Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 Fréttir DV Kostnaður vegna Iðnó sífellt að hækka: Hef ur hækkað um 68 prósent frá upphaflegu áætluninni - kemur mér í opna skjöldu, segir borgarstjóri sem hefur fengið nýtt kostnaðarmat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur fengið í hendurnar nýtt kostnaðarmat sem hún bað um vegna framkvæmda við endurbygg- ingu Iðnó við Tjörnina. Þar kemur fram að endurbæturnar kosti borg- arsjóð ríflega 180 milljónir króna en með innréttingum og tækjum má gera ráð fyrir aö kostnaðurinn fari vel yfir 200 milljónir. Án innréttinga og tækja hefur því verið farið 68% fram úr lauslegri áætlun frá því í desember 1992 sem hljóðaði upp á 107 milljónir. Þar var ekki reiknað með húsgögnum, tækj- um og búnaði. Ingibjörg Sólrún segir í samtali við DV að nýjustu upplýsingar um kostnaðinn komi sér í opna skjöldu. Hún gagnrýnir hvað fyrsta áætlun hafi veriö lausleg. Hún hafi augljós- lega verið skot út í loftið. „Þetta mál snýst ekki um hvað mikið hefur verið farið fram úr áætl- unum heldur hvað áætlanirnar hafa breyst mikið. Persónulega finnst mér þetta alvarlegast þegar verið er að tala um opinberar framkvæmdir. Ef ekki er gerð góð áætlun í upphafi þá Kostnaður vegna endurbóta á Iðnó - fyrstu kostnaöarhugmyndir til áætlana í dag - vita menn ekki út í hvað þeir eru að fara. Þama er nefnilega verið að gangast undir verulegar skuldbind- ingar,“ segir Ingibjörg Sólrún. Undanfarin tvö ár hafa fariö um 84 milljónir í endurbyggingu Iðnó þannig að miðað við nýjasta kostnað- armatið eru 100 milljónir eftir auk innréttinga og búnaðar. Á flárhagsá- ætlun þessa árs áttu 40 milljónir að fara í Iðnó. Þegar hefur verið fram- kvæmt fyrir 46 milljónir. Borgar- stjóri segir að meira verði ekki gert við húsið á þessu ári. „Núna verða menn að setjast niður og fara betur yfir kostnaðartölurnar. Áður en lengra er haldið verða menn líka að koma sér niður á það hvernig á að nota húsið þegar endurbyggingu þess lýkur,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Hafa ekkert breyst" Haraldur Blöndal hæstaréttarlög- maður er formaður endurbyggingar- nefndar Iðnó. Hann segir að í upp- hafi hafi ekki verið gerð kostnaöará- ætlun vegna endurbótanna á Iðnó heldur hafi lauslegri kostnaðarhug- mynd verið kastað fram um hvað endurbygging gæti kostað. „Kostnaðaráætlanir hafa ekkert breyst. Fyrst var eingöngu verið að tala um viðgerð á skrokknum sjálf- um með lauslegri áætlun. Það voru 107 milljónirnar. í upphafi var ekkert farið að hugsa um það með hvaða hætti húsið yrði endurskipulagt að innan. Þetta var skýrt mjög vel fyrir borgarráði á sínum tíma. í samtölum á milli manna hefur alltaf verið talað um hærri fjárhæðir, svona á bihnu 150 til 200 milljónir. Það er hka mitt mat að kostnaðurinn verði á því bih,“ segir Haraldur og telur nýtt mat upp á 184 milljónir vera mjög nærri lagi. Haraldur segir það ekki hægt að gera kostnaðaráætlanir um endur- byggingu jafn gamalla húsa og Iðnó, marga byggingarþætti sé erfitt að meta til fjár og ýmislegt óvænt geti komið upp á framkvæmdatíma. Jafn- framt bendir Haraldur á að ekkert hafi verið gert fyrir Iðnó í 100 ár. Haraldur er sammála borgarstjóra um að góðar áætlanir þurfi að liggja núna fyrir um framhald fram- kvæmda við Iðnó nú þegar endur- byggingu sé nánast lokið að utan. Vinnuaflsskortur á Austfjörðum: Verðum að auglýsa eftir fólki í Færeyjum - segir Bryndís Þórhallsdóttir hjá Gunnarstindi á Stöðvarfirði „Það er ekki um annað aö ræða en að auglýsa eftir fólki í Færeyjum. Við verðum að reyna að bjarga okk- ur. Hér á landi virðist enginn mögu- leiki vera á að fá fólk í vinnu. Ég veit ekki í hvaða fjölmiðli hérlendis við eigum að auglýsa næst. Við höf- um auglýst um allt en fáum nánast engin viðbrögð. Eina svarið, sem við höfum fengiö við öhum okkar aug- lýsingum, er símhringing frá tveim- ur ungum phtum. Okkur vantar síð- ur karlmenn í vinnu heldur í það minnsta 10 konur í snyrtingu í fyrsti- húsinu," sagði Bryndís Þórhallsdótt- ir hjá Gunnarstindi hf. sem rekur fiskverkun og útgerð á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Bryndís segir að sér virðist ástand- ið svipað á öðrum stöðum á suður- fjörðum Austíjarða. Mjög erfitt að fá fólk í vinnu og enginn skráður at- vinnulaus á þessu svæði. „Þótt atvinnuleysi sé skráð svo og svo mikiö um allt land er eins og fólk vilji ekki fara í fiskvinnslu. Það þykir víst ekki fínt á íslandi að vinna í fiski,“ sagði Bryndís Þórhallsdóttir. Stefán E. Stefánsson, sláturhús- stjóri á Breiðdalsvík, sagði að sig vantaði enn fólk í erfiðustu störfin í sláturhúsinu, fyrirristu