Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Óþægilegur skyldleiki Nicholas Blake, P.D. James og spennusögurnar tvær. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 2. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 3. Díck Francis: Decider. 4. Gerald Seymour: The Fighting Man. 6. Terry Pratchett: Men at Arms. 6. Stella Gibbons: Cold Comfort Farm. 7. Colin Forbes: The Power. 8. Margaret Atwood: The Robber Bride. 9. lain Banks: Complicity. 10. Sebastian Faulks: Birdsong. Rit almenns eðlis: 1. Andy McNab: Bravo Two Zero. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. W.H. Auden: Tell Me the T ruth about Love. 4. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye. 6. Angus Deayton: Have I Got News for You, 6. J. Cleese 8i R. Skynner: Life and how to Survive It. 7. Alan Clark: Diaries. 8. Bill Watterson: Homlcidal Psycho-Jungle Cat. 9. Bíll Bryson: The Lost Continent. 10. Dirk Bogarde A Short Walk from Harrods. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: Haldurs ballader - og , andre skroner. 2. Margaret Atwood: Katteeje. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4. Peter Heeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Arturo Parez-Reverte: Det flamske maleri. 6. Flemming Jarlskov: Skjult kamera. 7. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. (Byggt á Politiken Sendag) Ekkert er nýtt undir sólinni. Þaö sannast af og til í bókmenntum þegar ný skáldverk reynast óþægilega lík eldri verkum annarra höfunda. Jafnvel þrautreyndir og^ þekktir rithöfundar geta lent í slíkum mál- um. Það sýnir reynsla skáldkonunn- ar frægu, P.D. James, en hún er höf- undur margra spennusagna um lög- regluforingjann snjalla, Daglish. Frá því er sagt í enska vikublaðinu „Independent on Sunday" að nýjasta saga hennar, „Original Sin“, þyki um margt ótrúlega lík „End of Chapter" - fjörutíu ára gamalli spennusögu sem Cecil Day-Lewis, er eitt sinn var lárviðarskáld Breta, samdi undir dulnefninu Nicholas Blake. Báöar sögurnar fjalla um morð hjá útgáfufyrirtæki sem hefur bæki- stöðvar rétt við Thames í London. Þær hefjast báðar á því að maður mætir fyrir tímann í viðtal hjá út- gáfustjóra forlagsins. í þeim báðum er kona sem komin er tíl ára sinna, fyrrum metsöluhöfundur, meðal fómarlambanna. Lykilpersóna í báö- um sögunum er yfirmaður hjá for- laginu sem jafnframt er ljóöskáld sem ekki hefur ort í áratugi - ríflega 25 ár í eldri spennusögunni en rúm- lega 20 ár í sögu P.D. James. Og tíl- efni morðanna er hliðstætt í báðum sögunum að því leyti að þess er að leita í tjölskylduharmleik sem gerð- ist fyrir mörgum árum. Loks heitir síðasti kafh beggja bókanna „Final Proof'. Gagnrýnendur hafa lagt áherslu á að hér sé einungis um að ræða ótrú- lega líkan söguþráð. Hins vegar sé saga P.D. James mun betur skrifuð, Umsjón Elías Snæland Jónsson enda hefur hún fengið góða dóma og rífandi sölu. James segist hafa lesið „End of Chapter" fyrir löngu en telur sig ekki hafa orðið fyrir áhrifum af hemd, enda séu sögurnar alls ekki líkar: „Sem rithöfundur hef ég aldrei þurft að treysta á hugmyndir annarra. En Guð má vita hvað kann að koma upp úr undirmeðvitundinni." Athygli vekur hins vegar að þetta er í annað sinn sem þent hefur verið á það í enskum fjölmiðlum að sögu- þráður í skáldsögu eftir P.D. James sé ótrúlega líkur þvi sem fyrirfinnist í eldri verkum. Þetta átti nefnilega líka við um „The Children of Men“ sem kom út fyrir nokkrum árum. Þar er lýst atburðarás sem svipar um margt til viðfangsefnis skáldsögunn- ar „Graybeard“ eftir Brian Aldiss, kunnan höfund vísindasagna, frá árinu 1964. Báðar gerast í framtíðinni þegar mannkynið er orðið ófrjótt, á svæði nálægt Oxford þar sem ein- ræðisherra ræður ríkjum. Aldiss segir að þetta sé „skrítin tilviljun" en kveðst ekki vilja hafa hátt um það því hann hafi nýverið komist að því að sín saga svipi til annarrar enn eldri sögu eftir einn vina sinna: „Þetta kemur fyrir, sérstaklega hjá rithöfundum sem eru miklir lestrar- hestar,“ segir Aldiss. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Disclosure. 2. Richard P. Evans: The Christmas Box. 3- Anne Rice: Interview with the Vampire. 4. E. Annie Proulx: The Shipping News. 5. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 6. Anne Rice; The Vampire Lestat. 7. Dean Koontz: Mr. Murder. 8. Robert James Walker: Slow Waltz in Cedar Bend. 9. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 10. Danielle Steel: Vanished. 11. Tom Clancy: Without Remorse. 12. Anne Rice: The Queen of the Damned. 13. Anne Rice: The Tale of the Body Thief. 14. Lawrence Sanders: McNally's Caper. 15. Michael Palmer: Natural Causes. Rit almenns eðlis: 1. Jernr Seinfeld: Seinlanguage. 2. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. IVIaya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 6. Rush Limbaugh: See, I Told You so. 7. Thomas Moore: Soul Mates. 