Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. júní 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M, VSK. KR. 1600 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), BLAÐAM. HÚSAVÍK-GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMAS. BLM. Á HÚSAVÍK 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Á kjördegi I dag verður skrifaður nýr kafli í sögu íslenska lýðveldisins þegar landsmenn ganga að kjörborði og velja sér nýjan for- seta, þann fimmta í röðinni. Jafnframt eru með kosningu nýs forseta mörkuð lok á sextán ára farsælli setu frú Vigdís- ar Finnbogadóttur í embætti forseta íslands, sem ekki þarf að fara í grafgötur með að hefur notið trausts þjóðar sinnar og hylli á þessum sextán árum, ekkert síður en hinir þrír fyrri sem á undan henni sátu. Með kosningu hennar var líka skrifaður stór kafli í heimssögunni, þar sem hún var fyrsta konan sem kosin var til forsetaembættis. Embætti forseta íslands hefur eðlilega tekið ýmsum breytingum í áranna rás og þeir einstaklingar sem setið hafa í embættinu gætt það persónulegum blæ. Sem betur fer hefur þó verið þegjandi samkomulag meðal þegnanna um að embættinu sé haldið utan við dægurþras stjórnmálanna og með því hefur þjóðhöfðinginn staðið sem sameiningar- tákn þjóðarinnar. í kosningum til forseta íslands hefur oft verið tekist harkalega á en þjóðinni hefur auðnast að þjappa sér að baki lýðræðislega kjörnum forseta sínum að loknum kosningum og sýna á þann hátt sinn vilja til að eiga forset- ann að sameiningartákni. Á þetta hafa allir frambjóðendur nú lagt áherslu. Umræða um forsetakosningar að þessu sinni hófst strax og frú Vigdís Finnbogadóttir tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þessarar baráttu verður ekki síst minnst fyrir það að á lokaspretti baráttunnar dró einn frambjóðandi sig út úr slagnum en slíkt hafði aldrei áður gerst í forseta- kosningum. Þjóðfélagið hefur einnig tekið gífurlegum breyt- ingum síðan í kosningunum árið 1980, sér í lagi með breyttri fjölmiðlun sem gerir að verkum að kynning frambjóðenda og stefnumála hefur í mun ríkara mæh færst inn á þann vett- vang. Skoðanakannanir hafa einnig verið áberandi í þessari kosningabaráttu og að baki kosningunum mun eflaust verða umræða um þær og hvort ástæða sé til að setja reglur um birtingu kannana fyrir kosningar. Það sem uppúr stendur eftir kosningarnar er þó umræðan um hlutverk forseta íslands og stöðu hans í stjórnskipan- inni. Kjörinn forseti hlýtur að skapa sér sína sérstöðu og fylgja eftir sínum baráttumálum sem rammi embættisins leyfir honum. Mikilvægast er að forsetinn nái að verða vak- andi með þjóð sinni á heimavelli og samhljómur radda ís- lendinga á alþjóðavettvangi. Til þeirra verka hlýtur þjóðin að kjósa sér fulltrúa í dag. í UPPÁHALDI „Geri stundum markvissar varaæfingar“ Pálmi Gestsson leikari er í uppáhaldi að þessu sinni. Pálmi er stadd- ur á Akureyri á vegum ÞjóÖleikhússins en veriÖ er aö sýna verkiÖ Taktu lagiÖ, Lóa í Sam- komuhúsinu. Þar leikur hann umhoðsmann þriðja flokks skemmtikrafta. En hvaö skyldi vera í uppá- haldi hjá sjálfum skemmti- kraftinum, Pálma Gests- syni? Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Sviðin eru best.“ Vppáhaldsdrykkur? „Ef það fer eftir magni þá er það kaffi.“ Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegust og aftur leiðinlegust? „Skemmtilegustu störfm eru að borða en leiðinlegast er að fara út meðruslið." Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? Pálmi Gestsson. „Ég geri stundum mjög mark- vissar varaæfingar.“ Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé- lagasamtökum? „Eg er í veiðifélaginu Roð og fiður, sem eiginkonumar kalla hvorki fugl né fiskur." Hvaða blöð og tímarit kaupirþú? „Sportveiðiblaðið.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Margar.