Dagur - 29.06.1996, Side 9

Dagur - 29.06.1996, Side 9
i Laugardagur 29. júní 1996 - DAGUR - 9 Þær eiga margt sameiginlegt. Báðar ólust þær upp án allra tengsla við erlenda feöur sína og án þess aó vita hvar þeir væru niður komnir. Líf þeirra beggja hefur einnig tekið breytta stefnu undanfarna mánuði þar sem langþráður draumur hefur ræst. Heiðdís Haraldsdóttir og Aðalheiður Kristín Jurado eiga margt fleira sameiginlegt þrátt fyrir að hafa farið ólíkar leiðir við leit að feðrum sínum. „Faðir minn heitir Harold Bateman. Hann er fœddur og uppalinn í Mississipifylki í Bandaríkjunum en hefur búið undanfarin 30 ár í Indianapolis í Indianafylki. Til margra ára var hann framkvœmdastjóri fyrirtœkis sem framleiðir bragðefni í mat og drykfjarvörur og þrátt fyrir að vera á eftirlaun, enda 73 ára, þá starfar hann enn á vegum fyrirtækjsins sem ráðgjafi. “ Alltaf vitað af föður mínutn „Frá því ég var lítil og fór að spyrja um föður minn þá var mér sagt frá honum, allt sem um hann var vitað, eins og nafn hans og hvaðan hann var í Bandaríkjunum. Mér var sagt að hann myndi sennilega hafa farist í stríðinu því að herdeildin sem hann var í var kölluð héðan í Kyrrahafsstríðið og þar var mikið mannfall. Eftir það frétti móðir mín ekkert af honum þannig að ég áleit mín bemskuár að hann hefði látist. Það var alltaf talað um hann sem hluta af mér en ég hafði ekki mikið hugsað til hans sem bam og unglingur. Ég naut mikils ástríkis í uppvextinum og saknaði þess ekki að eiga ekki föður.“ Tók tæp tvö ár „Þegar árin líða fer maður ósjálf- rátt að hugsa meira um uppruna sinn og langa til þess að vita af hvaða fólki maður er komin. Síð- an er það þegar samtök stríðsbarna eru stofnuð á íslandi að ég fer markvisst að leita föður míns. Við í samtökunum vorum látin skrifa niður allar þær upplýs- ingar sem við vissum um feður okkar og þær sendar út til skrif- stofu sem samtökin voru í tengsl- um við sem hjálpar til að leita að týndu fólki. Síðan var beðið. Það gekk seint að fá einhverjar upplýs- ingar í gegnum samtökin og ég fór því aðra leið við að hafa uppi á föður mínum. Ég sendi þær upp- lýsingar sem ég hafði til annarrar skrifstofu í Bandaríkjunum og ég þurfti ekki að bíða nema í viku eftir því að fá þaðan bréf í hend- umar með upplýsingum um að þeir væru búnir að hafa uppi á þessum manni sem ég væri að leita að. Þetta ferli tók allt tæp tvö ár.“ Langt síðan ég hef heyrt frá íslandi „Eftir að ég var komin með nánari upplýsingar í hendumar um föður minn var ég voðalega mikið að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Ég var líka að hugsa um hvort ég ætti að biðja um meiri upplýsingar um hann en það varð úr að ég ákvað að hringja til hans. Eitt kvöldið þá hringi ég í númer- ið sem ég hafði fengið upp gefið. Hann svarar í símann og ég kynni mig og segi að ég sé frá Islandi. Og hann segir: „Frá íslandi, langt síðan ég hef heyrt þaðan.“ Hann var strax svona hlýr og elskulegur. Síðan spyr ég hvort hann hafi þekkt konu á íslandi þegar hann var þar, og nefni nafn móður minnar. Hann segist muna vel eft- ir henni. Þetta kom svolítið á hann en hann tók öllu alveg sérstaklega vel. Síðan segi ég honum frá mín- um högum og að ég haldi að hann sé faðir minn og hann segir það ekki ólíklegt. Hann kvaðst fús til að halda sambandi og ég spurði hvort ég mætti skrifa honum, sem ég og gerði, ásamt því að senda honum myndir af mér. Eftir u.þ.b. tíu daga þá fæ ég upphringingu frá honum þar sem hann segir mér að hann hafi fengið bréfið og hann sé strax farin að velta því fyrir sér hvemig hann geti hitt mig. Þá var hann að ljúka við að senda mér bréf og myndir í hraðpósti. Hann er því búinn að vera óskaplega spenntur yfir þessu öllu saman. í raun hefur hann tekið fleiri skref í áttina að áframhaldandi kynnum okkar en ég.“ Eins og í ævintýrabók „Við vorum í bréfasambandi þama á eftir og í bréfunum talar hann mikið um jrað að hann langi til að koma til Islands og ætli sér að gera það. Það var svolítið skemmtilegt sem hann skrifaði mér í eitt skiptið í vetur. Þar segir hann: „Frá því þú hringdir í mig 29. júlí í fyrra þá hefur margt gerst. Þetta er eins og í ævintýra- bók, sögur hafa verið skrifaðar um hluti eins og þessa.