Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 25 Afmæli Leikhús Bjami V. Magnússon Bjarni V. Magnússon, forstjóri Is- lensku umboðssölunnar, Ægisíðu 46, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Bjarni fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1946, nam hagfræði við land- búnaðarskólann í Ultina i Svíþjóð 1946-48, lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ1953, stundað hagfræðinám í Múnchen 1953-54 og lauk MA-prófi í hagfræði við Columbia University íNew Yorkl955. Bj arni var hagfræðingur hj á Landsbanka íslands 1955 og hjá Út- flutningsdeild SÍS1955-57, fram- kvæmdastjóri Iceland Products 1957-63, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsdeildar SÍS1963-68, fram- kvæmdastjóri Söluskrifstofu SÍS í London 1968-69, framkvæmdastjóri Sameinaðra framleiðenda frá 1971 og forstjóri íslensku umboðssölunn- ar hf. frá 1970. Bjami sat í stjórn Stéttarsam- bands fiskiðnaðarins frá stofnun 1964-68, í stjórn Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda 1965-68, stjórnarformaður íslensku umboðs- sölunnar frá 1970, Netasölunnar hf. 1973-86 og Loðskinns hf. 1974-78 og í stjórn Loðskinns hf. frá 1978, stjórnarformaður í Höfn hf. á Sel- fossi 1976-91 og Langeyri hf. í Hafn- arfirði frá 1976, í stjórn Verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins 1979-87, í stjórn Hafskips hf. 1980-85, stjórnar- formaður í Þríhyrningi hf. 1988-91 þegar Höfn hf. og Þríhyrningur hf. voru sameinuð í Höfn-Þríhyrningur hf., og stjórnarformaður í því fyrir- tæki síðan. Fjölskylda Kona Bjarna er Stefanía Þóra Árnadóttir, f. 2.3.1925, húsmæðra- kennari frá Hjalteyri. Hún er dóttir Árna Jónssonar símstöðvarstjóra frá Arnarnesi, bróður Kristínar Jónsdóttur hstmálara, og Þóru Stef- ánsdóttur húsmóður, systur Daviðs Stefánssonar skálds. Börn Bjama og Stefaníu em Guð- rún Inga, f. 1.2.1956, viðskiptafræð- ingur og era börn hennar Stefaní a og Magnús; Árni Þór, f. 10.6.1957, markaðsstjóri og eru börn hans Bjarni, Helga og Linda; Gunnar Við- ar, f. 4.3.1961, viðskiptafræðingur og eru börn hans Kristrún og Jök- ull; Birgir Sveinn, f. 2.7.1962, við- skiptafræðingur og er sonur hans Hilmar; Stefán Bragi, f. 13.10.1964, Bjarni V. Magnússon. lögfræðingur og er sonur hans Dav- íö. Systkini Bjarna; Sverrir, f. 22.2. 1921, framkvæmdastjóri; Bragi, f. 1.2.1922, framkvæmdastjóri; Ingi- björg, f. 23.6.1923, deildarstjóri; Ragnar, f. 9.9.1925, heildsali; Gunn- ar, f. 22.7.1929, tæknifræðingur. Foreldrar Bjarna voru Magnús Pétursson, f. 26.2.1891, d. 17.10.1976, kennari, og Guðrún Bjarnadóttir, f. 5.5.1890, d. 4.11.1952, húsmóðir. Bjarni og Stefanía taka á móti gestum í tilefni afmælisins að Síð- umúla 35, sal Tannlæknafélagsins, á afmælisdaginn, fimmtudaginn 8.9. millikl. 17.00 og 19.00. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Sala áskriftarkorta til nýrra korthafa er hafin. Með áskriftarkorti má tryggja sæti að óperunni Vald örlaganna. Miðasala á operuna hefst 9. september. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti símapöntunum alla virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími 112 00 - Greiðslukortaþjónusta. A Hótel íslandi. Frumsýning 10. sept. Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi i síma 687111. SONGSMIÐJAN LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litla svið kl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Johann Sigurjónsson Leikgerð og búningar: Páll Baldvin Bald- vlnsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd: Stigur Steinþórsson. Hljóömynd: Hilmar Örn Hilmarsson. Þjálfun: Árni Pétur Guójónsson. Leikstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Benedikt Erlingsson, Ellert A. Ingimundarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór Júlíusson. Frumsýning laugardaginn 10. sept., upp- selt. Sunnud. 11. sept., uppselt. Þriðjud. 13. sept., uppselt. Miðvikud. 14. sept., uppselt. Fimmtud. 15. sept., uppselt. Föstud. 16. sept., uppselt. Laugard. 17. sept., uppselt. Sunnud. 18. sept., uppselt. Þriðjud. 20. sept. Miðvikud. 21. sept. SALA AÐGANGSKORTA ER HAFIN. SEX SÝNINGAR AÐEINS KR. 6.400. Miðasala er opin alla daga kl. 13.00- 20.00 á meðan kortasalan stendur yfir. Pantanir i síma 680680 aila virka dagafrákl.10. