Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Svidsljós Jackie Kennedy Onassis lét eftir sig 14 milljarða: C ar oline er fir íbúðina Ólyginn Van Damme væri í mestu vand- Þegar Jacqueline Kennedy Onassis lést á síðasta ári lét hún eftir sig miklar eignir. Eru eignir hennar metnar á um 14 milljarða króna. íbúð Jackie við Central Park í New York er metin á 200 milljónir króna. Dóttir Jackie, Caroline, erfir þá íbúð og hefur í hyggju að flytja þangað inn ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. íbúðin er á 14. hæð og stend- ur á horni 83. strætis og Fimmtu breiðgötu meö útsýni yfir Central Park. íbúðarbyggingin þar sem Jackie bjó er ein af þeim finustu í stórborg- inni og þar fer enginn inn án þess að eiga erindi, öryggisverðir sjá til þess. íbúð Jackie var sú eina á fjórt- ándu hæð og það er engin smáíbúð því í henni eru Ijórtán stór herbergi. Jackie var með fimm þjóna sem sáu um að halda hreinum átta svefnher- ber'gjum, bókasafni, stofum og eld- húsi sem stjómað var af Mörthu sem fylgt hefur fjölskyldunni í gegnum tíðina. Jackie hafði mjög gaman af breyt- ingum í íbúð sinni og sagt er aö hún hafi oftsinnis skipt öllum húsgögn- um út fyrir ný. í fyrstunni var hún með húsgögn í Lúövíks XTV. stíl en breytti síðan yfir í þægilegri stíl. Á níunda áratugnum breytti hún aftur og þá í franskan sveitastíl. Eldhúsið hefur aftur á móti lítið breyst í tutt- ugu ár. . Trúði á endurholdgun Við stóran glugga, sem snýr í átt - sem er metin á 200 milljónir að garðinum, hafði Jackie teikniborð enda hafði hún gaman af að mála. Annars er íbúðin skreytt með hsta- verkum og ljósmyndum. Flestar eru myndirnar affjölskyldunni en aðeins ein mynd er af fyrrverandi eigin- manni Jackie, Aristoteles Onassis. Jackie átti yfir hundrað bækur um jóga, austurlenska speki og dulspeki. Jackie trúði á endurholdgun. Jackie fékk góð ráð hjá vini sínum, Maurice Tempelsman, um hvemig best væri að fjárfesta peninga sína. Til að njóta skattafsláttar hafði Jackie lagt dágóðar upphæðir í sjóði fyrir barnabörn sín. Börn hennar, Caroline og John, fá dágóðar upp- hæðir en það munu vera smáaurar miöað við það sem bamabörnin munu fá í framtíðinni. Jackie átti skartgripi að verðmæti 700 milljónir króna en börn hennar hyggjast selja þá. Bróðirinn fékk ekkert Fyrir utan íbúðina á Manhattan átti Jackie einnig landskika sem börn hennar erfa. Allt sem tilheyrði fóður þeirra, John F. Kennedy, og þau vilja ekki eiga á að fara á minn- ingarsafn hans í Boston. Hálfbróðir Jackiear, Hugh Auch- incloss, er ekki nefndur á nafn í erfðaskránm og systir hennar, Lee Radziwill, fékk allt sitt meðan Jackie liföi. Jackie gleymdi ekki þjónustu- fólki sínu og einkaritara í erfða- íbúð Jackie Onassis er metin á 200 milljónir króna. Hún er á besta stað á skránni. Manhattan og jafnframt þeim dýrasta. í ibúðinni eru 14 stór herbergi. ræðum með eiginkonuna þrátt fyrir að aðeins væru niu mánuð- ir frá því þau gengu í það hcil- aga. Eiginkonan, sem er númer fjðgur í röðinni, hefur heimtaö skilnað og helming allra eigna hans. Jean-Claude er hins vegar í Kína að leika í kvikmynd með Roger Moore sem einnig hefur átt í hjónabandsvandamálum. ... að leikarinn Richard Gere hefði fundið nýja kærustu sem skildi búddatrú hans betur en nokkur önnur og væri þar að auki með háskólamenntun í sál- fræði. Hún heitir Laura Bailey, 22 ára, og er víst svo flott að hún gat þénað ágætiega með nám) sem fyrirsæta. Fatlaður norskur drengur fékk góða heimsókn: The Boys birtust óvænt Hann var heppinn, litli fatlaði norski drengurinn Joakim Lindefjeld, sem er fimm ára, þegar óvænt og lifandi jólagjöf kom í heimsókn til hans. Það voru átrúnaðargoð hans, The Boys, eða Arnar og Rúnar. Joa- kim dáir þá bræður og hiustar á tónlist þeirra daginn út og inn. Þessi mikli aðdáandi Boys- drengjanna fékk einnig að gjöf ýmsa gripi merkta þeim bræðr- um. Þetta var sannarlega óvænt heimsókn. Sagt er frá heimsókninni í jólaútgáfu norska blaðsins Varden. Arnar og Rúnar tóku sér góðan tíma með Joakim, drukku hjá honum gos og fengu tertu. Joakim litli notaði tæki- færið, dró fram bílamottuna sína og sýndi söngvurunum leikföngin sín. The Boys, Arnar og Rúnar, hafa sýnt veikum bömum sérstaka umhyggju og hafa vakið athygli vegna þess. Joakim litli hefur án efa átt gleöilegri jól fyrir bragöið. íslensku söngvararnir Arnar og Rúnar með fatlaða drengnum Joakim sem þeir heimsóttu fyrir jólin. ... að engum hefði komið það á óvart þegar söngvari hljóm- sveitarinnar Nirvana framdi sjálfsmorð. Þá þegar var dóttir hans fædd (1992) en söngvarinn, Curt Cobain, vildi að eiginkona hans, Courtney Love, yrði sam- ferða honum i dauðann. Hún sagðist ekki vilja það vegna barnsins. í dag syngur Courtney með hljómsveitinni Hoie og býr með söngvaranum Evan Danoe. ... að hlaupadrottningin Katrin Krabbe væri barnshafandi. Katr- in, sem er 25 ára, hefur lagt iþróttir á hilluna og ætlar sér að hugsa um aðra hluti i framtiðinni. ... að prins Jóakim af Dan- mörku hefði vist ekki neitt á móti því að fá sér í glas á góðum stundum. Þetta sagði prinsinn í nýlegu viðtali. Jóakim, sem er 25 ára, viil þó sist af öliu drekka bjór þvf af honum verður maður svo þungur í maganum...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.