Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 Afmæli Svanhildur Kaaber Svanhildur Anna Kaaber, fyrrv. formaður Kennarasambands ís- lands, Urðarstíg 13, Reykjavík, er fimmtug í dag. Hún dvelur nú við nám í Kaupmannahöfn við Sicili- . ensgade 11,1 t.v., 2300, Kobenhavn \S. Starfsferili Svanhildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vogahverfinu. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík 1961, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1965, hefur sóttfjölda kenn- aranámskeiða innanlands og utan og stundar nú framhaldsnám við Danmarks Lærehojskole. Svanhildur var kennari við Lang- holtsskólann í Reykjavík 1965-69, vann hjá ríkissjónvarpinu 1973-75, var kennari við Fossvogsskóla frá 1975 og yfirkennari þar 1982-84 og hefur verið starfsmaður Kennara- sambands íslands frá 1984. Svanhildur sat í stjórn Sambands grunnskólakennara í Reykjavík 1979-80 og var formaður þar 1980-81, í varastjórn KÍ1982-84, í aðalstjórn frá 1984 og formaður 1987-94, for- maður Skólamálaráðs KÍ1982-87, í samninganefnd KÍ frá 1982 og for- maður frá 1987, í aðalstjórn Banda- lags kennarafélaga frá 1985 og for- maður 1985-86, í stjórn Norrænu kennarasamtakanna frá 1985 og formaður frá 1989. Hún hefur skrif- að fjölda greina um uppeldis-, skóla- og kjaramál kennara í dagblöð og tímarit. Fjölskylda Svanhildur giftist 14.8.1965 Gunn- ari Arthurssyni, f. 30.10.1939, flug- stjóra hjá Flugleiðum. Hann er son- ur Arthurs Aanes vélstjóra, sem ættaður var frá Noregi og er nú lát- inn, og Katrínar Gunnarsdóttur, kennara frá Hólmum í Landeyjum. Svanhildur og Gunnar skildu 1987. Dætur Svanhildar og Gunnars eru Kristín Brynja Gunnarsdóttir, f. 4.6. 1966, innanhússarkitekt í fram- haldsnámi í Danmörku, gift Ólafi Einarssyni húsasmið sem nú stund- ar nám í byggingatæknifræði í Dan- mörku; Katrín Asta Gunnarsdóttir, f. 6.4.1972, nemi í stærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla en mað- ur hennar er Árni Halldórsson, nemi í rekstrarhagfræði í Dan- mörku. Bróðir Svanhildar er Lúðvík Emil Kaaber, f. 25.3.1947, lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi í Reykja- vík, en börn hans og Þórunnar Jóns- dóttur hjúkrunarfræðings eru Eva Björk, f. 13.5.1980, og Axel, f. 4.11. 1984. Foreldrar Svanhildar eru Axel Jóhannes Kaaber, f. 24.6.1909, fyrrv. forstjóri Sjóvátryggingafélags Is- lands, og Kristín Sigríður Ólafsdótt- ir Kaaber, f. 12.10.1922, fyrrv. kenn- ariviðMR. Svanhildur Anna Kaaber. Ætt Axel er sonur Ludvigs Kaaber, bankastjóra Landsbankans, frá Kolding á Jótlandi, og k.h., Astrid Thomsen frá Trangisvog í Færeyj- um. Kristín er dóttir Ólafs Dan Daní- elssonar, stærðfræðings ogyfir- kennara MR, sem ættaður var úr Skagafirði, og k.h., Ólafar Sveins- dóttur frá Norðfirði. 