Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 3 Fréttir Að elska er að lifa var með söluhæstu j ólabókunum: Útgefendur höfðu ekki trú á bókinni Sjórflæðir upp á tún íVogunum Ægir Már Kárason, D V, Suðumesjum: „Sjórinn flæðir langt upp á tún hér í Vogunum og oft hefur frystihúsið veriö í mikillihættu þegar veður hafa verið slæm eins og síðustu daga. En við vonum að það heyri fljótt sög- unni til með þeirri framkvæmd sem nú stendur yflr," sagði Jó- hanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri í Vatnsleysustrandar- hreppi, I samtali við DV. Til að breyta þessu ástandi stendur nú sem hæst yfir vinna við sjóvarnargaröa í Vogunum. Veriö er að koma upp öflugum vamargörðum á svæðið upp frá höfninni. Þessar framkvæmdir munu kosta sveitarfélagið þrjár milljónir króna. Schwarzk^f Hárlakk - Froður - Gel Gœði á góðu verði - Fœst í nœstu verslun - Gunnari Dal afhentur Davíðspenninn í dag „Stærstu útgefendur höfðu ekki trú á bókinni og töldu að hún mundi ekki seljast. Þess vegna er skemmti- iegt að sala hennar skyldi ganga svona vel,“ sagði Hans Kristján Árnason við DV. Að elska er aö lifa, bókin þar sem Hans Kristján Árnason ræðir við Gunnar Dal, seldist í um 6.200 eintök- um fyrir jólin. Samkvæmt upplýs- ingum sem DV hefur aflað er hún því þriðja söluhæsta bókin í jóla- bókaflóðinu í ár. Góð sala bókarinn- ar er athyglisverð þegar haft er í huga að Hans Kristjáni gekk mjög illa að sannfæra stærstu útgefendur um að þeir ættu að gefa bókina út. Fékk hann afsvar hjá stærstu forlög- um. Fór svo aö lokum að hann gaf bókina út á eigin spýtur og sér vart eftir því. í DV í gær var fjallað um sölu- hæstu bækurnar fyrir jólin en vegna mistaka var bókar Hans Kristjáns ekki getið. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. í umfjöllun DV var byggt á tölum frá útgefendum og samkvæmt þeim var bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar söluhæst, seldist í 11.700 eintökum. í ööru sæti kom Ómar Ragnarsson með Fólk og firnindi en hún seldist í 8.800 eintökum. Efstur hjá Eymundsson Til samanburðar við tölur útgef- enda fékk DV sölulista Eymundsson- ar og Hagkaups síðustu tvo mánuði fyrir jól en þessir aðilar eru fyrir- ferðarmiklir í bóksölunni og óháðir útgefendum. Efst á sölulista allra bókaverslana Eymundssonar, sem miðast við söluna 1.11.-31.12. og skil, er bók Hans Kristjáns og Gunnars Dal. Ekki fengust uppgefnar tölur á bak við hvert sæti en þó fékkst upp- gefið að bók Hans Kristjáns væri langt ofan við næstu bók, Snigla- veisluna. Grandavegur 7 er í þriðja sæti, Villtir svanir í fjórða, Fólk og flrnindi í fimmta, Enn fleiri athugan- ir Berts í sjötta og Bankabókin í sjö- unda, en hún kom inn á listann þeg- ar skilum var lokið. í Hagkaupi var Sniglaveislan sölu- hæst, seldist 2.367 eintökum að lokn- um skilum. Enn fleiri athuganir Berts varð önnur með 1.558 eintaka sölu, Fólk og firnindi þriðja, seldist í 1.441 eintaki, Grandavegur 7 fjórða, seldist í 1.211 eintökum og Að elska er að lifa fimmta, seldist í 1.186 ein- tökum. Félag íslenskra rithöfunda mun í dag heiðra Gunnar Dal með því að afhenda honum Davíðspennann við athöfn í Perlunni. Fær Gunnar Davíðspennann fyrir áratuga ritstörf og bókina Að elska er að lifa. Orka 113 kcal* Orka 473 kJ* Prótín 4 g* Kolvetni 21,4 g* Fita 2,1 g* Natríum 314 mg* Kalíum 105 mg*. A-vítamín 38% (RDS) Þíamín 27% (RDS) - Níasín 27% (RDS) Kalsíum 5% (RDS) ■f--- D-vítamín 10% (RDS) B6-vítamín 25% (RDS) C-vítamín 25% (RDS) Fólínsýra 25% (RDS) Cheerios FÆBUHRINGURINN Það er samhengi á milli mataræðis og héilsu. Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að huga að samsetningu fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur sáralítið af sykri og fitu. 1 hverjum Cheerios „fæðuhring" er að finna bragð af góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldri. w *1 skammtur eða 30 g. RDS: Ráðlagður dagskammtur. ðuT haettir ekki að borða Kollan mat með a j M^UThæt Cheerios - einfaldlega hollt! *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.