Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 / Sextugur Ingvar Hallgrímsson Ingvar Hallgrímsson var í hópi fyrstu stúdenta íslenskra, sem lögðu lcið sína til náms við Oslóar- háskóla eftir síðustu heimsstyrjöld. Það var haustið 1946. Hann dvaldi í Osló í átta vctur, en árið 1954 sneri hann heim með meistarapróf í sjá- varlíffræði upp á vasann og hóf störf við Kiskideild Atvinnudeildar Háskólans, sem síðar varð Hafr- annsóknastofnunin. Þar hefir hann starfað síðan. Dýrasvif var sérgrein hans, en mest trúi cg samt hann hail fengist við rækju, humarog þvílík- ar skrýtnar sjávarverur, sem á hin- um síðari árum hafa dustað hvers- dagsrykið af borðum íslenskra sælkera. Kn fleira heflr hami feng- ist við, sem síðar verður að vikið. Kynni okkar hófust norður í Þrándheimi um jólin 1948. Þá dvöldumst við í góðum fagnaði hjá Siggu og Skúla Norðdahl. Næstu fjögur árin voru þau mikil og oft náin. Þá var ég tíður gestur á heim- ili Ingvars og hinnar ágætu konu hans, I lönnu, sem reyndar er skrif- uð Jóhanna í þjóðskránni. Ótaldar sunnudagsnætur svaf ég í svefn- poka á gólfinu í litlu stúdentaí- búðinni þeirra í Hansteensgötunni, Ekki hefi ég sofið sælli síðar í mýkri dýnum á fínum hótelherbergjum. Sannast þar enn, að hugarþel gest- gjafanna vegur oft þyngra til vellíð- unnar gestsins en glæsileiki húsa- kynnanntt og húsbúnaðarins. Ýmisiegt var brallað á þessuni árunt, sem ekki skal hér í letur fært, en mikið þakka ég Ingvari og llönnu fyrir allar þær ánægju- stundir, sem nú rifjast upp og fiskifræðingur standa Ijóslifandi fyrir hugskots- sjónum mínum, þegarég rakna allt í einu við mér viö það, að Ingvar er orðinn sextugur. Svona líður nú tíminn. Eftir heimkomu rnína frá Noregi og við búsetu í aldarfjóröung austur í heimahögum mínum, strjáluðust fundir okkar að því marki, að á þessum árum, sem ég hefi dvalist hér á mölinni í ná- munda við þau ágætishjón, Hönnu og Ingvar, hefir ekki tekist að ná þræöinum frá Osló. Okkur hefði þótt þaö frétt til næsta bæjar á þeim góðu, glöðu árum. Æviskrár segja Ingvar fæddan 23. jan. 1923 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru merkishjónin Hallgrímur Jónsson, kennari, ferðagarpur og hagyröingur, og' Elísabet Ingvarsdóttir. Ilann varö stúdent frá M. R. 1944, cand. phil. frá 1 láskóla íslands 1946. Mag. sci- ent. frá Oslóarháskóla 1954, eins og fyrri sagði. Réðist til Fiski- deildar I. jan. 1955 sem sérf- ræöingur, en hefir gegnt ýmsum öörum störfuni á Hafrannsókna- stofnun. Þannig var hann fulltrúi. stofnunar sinnar í byggingarnefnd rannsóknaskipsins Bjarna Sæm- undssonar og forstjóri stofnunar- innar í eitt ár í fjarveru Jóns Jóns- sonar, mig minnir 1972-1973. Leiðangursstjóri hefir hann veriö í ótöldum leiööngrum hafrann- sóknaskipa á þessum tíma. Hann Rafdeild JL-hússins auglýsir: Fyrirliggjandi: Barnaherbergisloftljós 10 gerðir Bastljós og borðlampar 15 gerðir Þýskir kastarar, einfaldir, tvöfaldir og þrefaldir Rískulur (Ijós) margar stærðir verð frá kr. 53,- Holland-Electro ryksugur 1000,1100 og 1200 W Aukið úrval rafbúnaðar Eigum gott úrval af snúrum, margir litir Kaplar 1,5 - 16 q Eigum 100 möguleika í perum Opnunartimi: mánudaga - midvikudaga kl. 9-18 fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-22 laugardag kl. 9-12 J|| Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 kenndi um langt skeið líffræði og lífeðlisfræði við Verslunarskólann og einnig við líffræðiskor Há- skólans. Hann