hljóm- borðsleikara og fleiri góðum mönnum „súpergrúppuna" Kukl. Kuklið starfaði í um þrjú ár og gaf út auk nokkurra smáskífa tvær plötur í Bretlandi, The Eye 1984 og Hollydays In Europe 1985. Þessar plötur sem komu út á hinu fræga og framsækna merki Crass, lögðu grunninn að því sem koma skyldi. • 1986 klofnar Kuklið og þau Björk, Einar og Sigtryggur stofna svo strax nýja sveit, Sykurmolana, sem síðar fullmótaðist með Þór Eldon gítarleikara og síðast Mar- gréti Örnólfsdóttur hljómborðs- leikara (um skamma hríð komu einnig við sögu sveitarinnar þeir Einar Melax og Friðrik Erlingsson á gítar, sem nú er betur þekktur sem rithöfundur með meiru). Plötur Bjarkar og Sykurmolanna urðu þrjár, Life s To Good 1988, Here Today, Tomorrow next Week, 1989 og Stick Around For Joy 1992, að ógleymdri „endur- vinnslunni" It s It, sem leit dagsins ljós seinna sama ár og SAFJ. Með frama og stigvaxandi frægð Syk- urmolanna var jarðvegurinn frjóvgaður svo um munaði, fyrir þá uppskeru sem Björk hefur notið og ekki sér fyrir endann á. • Mitt í hringiðunni með Sykur- molunum hljóðritaði Björk plötuna Gljíng gló með tríói Guð- mundar heitins Ingólfssonar 1990 með þekktum lögum sem íslend- ingum hafa verið kær. • Framhaldið á ferli Bjarkar er síð- an kunnara en frá þarf að greina í löngu máli. Debut kom 1993 og Post á síðasta ári. Koma hér að lokum nokrir punktar um gengi þessara platna og smáskífanna af þeim. • Debut náði hæst í 10. sæti í Bret- landi, en Post fór hins vegar alla leið í 2. sætið þar í landi. • Árangur Post víðar um heim er annars mjög glæsilegur. Hún fór hæst í.. 2. sæti í Ástralíu 28. í Bandaríkjunum 3. sæti í Finnlandi 2. sæti í Svíþjóð 4. sæti í Dannmörku 4. sæti í Noregi 1. sæti á íslandi 4. sæti í Belgíu 4. sæti á Nýja Sjálandi 5. sæti í Sviss 5. sæti í Hollandi 5. sæti í Þýskalandi 6. sæti í Frakklandi 6. sæti í Portúgal 15. sæti í Austurríki • Smáskífumar af Debut og Post, samtals átta, fjórar af hvorri plötu, náðu svo eftirfarandi sætum á breska vinsældalistanum. Af Debut: Human Behaviour í 36. sæti Venus As A Boy í 29. sæti Big Time Sensuality í 17. sæti Violently Happy í 13. sæti Af Post: Army Of Me í 10. sæti Isobel í 23. sæti It s Oh So Quiet í 3. sæti Hyperballad í 8. sæti • í september er væntanleg frá Björk skífan Telegram, sem innihalda mun endurhljóðbland- anir af lögum á Post auk einhvers nýs efnis. Fugees á jákvæðum - og sækir í smiðju til góðra listamanna Það hefur víst ekki farið framhjá poppinu, að eitt allra vinsælasta neinum sem fylgist vel með í fyrirbæri þess nú um stundir er tríóið Fugees frá New York í Bandaríkjunum. Eins og hjá svo mörgum svörtu tónlistarmönnun- um nú í seinni tíð sem náð hafa að slá í gegn, er það rappið sem er þungamiðja hjá Fugees. Það er þó með ýmsum áhrifum í bland eins og menn hafa heyrt, frá reggí, sál- arpoppi og fönki. Auk þess sem stíll þeirra Lauren Hill söngkonu og félaga hennar tveggja er mun mýkri og jákvæðari en hjá flestum þeim röppurum sem náð hafa vin- sældum. Sem sagt ekkert glæponarapp á ferðinni í þeirra til- felli. Er skemmst frá því að segja með Fugees, að með sinni annari plötu, The Score, sem kom út fyrr á þessu ári, hefur tríóið verið að leggja heiminn smám saman að fótum sér. Hefur platan víðast hvar upp á síðkastið farið á topp sölulistanna og fór m.a. á toppinn í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Hefur þessi mikla sala komið í kjölfar vinsælda smáskífulaganna, ^ Söngkonan Roberta Flack ^ gerði lagið Killing Me Softly vinsælt fyrir 23 árum. Nú