Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Stuttar fréttir Utlönd Gódjólaverslun Jólaverslunin gekk betur í Sví- þjóð en kaupmenn höí'ðu gert sér vonir um. Rittihugar Ritt Bjerre- gaard, fulitrúi Dana í fram- kvæmdastjóm ESB, ætlar á mánudag að svara beiðni danska flár- málaráðherr- ans um að hún afsali sér eftir- launum sínum sem ráðherra. Armaniiofaður Tískukóngurinn Armani fékk mikið lof fyrir búninga sína í óperunni Cosi fan tutte í konung- legu bresku óperunni. Dansbann af numið Tillaga um að afnema bann við dansi og skemmtan á páskum og helgum dögum nýtur mikils stuðnings í norska þinginu. Rættumfisk Norðmenn og ESB ræða gagn- kvæma fiskveiðikvóta 1 næstu viku og verður makríllinn mest- ur ijár í þúfu. TreystaBalladur Flestir Frakkar treysta Ballad- ur forsætisráöherra til að fara með efnahagsmálin. , Sættir í Suður-Afríku Sættir hafa náðst í deilu forseta og varaforseta Suður-Afríku og heldur stjórnin því velli. Bazargan allur Mehdi Ba^argan, fyrsti forsæt- isráðherra írans eftir fall keisar: ans, lést í Sviss í gær, 86 ára. Prins siasast Elsti sonur Hollandsdrottning- ar slasaöist lítillega í umferðar- slysi á þýskri hraðbraut í gær. Tíufarast Tíu manns fórust þegar lítil einkaþota fórst skömmu eftir flugtak frá Le Bourget flugvelh í París í gær. Páfi fermeðfriði Jóhannes Páll páfi kom til Sri Lankaígærþar sem búddatrú- armenn eru í meirihluta og ságðist aðeins vera með frið i hjarta en búddatrúarmenn saka hann um að hafa móðgað trú þeirra. Minna mannfall Rússneskur hershöfðingi segir mannfaR í Tsjetsjeníu minna en afsé látið. Reuter Kauphallir: Hlutabréf hafa lækkaðíverði og bensín hækkað Áhyggjur af verðbólgu í Bretlandi höfðu þau áhrif á veröbréfamarkaö- inn í Lundúnum á fimmtudag að hlutabréf lækkuðu í verði og var FT-SE 100 3.028,6 þegar kauphöllinni var lokað á fimmtudagskvöld. Hluta- bréf lækkuðu einnig í veröi í New York, Frankfurt, Hong Kong og Tokyo. Verö á sykri í Lundúnum hefur lækkað nokkuð síðustu daga og sama gildir um kaffi á mörkuðum í Chicago. Verð á 92 oktana bensíni hækkaði hins vegar lítillega og hrá- olía hækkaði einnig í verði meðan verð á 98 oktana bensíni hélst svo til óbreytt. Var í heimsókn hjá foreldrunum þegar jarðskjálftinn varð: Gingrichsakar 01 barn eftir þrjá daga í rústunum - læknar óttast inflúensufaraldur í Kobe vegna kuldans Yuko Ukon, 33 ára kona, var í heimsókn hjá foreldrum sínum í Kobe þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir á mánudagskvöld. Hún var ó- frísk en í gærmorgun ól hún heil- brigt stúlkubarn, þremur dögum eft- ir að henni var bjargað undan húsa- rústunum. Yuko var sofandi þegar skjálftinn varð. Stór kommóða féll yfir hana og kom í veg fyrir að hún gæti hreyft sig. Það vildi henni, og barninu sem hún gekk með, hins vegar til happs að hún lá á hliðinni þannig að allur þungi kommóðunnar hvíldi á mjaðmagrind hennar. Björgunarsveitarmenn grófu upp að minnsta kosti sjö manns úr rústum Kobe í gær, ailt eldri konur sem höföu verið án matar og vatns í þrjár frostnætur. Læknar vöruðu við því í gær að inflúensufaraldur kynni að koma upp meðal fórnarlamba jarðskjálft- ans vegna kuldans sem er í Kobe. „Við höfum þungar áhyggjur af inflúensufaraldri, einkum meðal barnanna. Mörg börn eru þegar komin með sótthita," sagði Shunichi Fukuda, talsmaður borgarsjúkra- hússins í Kobe. Tomiichi Murayama, forsætisráð- herra Japans, sætti harðri gagnrýni á fyrsta degi þingsins. Stjórnarand- stæðingar sökuðu stjórnvöld um seinagang í hjálparstarfinu en mörg hundruð þúsund manns eru heimil- islaus. Bænastund nægði ekki einu sinni til að lægja reiðiöldurnar. En mitt í allri reiðinni og óttanum berast fréttir sem fylla björgunar- sveitarmenn -von, eins og björgun kvennanna sjö. Þá gaf maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sem svarar fjórtán milljónum íslenskra króna til hjálp- arstarfsins. Reuter Yuko Ukon, 33 ára kona, sem lá föst undir hrundu húsi foreldra sinna í þrjá daga eftir jarðskjálftann i Kobe, bendir