Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 11
„Mikilvægast er að vekja fólk til K umhugsunar um þessi mál,“ seg- r ir Kristján Árnason, formaður ís- lenskrar málnefndar, um þá hættu sem íslenskri tungu kann að stafa af áhrifum frá ensku. Mynd: AI Er íslenskt samfélag orðið tvítyngt? Þurfa menn að kunna ensku til að geta lifað af á íslandi? Ef menn hafa lært góða ensku, tekur því að eyða tíma í að bæta íslensk- una? Þessar og aðrar álíka spurningar verða sífellt áleitnari og hafa valdið áhugamönnum um íslenska tungu nokkrum áhyggjum. Einn af þeim sem telur mikilvægt að sporna við áhrifum enskunnar er Kristján Arnason, íslensku- prófessor og formaður íslenskrar málnefndar. íslenskan í hættu? Kristján dvelst á Akureyri um þessar mundir en hann hefur feng- ið inni í Davíðshúsi í nokkrar vik- ur og hyggst nota tíman til að vinna að handbók um íslenskan framburð. „Hér fæ ég betri frið til að vinna þetta verkefni," segir hann en auk aðstöðunnar í Davíðshúsi hefur hann einnig vinnuaðstöðu í Háskóla Akureyrar sem hann er mjög ánægður með. Kristján er Þingeyingur að ætt en átti heima á Akureyri á sínum yngri árum. Hann lauk kandídats- prófi í íslenskri málfræði frá Há- skóla íslands og lærði síðan mál- vísindi í Edinborgarháskóla þar sem hann lauk doktorsprófi. Hann hefur kennt við Háskóla Islands frá 1980, með einhverjum hléum, og er auk þess formaður íslenskrar málnefndar. Framburði ekki sinnt nóg Handbókin sem Kristján er að skrifa er unnin á vegum lýðveldis- sjóðs, sem var stofnaður í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Bókin er ekki síst ætluð fram- haldsskólakennurum og er ítarleg lýsing á íslensku hljóðkerfi og framburði. „Ég tel mikilvægt að framburð- inum sé sinnt í skólakerfinu en honum hefur ekki verið sinnt allt of mikið undanfama áratugi," seg- ir Kristján. „Oft er talað um að unglingar séu óskýrmæltir og ég velti fyrir mér hvað myndi gerast ef framburðurinn yrði mjög fjar- lægur skriftinni. Sennilega yrði erfiðara að kenna stafsetningu og tengslin milli talmáls og ritmáls yrðu ekki eins sterk. Ég held að allar meiriháttar breytingar sem eiga sér stað í tungumálum eigi sér ekki hvað síst rætur í breyting- um sem verða á framburði.“ - Er íslenskan í hættu að þínu mati? „Auðvitað er hún alltaf í hættu en hún er ekki í bráðri lífshættu," svarar Kristján og grípur til lík- ingamáls. „Þegar keyrt er milli Akureyrar og Reykjavíkur er allt- af viss hætta á að keyra út af. Það þýðir þó ekki að í hvert sinn sem þessi leið sé farin keyri menn út af.“ Áhrif enskunnar Framburðurinn er eitt atriði sem Kristján telur nauðsynlegt að huga að en sú hætta sem steðjar að ís- lenskri tungu segir hann þó ekki síður felast í þeim áhrifum sem enska er farin að hafa á málið. Hann nefnir sem dæmi stjómanda umræðuþáttar í útvarpi sem hafi endað þáttinn með því að segja að nú væri mál að hætta því „við er- um að renna út á tíma“ sem er augljóslega bein þýðing á enska orðatiltækinu „to run out of time“. „Kannski er það ekki stórmál þó menn mismæli sig af og til og jafnvel að eitt og eitt orðatiltæki slæðist inn í málið. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af því að svo virðist að farið sé að gera ráð fyrir því í þjóðfélaginu að menn kunni ensku. Hætta felst því ekki aðeins í því að enskan hafi áhrif á ís- lensku heldur einnig að enskan verði fólki tamari í notkun en ís- lenskan," segir Kristján. Hann bendir á að t.d. séu flestöll tölvu- kerfi, þar með talin ritvinnslukerfi, á ensku og engum virðist finnast neitt athugavert við það. „Áður fyrr var þetta þýtt en nú virðast menn komast upp með að gera ráð fyrir að allir kunni ensku.