Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 29. júní 1996 Þær fundu feður sína „Ég ber annað eftirnafn mexícós\s fóður míns en hann heitir Carlos Jurado Guzman. Hann er 49 ára, býr í borginni San Miguel De Allende í Mexícó og er ver\- frœðingur að mennt. í dag starfar hann sem einn af nánustu samstarfsmönnum borgarstjórans en vegna slæms efnahagsástands í landinu hefur hann efái tœ\i- fceri til að vinna sem verlfrœðingur. “ Ekkert svar „Ég hef alltaf ætlað mér að fara til Mexícó og leita föður míns. Sú hugsun blundaði alltaf í mér að ég vildi ekki sitja uppi með það á efri árum að hafa aldrei farið og leitað hans. Ég átti alltaf minn pabba í Mexícó sem ég ætlaði að finna. Þegar ég var 15 ára þá reyndi ég fyrst að hafa uppi á honum. Ég hafði fengið í hendumar heimilis- fang hans eftir mikla leit í gegnum utanríkisráðuneytið og skrifaði til hans bréf og sendi af mér mynd. En ég fékk aldrei svar frá honum. Þegar ég hitti föður minn síðan í fyrsta skipti núna um páskana þá komst ég að því að ég hafði aldrei skrifað heimilisfangið mitt í bréfið sem ég sendi honum svo hann gat ekki skrifað mér til baka.“ Purfti að fara til Mexícó „Það sem ýtti mér af stað í þetta Mexícóævintýri mitt var fyrst og fremst tilhugsunin um það að faðir minn væri frá Mexícó og ég hálfmexícósk. Mér fannst ég þurfa að fara til hans heinralands, kynn- ast menningunni og læra tungu- málið til að komast nær honum. Þess vegna kom aldrei annað til greina en að fara til Mexícó eftir stúdentspróf og leita hans í leið- inni. Það gerði ég í mars á þessu ári. Ég var búin að ákveða það að aðaltilgangur ferðarinnar væri ekki að fara og finna hann, heldur fyrst og fremst að læra spænsku og kynnast menningunni. Ég var því í skóla í tvo mánuði og ferðað- ist um landið í mánuð á eftir. Hugsunin á bak við þetta ferða- skipulag var það að ég var búin að búa mig undir að hann vildi ekkert með mig hafa. Því ætlaði ég, þeg- ar mig langaði til og ég fann að ég var tilbúin til, að hafa upp á hon- um. Ég vildi líka geta bjargað mér á spænsku áður en ég hitti hann og þekkja aðeins til landsins.“ Með sjö ára gamalt heimilisfang „Það var eftir fjórðu vikuna í skól- anum sem ég dreif mig af stað og hóf leitina að föður mínum. í far- teskinu hafði ég þetta 7 ára gamla heimilisfang sem ég hafði fengið þegar ég var 15 ára, en því fylgdi ekkert símanúmer. Upphaflega hafði ég hugsað mér að hafa þessa leit mína þannig að ég skrifaði honum bréf þar sem ég segði hon- um að ég væri í Mexícó, ég hefði áhuga á að hitta hann og kynnast honum og ef hann vildi hitta mig þá ætti hann að hafa samband. Þetta skipulag raskaðist þó allt. Ég vildi hafa þetta á þessa leið því að ég var svo hrædd um að hann ætti fjölskyldu sem ég gæti þess vegna verið að eyðileggja með því að birtast allt í einu. Mér tókst því með hjálp fjölskyldunnar sem ég bjó hjá í Mexícó að finna síma- númerið fyrir þetta heimilisfang sem ég hafði og reyndi að hringja þangað en það svaraði aldrei. Eg ákvað að láta það ekki stoppa mig, hélt af stað til bæjar- ins sem ég vissi að hann var ætt- aður frá og fann gamla heimilis- fangið. Húsið leit ekki út fyrir að það væri búið í því enda vildi eng- inn svara mér þar. Ég bankaði uppá mörg hús í grendinni en þeir sem ég talaði við könnuðust hvorki við hann né það að búið væri í húsinu. Að lokum hitti ég þó eina konu sem gat sagt mér það að þegar hún flutti í hverfið fyrir fjórum árum þá hefði mexícóskt fólk verið að flytja þaðan. Þarna stóð ég því með tvær hendur tóm- ar og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég gat hvergi fengið aðrar upplýsingar en þetta símanúmer sem aldrei svaraði í. Það þýddi samt ekki að gefast upp. Um kvöldið þá ákvað ég að reyna einu sinni enn og bað um símaskrá á gistiheimilinu sem ég bjó á. Þessi skrá sem ég fékk var ekki sú sem maður leitar venju- lega í en það ótrúlega gerðist að ég fann nafnið hans þar, heimilis- fang og síma og það var náttúru- lega alls ekki það sem ég hafði. Síðar frétti ég að símanúmerið sem ég reyndi sem mest að hringja í var á gamalli skrifstofu sem liann hafði haft.