Þjóðviljinn - 22.01.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 af baejarhellunni Um daginn heyrði ég einhvern mann í útvarpinu tala um Þorra- komu og fyrsta dag Þorra, sem hann vildi endilega kalla „bónda- dag“. Og síðan kom rétt eina ferð- ina þessi gauðslitna þvæla um að í gamla daga hefðu bændur átt að fara ofan og út þann morgun í skyrtunni einni, vera bæði berlær- aðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina lafa, ganga svo til dyra, ljúka upp, hoppa á öðrum fæti kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða Þorra velkominn. Fyrir þessu var borinn nafni minn Björnsson og vísað í bók eftir hann um sögu daganna. Þegar ég svo fór að glugga í bókina, kom það í Ijós sem mig grunaði, að hann hefur tekið þetta rugl beint upp úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar, einsog þær eru nú þokkalegar. En það má hann eiga, að hann tekur skýrt skrípalæti kringum Þorrakomuna, og var ég þó uppi um 1700 og bjó í Botni í Helgafellssveit. Ég hef sos- um líka orðið fyrir barðinu á þess- ari svokölluðu munnlegu geymd, sem sumir lofa mikið, en er sjaldn- ast annað en lygi og afbakanir um saklaust fólk. Einu sinni varð mér það á, þegar ég var næturgestur á prestsetri, að tauta fyrir munni mér: „Skyldu bátar mínir róa í dag?“ Þetta var nú sosum ekki meira en þegar Litli Kláus sagði Hott, hott, allir mínir hestar. En af því að ég var fátækur maður einsog Litli Kláus, þá gerðu gárungar fyrirfólksins úr þessu rætna skopsögu urn mig, móður mína og ektakvinnu og kölluðu heimili mitt þjófabæli og argasta kot í Helgafellssveit. Síðan komst þessi samsetningur inn í lygasög- urnar hjá Jóni Arnasyni. Sér er nú hver „munnlega geymdin“. Ég hef líka á síðari áratugum oft heyrt sungna svofellda vísu, ef vísu skyldi kalla: Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi. Móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. Aldrei heyrði ég farið með vís- una á þessa leið í mínu ungdæmi, enda kunnu menn þá að fara með stuðla og rím. Vísan var hinsvegar svona: Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi. Móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi. Aðra vitleysu hef ég líka heyrt farið með í kvæðinu um Þyrnirós: Ruglið um þorrann fram, hvaðan hann hafi betta, og hefði því verið nær að vitna í Jón karlinn Árnason, heldur en hann. Það má vel vera, að þessi nafni minn sé eitthvað skyldur mér, því hann er í föðurætt utan af Snæ- fellsnesi einsog ég. Því hafði ég samband við kauða, og hann sagðist dauðsjá eftir að hafa tekið þetta bull upp í bókina sína. Hann kvaðst hafa komist að ýmsu merki- legu varðandi Þorrann, en þess væri sjaldnast getið í útvarpi eða blöðum, heldur ævinlega vitnað í rugliö úr Jóni gamla. En svona væri þetta víst. Fólk vildi frekar heyra rugl og vitleysu, heldur en það sem unnt er að staðfest. Ég kannast ekkert við þessi Og þá var kátt í höllinni. en þetta á auðvitað að vera Og þá var kátt i hárri höll, einsog stuðlarnir segja til um. Og þá dettur mér í hug, úr því ég er farinn að minnast á jólasveina, að ég heyrði einhvern doktor halda því fram í útvarpinu fyrir jólin, að sagan af Steini Þrúðuvanga og jóla- sveinunum væri eitthvað „forn- legri" en kvæði Stefáns Ólafssonar um Grýlu, Leppaiúða og jóla- sveina. Hún bæri meiri keim af „munnlegri geymd". Sagan af Steini Þrúðuvanga var nú skrásett af honum Arnljóti á Bægisá eftir miðja 19. öld. Og á þeim tímum voru menn einsog Arnljótur uppfullir af rómantískri fornaldardýrkun og leituðust við að gera sögur sem fornlegastar eða öllu heldur það sem þeir héldu vera fornlegt. Á hinn bóginn hefur Stefán minn í Vallanesi naumast sjálfur búið til söguna um Grýlu og jólasveinana, heldur líka haft hana úr munnlegri geymd. En sú munnlega geymd er þó a.m.k. 200 árum eldri en sagan hjá Arnljóti. Annars held ég, að hugmyndir manna um jólasveina hafi sífellt verið að breytast og hljóti ævinlega að bera visst svipmót síns tíma og því sé fásinna að ætla að komast fyrir einhvern endanlegan uppruna þeirra. Eða það mundi ég segja, ef ég væri spurður. Einsog áður sagði kannast ég ekkert við þann fígúrugang við Þorrakomuna, sem Jón Árnason segir frá og aðrir éta upp eftir hon- um. Við alþýðufólkið tókum miklu virðulegar á móti honum og höfum gert allar götur frá því okkur var leyft að blóta á laun árið 1000. Þetta var gert kvöldið fyrir fyrsta dag Þorra, en ekki um morguninn, og .