7. september 100 ára GuðbjörgGuðmunsdóttir (á afmæli 8.9) frá Bræöraparti í Vog- um, Sólvangi, Hafnarfirði. Leó Jónsson, Hverfisgötu 11, Siglufirði. 80 ára Magnúsína Ólafsdóttir, Espigerði 20, ReyRiavík. Fanney Gunnlaugsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Ingunn Einarsdóttir, Aðalbóii, Jökuldalshreppi. Borghildur Brynjólfsdóttir, Gelti, Grímsneshreppi. Ingveldur Markúsdóttir, Klapparstíg 9, Reykjavík. Húneraðheiman. 75 ára Andrés Kolbeinsson, Borgartúni 19, Reykjavík. Birna Guðbjörnsdóttir, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði. inn 9. september í Hlégarði í Mos- fellsbæfrákl. 19. Kristín Þóra Valdimarsdóttir, Sunnubraut 5, Grindavik. Þórhaliur Óskar Þórhallsson, Ási, Höfn í Hornafiröi. : Hanner að heiman. Alfred A. Frederiksen, Þverbrekku 2, Kópavogi. Þórey Helgadóttir, Tunguhálsi II, Lýtingsstaðahreppi. Jón Gunnar Valdimarsson, Brekkustíg 15, Reykjavík. Sigríður B. Haildórsdóttir, Birkimel 7, Varmahlíð, Seylu- hreppi. Ragna Guðmundsdóttir, Öldugötu 5, Reyðarfirði. Snorri Björnsson, Kálfafelli I b, Skaftárhreppi. Jóhannes Sandhólm Atiason, Engjaselil3, Reykjavík. Eiginkonahans erLáraRafns- dóttir. Þautakaámóti gestum laugardaginn 10. septemb- er í Félagsheimili Seltjarnarness 'frákl. 17-19. Þorbjörg XT nn ró AcrlÁf f 1 r . , ivuurttobuuvyrj Melavegi 5, Hvammstanga. WM Hún erað heiman. i Kristbjörg Guðmundsdóttir, Búlandi8, Djúpavogi. Birna Jónsdóttir, Melteigi 26, Keflavík. 6ÖTára Soffía Guðrún Bjarnadóttir, Seljahlíð 3e, Akureyri. 50 ára Örlygur Ric- hterskóla- stjórí, Arkarholtil8, Mosfellsbæ. Konahanser HelgaA. i Richter. Þau taka á móti gestum föstudag- Lára Hulda Arnbjörnsdóttir, Hjallastræti20, Bolungarvík. JónSveinsson, Smáratúni 36, Keflavík. Ólafur Vestmann Þóroddsson, Miöstræti 16, Vestmannaeyjum. Bragi Sveinsson, Háholti 11, Hafnarfiröi. Ásthildur Jónsdóttir, Hátúni6,Reykjavík. Valgerður S. Sigurvinsdóttir, Hólagötu 37, Njarövík. Sigrún Fjóla Baldursdóttir, Góuholti8, ísafirði. Birgir Þórarinsson, Skildinganesi 60, Reykiavík. Oddný Kristin Jósefsdóttir, Brautarhóli, Biskupstungna- hreppi. Þórný Jónsdót t i r. Sólheimum, Grímsneshreppi. Jón Ásberg Salómonsson, Háagerði 13, Húsavík. Halldóra Kristín Kristinsdóttir, Austurbergi 30, Reykjavík. Hafdis F. Rögnvaldsdóttir, Háhlíðl2,Akureyri. Birgir Sveinsson, Reynigrund 44, Akranesi. ÞórirBjarnason. Grundargötu 21, Grundarfirði. Ásta Dagmar Jónasdóttir Ásta Dagmar Jónasdóttir húsmóðir, Öldugötu 2, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Ásta fæddist á Seyðisfirði en ólst upp á Siglufirði til tíu ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Asta vann ýmis störf á unglingsár- unum en var lengst af húsmóðir í Reykjavík og í Veiðileysu og Djúpu- vík á Ströndum og síðan í Hafnar- firði. Hún var ráðskona í Álverinu í Straumsvík á árunum 1967-72 og vökukona á sjúkrastofnunum árin 1972-91. Fjölskylda Ásta giftist 17.4.1943 fyrri manni sínum, Steingrími Þórissyni, f. 15.7. 