“ / hvaða stjömumerki ert þú? „Ég er vigt.“ Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er Siggi Sigurjóns. Hann er ekki góður tónlistarmaður en hann er samt uppáhaldstónlistar- maðurinn minn.“ Uppálialdsíþróttamaður? „Randver Þorláksson. Ég held liann hafi aldrei verið í íþrótt- um.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Fréttir." Á livaða stjórnmálamanni hefur þú mest álit? „Þeim sem ég hermi eftir hverju sinni.“ Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? „Bolungarvík. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér.“ Hefur þú ákveðið hvað þú gerir í sumaifríinu? Já.“ Hvar vildir þú helst búa efþú þyrftir að flytja búferlum? „f Bolungarvík.“ Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? „Með því að hvfia mig.“ Hvað œtlar þú að gera um helgina? „Eins mikið og ég get gert hér á Akureyri nema það slítur svolítið sundur daginn að vera að sýna þessar sýningar á Lóu.“ PÓSTKORT FRÁ ÞÝSKALANDI HLYNUR HALLSSON Þá er sá 17. löngu liðinn og dagurinn farinn að styttast aftur, líka hér í Neðra Saxlandi. Á þvílíkum tíma- mótum er tilvalið að ræða um framtíðina og líta til baka yfir farinn veg. Annars snérust umræður í innsta hring fjölskyldunnar um kosti og galla þess að ala upp börn í alþjóðlegu umhverfi (multi-kulti). Allt þetta BLANDAST SVO SAMAN VIÐ forsetakosningar í Rússlandi og uppá íslandi. En byrjum bara á byrjuninni, sem er meöal íslenskra hesta. Viö héldum uppá þjóöhátíðardaginn á grillinu í steikjandi hita. Flest allir íslendingar [ Hannover og nágrenni voru samankomnir viö hesthúsin. Okkar snáöi náttúrulega ánægður að hitta sex hvolpa og álíka marga kettlinga ásamt álíka mörgum krökkum á hans aldri. Krakkar tala tvö tungumál án þess að hugsa sig um og stundum í sömu setningunni allt eftir því sem hentar. (Þar er komið eitt atriði sem oftast er talið til kosta við að alast upp í útlöndum). Borgarbörn sem sjaldan komast í snertingu við alvöru náttúru og halda að Ijón eigi heima í dýragörðum og að beljur séu fjólubláar eru auðvitað í sjöunda himni yfir sveitinni og líka unglingarnir sem fá að fara á hestbak á íslenskum dverghestum. Þetta með fjólubláu beljurnar þarfnast kannski smá útskýringa. í könnun sem gerð var í Bæjaralandi (aðrir þjóðverjar tala reyndar um þann landshluta eins og talað er um Hafnarfjörð á ís- landi) kom í Ijós að meira en helmingur skólabarna hélt að kýrnar væru almennt fjólubláar. Þetta stafar nátt- úrulega af því að krakkar sjá afar sjaldan alvöru kuss- ur út í haga en því oftar sjá þau auglýsingatímana á sjónvarpsstöðvunum þar sem súkkulaði er kynnt sem hrein náttúruafurð og beljan hamingjusama með Alp- ana í bakgrunni er fjólublá. Þetta með dverghestana er ekki illa meint en þannig er talað um íslenska hesta hér sem maður getur svosem skilið þegar þeir standa við hliðina á arabískum lögguhesti. Tyrkneski vinsældarlistinn hljómar út um þakglugg- ann á húsinu á móti og lagið í þriðja sæti er Ijómandi. Þýsk Volksmusik=Fólkstónlist kemst annars ekki með tærnar þar sem evrópusöngvakeppnin er með hælana í leiðindum talið. Ekki að undra að tónlistarstöðvarnar MTV og VIVA séu vinsælar meðal yngri kynslóðarinnar því þær stöðvar eru alveg lausar við jóðl og slagara. Eða hvernig þætti ykkur að vera með kántrísúpu í eyr- unum alla daga? Hér er það þingið sem velur forseta en ekki almennir kjósendur eins og í Rússlandi og á íslandi. Þetta finnst fólki hér afar miður enda eðlilegt að menn fái að kjósa beint. Hann Herzog forseti er hinsvegar góður maður og næstum allir frekar ánægðir með hann. Við erum búin að kjósa og þurftum bara að hjóla að þessu sinni til ræðismanns íslands í úthverfi borgarinnar. Og ég vona að þið hjólið líka á kjörstað í dag. Kærar kveðjur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.