“ Því er ég sammála, því frá þeim degi er ég fyrst náði sambandi við föður minn hefur margt athyglisvert gerst. Eftir þetta sagðist hann ekki geta beðið eftir því þar til næsta sumar að hitta mig og sagðist endilega vilja bjóða mér að koma út og við gætum hist á einhverjum hlutlausum stað. Mér leist ágæt- lega á það og ég ákvað að fara til NewYork eina helgi, sem ég gerði síðan í febrúar í vetur. Hins vegar var ég svolítið hikandi við það að fara ein og ég var mjög glöð þegar Gísli sonur minn var fús til að fara með mér. Faðir minn var mjög ánægður með það að við kæmum tvö og sagði að það væri tvöfaldur bónus fyrir sig að fá að hitta son minn líka. Þá stakk hann upp á því að fá eldri son sinn til að koma með sér og dvelja með okkur þessa helgi sem hann og gerði. Það var afskaplega ánægjulegt að hitta föður minn. Ég hafði hlakkað mikið til en kveið líka svolítið fyrir. Ég var í raun og veru að hitta ókúnnugan mann sem ég hafði aldrei séð en mér fannst ég samt þekkja hann svolít- ið í gegnum bréfin hans. Ég vissi að hann hlaut að vera opinn og af- ar hlýr persónuleiki. Ég þekkti hann strax þegar ég sá hann enda var hann búinn að senda mér margar myndir af sér á ýmsum aldri.“ Áríðandi ferð til íslands Faðir minn sagði bömunum sínum strax frá mér, en hann á tvo syni og eina dóttur með fyrri eiginkonu sinni sem hann missti fyrir nokkr- um ámm. Þau virðast hafa sætt sig við þetta og sérstaklega virtist yngri sonur hans vera spenntur yf- ir þessu. Sá eldri sem við hittum í New York var afar elskulegur og tók mér mjög vel. í dag skrifumst við faðir rninn á og áætlað var að hittast á íslandi í sumar en það frestast eitthvað vegna þess að hann þarf að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi. Hann var mjög leið- ur yfir því að þurfa að fresta ferð- inni. Stuttu eftir að ég kom heim fékk ég langt og skemmtilegt bréf frá eldri hálfbróður mínum, sem ég hitti í New York, og konunni hans. Þar lýsa þau áhuga sínum á að kynnast nýja frændfólkinu sínu á íslandi. Við höfum verið í bréfa- sambandi síðan.“ Vill rækta samband okkar „Það er dálítið erfítt að segja hvort samband okkar sé meira feðgina- samband eða eins og samband frændsystkina. Mér fínnst eins og ég þekki hann töluvert mikið. í bréfunum skrifar hann mjög mikið um sig og sitt líf, hvað hann er að gera frá degi til dags og allt sem hann segir ber þess vott að hann vill rækta samband okkar. Mér þykir mjög vænt um það. Það er góð tilfinnig að hafa loks hitt föð- ur minn og það veitir mér mikla lífsfyllingu. Fjölskylda mín tók þessu öllu mjög vel og bömin mín voru spennt yfir því að eignast þama afa. Þau hafa fylgst með þessari leit af miklum áhuga." Þið gætuð verið bræður „Það er gaman að segja frá því að þegar við sonur minn komum til New York í febrúar. Þá hafði eldri hálfbróðir minn aðeins séð mynd af mér en ekki af syni mínum. Hálfbróðir minn var kominn á undan föður mínum á flugvöllinn þannig að hann tók fyrst á móti okkur. Þegar við komum þarna vindur hann sér að okkur, segist þekkja mig af myndunum, en snýr sér síðan að Gísla og segir við hann að hann þekki hann því að hann sé svo líkur yngri hálfbróður mínurn. „Þið eruð svo líkir að ef þið stæðuð saman á götu þá myndu allir halda að þið væruð bræður. Þið eruð miklu líkari en við bræðumir." Þetta var skemmtilegt því við vorum búin að spá í þetta heima áður en við fórum út hvort þetta ga?ti verið. Það er einnig svipur með mér og föður mínum.“ Sýnir áhuga sinn á hlýjan og yndislegan hátt „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg lífsreynsla og farið fram úr mínum björtustu vonum. Þegar ég hóf þessa leit að föður mínum þá gerði ég mér grein fyrir því að hans viðbrögð gætu orðið allaveg- ana. Ég var hins vegar svo heppin að faðir minn hefur tekið mér sér- staklega vel frá því að ég fyrst hafði samband við hann. Hann hefur sýnt afar mikinn áhuga á því að kynnast mér og minni fjöl- skyldu og sýnt þann áhuga sinn í svo mörgu og á mjög hlýjan og yndislegan hátt.“ Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Björn Gíslason

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.