Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 Spumingin Verslarðu á skólabóka- markaði? Rúna Lind Jóhannesdóttir: Nei, ekki núna. Elín Ösp Gísladóttir: Nei, ég hef ekki þörf fyrir það núna. Björn Sigurðsson: Já, það sem ég þarf. Jón Friðrik Hjaltested: Já, það sem ég þarf. Einar Lárusson: Já, eins og ég get. Ásta Guðmundsdóttir: Já, slatta. Lesendur___________________________________ Hagvaxtarleysið og erlendar flárfestingar: Er gengislækkun eftirsóknarverð? O 0 6 6 ■ 8 5 0 6 8 .8 7 0 O 0 1 0 4 •272 1 0 7-4 2 3 0 0 4 7 • 9 7 2 5 0 -15 4 O 0 1 0 9 5 0 4 11 -2814 O 0 9 7 7 5 3 1 0 ■ 1 7 0 2 O 0 8 5 5 8 6 8 -9 04 3 0 0 .1 2 9 0 5 7 1 3 .4 2 7 0 0 0 ,12 4 8 3 1 .12- 9 8 7.3 0 0 r 2 0 7 8 4 2 -1 6 2 3 00 ,5 0 7 8 2 7 52.8341 00 3 8 18 8 1 3 9 .7 3 07 o o 43 0 5 9 0 4 4 .3 6 04 0 0 0 • 0 4 2 9 0 0 • 0 4 4 8 5 „Hve oft skyldum við Islendingar vera búnir að færa krónuna niður frá árinu 1950?“ Guðjón Magnússon skrifar: Ég hef þónokkuð fylgst með því hvað menn leggja til þessa dagana varðandi aðgerðir í efnahagsmálum okkar. Þaö er nefnilega eins og sí- fellt þurfi að vera hér á döfinni ein- hverjar efnahagsráöstafanir, ólíkt því sem gerist annars staðar þar sem atvinnulífið er stöðugra og undir- stöðubetra. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að kyrrstaða í efnahagslífi sé affarasælust til að ná árangri í hagvexti. Það er byggt á sparnaðar- hugsuninni en ekki loftbólum og nýhugmyndum um þetta eða hitt átakið eða lausafréttum um erlenda framkvæmdaaðila eða fyrirtæki sem séu tilbúin að koma hér með fullar hendur fjár til að framkvæma. Hagfræðingur einn skrifar grein í Mbl. nýlega þar sem hann segist færa gild rök fyrir því að nú sé rétti tíminn til að „rjúfa kyrrstöðuna", styrkja stöðu atvinnulífsins og leggja grunn- inn aö hagvexti. Hann vitnar til tveggja síðustu gengisfelhnga og seg- ir þær vel heppnaðar. Nú sé slakinn í hagkerfinu orðinn það mikill ásamt lítilli verðbólgu að enn ein gengisfell- ingin geti heppnast vel! Þessi maður virðist sammála forstjóra járnblend- isins á Grundartanga sem leggur til allt að 20% gengisfellingu (ef mig minnir rétt). Nú er ég ekki að segja að gengisfell- ing sé allsendis óþörf við sérstakar aðstæður en þær þurfa þá líka aö vera mjög sérstakar. - í Danmörku og raunar alls staðar á Norðurlönd- um svo og í Evrópu og Bandaríkjun- um er gengisfelling sjaldgæf. Sem dæmi frá Danmörku er staöreyndin sú að danska krónan hefur litið sem ekkert breyst gagnvart dollar frá ár- unum upp úr 1950! Hve oft skyldum við íslendingar vera búnir að færa krónuna niður frá 1950? Og svo eru það erlendu íjárfestarn- ir sem allir bíða eftir eins og jóla- sveini. En hvað bjóðum við Islend- ingar upp á? Jú; skattlagningu, verk- falladýfur og óróa og upphlaup á vinnumarkaðnum ásamt neikvæðri umíjöllun um aðild erlendra fyrir- tækja að íslenskum framkvæmdum og framleiðslu. - Það sem hér hefur veriö nefnt er ekki vísirinn að aukn- um hagvexti eða ásókn erlendra að- ila til íjárfestinga hérlendis. Það getur