Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 3 Fréttir Fiskistofa hefur heyrt orðróm um tvær svokallaðar „frihafnir“: Eftiritt með þeim báðum en ekkert hefw sannast „Viö munum ganga í skrokk á þess- um aðilum fyrir austan og krefja þá svara um hvaða hafnir þeir eiga við. Þetta er undarleg ályktun, þeir tala um fríhafnir sem þeir viti um. Þeir vilja samt ekki nefna þær en gera þó kröfu á okkur að það séu opinber- lega gefin upp nöfn meintra brota- manna. Það er í þessu tvískinnungur hjá útgerðarmönnum; að segja: „Þið verðið að stoppa þetta en við viljum samt ekki segja ykkur hverjir þetta eru“,“ segir Þórður Ásgeirsson fiski- stofustjóri. Þórður segir að kvittur um svokall- aðar fríhafnir hafi beinst að Ólafsvík á Snæfellsnesi og Garði á Reykjanesi. „Viö vitum ekki um neinar fríhafn- ir þarna fyrir austan. Það eru þessar tvær hafnir sem við höfum heyrt af. Þær hafa verið undir sérstöku eftir- liti okkar og við höfum ekkert fundið sem réttlætir þessa nafngift. Varð- andi Garðinn er nafngiftin trúlega tilkomin vegna þess að þar var ákveðið að fella niður hafnargjöld til að laða báta í viðskipti. „Við vitum að það eru ákveðnar hafnir þar sem ekkert eftirlit er með þeim afla sem landað er. Við köllum þær fríhafnir þar sem landað er í skjóli myrkurs og keyrt framhjá vigt. Við viljum láta loka þeim höfnum sem svona er ástatt um. Þá viljum viö auglýsa það ef einhver skip fara fram úr kvóta," segir Eiríkur Ólafs- son, formaður Útvegsmannafélags Austfjarða. Aðalfundur útvegsmannafélagsins ályktaði á fundi sínum um helgina þar sem krafist er að eftirlit Fiski- Vöruskipti við útlönd: Hagstæð um 1,4 milljarða í júlí -lakarienífyrra Vöruskipti við útlönd í júlímánuði sl. voru hagstæð um 1,4 milljarða króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 8,2 milljarða króna en inn fyrir 6,8 milljarða. Samanborið við júlí 1993 eru vöruskiptin lakari núna þar sem þau voru hagstæð um 2,5 milljarða í fyrra. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 63,2 miUjarða en inn fyrir 49,4 mflljaröa. Afgangur var því á vöruskiptunum sem nam 13,8 milljörðum. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 8,1 milljarð króna á fóstu gengi. Á tímabilinu voru sjávarafurðir 79% alls útflutnings og jukust verð- mæti þeirra um 10% frá því í fyrra. Þá var verðmæti áls tæpum fjórð- ungi meira en eftir fyrstu sjö mánuði ársins 1993 og verðmæti kísfljáms tæpum fimmtungi meira. Hvað innflutninginn varðar á þess- um tíma þá jókst hann almennt um 3%. Munar mestu um að innflutning- ur á mat og drykk jókst um 13% en bílainnflutningur dróst saman um 12%. Tekinn með hass Fíkniefnalögreglan í Reykjavík lagði á þriðjudag hald á 100 grömm af hassi eftir húsleit hjá Reykvíkingi um fertugt. Það var aðfaranótt mánudags sem almenn deild lögreglunnar stöðvaði manninn, sem ítrekað hefur komið við sögu í fíkniefnamálum, í Ingólfs- stræti þar sem hann var staddur á reiðhjóli. Viö leit á honum fundust 30 grömm af hassi. Hann var yfir- heyrður en síðan sleppt. - segir fiskistofustjóri um hafnimar í Ólafsvík og Garði stofu með veiðum og löndun verði ljósi þess að þeir greiði allan kostnað um það aö segja hvernig því er hátt- hvar þessar hafnir eru sem brotin gert markvissara. Eiríkur segir að í af eftirlitinu vilji þeir hafa eitthvað að. Hann segist ekki geta upplýst fara fram í. FRABÆRT ASKRIFTARTILBOÐ 70% AFSUnOO EF ÞÚ PANTAR STRAX ÞU FÆRÐ EN BORGAR AÐflNS FYRIR ÞRJAR! Nú getur þú cgerst áskrifandi aó hin- um vinsœlu Urvalsbókum á sérstöku tilboósverói sem m.a. veitir þér 40% afslátt af venjulegu áskriftarverói - og síóan þrjár Úrvalsbœkur ókeypis. Allt þetta jafngildir 70% afslœtti. Betra gœti þaó varla verió. PANTAÐU STRAX OG GERÐU GÓD KAUP! Ef þú pantar strax fœróu nýjustu Úr- valsbókina Bleikan vodkablús, effir Neil Barrett jr. um hœl. Síóan fœróu þrjár Úrvalsbœkur aó eigin vali þér aó kostnaóarlausu. koiiihií mvxji PANTAÐU NÚNA Eða fáðu sendan bækling sfminn er 63-27-00 GOTT ESTRAREFNI Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI Þú fœró einnig nœstu tvœr Úrvalsbœkur sendar um leió og þœr koma út. Þœr koma til þín meó 40% afslœtti eóa ein- ungis fyrir 538 krónur hver bók. TILB0ÐIÐ STENDUR AÐEINS í STUTTAN TÍMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.