Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 skráargatM Hver verður{^7\ lyga laupur W'Jf mánaðarins? Hf Ævintýraskarðið Margir Sjálfstæðismenn, sem muna „hina gömlu góðu daga“ þegar Óli Thors og Bjarni Ben voru við stýrið, þrá það heitast að upp rísi sterkur foringi meðal þeirra og hafa nú komið auga á Davíð Oddsson sem kandídat í form- annssætið. Mun honum sjálfum ekki vera ókært að vera orðaður við slíkt embætti. Stjórnarhættir hans í borgarstjóraembætti í Reykjavík munu auðvelda hon- um eftirleikinn því að þeir eru taldir munu draga svo úr fylgi Sjálfstæðisflokksins að Geir Hallgrímsson nái ekki kosningu á alþingi og þá verður eftirleikur- inn auðveldur. Vœntanlegt sprengjuframboð Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum hefur vak- ið mikla athygli. Halldór Her- mannsson skipstjóri á ísafirði (bróðir Sverris alþingismanns) hefur verið helsti talsmaður hópsins sem stendur að því en þeir menn sem hann hefur nefnt að séu sama sinnis eru engir ó- merkingar. Þar er annars vegar Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík og skólastjóri Tónlistarskólans þar til skamms tíma en hann hefur einnig verið formaður Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. Hinn er Guðmundur Ingólfsson sem hefur um árabil verið leið- togi Sjálfstæðismanna á ísafirði, lengi forseti bæjarstjórnar þar og af sumum talinn nær einvaldur í bæjarstjórnarmálum á ísafirði meðan Sjálfstæðisflokkurinn var þar við völd. Ef þessir þrír menn munu verða ofarlega á klofnings- lista og Sigurlaug Bjarnadóttir bætist kannski við er ekki að efa að hann mun ná talsverðum ár- angri, ekki síst af því að tveir efstu menn á lista Sjálfstæðis- flokksins hafa lengi verið búsettir utan Vestfjarða og sá þriðji er pabbadrengur úr Bolungarvík. Vilmundur Gylfason og fylgismenn hans héldu sinn fyrsta almenna kynn- ingarfund í Súlnasa! Hótel Sögu á fimmtudagskvöld. Þar var saman komið nokkuð á annað hundrað manns og sátu þeir fyrir svörum Vilmundur, Guðmundur Einars- son líffræðingur, Loftur Þor- steinsson verkfræðingur og Þor- steinn Einarsson. Heldur var dauflegt yfir fundinum þó að Vil- mundur sjáifur lífgaði helst upp á hann. Athyglisvert var að líta yfir fundargesti því að þar sátu m.a. fallkandídatar úr ýmsum flokk- um sem hugsa sér gott til glóðar- innar. Þar var t.d. mættur Jón Ármann Héðinsson og Ágúst Einarsson fyrrv. þingmenn krata og Steinunn Finnbogadóttir sem ekki fékk náð fyrir augum Fram- sóknarmanna í prófkjöri um dag- inn. Þarna var líka Garðar Sveinn Árnason sem sagði af sér trúnað- arstörfum í Alþýðuflokknum ásamt Ágústi um daginn. Líknarfélög eiga nú úr vöndu að ráða. Læknar á Borgarspítala og Landspítala hafa iöngum keppt um styrki og gjafir frá þeim og óspart tíundað neyð sína og skilningsleysi fjár- veitingavaldsins í því sambandi. Með auglýsingu Ásmundar Brekkan eftir gjöfum frá líknar- félögum fékk Borgarspítalinn mikið forskot. Því gátu Landspít- alamenn ekki unað og afleiðing- una gat að líta yfir þvera forsíöu DV í gær. Á innsíðum segir einn læknanna að Landspítalinn sé enn verr settur en Borgarspítal- inn og nefnir þar til sanninda talnarunu. í henni gleymdist þó ansi stór biti, - sneiðmyndatækið nýja og miljónirnar sem það kost- ar. Allt um