verið að við sérfræðing- um í efnahagsmálum (en það er ég auðvitað ekki) blasi veruíegur árang- ur í efnahagsmálum verði gengið fellt umtalsvert. Ég fullyrði þó að það eina sem við íslendingar eigum eftir að reyna í fjármálum er verulegt átak í sparnaði og samdrætti á öllum sviðum þjóðlífsins. Heimilisföng í þjóðarsál Helgi skrifar: Undatifarin ár hefur þeim stöðugt fjölgað sem telja að gera verði rót- tækar breytingar á útvarpsþætti nokkrum sem Ríkisútvarpið heldur úti og kallast Þjóðarsál. Mörgum hefur ofboðið hvað fólk lætur sér um munn fara í þessum þætti. Þingmenn stjórnar og stjóm- arandstöðu hafa lagt til að RUV verði gert að nota sérstakan búnað er geri kleift að vinsa það versta úr þegar fólk á misjöfnu stigi siöferðis eða þroska og stundum út út heiminum sökum vímuefna einhvers konar æpir alls kyns svívirðingar yfir landslýð. - Er það heldur ekki nema sjálfsögð tillaga. Annað er og mikilvægt í þessu sam- hengi. - Nú er gert að skyldu að fólk segi til nafns þegar það hringir í Þjóð- arsálina. En hvaða nafns? Fólki er í lófa lagið aö gefa upp hvaða nafn sem er og því er nauðsynlegt að þeir sem hringja kynni sig með nafni og heim- ilisfangi. Margir hafa iðkað það að fá nöfn fólks að láni þegar þeir hafa talið sig þurfa að jafna sakir við ein- hvem í gegnum útvarpið. Líklega myndu menn þó hika við að gefa upp heimili annars fólks. Og með því móti mætti hugsanlega koma í veg fyrir að menn geti hringt og brotið adlar velsæmisreglur í skjóli nafn- leyndar og á annarra kostnað. Á lesendasíðum dagblaða virðast blaðamenn gæta þess að.j)eir sem ekki kunna við að láta riafns síns getið haldi sig innan velsæmismark- anna en í Þjóðarsál tala allir í beinni útsendingu og engin leið er því aö gæta almennrar kurteisi og virðing- ar við tilfinningar annars fólks. Drápsfýsn í þjóðareðlinu Gunnar Sigurðsson skrifar: Er nokkuð fjarri lagi að halda að þessi þjóð sé haldin drápsfýsn, svo framarlega sem hún stendur í lík- amsárásum, barsmíðum og drápum eða tilraunum til dráps. Atburðir sem eiga sér stað á almannafæri og að tilefnislausu á síðustu misserum gefa til kynna að meira en lítið er brogað við hugsanagang hjá veruleg- um hluta þjóðarinnar. Kannski henni allri. - Eða hvað sagði ekki presturinn á Seltjarnarnesi í predik- un sinni sl. sunnudag: „Við erum öll þjáð af einhveiju. Það er eitthvað eins og það á ekki að vera... það er sótthiti í okkur öllum.“ - Eflaust er mikið tU í þessu. Atburðir á borð við þann er varð í Austurstræti þegar sparkað var í unga stúlku svo að hún bíður þess aldrei bætur og fólskuleg árás á 35 gamlan mann í Keflavík sl. helgi sýna aö hér er að skapast þjóðfélag sem er meingallað og beinlínis hættulegt hinum almenna borgara. Verst er þó að hér eru mál af þessu tagi ekki Utin nægUega alvarlegum augum af ráðamönnum, t.d. dóm- skerfinu, eins og sýnir sig best að Þetta meö drápsfýsnina; skyldi hún vera eðlislæg eða áunnin? ekki skuli hægt að leggja fram kæru eðlislæg eða áunnin? Er þetta ekki