hefur það öðlast lýðhylli á ný í flutn- ingi Rapptríósins Fugees. nótum Killing Me Softly og No Woman no Cry. Þau bæði hefur Fugees sótt í smiðju eldri tónlistarmanna, sem náðu á sínum tíma miklum vinældum með þeim. í endumýj- uðum útgáfum hefur Fugees svo tekist að ná ekki minni árangri með þessi lög og er þá mikið sagt. No Woman No Cry er annars veg- ar komið frá reggíkónginum látna, Bob Marley, eitt af hans fjölmörgu góðu lögum, en Killing Me Softly er hins vegar eitt af þremur lögum sem sálarpoppsöngkonan með meiru, Roberta Flack, náði að koma á topp bandaríska vinsælda- listans fyrir rúmum tveimur ára- tugum. Þessi myndarlega blökku- kona hafði áður en til þessa kom lengi verið að í söngbransanum með misjöfnum árangri. Var það beint eða óbeint sjálfum Clint Eastwood að þakka að Roberta varð fræg, því hann notaði lagið The First Time Ever I Saw Your Face með söng hennar í myndinni sinni þekktu, Play Misty For me árið 1972. Náði lagið gríðarhylli og va.r það fyrsta sem Roberta náði á toppinn. Killing Me Softly var svo annað lagið sem slíkt gerði 1973 og náði það líka að fara í 6. sæti í Bretlandi. Fugees hafa því valið býsna vel af þessu að dæma. Aðeins meira um Metallica Eins og nær fullyrt var í síðustu viku hér á síðunni í grein um Metallica og nýju plötu sveitar- innar, þá gekk það eftir að plat- an, Load, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, eins og hún hafði líka gert í Bretlandi, hér á landi og víðar í fyrstu söluviku. Ekki nóg með það, heldur fór smáskífan með Until It Sleeps, beint í tíunda sæti smáskífulist- ans þar vestra skömmu áður. Hefur þetta ekki gerst áður hjá sveitinni, sem undirstrikar að » vinsældirnar eru nú miklar sem aldrei fyrr. Billy Gibbons og félagar hans í ZZ Top eru enn á fullu og „fúlskeggjaðir eru hann og Dusty Hill bassaleikari og söngvari enn sem aldrei fyrr". ZZTopenná feroinni Þrátt fyrir að hinir síðskeggjuðu Dusty Hill og Billy Gibbons hafi ásamt Frank Beard (sem þrátt fyrir nafnið er lítt skeggjaður miðað við hina tvo) hafi nú verið að í hátt í þrjá ára tugi á fullu gasi sem ZZ Top, er engin þreyttumerki nema síður væri að finna á þeim félögunum. Hafa þessir bráðskemmtilegu blús- búggírokkarar frá Texas nú ný- lega sent frá sér nýja smáskífu, Whats Up With That, sem for- smekk að nýrri plötu. Rhythmen mun hún nefnast og kemur út í lok ágúst. Líkleg til afreka Fjögra maniia Popp/blúsrokk- hljómsveitin Kula Shaker frá London er nú ein sú helsta sem Bretar binda vonir við þessa stundina og þykir líkleg til af- reka. Fyrr á þessu ári skrifaði hún undir samning við Sony/Columbia útgáfurisann og gaf út fyrstu smáskífuna, It s Greatful When You re Dead. Vakti hún töluverða athygli, þamiig að nokkur eftirvænting hefur verið eftir meiru frá sveit-- inni. Nú í vikunni kom einmitt nýtt lag út með henni og platan K, er svo væntanleg í framhald- inu. Sveitin er nú í annað sinn á skömmum tíma að halda tón- leika með tríóinu sérstaka frá Seattle, Presidents Of The USA og 18. júlí mun hún koma fram á Phoenix tónlistarhátíðinni. Loksins plata frá Screaming Trees Eftir langa mæðu og vesen, sem m.a. fólst í því að upptökum sem nægt hefðu á heila plötu var hreinlega „hent", er nú ein af betri og melódískari sveitum Se- attlebylgjunnar, Screaming Tre- es, loksins að koma með nýja plötu. Ef ekki er rangt munað, verður þetta áttunda plata Mark Lanegans söngvara og kumpána hans og mun hún bera titilinn Dust. Utgáfa verður nú 1. júlí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.