hefir löngum verið með öt- ulustu félögum í Félagi íslenskra náttúrufræðinga og setið í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags. Öll þessi störf Ingvars eru mér ekki nægilega kunn til þess, að ég leggi dóm á þau. Hitt veit ég af gömlum kynnum, að hann er ein- stakur regíumaður og snyrtimenni við hvaðeina, sem hann fæst við. Mér er það t.d. mjög í minni, að alltaf hafði hann öll sín mál á hreinu, var aldrei blankur-eins og stúdentar voru gjarnan - a.m.k. í þá daga - drakk vín af hófsemi sér og öðrum til ánægju, en ekki til þess að missa vitið eða brjóta mublurnar. Má ég þá minnast þess, að á fyrsta árinu, sem við áttum samskipti, þótti honum einn mest- ur ljóöur á ráði mínu, að ég smakk- aði aldrei vín, og setti sér það mar- kmið að kenna mér víndrykkju að hætti siðaðra manna. Hann hafði sitt fram, því að á heimili þeirra Hönnu og Ingvars fann ég í fyrsta skipti, hve gaman er að vera svo- lítið hífaður, þá orðinn 24 ára. Það kvöld gekk Ingvar með undir- furðulegt sigurbros á vör. Það væri vanþakklæti af mér að harma það, að Ingvar skyldi kenna mér þessa list. Reyndar var ég ekki eini læri- sveinn hans, því að ég man ekki betur en Eysteinn Tryggvason, sem þá var að nema veðurfræði, en varð síðan prófessor í jarðeðlis- fræði, tæki drykkjusveinsprófið með ntér þetta sama jólakvöld. Annað var það á þessum árurn, sem sýnir vönduð vinnubrögö Ing- vars: Það hvarflaði ekki að honum að ganga upp til prófs, fyrr en hann kunni sitt fag. Það gerðu áreiðan- lega ekki margir, heldur létu vaða á súðum og skelltu sér í prófin meira og minna upp á von og óvon. Margt fleira en þetta með vínið má ég þakka Ingvari frá þessuni árum. Hann var mikill skipuleggj- ari og verður það áreiðanlega, meðan hann lifir. Eitt kvöld á út- mánuðum 1951 hringdi hann til mín út að Ási og spurði mig, hvort ég vildi fara á stúdentamót til Zak- opane í Póllandi um páskana. Ég varð að svara innan klukkutíma. Innan þess tíma hringdi ég til hans og kvaðst mundi fara. Með þessu komst ég í eina minnisstæðustu ferð, seni éghefi farið. Ogsjö árum síðar, þegar ég þurfti að láta reisa hús á Hallormsstað, útvegaði hann mér smið til verksins, sem heldur betur rnunaði um: Gunnar Össur- arson, sem óþarft er að kynna les- endum þessa blaðs. „Þú færð ekki betri smið“, sagði Ingvar. Það reyndust orð að sönnu. Nú skal lokið þessari upprifjun minninga frá samskiptum við ganrl- an félaga. Fátt eitt er hér tínt til af öllu, sem af væri að taka. T.d. ekk- ert minnst á alla pólitíkina. Ég sendi afmælisbarninu bestu ham- öllu, sem af væri að taka. T.d. ekk- ert minnst á alla pólitíkina. Ég sendi afmælisbarninu bestu ham- ingjuóskir með þeirri von, að hann beri næsta áratuginn a.m.k. eins vel og hann hefir gert hingað til. Hönnu og dætrum þeirra óska ég líka til hamingju. Sigurður Blöndal Þér er ekki sama hver matreiðir þorramatinn... Fyrsta flokks hráefni og margra ára reynsla Lárusar Lofts- sonar tryggja þér þorramatinn eins og þú vilt hafa hann. Fyrirtæki, átthagafélög, starfsmannahópar Dragiö ekki að panta þorramatinn úr veislueldhúsi Veitingamannsins. Leitiötilboöa. Bjóöum einnig úrval síldarrétta og pottrétti meö þorramatnum á veisluborðiö. Þorrablótiö heim — ódýrasta veisla ársins Sendum þorraveisluna heim í trogum. Allt tilbúið beint á veisluborðið. Odýrasta veisla sem völ er á. Sími 86880 VEITINGA A/IADURINN Sími86880

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.