það var auðvitað húsfreyjan, sem bauð Þorra velkominn, en ekki húsbóndinn. Það er kannski ekki von að menn trúi mér, af því ég hef verið rægður svo skammarlega í þjóðsögunum. En menn trúa kannski honum séra Jóni mínum í Hítardal, sem svaraði fyrirspurn Árna Magnússonar prófessors á þessa leið í bréfi frá 30. september 1728, sem enn er til. Þeir prestarnir iðkuðu auðvitað ekki sama „heiðna hégóma" og við almúginn, en séra Jón skrifar þó samviskulega: „Að bjóða Þorra, gói etc. veit ég öldungis ekki, hvort gömul siðvenja hafi nokkurntíma verið, eður sé nýlegt inventum excogita- tum af einföldum almúga. Og ekki hefi ég vitað skynsamara fólk leggja þann hégómaskap í venju og ei fæ ég aðra undirvísan hér um en þá, að so sem vetrartíð og veðrátta liggur hér í landi oft þungt á fólki, að henni mætti því heldur lina eður aflétta, þá ættu húsfreyjur ganga út fyrir dyr næsta kvöld fyrir Þorra- komu og so með öðrum góðum virðingargesti inn bjóða til sín með fögrum tilmælum, að veri sér og sínum léttur og ekki skaðsamur. Gói ættu bændur allir að innbjóða með viðlíkum hætti, yngismeyjar Einmánuði, en yngismenn Hörpu eður fyrsta mánaði sumarsins. Én hvörjir ritus þar hafi heyrt til eður tilheyri fæ ég öngva undirvísan um. Ég fyrirvirði mig að setja á pappír til göfugra persóna soddan fávisku, ef ekki útlokkaði það yðar göfug- lega tilmæli og margreynd human- itas.“ Svo geta menn haldið áfram að vegsama ruglið, sem þeir kalla munnlega geymd, fram yfir það sem skrifað stendur. Árni í Botni r i tst jornar gre i n Ekki þetta, Þórarinn Margar íslenskar iðngreinar eiga nú sem kunnugt er í alvarlegum erf- iðleikum vegna hömlulauss inn- flutnings á erlendum iðnaðarvör- um, og ýmsir fyrrverandi iðnrek- endur hafa jafnvel snúið sér að inn- flutningi að meira eða minna leyti í stað innlendrar framleiðslustarf- semi. Flestir munu skilja hvílík alvara hér er á ferðum, ekki síst hvað varðar atvinnuöryggi á komandi árum. Vegna forystugreinar Tímans á fimmtudaginn var um samkeppnis- stöðu íslensks iðnaðar þar sem hrúgað er saman hvers kyns rang- færslum, og Framsóknarlíokknum sungin sérstök lofgjörð fyrir fram- göngu í iðnaðarmálum, þá er rétt að taka fram eftirfarandi. Iljörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra hefur hvað eftir annað og síðast nú um áramótin lagt til, að tekið verði upp sérstakt tíma- bundið aðlögunargjald á innfluttar iðnaðarvörur til að styrkja sam- keppnisstöðu innlends iðnaðar. Innan ríkisstjórnarinnar hefur Framsóknarflokkurinn jafn oft hafnað þessum tillögum, enda Tómas Árnason viðskiptaráðherra og talsmaður Framsóknar í þessum málum einn allra ákafasti boðberi hins hömlulausa innflutnings. Alþýðubandalagið lagði til í ág- ústmánuði sl., að tekin yrði upp innborgunarskylda á vissar greinar innflutnings, þannig að innflytj- endum yrði gert að greiða hluta af innkaupsverðinu svo og löngu áður en varan væri flutt inn í landið. Þessi tillaga var við það miðuð að styrkja samkeppnisstöðu innlends iðnaðar. - Framsóknarflokkurinn hafnaði tillögunni með öllu. Alþýðubandalagið lagði líka til að ráðstafanir yrðu gerðar í því skyni að takmarka verulega og jafnvel stöðva um sinn erlend vöru- kaupalán, sem innflytjendur nota til að fjármagna hinn gegndarlausa innflutning, sem stefnt er til höfuðs innlendri framleiðslu. Framsókn- arflokkurinn gat heldur