Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 29.06.1996, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. júní 1996 Ásgeir Ásgeirsson. Kristján Eldjárn. Vigdís Finnbogadóttir. Sveinn Björnsson. Forsetakosningar til íslenska lýðveldisins í rúm fímmtíu ár: „Lengi lifi forseti íslands!“ Stuðningsmenn Vigdísar auglýstu m.a. undir slagorðinu þjóðin kýs. Fundur- inn sem hún héit í íþróttaskemmunni var líklega fjölmennasti framboðs- fundurinn, sem haldinn var á Akureyri. Mannfjöldinn hyllir Kristján Eldjárn og Halldóru Ingólfsdóttur. Úrslit Dagbl. Vísir Dagbl. Vísir kosn- 12. maí 2. júní 2. júní 24. júní inganna Albert Guðmundsson........... 10,8% 12,82% 12,50% 15,56% 19.8% Guðlaugur Þorvaldsson....... 23,2% 22,81% 25,00% 23,95% 32,2% Pétur Thorsteinsson........... 4,8% 9,12% 6,33% 13,94% 14,0% Vigdís Finnbogadótlir....... 24,8% 23,30% 20,83% 22,87% 33,6% Óákveðnir..................... 32,5% 24,17% 29,50% 12,99% Neituðu að svara ........... 3,7% 7,77% 5,33% 10,69%____________ Skoðanakannanir reyndust þrátt fyrir ýmsa galla á framkvæmd nokkuð sannspáar árið 1980. „Lengi lifi forseti íslands!“ var fyrst hrópað árið 1944 þegar Sveinn Bjömsson, fyrrum ríkisstjóri, var kjörinn forseti af þingmönnum hins nýja lýðveldis. Þá höfðu íslending- ar lotið erlendu valdi í 682 ár og síðan hefur forsetakosning verið tengd sjálfstæði lands og lýðs. I dag verður fimmti forseti fs- lendinga kjörinn og mun sá sem mest fylgið fær setjast á Bessastaði og móta hið unga embætti og ljá því sinn persónulega blæ eins og fyrirrennarar hans hafa gert. Það sem kemur í ljós við talningu at- kvæða í nótt og á morgun hvort bragur Ástþórs Magnússonar, Guð- rúnar Agnarsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar eða Péturs Hafsteins verður á embætti forseta íslands næstu árin og lítur hver sínum aug- um á silfrið. Bergmál forsetakjörs ársins 1980 Gagnrýni á forsetaembættið er ekki nýtilkomin. Þegar á fyrstu árum lýðveldissins heyrðust raddir um að það minnti helst til of mikið- á danska konungsembættið. Eins töl- uðu menn um það í kringum kosn- ingarnar árið 1980 að embættið væri úrelt og að eðlilegra væri að þjóðhöfðingi væri kosinn pólitískri kosningu.- Fylkingar manna um einn frambjóðanda fremur en annan vegna stöðu í pólitík er einnig síður en svo nýmæli. Þannig líkjast kosn- ingamar í ár mjög kosningunum frá árinu 1980. Frambjóðendurnir voru fjórir, þrír karlmenn og ein kona og skoðanir um aukið vald forseta bar iðulega á góma. Þegar svör forseta- frambjóðendanna Alberts Guð- mundssonar, Guðlaugs Þorvalds- sonar, Péturs Thorsteinssonar og Vigdísar Finnbogadóttur eru skoð- uð kemur í ljós að fortíð forsetaum- ræðunnar hefur svo sannarlega ver- ið uppskrift um framtíð hennar. Vigdís Finnbogadóttir var eðlilega spurð út í stöðu sína og afskipti af pólitík og hvaða áhrif þetta hefði á störf hennar sem forseti? í vinnu- staðaheimsókn í mötuneyti Lands- virkjunnar svaraði hún: „Það er bú- ið að líma mig alla út í kommún- istafrímerkjum eins og þið hafíð sjálfsagt séð í blöðunum. Eg er viss um að það þyrfti ekki einu sinni að pakka mér inn til að senda mig til Moskvu. Þeir stæðu á flugvellinum og segðu aðeins já já. Þegar ég færi hins vegar að kvarta