“ Amerískar bíómyndir Stærsti áhrifavaldurinn segir Krist- ján þó vera skemmtanaiðnaðinn, ekki síst sjónvarpsstöðvarnar, sem nú spretta upp eins og gorkúlur. „Allar þessar stöðvar eru rneira og minna með amenskt efni og sömu sögu er að segja af bíóhúsunum." Sem dæmi um hve enskan sé orðin sterk nefnir Kristján að á gömlu Gufunni sé hefð fyrir því að síðasta lag fyrir fréttir sé eitt- hvað íslenskt. I sjónvarpinu séu aftur á móti auglýsingar um amer- ískar bíómyndir fyrir fréttatímana. „Menn nenna ekki einu sinni að þýða auglýsinguna og titlar á bíó- myndum eru ekki þýddir. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir hvað þetta er mikið áreiti,“ segir hann og þykir óþýddar aug- lýsingar lýsa miídu metnaðarleysi. „Mér finnst menn ekkert of góðir til að semja sínar eigin auglýsing- ar.“ - Hvemig á að taka á þessu vandamáli? Felst lausnin í að úti- loka áhrifin eða á að leggja meiri áherslu á að kenna íslensku? „Það er ljóst að við getum ekki útilokað þessi áhrif. Við getum ekki bannað innflutning á amer- ísku efni og þurfum kannski að horfast í augu við að samfélagið sé að einhverju leyti tvítyngt," segir Kristján. Hann viðurkennir nauðsyn þess að kunna önnur tungumál en bendir á að oftast haldist í hendur að ef menn séu lé- legir í íslensku séu þeir ekki neitt sérstaklega góðir í ensku heldur. Þekking á móðurmálinu skipti miklu því samfélagið þurfi tals- vert sterk bein ef það á að vera fært um að hleypa erlendum mál- um inn en takast jafnframt að varðveita íslenskuna. „Ég held að stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir þessu og sýna einhver viðbrögð. Mér finnst t.d. ekkert athugavert við að setja reglur um að auglýsingar eigi ekki að vera á ensku. Éins mætti hugsa sér að skattleggja erlendar bíó- myndir og hvetja, eða jafnvel skylda, sjónvarpstöðvar til að sýna íslenskt efni.“ Dagur íslenskrar tungu Fæðingardagur Jónasar Hall- grímssonar, 11. nóvember, var í fyrra valinn Dagur íslenskrar tungu og verður haldinn hátíðleg- ur í fyrsta skipti í ár. Kristján lítur á þennan dag sem gott tækifæri til að vekja athygli á vandanum sem blasir við íslenskunni. Þegar er búið að koma á fót framkvæmda- nefnd til að undirbúa daginn og ís- lensk málnefnd hefur hug á að halda ráðstefnu þar sem umræðu- efni verður spurningin: Er samfé- lagið orðið tvítyngt? „Ég held að fólk vilji tala ís- lensku og þyki vænt um ástkæra ylhýra málið okkar," segir Krist- ján hugsandi. „Mikilvægast er því að vekja það til umhugsunar um þessi mál. Þar hefur ráðuneytið skyldum að gegna og einnig ís- lensk málnefnd, skólakerfið og síðast en ekki síst fjölmiðlar." AI Laugardagur 29. júní 1996 - DAGUR - 11 Internetnotendur! - þið eruð í öruggum höndum hjá okkur fynin nýja notendun — Kynntu þér kjörin Glenángötu 30 Sími 461 32SO Fax 461 3233 J Kaffihlaðborð Verið velkomin í sunnudagskaffið í sumar, á milli kl. 14.30 og 17.00. Gisting - góður staður fyrir afmæli og minni samkomur. Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal, sími 462 6838. Hunda- sýning verður haldin í r Iþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 30. júní Sýndir verða 200 hundar af 34 tegundum. Sýningin hefst kl. 9 árdegis og lýkur kl. 16.15 með keppni um besta hund sýningarinnar. Dómarar verða Gitta Ringvall frá Finnlandi og Paul Stanton frá Svíþjóð. RFLTIN ■■■ mÉUMFERÐAR lÍRAÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.