“ Ég er dóttir þín „Daginn eftir hringdi ég í nýja númerið og konan hans svaraði. Ég var búin að ákveða að ef ein- hver annar en hann svaraði þá ætl- aði ég að segja að ég væri vinur eins vinar hans frá Islandi, sem hefði verið með honum í skóla í Mexícó, og ég væri að færa hon- um kveðju. Hann var ekki heima en ég átti að hringja aftur til að hafa upp á honum. Ég gerði það og eiginkona hans svaraði aftur og sagði mér að bíða, ég hélt að hún væri að ná í símanúmer til að láta mig fá. En þá kemur hann í sím- ann. Ég var alls ekki undir það búin að tala við hann og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Ég byrjaði því á að kynna mig og segja hon- um að móðir mín hafi verið í Mexícó en sagði svo allt í einu: „Ég er dóttir þín“. Þá kom löng þögn og ég var viss um það að ég væri búin að klúðra þessu öllu. En þá spyr hann mig hvar ég sé og segist koma til að hitta mig. Ég trúði þessu ekki og fannst ótrúlegt að ég fengi loksins að sjá föður minn. Hann fann mig strax og faðmaði mig að sér en ég var ofsalega feimin enda búin að bíða eftir þessu frá því ég man eftir mér. Hann var samt ennþá stress- aðri en ég og sagði að hann væri svo ánægður að ég skyldi hafa haft samband." Vissi að ég var í bænum „Það ótrúlega var að hann vissi að ég var í bænum. Ég hafði daginn áður farið í verslun og borgað með greiðslukorti. Maðurinn í versluninni las nafnið mitt á kort- inu, varð voðalega undrandi og horfði á mig. Það þýddi því ekki annað en að spyrja hvort hann kannaðist við nafnið og hann jánkaði því. Sagðist þekkja tvo menn með þessu eftimafni og annar þeirra manna sem hann nefndi var faðir minn. Ég spurði hvort hann vissi hvar hann byggi en passaði mig á því að segja hon- um alls ekki að ég væri dóttir þessa kunningja hans. Maðurinn vildi endilega hjálpa mér og bað mig að koma daginn eftir því hann ætlaði að hafa uppi á heimilis- fanginu. En ég þurfti ekki að leita til hans aftur því að ég fann núm- erið um kvöldið. Þegar ég hitti föður minn síðan daginn eftir þá sagði hann mér að vinur hans hefði hringt í hann og sagt honum að það hefði komið stelpa í búðina til hans frá íslandi með sama eftirnafn og hann. Þá vissi faðir minn að þetta gat ekki verið nein önnur en ég og hélt að hann væri búinn að missa af mér. Þegar ég hitti hann daginn eftir dró hann upp úr vasanum bréfið og myndina sem ég hafði sent honum fyrir 7 árum. Það var eins og ég hefði sent það í gær því hann hafði geymt það svo vel. Það var þá sem mér brá fyrst þegar hann sagði mér að ég hefði ekki sent heimilisfangið mitt.“ Einkabarn hans „Faðir minn var rosalega ánægður að ég skyldi vera komin, að ég skyldi vilja koma og hitta hann og hann var ákafur að vita allt um mig. Við töluðum lengi saman og það var þá sem hann sagði mér að ég væri einkabam hans. Að vita það að ég átti engin systkini í Mexícó var eitthvað sem ég hafði ekki búist við og undarlegt að hugsa til þess að ég væri eina bamið hans. Ég gat ekki stoppað hjá honum í þetta skiptið þar sem ég þurfti að fara til baka í skólann en við ákváðum að hittast aftur. Þegar kom að því þá hitti ég einnig konuna hans og hún tók mér ofsalega vel. Var mjög góð við mig og skemmtileg og sagði mér frá fjölskyldu föður míns. Við fórum öll saman út og hittum margt fólk sem hann þekkti og þá kynnti hann mig sem Heiðu dóttur sína. Mér þótti vænt um það. Þessa sömu helgi þá hitti ég einnig tvo af sex bræðrum hans og þeirra fjölskyldur. Síðar hitti ég systur hans og son hennar og alla fjölskyldu eiginkonu föður míns. Að hitta þetta skyldfólk mitt var rosalega gaman og allir tóku þess- ari nýju frænku frá íslandi ótrú- lega vel. Frá því faðir minn fékk bréfið frá mér fyrir 7 árum síðan þá hafði hann einungis sagt eigin- konu sinni og besta vini sfnum frá mér. Þessar viðtökur voru því al- ger andstaða við það sem ég hafði búið mig undir.“ Ákveðinn léttir „Ég fann fyrir nánari tengslum við föður minn en við annað skyldfólk mitt og sérstaklega undir lokin þegar ég var farin að kynnast hon- um betur. Eftir þessa vel heppn- uðu ferð þá er ég ákveðin í að fara aftur til Mexícó og dvelja þá hjá föður mínum og konunni hans, bæði til að kynnast þeim betur ásamt því að ná betri tökum á spænskunni. Þegar ég hugsa til hans núna þá finn ég sterkt fyrir því að eiga virkilega föður í Mexícó sem var áður bara það að ég ætti föður í Mexícó. Það fylgir því ákveðinn léttir að vera búin að finna hann og sérstaklega af því að hann tók mér svo yndislega vel.“ %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.