Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 11
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 um helgina Brian Pilkington: opnaði í gær sýningu á myndum úr bók sinni Gilitrutt. Anddyri Norrœna hússins: Brian Pilkington sýnir Gilitrutt í gær opnaði Brian Pilkington sýningu á 20-30 vatnslitamyndum og teikningum í anddyri Norræna hússins í Reykjavík. Sýningin verð- ur opin til febrúarloka og er opin daglega á venjulegum opnunartíma hússins. Að sögn Brians eru hér á ferð myndir sem birtust í bókinni Gili- trutt og út kom fyrir jólin. Þær eru vatnslitamyndir og hafa vakið mikla athygli. Auk þess sýnir hann blýantsteikningar og skyssur. Sýningin er opin daglega til 28. febrúar eins og áður sagði. Samverustundir í Neskirkju Laugardaginn 15. janúar hófust samverustundir aldraðra í Nes- kirkju á ný eftir áramótin. Dag- skráin fram á vor er í stórum drátt- um þessi: 22. janúar: Stutt kynnisferð til Flugleiða, þar sem Sveinn Sæ- mundsson blaðafulltrúi tekur á móti gestum. 29. janúar: Hvað er til ráða gegn gigtinni? Jón Þor- steinsson læknir sérfærðingur í gigtarsjúkdómum gefur góð ráð. 5. febrúar: Óvæntur gestur. 12. fe- brúar: Þorrahátíð. Frú Elsa E. Guðjónsson og Þjóðdansafélagið kynna þjóðbúninga. 19.febrúar: Frú Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir gefur góð ráð í sam- bandi við augnvernd. Bingó. 26. febrúar: Heimsókn í Iðnskólann í Reykjavík. Skólastjórinn Ingvar Asmundsson tekur á móti gestum. 5. mars: Hjálmar Gíslason syngur gamanvísur. Myndasýning. 12. mars: Óvænt uppákoma. 19. mars: Leynigestir. 26.mars: Her- mann Ragnar Stefánsson kennir létt spor og leiki. 9. apríl: Kynnis- ferð í Reykjalund í Mosfellssveit. 16. apríl: Hvað er viður? Haraldur Ágústsson sýnir ýmsar viðarteg- undir og segir frá ýmsu áhugaverðu í sambandi við þær. 23. apríl: Ung- ir listamenn leika listir sínar. 30. Svör við getraun Hér eru svör við getrauninni á bls. 3.: 1. Forsetaefnið er eftir Guðmund Steinsson 2. Hvað er í blýhólknum? er eftir Svövu Jakobsdóttur 3. Jónas í hvalnum er eftir Véstein Lúðvíksson 4. Loftbólur eru eftir Birgi Engil- berts 5. Loki þó! - er eftir Böðvar Guð- mundsson 6. Pctur og Rúna er eftir Birgi Sig- urðsson 7. Peysufatadagurinn er eftir Kjartan Ragnarsson 8. Pókók er eftir Jökul Jakobsson 9. I’ostulín er eftir Odd Björnsson 10. Straumrof er eftir Ilalldór Laxness 11. Táp og fjör er eftir Jónas Arn- ason 12. Þeir konia í haust er eftir Agn- ar Þórðarson. apríl: Dr. Jakob Jónsson ræðir um lífið og tilveruna. Þá verður einnig eitt og annað um að vera, sem ekki er getið um í dagskránni sérstaklega. Efnt verður til leikhúsferða ef áhugi er fyrir hendi. Fenginn verður sér- stakur vagn til að flytja fólk í kynn- isferðirnar og svo þarf auðvitað ekki að taka það fram að alltaf er boðið upp á kaffisopa og meðlæti við vægu verði. Samkoma fyrir aldraða í Háteigssókn Samkoma fyrir aldraða fólkið í Háteigssókn verður í veitingasal Domus Medica við Egilsgötu nk. sunnudag 23. janúar og hefst kl. 3 e.h. Kventelag Háteigssóknar býður öldruöu fólki til samkomu með kaffiveitingum á sunnudaginn kentur. Að vanda verður ýmislegt til dægrastyttingar, Sigurður Gunnarsson fyrrverandi skóla- stjóri les upp og Ingveldur Hjalt- ested, óperusöngvari, syngur við undirleik Guðna Þ. Guðmunds- sonar. Tækifæri gefst til þess að rifja upp gamlar ntinningar og endurnýja kynnin um leiö og notið er frábærra veitinga kvennanna, sem ekki hafa legiö á liöi stnu við undirbúning þessarar samveru, þótt veður hafi öll verið válynd úpp á síðkastið. Allt frá upphafi hafa þessar skemmtanir verið fjölsóttar og hafa allir farið glaðir og ánægðir heim. Um leið og ég þakka Kven- félagi Háteigssóknar ómetanlegt og óeigngjarnt starf í þágu kirkju og safnaðar, vil ég hvetja allt eldra fólk í I láteigssöfnuði til að koma til samkomunnar og njóta þar samfé- lags, skemmtiatriða og veitinga. Tómas Sveinsson sóknarprestur. 1*1 KN ^ A MT Laus staða Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða yfirmann fjármála- og rekstrardeiidar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Starfskjör skv. kjarasamningum. Við mat á umsækjendum verður lögð áhersla á reynslu og hæfnií almennri-ogfjármálalegri stjórnun og áætlanagerð. Að öðru jöfnu ganga þeir fyrir, sem hafa lokið háskólaprófi í viðskiptafræðum. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri, skrif- stofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Von- arstræti 4, sími 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16, mánudaginn 7. febrúar 1983. Heimilisiðnaðar- skólinn Laufásvegur 2 kynntur í upphafi afmælisárs efnir Heimilisiðnaðarfélag ís- lands til kynningar á Heimilisiðnaðarskólanum vik- una 24.-29. jan. í húsakynnum verslunarinnar ís- lenskur heimilisiðnaður að Hafnarstræti 3. Kennar- ar skólans munu vera þar til staðar að veita upplýsing- ar og sýna vinnubrögð alla daga vikunnar sem hér segir: Mánud. kl. 14-16 myndvefnaður, mánud. kl. 16-18 þjóðbúningasaumur og baldýring, þriðjud. kl. 14-16 vefnaður, þriðjud. kl. 16-18 bótasaumur og tuskubrúöugerð, miðvikud. kl. 14-16 tóvinna, miðvikud. kl. 16-18 hekl og prjón, fimmtud. kl. 14-16 knipl, fimmtud. kl. 16-18 tauþrykk, föstud. kl. 14—16 jurtalitun og munsturgerð, föstud. kl. 16-18 ofin, fléttuð og brugðin bönd, laugard. kl. 10-12 útskurður og leðursmíði. Aðrar upplýsingar veittar í Heimilisiðnaðarskólanum í síma 17800 og hjá íslenskum heimilisiðnaði í síma 11784-5. II >1 BILASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6 Sýndar verða 1983 árgerðirnar af Mazda 929, Mazda 323 og verðlaunabílnum Mazda 626, sem kosinn var bíll ársins 1982/1983 í Japan. Ennfremur verða sýndar videomyndir frá Mazda verksmiðjunum á 60 tommu sjón- varpsmyndvarpa frá PHILIPS. Komið á sýninguna og sjáið það nýjasta frá Mazda. BÍLABORG HF. Smiðshöfða23. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.