það, - baráttan heid- ur áfram á læknaballinu sem verður í kvöld! Hetjuleg barátta Guðlaugs Tryggva Karls- sonar til að ná öðru sæti á lista Alþýðuflokksins í Suðurlands- kjördæmi hefur vakið mikla aðdáun. Fer hann um hérað með lúðrablæstri og söng og ver til þess ógrynni fjár. Um daginn kom út Álþýðublað Suðurlands og var það að mestu leyti helgað Guðlaugi Tryggva, m.a. greinin Hver sefur ekki? eftir Kristin Bjarnason í Vestmannaeyjum. Lýkur henni á frumortu kvæði sem minnir um margt á alþekkt baráttuljóð, „Inn með Guðmund okkar Þórarinsson“, sem ort var undir lagboðanum „Ég sá mömmu kyssa jólasvein", og átti drjúgan þátt í að koma Guð- mundi inn á þing á sínum tíma. í kvæði Kristins eru m.a. þessar vísur: Alþýðuflokkinn allir þekkja, sem sijórna þarf á lóðinni. Á verðbólgunni mun hann klekkja, svo líki allri þjóðinni. Lóðin okkar landið er, með skuldafen að baki. Vaxlatölur sýna mér, að landinu okkar hraki. Guðlaugur Tryggvi: stjórna þarf lóðinni Kvæðinu lýkur svo með þessari vísu: 77/ að stjórna þessu landi, bara eina leið ég finn. 1‘að er að tengjast tryggðarbandi og koma Guðlaugi Tryggva inn. Nú er mikil góssentíð hjá hagyrðing- um enda mikil hreyfing í þjóðfé- laginu. Einum þeirra varð að orði: „Fiskiskipin bundin, atvinnuleysi vex, þjóðin hímir föl í skammdeginu og þá kemur for- sætisráðherra með nýja stjórnar- skrá“. Síðan mælti hann fram: Meðan þjóðin bleik á brá bindur skip við polla, fœrir okkur frelsisskrá faðir Ajatolla. Sama hagyrðingi varð að orði þegar Eggert Haukdal tók sér frí frá þ'ingstörfum vegna anna og Siggeir í Holti bjargaði ríkis- stjórninni: Ajatollas eykur lið amstur bœnda vorra, sem að hamast heima við að hleypa til á Porra. Eggert Haukdal er einn af þessum furðu- fuglum í íslenskri pólitík. Sagt er að hann og Gunnar Thoroddsen hafi gert með samning. Eggert færi heim til sín (að hleypa til á Þorranum) og hleypti stjórnar- sinnanum Siggeir Björnssyni í Holti inn á þing til þess að hægt væri að koma bráðabirgðalögun- um í gegn. Það sem Eggert fengi í staðinn væri endurskipun í stjórnarformannsembætti í Framkvæmdastofnun ríkisins. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er það staðreynd að Eggert var endurskipaður í stöðuna um daginn. Annað sem mun hafa rekið Eggert út í þessi kaup var það að hann fann óánægju meðal fylgismanna Eggert: Hleypir til á Þorra Sjálfstæðisflokksins í V- Skaftafellssýslu með að hann hefði ekkert hleypt varamanni sínum inn á þing og þeir hafi jafn- vel verið farnir að hóta honum að styðja hann ekki í væntanlegu prófkjöri, ef Siggeir fengi ekki að sitja svolítið iíka. Þetta kann þó að reynast Eggerti dýrt því að með allan sinn hringlanda- hátt og kaupmennsku hefur hann misst tiltrú margra í heimahéraði og kann svo að fara að hann sitji eftir heima með sárt enni og kom- ist hvergi á jötuna. Stríð Eggerts Haukdals við sr. Pái Pálsson á Bergþórshvoli hefur nú orsakað það að sveit þeirra skipt- ist í tvo fjandmannaflokka og rík- ir jafnvel hatur á milli bæja. Dæmi eru þess að hörðustu fylg- ismenn Eggerts hafi neitað að láta klerk ferma börn sín og leitað á vit fjarlægari presta til að fá þá þjónustu. Hinum skynsamari Landeyingum þykir súrt í broti að láta ófriðarseggi þessa spilla svo friði í