Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. júní 1996 - DAGUR - 5 Víð Eyrarlandsveg á Akureyri býr gull- og silfursmiðurinn Harpa Kristjáns- dóttir ásamt fjöl- skyldu sinni. Heim- ilið er ekki einungis samverustaður fjöl- skyldunnar heldur einnig vinnustaður Hörpu og áður en langt um líður hyggst hún opna þar gallerí. ■ ^ „Ég held fast í það að hafa form á hlutunum mínum sem ég hef ekki séð áður, litur og áferð skiptir mig miklu máli og ég hef gaman af því að blanda efnum,“ segir Harpa. Um hálsinn ber hún eigin verk, hálsfesti unna úr dekkja- sóla, stálvír og silfri. Myndir: BG hefur hjálpað mér mjög mikið eftir að ég fór að vinna við smíðina.“ Heimili, vinnustofa og gallerí undir sama þaki Harpa ætlaði sér alltaf að koma upp verkstæði á Islandi og því kom ekkert annað til greina, eftir að til Akureyrar var komið, en að fara út í þann undirbúning. „Þetta er allt að komast í gang núna. Ég var að kenna smíði í Glerárskóla í vetur svo ég hef verið smárn saman að byggja þetta upp. í haust vonast ég hins vegar til þess að geta verið bú- in að gera vinnustofuna og hús- næðið það fínt héma heima að ég verði reglulega ánægð með að fá viðskiptavini í heimsókn. Þá ætla ég mér að opna gallerí þar sem ég get sýnt hlutina mína.“ Rík inni í mér Harpa er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó í Hjárup í Sví- þjóð ásamt fjölskyldu sinni þar til fyrir ári síðan er þau fluttust til Ak- ureyrar. „Mér finnst Akureyri al- veg eins og ég átti von á. Það er svo gott hvað hér eru stuttar vega- lengdir og ég er fegin því að þurfa ekki að nota bílinn eins mikið og ég gerði. Þar sem ég hef mikinn áhuga á allri útiveru hentar Akur- eyri mér einnig mjög vel.“ Áhugi á handverki Harpa er menntaður handavinnu- kennari og vann við það í 2 ár en þá opnaði hún saumastofu þar sem hún saumaði úr leðri og mokka- skinni. Eftir að fjölskyldan fluttist til Svíþjóðar ákvað Harpa að hefja nám að nýju og varð gull- og silf- ursmíði fyrir valinu. „Ég hef alltaf haft áhuga á handverki og langað til að læra það frá a til ö. Þó veit ég núna að ég læri það aldrei til ö. Upphaflega hugsaði ég mér bæði gullsmíði og feldskurð en ég komst ekki til þess að læra feldskurð á því svæði þar sem við bjuggum í Svíþjóð. Það gerði þó ekki mikið til því ég vildi bara fá að læra eitt- hvað handverk og tók því gull- smíðina og bætti silfursmíðinni við seinna.“ Að námi loknu setti Harpa upp vinnustofu í Svíþjóð þar sem hún starfaði í eitt ár. „Við vorum ákveðin í að flytja aftur heim til ís- land svo ég gat í raun ekki farið í að markaðssetja mig. Ég hafði því það form á að selja hlutina mína heima, seldi aðeins í verslanir og reyndi að vera dugleg að taka þátt í samkeppnum og sýningum,“ segir Harpa. „Það er erfitt að vera nýr í faginu og koma sér áfram. Ég var hins vegar það heppin að fá að taka þátt í stórri sýningu í Stokkhólmi, sem var mikil auglýsing fyrir mig, og þaðan muna margir eftir mér.“ Skólinn í Danmörku, fjölskyldan og meistarinn í Svíþjóð Gull- og silfursmíðanámið tók fjögur ár og meistari Hörpu var Svíinn Birger Pellas silfursmiður. „Ég stundaði nám við Den Tekn- iske skole í Kaupmannahöfn og ferðaðist því á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Námið skiptist þannig niður að ég var fjórum sinnum tíu vikur í skólanum og níu mánuði hjá meistara þess á milli þannig að ég vann allan tímann á verkstæði. Eftir að ég lauk sveinsprófinu í gullsmíði tók ég tæpt ár til viðbótar í skólanum og lauk þá sveinsprófi í silfursmíði. Þau ár sem ég var í námi fór ég einnig einu sinni á ári einn mánuð í senn í hönnunarskóla í Genf í Sviss. Þeir mánuðir skiptu miklu máli fyrir mig því þar lærði ég að nálgast þá hluti sem ég er að vinna að á allt annan hátt og það Harpa við smíðar á vinnustofu sinni við Eyrarlandsveg. ► Kirkjumunir heilla Fyrsta einkasýning Hörpu verður í Reykjavík í nóvember, í galleríi Sævars Karls, og eftir hana hefur hún hug á að koma með sýninguna til Akureyrar. Um áramótin ætlar hún sér því að vera komin á fulla ferð við að auglýsa sig. En þrátt fyrir litla auglýsingu á sér og verkum sínum hingað til hafa viðtökur verið góðar. „Ég held fast í það að hafa form á hlut- unum mínum sem ég hef ekki oft séð áður, litur og áferð skiptir mig miklu máli og ég hef gaman af því að blanda efnum saman án þess þó að nota þá aðferð að blanda saman kopar, silfri og messing eins og töluvert er gert á íslandi. Einnig hef ég gaman af því að nota ýmsar harðviðartegundir. Ég reyni alltaf að hafa hlutina mína sérstaka og þ.a.l. fæ ég alltaf viðbrögð á þá.“ En Harpa er ekki eingöngu í því að smíða skartgripi. „Kirkjumunir heilla mig mjög mikið. Það er gaman að smíða þá vegna þess að þeir eru munir sem koma til með að verða notaðir. Kirkjumunir eru ekki bara einhverjir gripir sem sett- ir eru upp í hillu. Ég vil gera hluti sem eru nytsamlegir." „Ég finn það svo vel eftir að hafa starfað við handverk í mörg ár að ég er búin að finna það sem ég hef unun af því að vinna við. Ég verð seint rík af þessu en ég verð rík inni í mér.“ hbg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.