ekki mcð nokkru móti fallist á þetta. Þórarinn Þórarinsson segir í Tímanum, að Framsóknarflokkur- inn hafi barist harðri baráttu fyrir því að fá afnuminn launaskatt á ís- lenskum iðnfyrirtækjum, og heldur því fram að þar hafi Alþýðubanda- lagið staðið í vegi. Þarna er farið með algerlega rangt mál. í þeim heildartillögum um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem Alþýðubandalagið lagði fram í ág- ústmánuði sl., og birtar voru opin- berlega, þá var þvert á móti lagt til að launaskattinum yrði algerlega létt af innlendum iðnfyrirtækjum. Það var Framsóknarflokkurinn, sem hafnaði þessari tillögu. Öllu þessu virðist sá góði Tírna- ritstjóri. Þórarinn Þórarinsson, hafa gleymt, eða málin skolast illi- lega til hjá honum. Nema hann sé gegn betri vitund að reyna að spinna úr engu í skrúðklæði handa Framsókn fyrir þátt hennar í að greiða götu skraninnflutnings á kostnað íslensks iðnaðar. Að lokum skal tekið fram, að hins vegar hefur Framsókn fallist á tillögu Alþýðubandalagsins um lækkun aðstöðugjalds á innlendum iðnfyrirtækjum og samþykkt þar að lútandi verið gerð í ríkisstjórn- inni og er lagafrumvarp um það efni á næsta leyti. k. Húsgagnasmíði er ein grein íslensks iðnaðar, sem halloka hefur farið í samkeppni við hömlulausan innflutning. Kjartan Olafsson skrifar 777 bjargar lýðrœðinu Núcr gamanað Morgunblaðinu. Á máli þessa „blaðs allra lands- manna“ heitir það ekki lcngur bara kommúnismi heldur líka fasismi, - þetta voðalega, að banna erfða- prins Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni, að hækka strætófargjöld- in um 50% á einum degi! Morgunblaðið vill meina að hér sé nú komin herforingjastjórn af því Davíð fékk ekki sína 50% hækkun. Þetta málgagn alvisk- unnar er hins vegar ekki alveg á því hreina með, hvort herforingja- stjórn Gunnars Thoroddsen sé fas- istastjórn eða kommúnistastjórn! Menn ættu að lesa forystugrein Morgunblaðsins sl. föstudag og lesa hana vandlega. „Lýðræðinu er fórnað á altari verðbólgunnar", segir þar og er það líklega ein frum- legasta túlkunin á verðbólguglímu borgarstjórans. Það var auðvitað fyrst og fremst til bjargar lýðræðinu, sem borgarstjórinn hækkaði fargjöldin um 50%!! - Synd að menn skyldu ekki skilja þetta fyrr en alltsjáandi auga Morgunblaðsins leiddi okkur í all- an sannleik. - En meðal annarraorða. Morg- unblaðið er að býsnast yfir bensín- hækkun upp á 12,3%, sem það legur að jöl'nu við 50% hækkunar- áform Davíðs og annarra borgar- fulltrúa flokkseigendafélagsins. Mættum við upplýsa, að á síð- asta ári hækkaði bensín hér á landi frá upphafi til loka árs um 63,3%, en á sama tíma hækkaði fargjald með Strætisvögnum Reykjavíkur um full 100%, og það fannst Morg- unblaðinu sjálfsagt, en 12,3% bensínhækkun telur blaðið forkast- anlega! Ef strætó hefði verið í einhverju sérstöku svelti á síðasta ári, hvað verðhækkanir snerti, þá gat veru- leg hækkun nú átt við rök að styðj- ast, en svo er ekki. Fyrirætlun Dav- íðs Oddssonar var hins vegar sú, að láta farþega strætisvagnanna, flesta félitla, borga mun stærri hlut af rekstrarkostnaði vagnanna en hér hefur nokkru sinni tíðkast, a.m.k. á síðari árum, -og líka mun stærri hlut en almennt gerist í ná- lægum löndum. Það var þessi grófa ósvífni sem kom hinum kokhrausta borgar- stjóra í koll. Þjóöviljinn veit jafn vel og Morgunblaðið að strætófargjöldin ein sér ráða ekki úrslitum um verð- bólguþróunina hér, en þeir eru margir og sumir nákomnir Morg- unblaðinu, sem spana verðbólguna upp, en þykjast svo hvergi nærri koma. Eða halda menn að hann sé smár hlutur heildsalanna í verðbólg- unni, þessara dýrlinga Sjálfstæðis- flokksins, sem fyrir' fáum árum voru staðnir að því að kaupa inn erlendan neysluvarning á verði sem almennt var 20% hærra en eðlilegt gat kallast? - En máske var það líka til að bjarga lýðræðinu. k.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.