og heimta meira frelsi segðu þeir nei nei og styngju mér inn á geðveikrahæli." Þá sagðist Vigdís vera friðarsinni og vilja láta þá peninga sem nú færu til vopnabúnaðar ganga til þess að rækta land þannig að allir fengju nóg að borða. Vigdís tók þó alltaf fram að það væri farsælt að forsetinn blandaði sér ekki í stjóm- mál. Kúabú á Bessastöðum Margt var fundið Vigdísi til foráttu í kosningaslagnum og eins um nokkurt skeið eftir kosningarnar. í fyrsta lagi var hún kona og þótt for- dæmi um kjör í forsetaembættið væru ekki mörg fannst mörgum ekki við hæfi að kona settist á Bessastaði. Vigdís heillaði engu að síður einnig þá sem voru þessarar skoðunar þó ekki fengjust þeir til að kjósa hana, en létu í staðinn í ljós þá skoðun sína að hún yrði fjáran- um betri forsetafrú! Eins þótti ekki gott að forseti væri einhleypur og voru margir boðnir og búnir að kippa því í liðinn. Mesta púðrið í sambandi við hennar framboð fór þó í umræðuna um kvennabaráttuna og vinstri afstöðu hennar í pólitík. í sambandi við hið fyrmefnda voru margir stuðningsmenn sem óttuðust það að Vigdís næði ekki kjöri ef framboðið ætti að vera liður í kvennabaráttunni. Þeir bentu á að slíðra bæri hið tvíeggja sverð og beina athyglinni að því að Vigdís væri hæfasti frambjóðandinn burt- séð frá kyni. Guðlaugur Þorvaldsson og stuðningsmenn hans tókust á við Vigdísi m.a. með kjörorðunum: „Gefið er val - og gerum heit, Guð- laugur skal að Bessastöðum,“ en Vigdís sigraði eins og allir vita þótt mjótt væri á mununum. Á vinnu- staðafundinum sem vitnað var til hér áðan var hún spurð að því hverju hún vildi breyta á Bessastöð- um ef hún næði kjöri. Hún svararði: „Eg veit vitanlega ekki hverju kann að þurfa að breyta þar en eitt vil ég þó nefna að mig langar að hafa kúa- bú á Bessastöðum." Upp er boðinn forsetaframbjóðandi Aðdragandinn að kosningunum í dag hefur einkennst af tölum, um- ræðum um prósentufylgi og afla í þeim efnum. Samkvæmt skoðana- könnunum sem gerðar voru um fylgi frambjóðendanna fjögurra árið 1980 mældist Guðlaugur Þorvalds- son með mesta fylgið aðeins fimm dögum fyrir kosningar eða 23,95% á meðan Vigdís hlaut 22,87%. Úr- slit kosninganna urðu hins vegar þau að Vigdís sigraði með 33,6% greiddra atkvæða og hlaut Guðlaug- ur 32,2% eða 1906 færri atkvæði en Vigdís. Albert Guðmundsson fékk 19,8% og Pétur J. Thorsteinsson 14%. Auðir seðlar og ógildir voru 0,4% og kjörsókn 90,4%. Vigdís hlaut flest atkvæði í sex af átta kjör- dæmum en Guðlaugur var hærri en hún í Reykjaneskjördæmi og Norð- urlandskjördæmi eystra, þar sem hann var með 39,1% og Vigdís með 38,0%. í Austurlandskjördæmi var töluverður munur á efstu frambjóð- endunum og var Vigdís 12,1 % hærri þar en Guðlaugur. „Að nikka kurteislega og sippa kokteila“ Agnar Bogason ritstjóri Mánudags- blaðsins ritaði pistil í blað sitt árið 1968 þar sem hann virtist heldur mótfallin framboði Dr. Kristjáns Eldjáms. Agnar taldi Kristján á engan hátt vanhæfan í embætti for- seta heldur fannst honum embættið varla sæmandi öðrum eins ágætis- manni sem þar að auki var á besta aldri. „Forsetaembættið er vissulega nauðsyn í einu eða öðru formi, þó menn skilji á um hversu best er að reka það. Hitt ber að benda á, að ef það verður til