og fláningu, á komandi sláturtíð. Hann sagði að störfin í húsinu væru 35 og hann hefði þegar skráð niður til starfa um 30 nöfn. Fáir af þeim væru tilbúnir að fara í erfiðari störfin. Mest af því fólki, sem vih koma í sláturhúsið, er fólk úr fiskvinnslunni sem er að leita eftir thbreytingu. „Togarinn Hafnarey var að bila nokkuð alvarlega. Mér er sagt að vélin sé farin í skipinu og það verður stopp einhveijar vikur. Ef th vih fæ ég eitthvað af áhöfn hennar í vinnu þessar 5 th 6 vikur sem sláturtíðin stendur," sagði Stefán Stefánsson. í dag mælir Dagfari A valdi umboðsmannsins Dagfari fjallaði í gær um það áhugamál íslenskra tónhstar- manna að koma í veg fyrir flutning óperunnar Vald örlaganna eftir Verdi. Einkum og sér í lagi er það kappsmál þeirra að koma í veg fyr- ir að Kristján Jóhannsson komist upp með það að fá átta hundruð þúsund krónur per sýningu. Þaö verður hins vegar að segjast eins og er að Kristján Jóhannsson hefur ekki beðið um þessi laun og fær þau alls ekki, samkvæmt því sem forráðamenn Þjóðleikhússins segja. En fiskisagan segir það og fiskisagan flýgur og það er þýðing- arlaust að mótmæla einhveiju sem almannarómur hefur ákveðiö. Kristján fær átta hundruð þúsund krónur, hvort sem hann fær þær eða ekki. Og hvað svo sem hann fær, er það vegna þess að umboðs- maður hans hefur krafist góðra launa en ekki vegna þess að Krist- ján hafi beðið um þau. Kristján er á valdi umboðsmannsins sem sem- ur fyrir Kristján og hann hefði glaður sungiö fyrir ekki neitt hér á landi ef ekki væri umboðsmaður sem semur fyrir hann. Kristján er nefnhega ofurseldur þeim örlögum að syngja betur en aörir og er eftirsóttur söngvari og hann hefur ekki tíma til að semja um kaup og kjör og hefur umboðs- mann í þeim skítverkum, sem hlýst af þeim illu örlögum að syngja bet- ur en aðrir. Þjóðleikhúsið situr uppi með þau örlög að þurfa að ráða fólk th list- tjáningar, hvort heldur í leik eða söng eða undirsphi, og auðvitað vhl Þjóðleikhúsið borga öllum sem best en hefur ekki efni á því og greip þess vegna til þess ráðs að fá einkafyrirtæki th að borga launin sem Þjóðleikhúsið getur ekki borg- að. Einkaaðhar geta borgað það sem ríkisrekið leikhús getur ekki borgað, enda hafa einkaaðilar meiri flárráð og skhja betur lög- máhð um framboð og eftirspurn. Það er nóg framboð af lélegum söngvurum en hver vill ekki heyra Kristján Jóhannsson syngja? Þess vegna varð það að ráði að einkaað- ilar borga launin fyrir Þjóðleikhús- ið handa Kristjáni sem er ráðinn til Þjóðleikhússins til að syngja í Verdi til að umboðsmaðurinn geti fengið sitt. N Einkaaðilar ættu að gera meira að þessu. Einkafyrirtæki, sem skilja lögmáhn um framboð og eft- irspurn, eiga að leggja í púkkið þegar fátæk ríkiskfyrirtæki og stofnanir eru annars vegar. Það væri til dæmis ekki amalegt að einkafyrirtæki réðu sérstakan toh- stjóra sem væri betri en aðrir toll- sljórar en ríkið hefur ekki efni á að ráða. Einkafyrirtæki gætu ráðið góöan forstjóra til ÁTVR eða Pósts og síma, sem þeir hefðu á launum hjá sér í staðinn fyrir að láta ríkiö borga þeim skítalaun. Fyrir vikið situr ríkið uppi með forstjóra sem eru fjandsamlegir einkarekstrin- um og skhja ekki lögmálið um framboð og eftirpum á góðum for- stjórum. Dagfara finnst líka tímabært að athuga þann möguleika að ráða góðan forsætisráðherra fyrir al- mennheg laun. Það fást aldrei nein- ir virkilega eftirsóttir forsætisráð- herrar meðan launin eru svona lág í ríkisstjóminni og hvers vegna ekki að fá einkafyrirtækin th að „sponsorera" eftirsóttan mann í forsætisráðherraembættið, sem stjórnar betur en aðrir. Hér er það ekki spurning um framboð heldur eftirspurn markaöarins og það er alveg ljóst að ríkisstjórnin mundi verða mun betri með „sponsorer- aðan“ forsætisráðherra sem stjóm- ar betur en aðrir. Ríkissjóður mundi spara á þess- ari aðferö og ríkisútgjöldin minnk- uðu og fólkið í rikisgeiranum og aðrir ráðherrar gætu ekkert sagt, vegna þess að þaö er ekki ríkisvald- ið sem borgar launin heldur fyrir- tæki úti í bæ. Það era þau sem borga Kristjáni og það verða þau sem borga betri laun heldur en „skítapakkið" í gryfjunni fær, sem á ekkert betra skihð en þau laun sem það fær. Menningin verður ekki í askana látin. Hún er ekki á valdi listarinn- ar heldur peninganna sem um- boösmennirnir kreíjast. Það kemst enginn upp með það að vera góður hstamaður án þess að raka saman milljónum ef hann hefur góðan umboðsmann. Það era örlög Kristj- áns. Hann er ekki á valdi örlag- anna. Hann er á valdi peninganna. Hann er á valdi umboðsmannsins. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.