Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 9 Útlönd Norskir ráðamenn sakaðir um að velja alvitlaus vopn í Smugudeilunni: Aðeins hangikjötið dugar á íslendinga - segir norskur veitingamaður sem mælir með veitingaskipum 1 stað varðskipa „Það er áleitin spurning hvort sjávarútvegsráðherrann okkar, hann Jan Henry T. Olsen, hafi ekki valið alvitlaus vopn þegar hann sendi varðskip gegn íslenskum tog- urum. Nær væri að senda veitingaskip og bjóða íslensku sjómönnunum upp á hátíðarmáltíð að íslenskum hætti, hangikjöt með rauðkáli og grænum baunum og ef til vill norskan kara- mellubúðing í eftirrétt. Síðan mætti heíja samningavið- ræður. Mettir og ánægðir féllust ís- lendingarnir örugglega á að þorskur- inn í Smugunni er eign Norðmanna einna,“ segir Jan Johansen, veitinga- maður í Gjövik í Noregi. Vertinn lét ekki sitja við orðin tóm því hann reyndi á dögunum „hangi- kjötsdiplómatík" í heimabæ sínum og bauð öllum íslendingum á svæð- inu til veislu. Létu gestir vel af en kvörtuðu þó undan óhóflegum áhuga Norðmanna á þorskastríðinu við Is- lendinga. „Við sem búum hérna erum orðin hræðilega leið á þessu Smugutali," sagði Valgerður Hilmarsdóttir, ís- lensk au pair-stúlka í Gjövík, í við- tali við staðarblaðið. Hún taldi og hernaðaráætlun veitingamannsins vonlausa. Valgerður sagöi að eini gallinn við Norðmennina væri að þeir settu sig aldrei úr færi að ræða Smugumálin. Ónefnd íslensk kona í boðinu sagði að hús sitt væri nú kallað Smugan. Hún sagðist aldrei hafa reynt annað eins tuð í Norðmönnunum þau tutt- ugu ár sem hún hefði búið í Noregi og nú eftir að Smugumálin komust í hámæli. Ahosegirorð forsetansum ESB vera óheppileg Esko Aho, forsætisráð- herra Finn- lands, sagði í viðtali við norska ríkisút- varpið í gær að þaö gæti verið óheppilegt fyr- ir fmnskt samfélag að Martti Ahtisaari forseti skuli taka jafn eindregna afstöðu með inngöngu í Evrópusambandið og hann hef- ur gert. „Mér fmnst mikilvægt að for- setinn geti einnig núna verið full- trúi allrar þjóðarinnar. Þess vegna finnst mér að forsetínn verði að vera mjög varkár í hugs- unum sínum og því sem hann gerir þegar ESB-málið er annars vegar,“ sagði Aho. NTB Kúbverskir flóttamenn halda áfram að streyma frá heimaey sinni i von um að fá hæli i sælunni handan sundsins í Bandaríkjunum. Þeir hafa með sér allar jarðneskar eigur sinar. Strandgæslumenn fundu m.a. í gær hauskúpu í pinklum eins flóttamannsins. Enginn veit hvers vegna „gripurinn" var tekinn með i erfiða og tilgangslausa siglingu yfir Flórídasundið. Engir flótta- menn frá Kúbu fá nú að stíga á land í Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Frá laugardeginum 3. sept. til og meö laugardeginum 10. sept. mun Penninn veita öllum meölimum í Krakkaklúbbi DV 10% afslátt af skólatöskum. Afslátturinn fæst meö því að framvísa krakkaklúbbskortinu í verslunum Pennans. %ig£*jn Kringlunni: Opið: mán. - fim. 10-18.30 fös. 10-19, lau. 10-16 sun. 4. sept. 13-17 -Hallarmúla: Opið: lau. 3. sept. 10-16 mán. - fös. 8-18 þrið. 6. sept. 8-19 Austurstræti: Opið: lau. 3. sept. 9-16 mán. - fös. 9-18 þriö. 6. sept. 9-19 KRAKKAKLUBBS TILBOO 10% AF5LÁTTUR AF SKOLATOSKUM! MA BJOÐA ÞER I DANS? Gjaldskrá óbreytt frá lidnum vetri. KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík: Brautarholt 4, Árbær, Foldahverfi Breiðholt • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 kl. 13-19 í Brautarholti 4 • Suðurnes: Kefiavík • Innritun í síma 92-67680 frá kl. 20 til 22, 12.-16. sept. KENNSLA HEFST MÁNUDAGINN 12. SEPT. • Afhending skírteina í Brautarholti 4, sunnu- daginn 11. sept. kl. 16-19 • Síðasti innritunardagur laug- ardaginn 10. sept. Systkinaafsláttur - fyrsta barn fullt gjald, annað barn hálftgjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur ef foreldri DANSSKÓU er einnig í dansnámi. mm'''

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.