Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 7 Fréttir Haukar-Braga 1 Evrópukeppninni í handknattleik: Ætlum að verja heiðurinn - segir Einar Þorvarðarson Haukar þurfa 13 marka sigur gegn portúgalska liðinu Braga til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Borgarkeppni Evrópu í handknatt- leik en liðin leika síðari leik sinn í keppninni í Hafnarfirði annað kvöld og hefst leikurinn klukkan 20. Eins og kunnugt er þá töpuðu Haukar með 12 marka mun í Portú- gal um síðustu helgi og því má segja að Haukarnir þurfi kraftaverk til að að komast áfram í keppninni. Leikmenn og forráðamenn Hauka hafa ekki lagt árar í bát og telja að með mjög góðum leik og öflugum stuðningi áhorfenda leynist smá- von. „Þessi leikur verður fyrst og freinst leikur til að reyna að rétt- læta getu liðsins og verja heiður félagsins. Við fórum í leikinn til að vinna og við verðum aö sjá hvað við getum farið langt með það,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoð- arþjálfari Hauka, við DV í gær. „Við komum jafnvel til með aö sprengja upp leikinn, fá upp hraða og gá hvort við getum eitthvað náð í áttina í þessi 12 mörk. Ég var með Selfossliðið í fyrra og við töpuðum með 12 mörkum úti en unnum heimaleikinn með sama mun og það eitt sýnir að allt er hægt i þessu,“ sagði Einar. Reykj aneskj ördæmi: Prófkjör Alþýdu- flokksins um helgina Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi fer fram um helgina. Þátttakendur í prófkjörinu eru sjö. Það eru þingmennimir Guðmundur Árni Stefánsson, Rannveig Guð- mundsdóttir og Petrína Baldursdótt- ir. Að auki eru í framboði Gizur Gott- skálksson læknir, Garðar Smári Gunnarsson verkstjóri, Hrafnkell Óskarsson læknir og Elín Soflía Harðardóttir matreiðslumaður. Prófkjörið hefst klukkan 13.00 í dag og stendur til klukkan 18.00. Það hefst svo að nýju klukkan 10.00 á morgun, sunnudag, og stendur til klukkan 20.00. Byrjaö verður að telja atkvæði klukkan 16.00 á morgun og er búist við fyrstu tölum upp úr klukkan 21.00. Kjörstaðir eru Hlégarður í Mos- fellsbæ, Hrólfsskálavör 11 á Seltjarn- arnesi, Félagsheimili Alþýðuflokks- ins í Kópavogi, Alþýðuhúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, Verkalýðs- húsið í Grindavík, Stapi í Njarðvík, Félagsbíó í Keflavík, Verkalýðsfé- lagshúsið í Sandgerði og Vogagerði 12 í Vogum. Til þess að kjörseðill sé gildur verð- ur að kjósa í fjögur efstu sæti fram- boðslistans með því að setja 1 fyrir framan nafn þess sem viðkomandi vill í fyrsta sætið, 2 fyrir framan nafn þess er hann vill í annað sætið og svo framvegis. Kjörseðill er ógild- ur ef kosið er í færri en fjögur efstu sætin. Kjarasamningamir: Eins og allt sitji fast - segirformaöurVSFKN „Það hefur hreinlega ekkert gerst í þessum málum. Það er eins og allir séu að bíða eftir því að við í Flóa- bandalaginu gerum eitthvaö," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis, þegar DV ræddi við hann í gær rétt áður en samn- ingafundur forráðamanna þess og VSÍ hófst í gær. Kristján sagði að það stæði allt fast. Vissulega hefðu menn veriö að tala saman og verið uppi með einhveijar þreifmgar en lítið eða ekkert út úr þeim komið. Hann sagðist undrandi á hve landssamböndin innan Al- þýðusambandsins væru róleg og áhugalaus. Það væri eiginlega bara verslunarmenn og Flóabandalagið sem eitthvert lífsmark væri með í kj arasamningunum Aktu eins og þu vilt nð adr að aorir aki! OKUM EINS OC MCNN' UUMFEROAB RAO J Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð... ...þegar þú ábyrgðartryggir bílinn hjá TM ,J| greiðslur á ábyrgðartryggingum skiptast niður á tvo gjalddaga á ári, 1. mars og 1. september. sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum er engin, óháð því hver ekur eða hversu mikið er ekið. Sjálfsábyrgð foreldra er heldur engin ef ökumaður er barn þeirra. TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF. - þegar mest á reynir! o o Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.