þess að vera eins konar heimili fyrir póitíska geld- inga eða til þess að setja menn í fullu starfsfjöri og á besta aldri í mjölgeymslur þar suður frá, er embættið óþarft." Og hann heldur áfram og segir óskiljanlegt að dr. Kristján ætli að bjóða sig fram þar sem hann eigi betra skilið en „að nikka kurteislega og sippa kok- teila“. Formlegt framboð Gunnars Thoroddsen kom fram stuttu eftir að Kristján hafði gefið kost á sér. Var Gunnari hampað sakir mikillar reynslu en Kristjáni fyrir að vera maður fólksins. Þegar líða tók á kosningabaráttuna var ljóst að skoðanakannanir voru Gunnari mótsnúnar en þó átti hann sér mjög dygga stuðningsmenn. Sá sem skrifaði um Gunnar af mestum eld- móði, séra Árelíus Níelsson, fullyrti að hann væri drengur góður, hag- sýnn, mælskur, heilsteyptur að skapgerð og eins varð honum tíð- rætt um glæsileika frú Völu sem hann sagði „meðal best menntuðu og fegurstu kvenna íslands". I fyrstu viku júnímánaðar hófu þeir Gunnar og Kristján ferðir sínar um landið og höfðu Gunnar og Vala vinningin hvað varðar fjölda funda en aðsóknin var betri hjá þeim Kristjáni og Halldóru. Eink- um var fundarsókn á baráttufundi Kristjáns á Akureyri góð en þangað mættu hátt á þriðja þúsund kjósend- ur og voru menn þess fullvissir að fleiri hefðu mætt ef ekki hefði stað- ið yfir söngmót norðlenskra karla- kóra þann sama dag. Úrslit kosn- inganna árði 1968 komu engu að síður nokkuð á óvart og þá sérstak- lega eftir útsendingar sjónvarpsins þar sem Gunnar þótti standa sig betur. Var haft á orði að Kristján hefði ekki átt svar við þeim spum- ingum sem hann fékk á meðan Gunnar þótti svara öllu fumlaust. Á kjördag 30. júní hlaut Kristján 65,6% greiddra atkvæða en Gunnar 34,4% og var kosningaþátttakan mjög góð eða 92,2%. Ný Vikutíð- indi skrifuðu: ...„alda hrifningar fer um landið“. Dr. Kristján Eldjám sat í forsetastóli í tólf ár og var sjálf- kjörinn tvívegis, árin 1972 og 1976. * Asgeir og Sveinn í forsetakosningunum árið 1952 var Ásgeir Ásgeirsson kjörinn forseti með 46,7% atkvæða og hlaut séra Bjami Jónsson 44,1% og Gísli Sveinsson 6%. Kosningn fór fram 29. júní eða fimm mánuðum eftir andlát Sveins Bjömssonar. Ásgeir þótti vinna mikinn persónusigur í kosningunum þar sem öflugustu stjómmálaflokkar landsins, Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur létu ekki sitt eftir liggja við að rægja framboð hans. Ásgeir sat lengi í embætti forseta eða sextán ár og eru sumir þeirrar skoðunar að hann hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma í þeim efnum. Fyrsti forseti íslands var Sveinn Bjömsson ríkisstjóri eins og áður sagði. Þegar þingforseti, Gísli Sveinsson, tilkynnti úrslitin í rign- ingunni á Þingvöllum fór óánægju- kliður um mannfjöldann. Ekki voru landsmenn óánægðir með fyrsta forseta sinn heldur fannst þeim óeining þingmanna óskiljanleg. Sveinn fékk einungis 30 af 50 greiddum atkvæðum eða um 60% fylgi. 10 þingmenn sósíalistaflokks- ins skiluðu auðu og fannst íslend- ingum þessir seðlar lítilsvirðing við lýðveldið ísland. mgh Heimildir: Forsetar (slenska lýðveldisins eftir Bjama Guðmarsson og Hrafn Jökulsson 1990, Dagur og Morgunblaðið dagana 20.-30. júní 1980.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.