Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 29. júní 1996 ina var séra Eðvarð Ingólfsson, sem er nú prestur á Skinnastað. Þeir Amaldur og Eðvarð tóku síð- an prestvígslu saman og hlutu brauð sem liggja hlið við hlið eða Raufarhöfn og Skinnastað. Arn- aldur segir fræðslufulltrúastarfið mjög fjölbreytt og feli m.a. í sér umsjá fermingarbamamóta og ýmiss konar námskeiðahald. Hann stóð t.a.m. fyrir leikmannaskóla kirkjunnar, þar sem mönnum er gefinn kostur á því að kynnast kjamaatriðum kristinnar trúar. Amaldur segir einnig að bylting hafi orðið í bamaefni kirkjunnar og því hafi fræðsludeildin séð um námskeið fyrir bamastarfsfólkið þar sem kennt var að nota þetta efni. Hann segir að sér hafi komið á óvart allt það mikla starf sem er í kirkjunni og hvað fólk er áhuga- samt og fómfúst. Einnig kom það honum á óvart hve kirkjan var að sumu leyti orðin stofnanagerð. „Ég kom leitandi og ferskur úr námi og fannst kirkjan komin heldur langt frá guðspjöllunum. Embættiskerfið er lrka dálítið steinrunnið og virkar ekki alltaf sem skyldi. Maður var heillaður af trúarhita postulatímans þar sem hinir kristnu störfuðu í einingu andans.“ Hann segir t.a.m. enga ástæðu til að halda fast í æviráðn- ingu presta og finnst eðlilegra að ráða presta til skemmri tíma í senn. „Það er ekki hollt að búa við öryggi æviráðningarinnar en ef slflct er afnumið verður líka að gæta að því að ekki komi upp sú staða að prestur sé samstundis lát- inn fara ef söfnuðinum líkar ekki sú kenning sem presturinn boðar. Prestur verður að fá að boða og kenna svo sem köllun hans og vígsluheit segja fyrir um.“ Amaldi finnst því nauðsynlegt að tryggja kenningafrelsi presta og finna ráðningum þeirra einhvem eðli- legan farveg sem sátt ríki um. Presturinn er byggðastefnumál Prestakallaskipanin er gagnrýni- verð að mati Arnaldar því stærstur hluti prestastéttarinnar sé að þjóna fáum. „Ég er t.d. með 400 sóknar- börn á meðan aðrir eru kannski með 6-8.000. Hann segir enga ástæðu til að hafa þetta svona þar sem skilyrði séu nú allt önnur en áður fyrr. „Fjarlægðir eru ekki orðnar eins óyfirstíganlegar á ís- landi og þegar nauðsynlegt var að hafa stutt á milli presta. Það ætti því að vera óhætt að stokka aðeins upp í prestakallaskipaninniAm- aldur tekur dæmi úr Skagafjarðar- prófastsdæmi þar sem einn prestur þjónar tæplega helmingi sókn- arbamanna á meðan hinir sex skipta með sér hinum hlutanum. „Þetta er að stómm hluta byggða- þjónusta, fólk vill ekki missa prestinn sinn. Málið er viðkvæmt því litlir staðir úti á landi halda dauðahaldi í alla þá þjónustu sem þeir hafa.“ Amaldur segir því að prestakallaskipanin byggi ekki endilega á trúarsjónarmiðum því vel megi veita jafn góða ef ekki betri kirkjulega þjónustu með því að færa til starfsmenn kirkjunnar. Köllun byggð á barnatrúnni Amaldur segir að fólkið á Raufar- höfn hafi tekið þeim hjónum og strákunum þeirra þremur mjög vel. „Okkur líður vel og aðstaðan á Raufarhöfn er hin ákjósanleg- asta. Fólkið er hressilegt og það er heilmikið um að vera.“ Hann segir að þótt hann hafi um skeið streist á móti guðfræðinni og prestsemb- ættinu og gengið í gegnum mikil umbrot vegna þessa hafi trúarmót- un uppeldisins haft meira að segja. „Fræjunum var sáð með bamatrúnni en lágu síðan í dvala um skeið. Það er hið stórkostlega við Guð. Það er ekki ég sem valdi Guð hann hefur útvalið mig. Við höfum langanir en áform hans eru öllu yfirsterkari. Hann ræður.“ mgh. Arnaldur Bárðarsson er nýráðinn sóknar- prestur á Raufarhöfn þar sem hann ætlar að þjóna og kenna. Arn- aldur lauk kandidats- prófi í guðfræði í októ- ber 1995 og hlaut prestvígslu síðastliðinn febrúar. Síðasta laug- ardag útskrifaðist hann með uppeldis- og kennsluréttindi frá Há- skólanum á Akureyri. Á sama tíma og Amaldur var vígður til prests voru deilumál kirkjunnar á hvers manns vörum og hann segir að vissulega hafi sá skuggi hvflt yfir athöfninni. „Þessi læti voru mjög sorgleg fyrir okkur fimm sem tókum vígslu því það var stór stund í lífi okkar.