sveitinni. Alþýðuflokks- menn í Reykjavík leita nú með logandi Ijósi að einhverri vænlegri konu sem fengist til að setjast í fjórða sæti á lista þeirra eftir að Ágúst Einarsson hljópst á brott. Hefur víða verið leitað fanga og m.a. til a.m.k. fjögurra þekktra kvenn- aframboðskvenna. Eftir því 5em skráargatið hefur fregnað mun leitin engan árangur hafa borið enn og vænlegar konur ekki vilj- að Ijá máls á því að setjast í sætið. Hornstrandir eru kaldar og stundum lenda ferðamenn í hrakningum þar þó að komið sé langt fram í júní. Fyrir nokkrum árum fórum við tvenn kærustu- pör í gönguferð á þessar annáluðu strandir og varð hún allsöguleg, svo söguleg að ég hef aldrei get- að hugsað mér að koma á þann stað síðan. Við fengum gamlan sjómann á ísafirði er átti lítinn bát til að fara með okkur yfir í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum og ætluðum síðan að ganga yfir Hafnarskarð til Hafnar í Hornvík. Gamli maður- inn hét Villi, einn af þessum með neftóbaksklútinn á lofti, en trill- an hans var nefnd Frændi. Veðurútlit var ekki gott þegar við lögðum upp frá bátahöfninni á Is- afirði, og þegar við komum út á mitt Isafjarðardjúp brast á með norðanstormi og grenjandi rign- ingu eða slyddu. Báturinn valt svo mikið að við urðum öll sjó- veik, Anna og Finnur og Dísa og ég. Um tíma héldum við að hann ætlaði ekki að hafa það inn í Jök- ulfirðina, en það tókst þó eftir mikinn barning. Þegar við geng- um á land í botni Veiðileysu- fjarðar var Villi áhyggjufullur og gaf okkur mörg góð ráð, sagði að það gæti verið erfitt að hitta á Hafnarskarðið í svona dimm- viðri. Lýsti hann nákvæmlega fyrir okkur hvernig við ættum að komast yfir. Bað hann okkur lengst allra orða að ana ekki út í neinar ófærur og helst vildi hann að við hættum við og færum með honum til Hesteyrar og gistum þar í húsum. En við vorum ung og ástfangin og vildum ekki láta spyrjast um okkur að eitt vesælt skarð yxi okkur í augum. Skarðið er yfir 500 metrar á hæð og franran af gekk ferðin þó að slyddurigning- in berði okkur grimmdarlega í framan. Við vorum vel klædd og með góðan áttavita sem við kunnum á. Brátt fór skyggni minnkandi og urðum við því að ganga eftir áttavita og korti. Það verður að viðurkennast að gang- an fór smám saman að verða erf- iðari og erfiðari og Anna, systir mín, var orðin hálfvælandi vegna linnulausrar slyddunnar sem við höfðum beint í fangið. Hún er uppburðarminnst okkar fjög- urra. Nú hlaut skarðið að vera fram- undan. Við komum að óárenni- legum skafli, en Villi hafði sagt okkur að við yrðum að fikra okk- ur upp í jaðri hans, eftir eins kon- ar einstigi. En það var sama hvar við reyndum fyrir okkur, hvergi virtist leiðin greið uppgöngu. Það var ýmist ófær urðin eða skafla- stál. Líklega höfum við verið upp undir tvo tíma að finna út úr þessu, og einu sinni reyndum við uppgöngu með þeim afleiðingum að Finnur rnissti fótanna og rann til baka. Nú voru góð ráð dýr. í Veiðileysufirði er ekkert húsaskjól og því ekki vænlegt að snúa við, en það gerðum við samt. Bleytan var farin að síast gegnum allar hlífðarflíkur, en meðan við vorum á gangi sagði kuldi ekki svo mikið til sín. Við vorum orðin ntjög þreytt þegar við komum niður í flæðarmálið á nýjan leik, sérstak- lega stelpurnar. í