vegnalíkamsárásarnemavirkadaga rannsóknarefni fyrir hugvísinda- og það á sérstökum tímum! En þetta menn okkar? með drápsfýsnina; skyldi hún vera DV Hugrayndabankinn: Sífeiltaukin umsvif Dóri skrifar: Við íslendingar virðumst aldrei þreytast á að skipta við „Hug- myndabankann". Sífellt koma fram nýjar og nýjar hugmyndir að „styrkari stoðum" undir at- vinnulífiö. Það eru erlendir auö- jöfrar sem hugsa hlýtt til íslands, hvað sem það nú þýðir, og það eru íslenskir hugmyndasmiöir á ferðalögum um allan heim að leita verkefna og allt „lofar góðu“. íslenskir lakkríspottar í Kína, hvað þá annað! - í DV sl. mánu- dag sá ég fréttir um þrennt splunkunýtt sem áreiðanlega á eftir að auka umsvif hér á landi: Sýnis- horn af íslensku sjávarfangi til Kina: Upphaf að útflutningi. Fram- leiðsla á sinkí: Könnunarleiðangur til íslands i aðsigi. Og svo koma 4 erlendir bankar í bankaslaginn hér. Hvað þurfum við fleira? Heim með Smuguskipin! Hvenær lækkar bensínið? Eiríkur Árnason hringdi: Nú les maður í fréttum aö bensín á alþjóðamarkaöi hafi verið að lækka í verði á síðustu tveimur til þremur vikum. Þegar slíkar fréttir berast um hækkun líður ekki svo langur tími þar til bens- ínverö hækkar hér á landi. Því er tími til kominn að knýja fram svör við því hvenær bensínverö lækki aftur hér við þessar að- stæður erlendís. Námsflokkar Reykjavikur SigurbjBrg hringdi: Nú eru alls kyns tungumála- skólar að hefja starfsemi sína. Ég hef reynt hvort tveggja, svona tungumálaskóla og svo Náms- flokka Reykjavíkur, og ég legg ekki að lfku hvað Námsflokkarn- ir standa hinum framar. Að ekki sé nú talað um gjaldið sem er afar hagstætt hjá Námsflokkunum. Fyrsta hafskipa- bryggjan Birgir Þórisson skrifar: Leiðsögumenn sem blekkja ferðamenn eni hvimleiðir, en þó er það fyrirgefanlegt ef þeir vita ekki betur, Þegar menn hins veg- ar eru svo hrokafullir að þeir lireinlega þræta ef þeim fróðari menn reyna að leiðrétta þá eiga þeir skilda opinbera ádrepu. - Þannig mann hitti ég úti í Viðey sunnud. 28. ág. sl., staðarhaldar- ann, sem fæst ekki ofan af því að fyrsta hafskipabryggjan á íslandi hafi verið bryggja Milijónafélags- ins í Viöey, byggð 1907-9. Traustar heimiidir herma þó, þar á meðal í Sögu ísafjaröar, eft- ir Jón Þ. Þór sagnfraiðing,' að fyrsta liafskipabryggjan hérlend- is hafl verið byggð á Isafirði 1868. Minkabanareru ekkióþokkar H.Ó. skrifar: í DV 24. ág. sl. skrifar Haraldur nokkur Sigurösson undir fyrir- sögninni „Upprennandi óþokk- ar?" og visar til 7 ára drengjanna sem drápu mink nýlega. Ef bréf- ritari (Haraldur) vissi um grimmd og drápsfýsn villiminka myndi hann ekki tala um „mink- greyið" og annað í þeim dúr. Ég veit til þess að viliiminkur komst nin í hænsnahús og annað hvort drap eða limiesti flestar hænurn- ar og 5 aliendur að auki. Eina drap hann en hinar 4 lágu alblóð- ugar eftir og varð að lóga þeim strax. Það er greinilegt aö dren- girnir, sem Haraldur gagnrýnir í bréö sínu, eru mun vitrari en Haraldui’.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.