stolt á stúlkubarn sem hún ól í gærmorgun. Barninu heilsast vel. Símamynd Reuter demókratana umsamsæri Newt Gingrich, for- seti fulltrúa- deildar Banda- ríkjaþings, sak- ar demókrata um að hafa gert samsæri um að eyðileggja sig vegna þess að þeir séu sárir yfir að hafa misst meirihlutann í þingdeildinni. Þingfundur á fimmtudag leyst- ist upp í hróp og köll, annan dag- inn i röð, þegar demókratarnir veittust enn á ný að Gingrich fyr- ir bókasamning hans við útgáfu- fyrirtæki Ruperts Murdochs. Jafnvel hörðustu íhaldsmenn hafa ráðlagt þingforetanum að rifta samningnum, sem er talinn ákaflega ábatasamur, en hann þráskallast við. „Ég ætla að skrifa bók, ég tel mig hafa rétt til þess að skrifa bók,“ sagði hann. Nauðganirog mannátásviði vaida hneyksian Breskir leikhúsgagnrýnendur og gestir ná ekki upp í nefíð á sér af hneykslan yfir leikriti sem var frumsýnt á fimmtudagskvöld í Lundúnum. Það sem fór fyrir bríóstiö á þeim voru homma- nauðganir og barnaát og annaö ofbeldi. Verkiö heitir Blasted og er sýnt í litlu tilraunaleikhúsi, Royal Court, sem hefur áður hneykslað með uppfærslum sínum. Stykkið, sem er eftir hina 23 ára gömlu Söruh Kane, gerist á subbulegu hóteh og segir frá dauövona æsiblaöamanni og and- lega vanheilli kærustu hans. Kolklikkaður hermaður ræðst inn til þeirra og þaðan í ffá rekur hvert oíbeldisatriðið annað. Færeyska lög- þingiðkrefst rannsóknar Sögur um ástarleiki uppspuni Ken Stronach, fyrrum tryggur einkaþjónn Karls Bretaprins, viður- kenndi í gær að hafa tekið myndir á heimili Karls á laun en sagði að sög- ur um ærslafulla ástarleiki ríkisarf- ans og hjákonu hans, sem birtust í æsiblaði, væru uppspuni. Á einni myndanna sést tvíbreitt rúm Karls og mun mynd af Camillu Parker-Bowles hjákonu vera á nátt- borðinu. Stronach verður ávíttur fyrir tiltækið, að sögn lögfræðings Karls prins, og dómari hefur úr- skurðað aö þjóninum sé ekki heimilt að ræða um starf sitt. Þjónninn harðneitar að hafa þegið fé frá News of the World æsiblaðinu en staðfestir að hann hafi hitt einn af blaðamönnum þess. Þá segir hann að blaðamaðurinn hafi ekki haft rétt eftir sér þar sem meirihluti þess sem blaðið segir frá, þar á meöal sögur af ástarleikjum Karls og Camillu úti undir berum himni, hafi aldrei gerst. Æsiblaðiö hafði eftir þjóninum á sínum tima að hann heföi þvegið for- ug náttfót prinsins eftir aö hann laumaðist út til að eiga ástarfundi með frillunni á meðan Díana prins- essa svaf værum svefni inni á sveit- arsetri þeirra hjóna. Karl og Díana hafa nú verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Camilla og eiginmaður hennar fengu skilnað á fimmtudag og hefur það kynt undir vangaveltum manna um að Karl og Díana fari sömu leið. Stronach undirritaði þagnareið þegar hann gekk í þjónustu prinsins. Ef hann verður rekinn missir hann 1300 þúsund króna árslaun, auk húss ogbílssemfylgirstarfinu. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | —= Þingmenn á færeyska lögþing- inu samþykktu einróma á fimmtudagskvöld tillögu um að fram færi opinber rannsókn á því hvernig bankasamruninn á eyj- unum 1993 kom tJL í ljós heftir komiö aö hann muni kosta fær- eyska skattgreiðendur um það bil tíu milijarða íslenskra króna. í tillögunni er færeysku lands- stjóminni falið að snúa sér til danskra stjórnvalda til að fá þau til að hefja rannsóknina svo hægt verði að ganga úr skugga um hver beri ábyrgðina. Poul Nymp Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, hefur lýst sig fylgjandi slikri rannsókn. Reyntaðkoma Hvala-Watsoní steininn Hvalveiði- fjandinn Paul Watson kann aö þurfa að dúsaí amerísku fangelsi fyrir aðgerðir sínar gegn hvalveið- umNorðmanna ef norskir saksóknarar fá ósk sína um að hann geti afplánað norska refsidóma í amerísku fangelsi uppfyllta. Watson og kærasta hans, Lisa Distefano, voru dæmd til fiögurra mánaða fangelsisvistar í fyrra- sumar fyrir tilraunir til að sökkva hvalveiðibátnum Nyb- ræna. Reuter,Ritzau,NTB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.