fjörunni reyndum við að búa urn okkur undir stórum steini og hjúfruðum okkur saman eins og best var unnt. Og þarna vorum við næstu 10 tíma, ýmist að ganga okkur til hita eða húka í skjólinu. Satt að segja vorum við orðin dálítið þrekuð. Snemma morguns næsta dag virtist okkur rofa dálítið til í skarðinu og þá var ekki um annað að ræða en að reyna uppgöngu á ný. Sama óveðrið hélst áfram og ekki veit ég eiginlega hvernig okkur tókst að komast upp undir skarð. svo sljó, köld og þreytt vo- rum við orðin. Skyndilega hróp- aði Anna eitthvaðog benti upp eftir. „Ég sé eitthvað á hreyf- inguÁ sagði hún. Við litum öll upp og Finnur greip kíkinn. „Já, svei mér þá, það er eins og ein- hver dökk þúst sé þarna á hreyf- ingu. Hvað getur þetta verið? Það er ótrúleg tilviljun ef mann- aferðir eru hér núna.“ Þetta gaf okkur nýjan þrótt og við reyndum að hraða okkur í átt tii þústarinnar. Hún virtist þó hverfa af og til, en sást alltaf á nýjan leik, svona um 50metrum á undan okkur. Við héldum á brattann og áður en við vissum af vorum við komin upp í háskarðið og það fór að halla undan fæti aftur. Mannveran, eða hvað það var, sást nú hvergi, en í þann veg- inn sem við erum að fara úr há- skarðinu heyrðum við skræk mik- inn. Við litum skelfd í allar áttir en sáum ekkert. Svo kom annar skrækur ofan úr háloftunum og eftir á bar okkur saman um að við hefðum heyrt sömu orðin: „Þurrkaðu af fótunum af þér.“ Mikiil óhugur greip okkur og við nánast hlupum niður hvert sem betur gat. Einhvern veginn runnurn við, háifhröpuðum, hlupurn, skriðum og gengum nið- ur fjallshlíðina. Eftir að okkur virtist óratíma sáum við glytta í Hornvíkina og skipbrotsmanna- skýlið í Höfn. Þegar við komum þangað vorunt við örmagna og hefðum mikið vilja gefa fyrir að vera komin heim til okkar. Anna var með hálfgerðu óráði svo að við ákváðum að reyna að ná sam- bandi við Ísafjarðarradíó í gegn- um neyðartalstöðina. Það gekk greiðlega og okkur var tjáð að varðskip mundi huga að okkur, en það yrði varla fyrr en eftir hálf- an sólarhring að það kæmist norður fyrir. Okkur tókst að koma eldi í ka- byssuna og vefja okkur inn i teppi eftir að hafa afklætt okkur úr blautu fötunum. Varla var þurr þráður á okkur. Síðan steinsofn- uðum við. Einhverntíma um kvöldið hrukkum við öll upp í einu við það að bylmingshögg er barið á hurðina. Finnur hljóp til og opn- aði og sá ekkert nema eins og einhverja svarta flygsu fjúka frá. Heyrðist þá hvell rödd hrópa: „Snýttu þér, Villi frændi, snýttu þér!" Næsta klukkutíma var búsið öðru hverju barið allt utan og stundum var eins og riðið væri húsunt. Flygsan sást af og til og var skelfing okkar ólýsanleg. Það var ekki fyrr en undir morgun að þessum ósköpum linnti og þá sáum við að varðskip var komið inn á Hornvíkina og búið var að skjóta út báti. Var okkur þá borgið. Er við komunt um borð var okkur sagt að Frænda ís væri saknað og hefði farið fram mikil leit að honunr. Hann kom aldrei fram og ekki Villi heldur. Seinna um sumarið lásum við unr það í blaði að hræ af stórum suðrænum páfagauk hefði fundist í fjörunni í Hornvík hálfum mánuði eftir ferð okkar. Þótti það að vonunr allfurðulegt. En þetta sem ég hef hér frá skýrt er satt. J0nni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.