8. Joan Wester Anderson: Where Angel's Walk. 9. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 10. Tom Clancy: Armored CAV. 11. Karen Armstrong: A History of God. 12. Howard Stern: Private Parts. 13. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 14. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 15. Erma Bombeck: A Marriage Made in Heaven ... (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Skjálftar í vændum íbúar í Suöur-Kalifomíu geta átt von á öflugum jarðskjálftum þar einhvern tima í náinni fram- tíö. Skjálfti sem varð í janúar síð- astliðnum og mældist 6,7 stíg á Richter var bara fyrstí af mörg- um sem eiga eftír að skekja land á þessum slóðum. Þetta kemur fram í hvorki meira né minna en þremur grein- um í nýjasta hefti tímaritsins Sci- ence. Vísindamennimir segja að fremur rólegt hafi verið á skjálftavaktinni í Los Angeles undanfarin 200 ár. Það eigi nú eftir að breytast. Reiknað er með að skjálftarnir verði svo sterkir aö byggingar sem gerðar era samkvæmt ströngustu stöðlum nú muni ekki þola umbrotin. Risasvarthol Bandarískir visindamenn telja sig haía fundið stærsta svokall- aða svartholiö útí í himingeimn- um. Þaö er í stjörnuþoku sem heitír NGC4258 og er massi þess eins og massi 40 milljóna sóla. Þyngdarafl í svartholum er svo mikið aðljós geturekki einu sinni sloppið frá þeim. Talið er að þau hafi myndast þegar risastórar stjöraur hrundu saman er líf þeirra var á enda og að þá hafi þær sogað irrn í sigaörar stjörnur um kring. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Skjálftaspár ónumið land Það kemur íþúum Koþe í Japan sjálfsagt ekkert á óvart að heyra að illgerlegt sé að spá fyrir um jarð- skjálfta, þrátt fyrir margra ára rann- sóknir og að háum fjárupphæðum sé veitt til þeirra. „Þetta er ennþá ónumið land í vís- indunum. Við erum nánast á þyrjun- arreit þrátt fyrir alla vinnuna. Við vitum meira um sólkerfið en um jörðina," segir David Booth sem starfar að jarðskjálftarannsóknum hjá bresku jarðvísindastofnuninni í Edinborg. Japan er eitt virkasta jarðskjálfta- svæði heimsins og þar verja stjóm- völd um sjö milljörðum króna á ári til að reyna að spá fyrir um skjálfta. Um tvö hundruð jarðskjálftamælar era í landinu til að mæla hreyfingar í jarðskorpunni. Jarðskjálftinn í vikunni var sá fjóröi í röðinni í Japan frá því í des- ember síðastliönum. Samgönguráð- herra landsins, sem hefur veðurstof- una undir sinni stjórn, fór nýlega fram á skýringar á því hvers vegna svona illa gengi að spá fyrir um skjálftana. „Við getum ekki spáð fyrir um jarö- skjálfta. Vísindamenn reyna mikið en það er ekki til nein almennileg aðferð tíl að gera það svo vel sé,“ segir Manfred Baer við svissnesku jarðskjálftastofnunina í Zúrich. „Vísindamenn geta gefið tölfræði- legar líkur, tíu eða tuttugu prósent, á því að jarðskjálfti verði á ákveðn- um tíma en þetta er ekki eins og veð- urspáin sem segir manni hvort mað- ur eigi að taka með sér regnhlífina í dag,“ segir Baer. David Booth segir að aðeins hafi veriö spáð fyrir um tvo jarðskjálfta, í Kína árið 1975 og í Mexíkó árið 1978. ÚOKKAIDO Evrasíu- flekinn Kyrrahafs flekinn Höggbylgjur Skjálftamiðja Rúmlega fjögur þúsund manns létust í jarðskjálfta sem varð í borginni Kobe í Japan .«síðastliðið mánudagskvöld. Jarðskjálftar eru algengir í Japan þar sem landið er á mótum þriggja jarðskorpufleka. Skjálftinn á mánudag varð þegar Filippseyjaflekinn rann undir Evrasíuflekann Evrasíu- Filippseyja- flekinn flekinn Filippseyja fleklnn Niðurskrið Einn jarðfleki skríður undir annan og við það myndast gífurlegur þrýstingur. Jarðskjálftar sem þannig verða eru mjög öflugir Flekakenningin Jarðskorpan er gerð úr sjö stórum flekum sem eru á stöðugri hreyfingu og valdog valda jarðskjálftum og mynda eldljöll Heimild: Time Life bækur REUTER Minni hávaði Hönnuðir flugvélahreyfla era alltaf að leita leíða til að draga úr hávaða þeirra. Nú er ljóst að ekki verður gengið lengra með heföbundnum aöferðum, eins og hafa spaðana stærri og hæggeng- ari og fóðra hreyfiana með hljóð- einangrandi efhi. Vísindamenn eru um þessar mundir að gera tilraunir með þaö sem kalla mætti and-hljóð, en það eru bylgjur sem eyða hljóðbylgj- unum frá hreyflunum. Bílafram- leiðendur hafa beittþessaritækni með ágætum árangri. Bandaríska geimvísindastofn- unin NASA hefur senn tilraunir með svona tæki og ef allt gengur að óskum verða flugvélar meö and-hljóðsbúnaði komnar í notk- un um aldamót. Svartur pip- ar í nikótíns staó Góðar fréttír fyrir reykinga- menn sem hafa reynt allt milli himins og jarðar til að losna und- an oki sígarettunnar: Hvernig væri að reyna að reykja svartan pipar? Breskt tímarit um heilbrigt líf- erni, Healthy Eating, stakk upp á þessu í vikunni og skýrði frá rannsókn úr tímariti um tóbaks- og áfengisfíkn. Piparreykingar munu vera nýjasta æðið meðal þeirra sem vilja liætta og þykja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.