1923, kaupmanni frá Reykholti, syni Þóris Steinþórssonar skólastjóra og Þuríðar Friðbjarnardóttur húsmóð- ur. Ásta og Steingrímur skildu. Böm Ástu og Steingríms em Þur- íður Anna, f. 28.7.1943, verslunar- maður, gift Óla H. Þórðarsyni og eiga þau fjögur börn og sjö barna- böm; Guðrún Björg, f. 28.9.1944, verslunarmaður, gift Ármanni Hall- bertssyni og eiga þau sex börn og tíu barnabörn; Þórir, f. 2.2.1947, tæknimaður, kvæntur Margréti Ó. Sveinbjörnsdóttur og eiga þau þrjú böm og þrjú barnabörn; Stefán, f. 15.3.1950, verkstæðiseigandien kona hans er Margrét Hreinsdóttir og á hún einn son og Stefán tvö börn frá fyrra hjónabandi. Ásta giftist 6.9.1959 seinni manni sínum, Guðbrandi Sveini Þorláks- syni, f. 23.6.1921, d. 16.5.1992, bónda og verkamanni frá Veiðileysu í Strandasýslu, syni Þorláks Guð- brandssonar bónda og Ólafar Sveinsdóttur húsfreyju. Börn Ástu og Guðbrands eru Ólöf, f. 24.6.1959, húsmóðir, gift Jóni B. Jónssyni og eiga þau tvö börn; Þor- lákur, f. 30.1.1964, viðgerðarmaður, kvæntur Sólveigu Sonju Haralds- dóttur og eiga þau eitt bam. Systkini Astu eru Björg Magnea, Asta Dagmar Jónasdóttir. f. 17.12.1920, verslunarmaður; Ei- ríkur, f. 22.2.1923, rafvirkjameistari en kona hans er Anna Magnúsdótt- ir; Ólafur, f. 5.5.1928, rafvirkja- meistari, kvæntur Fríðu Ingvars- dóttur; Stefán, f. 12.11.1929, húsa- smíðameistari, kvæntur Huldu Lár- usdóttur. Foreldrar Ástu voru Jónas Magn- Ússon, f. 29.8.1895, d. 12.11.1972, rafvirkjameistari og kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Oddný Petrea Eiríksdóttir, f. 20.7.1900, d. 11.1.1986, húsmóðir. Ásta tekur á móti gestum í Hauka- húsinu við Flatahraun í Hafnarfirði eftir kl. 20.00 á afmælisdaginn. SigrúnB. Gunnarsdóttir Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir, hús- móðir, löggiltur læknaritari og nemi í HÍ, Suðurgötu 41, Keflavík, er fer- tugídag. Starfsferill Sigrún fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og í Garðabæ. Hún lauk verslunarprófi frá VI1973, stúdents- prófi frá öldungadeild MH1980 og lýkur BA-prófi í ensku frá HÍ nú í haust. Sigrún starfaði hjá Flugleiðum 1974-79 og 1982-83, hjá Útsýn 1983- 84, vann ýmis ritarastörf 1984- 89 og var læknaritari á Borgar- spítalanum 1989-91. Fjölskylda Maöur Sigrúnar er Hjörleifur Ing- ólfsson, f. 4.9.1940, varðstjóri hjá Brunavömum Suðurnesja, en þau hófu sambúð 17.8.1993. Foreldrar hans: Ingólfur Konráðsson og Jak- obína I. Þorsteinsdóttir, bændahjón að Vöglum í Vatnsdal. Sonur Sigrúnar og Hjörleifs: Hall- dór Hagalín, f. 3.3.1993. Börn Sigr- únar: Gunnar Brynjólfur Sigurðs- son, f. 31.12.1980; Sara Björg Péturs- dóttir, f. 10.8.1988. Börn Hjörleifs af fyrra hjónabandi: Ama Björk, f. 8.9.1965, hún á tvö börn; Ingvi Þór, f. 9.1.1971, hann á eitt bam; Árni Jakob,f. 11.10.1974. Systkini Sigrúnar: Kristinn Hall- dór, f. 19.8.1952, alþingismaður, maki Aldís Rögnvaldsdóttir, þau eiga fjögur börn; Karl Ágúst, f. 26.9. 