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Fréttir Ná Rangárnar toppsætinu? Norðurá í Borgarfirði hafði enn- þá forystuna á veiðitoppnum í gær- kveldi með 1604 laxa en rétt fyrir neðan er Þverá í Borgarfirði með 1550 laxa. Ennþá er veitt í Kjarrá svo að þetta eru ekki lokatölur úr þeirri verstöðinni. Síðan koma Rangárnar með 1430 laxa í þriðja sæti. Grímsá í Borgarfirði er í því fjórða með rétt 1400 laxa. „Félagarnir úr Fjaðrafoki voru „Það eru komnir 525 laxar á þess- ari stundu úr Víðidalsánni, við vor- um að koma úr ánni og veiddum aðeins 11 laxa holhð. Næsta holl á eftir okkur veiddi engan lax,“ sagði Lúther Einarsson í gærkvöldi en hann var á bökkum Víðidalsár í Húnavatnssýslu fyrir fáum dögum. Þar hefur tveggja ára laxinn bjarg- að því sem bjargað varð þetta sum- arið, eins árs laxar hafa htið láta sjá sig. „Það eru boltafiskar í Dalsárósn- að hætta veiðum hjá okkur og veiddu 15 laxa, þá er áin komin með 1604 laxa,“ sagði Halldór Niku- lásson, veiðivörður í Norðurá í Borgarfirði, í gærkvöldi en veitt er í ánni fram á fostudag og Norðurá hefur ennþá góða forystu á veiði- toppnum. „Þetta er kropp þessa dagana en veiðimenn hafa mikið verið að missa fiska þessa síðustu daga um, þetta era hnallar þessir stóru fiskar. Af þessum 11 löxum veidd- um við Magnús Jón Sigurðsson 6 laxa en þetta eru hörkuveiðimenn. Laxarnir sem eru í ánni eru flestir lagstir og fást ekki til að taka með nokkru móti,“ sagði Lúther enn- fremur. Lúther ætlaði að renna fyrir lax aftur í Víðidalsánni í vikunni. Skyldu þessir stóru taka þá hjá honum? veiðitímans. Laxarnir taka mjög grannt. Stærstu laxarnir era 18,5 og 18 punda fiskar. Það eru til stærri laxar en þeir hafa ekki feng- ist til að taka. Þessir stóra eru í Kaupmannapolh, Efri-Ferjuhyl og uppi í Króki,“ sagði Hahdór. Rangárnar eru líklegar til að verða efsta veiðiáin þetta sumarið því að töluvert er eftir af veiðitímanum þar. Lúther Einarsson með einn af sex löxum sem hann og Magnús Jón Sigurðsson veiddu i Viðidalsá fyrir fáum dögum. Þessi 18 punda fiskur tók maðk. DV-mynd Magnús Jón Víðidalsá í Húnavatnssýslu: 525 laxar komnir á land Tilkyimingar Hafnargönguhópurinn, Rauðibás - Blikastaðakró í dag, 7. september, fer Hafnargönguhóp- urinn níunda og síðasta áfangann í gönguferðaröð sem farin hefur verið með ströndinnl frá Fossvogslæk að Korpúlfs- staðaá, um 40 km leið. Fariö verður frá Miðbaítkatjaldinu við Hafnarhúsið kl. 20. Aliir eru velkomnir í gönguferð með Hafnargönguhópnum. Tombóla Jóhanna Helga Viðarsdóttir og Ásta Mar- ía Einarsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu alls 4.051 kr. Flöskusöfnun Þeir Ami Már Erlingsson og Oddur Ástráðsson gengust nýlega fyrir flösku- söfnun til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir söfnuðu alls 2611 kr. Tilkynningar ITC deildin Korpa heldur deildarfund í kvöld, 7. september, kl. 20 í safnaðarheimili Lágafellssóknar. Upplýsingar veitir Guðrún Adólfsdóttir í síma 668485. Félag eldri borgara Lögfræðingur félagsins er til viðtals fyrir félagsmenn flmmtudaginn 8. september, panta þarf tíma í síma 28812. Minningar- kort Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fást á skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 105. sími 28812, gíróþjónusta. Tveir vinir og annar í fríi Annar hluti í karaoke-keppni starfsfólks á leikskólum verður haldinn í kvöld, 7. september. Hljómsveitin Pile frá Keflavík ásamt gestum heldur tónleika fimmtu- dagskvöldiö, 8. september. Þeir spila rokk í anda Pearl Jam og Soundgarden. Tapad fundið Myndavél fannst í Gljúfrum Skjálfandafljóts neöan Aldeyj- arfoss 1. september sl. Upplýsingar í sima 93-66767. Nýi ökuskólinn h/f Klettagörðum 11, et húsið Meirapróf Innritun stendur yfir Allar upplýsingar í síma 884500 Utboð F.hT Skólaskrifstofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 76 ræstivagna fyrir grunnskóla borg- arinnar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 14. september 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2 58 00 Viðskiptalífið í hnotskurn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.