“ Arn- aldur segir að erfitt sé að ræða þær ásakanir sem komu fram á hendur biskupi því málið sé viðkvæmt en segir kynferðislegt ofbeldi og áreitni aldrei eiga að líðast í sam- félaginu. „Þetta eru stóralvarlegir glæpir sem em að því er virðist víða og mjög faldir.“ Svartstakkar og hinir Amaldur segir að það sem standi upp úr í sínum huga sé það hve óheppilegt það hafi verið að blanda deilumálunum saman eða Langholtskirkjudeilunni og ásök- unum á hendur biskupi. „Það er ekki hægt að leysa þessi mál í fjölmiðlum og það sýndi sig að kirkjan verður að ná að aðlaga sig betur breyttu samfélagi. Kirkjan hafði ekki tæki eða leiðir til þess að takast á við það sem þarna gerðist. Kirkjan þarf að geta skot- ið deilumálum af þessu tagi til einhvers konar dómstigs innan sinna vébanda.“ Amaldur segir að það sem sé alvarlegast í þessum málum sé trúnaðarbresturinn. „Kristin trú er samskiptamál, hún fjallar um samskipti manns og guðs og mannsins við meðbræður sína. Það er þessi heilaga krafa að elska guð af öllu hjarta, allri sálu, öllum huga og mætti og svo ná- unga þinn eins og sjálfan þig.“ Amaldur segir að kristnum mönn- um beri að uppfylla þessa kröfu og að deilumál kirkjunnar sýni að þar haft orðið misbrestur á. Þrátt fyrir alvöru málsins telur Amaldur að það hafi verið gert of mikið úr þeirri heildarkreppu sem kirkjan glímir við. „Ég held t.d. að of mikið hafi verið gert af því að stilla „svartstökkum“ upp á móti öðru kirkjunnar fólki, þetta eru ekki svona skarpar línur og átökin ekki eins hörð og lesa mátti úr fjölmiðlaumræðunni. Amaldur segist heldur ekki geta ímyndað sér að um skipulagt samsæri hafi verið að ræða. „Það eru alltaf deildar meiningar um áherslur innan kirkjunnar. Sumir vilja leggja áherslu á messuna en aðrir á breytnina eða virknina í samfé- laginu“. Amaldur telur að áhersl- umar þurfi allar að vera til staðar og að ekki eigi að leggja höfuð- áherslu á einn þátt því slík ein- angrun sé ekki í anda kristninnar. Sjómaður samkvæmt vegabréfmu Amaldur ætlaði sér lengi vel eitt- hvað allt annað en prestsstörfin enda varð hann afhuga skólakerf- inu eftir að hafa verið þrjá vetur í Menntaskólanum á Akureyri. „Ég stefndi á fraktsiglingar og var bú- inn að fá vilyrði fyrir plássi hjá Eimskipum og kominn með vega- bréfið þar sem í stendur að ég sé sjómaður en ég fór þó aldrei á sjó- inn“. Amaldur segist hafa verið um margt eins og hver annar ungl- Mynd: BG Köllun byggð á barnatrúnni ingur á þessum ámm. „Ég var fullur uppreisnar og lokaði mig dálítið af eins sökkti ég mér í hestamennskuna þar til ég varð leiður á því og tilgangsleysi lífs míns og ákvað að breyta um. Það stórkostlega er að við höfum val til að breyta lífi okkar." Leið Arn- aldar lá til Reykjavíkur þar sem hann lauk stúdentsprófi og setti stefnuna á lögfræðina. „Ég streitt- ist alltaf á móti því að fara í guð- fræðdeildina en einhvern veginn lenti ég þar og hóf guðfræðinám í janúar 1990.“ Hann fékk strax mikinn áhuga á því að kynnast kirkjunni og innviðum hennar og tækifæri til þess bauðst þegar staða fræðslufulltrúa kirkjunnar á Norðurlandi losnaði haustið 1992. Amaldur fluttist þá ásamt konu sinni, Ingibjörgu Jóhannsdóttur förðunarfræðingi aftur til Akur- eyrar. Kirkjan Iangt frá guðspjöllunum Samhliða starfi sínu sem fræðslu- fulltrúi stundaði Amaldur utan- skólanám við Háskólann í Reykja- vík í þrjá vetur. „Þetta var mikið span því ég var að vinna fulla vinnu auk þess sem ég kenndi líka smávegis við grunnskóla." Tengi- liður Amaldar við guðfræðideild- Rætt við Arnald Bárðarson, nýráðinn sóknarprest á Raufarhöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.