1955, fisktæknir, maki Guðlaug Bernódusdóttir, þau eiga tvö börn, Karl Ágúst á tvö börn frá fyrri sam- búð; Guörún Jóna, f. 6.10.1957, hjúkrunarfræöingur, hún á tvö böm; Katrín, f. 21.9.1959, húsmóðir, maki Guðmundur Hallbergsson, þau eiga þrjú böm, Katrín átti barn fyrir; Hafsteinn Hörður, f. 22.8.1965, nemi í HÍ. Hálfbræður Sigrúnar, Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir. sammæðra: Gunnar Ingi Birgisson, f. 30.9.1947, verktaki, maki Vigdís Karlsdóttir, þau eiga tvö börn; Þór- arinn Sigurðsson, f. 26.4.1950, kerf- isfræðingur, maki María Sif Sveins- dóttir, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Sigrúnar: Gunnar Haf- steinn Kristinsson, f. 1.11.1930, hita- veitustjóri í Reykjavík, og Auðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 1.11.1929, starfs- maöur í heimilishjálp Reykjavíkur- borgar. Þau eru búsett í Garðabæ. Guðlaugur W. Hansson Guðlaugur Wium Hansson, lög- reglumaður, Vallholti 12, Ólafsvík, erfimmtugurídag. Fjölskylda Guðlaugur er fæddur í Reykjavík, flutti tólf ára í Garðabæ en hefur búið í Ólafsvík frá 1963. Hann var vélstjóri á bátum frá Ólafsvík í 20 ár en gekk til hðs við lögregluna 1981 og útskrifaðist úr Lögreglu- skóla ríkisins 1985. Þá gerir hann úttrilluásumrin. Guölaugurkvæntist 28.12.1968 Hjördísi Emilíu Jónsdóttur, f. 23.9. 1949, sundlaugarverði í Sundlaug Ólafsvíkur. Foreldrar hennar: Jón Steinn Halldórsson, fyrrverandi út- gerðarmaður, og Hjörtfríður Hjart- ardóttirhúsmóðir. Dætur Guðlaugs og Hjördísar: Katrín, f. 7.7.1965, blómaskreyt- ingadama í Reykjavík, hún á eina dóttir, Evu Guðlaugsdóttur; Hjört- fríður Steinunn, f. 4.7.1973, nemi í Þroskaþjálfaskólanum; Hjördís Harpa, f. 6.8.1981. SystkiniGuðlaugs: Sigurhans Wium, f. 1.4.1946, bifreiðastjórií Mosfellsbæ; Guðmunda Wium, f. 28.7.1949, læknaritari í Ólafsvík; Sigríður Júlía Wium, f. 13.1.1956, húsmóðir í Hveragerði; Gísh Wium, f. 13.2.1958, lögreglumaður í Ólafs- vík; Anna Lísa Wium, f. 31.12.1960, húsmóðir á Giljum. Hálfbræður Guðlaugs: Vilhjálmur Wium, f. 17.12.1964, hagfræðingur í Kanada; Davíð Wium, f. 27.5.1975, nemi í Grundarfirði. Fóstursystir Guð- laugs: Jóhanna, f. 23.2 1978, nemi í Grundarfirði. Guðlaugur Wium Hansson. Foreldrar Guðlaugs: Hans Wium Vilhjálmsson, f. 14.12.1923, d. 25.11. 1981, kranamaður, og Katrín Guð- laugsdóttir, f. 7.11.1925, verkakona og húsmóðir. Seinni kona Hans Wium: Eygló Guðmundsdóttir, f. 13.4.1940. Guðlaugur er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.