Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. 'Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjomsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita-og prófarkalestur: Elias Mar nuyi JOII iyai . noiauy uuHai il lUöUUllll , _ _______ Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaöaprent h.f.- ritstjornargrei n úr aimanakinu Réttur til að njóta náttúru landsins • í tillögum stjórnarskrárnefndar eru m.a. þau nýmæli í 78. og 79. grein að vernda skuli náttúru landsins og auðlindir þess svo að ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu, og að náttúruauðlindir landsins skuli vera ævarandi eign íslendinga. • Fulltrúar Alþýðubandalagsins í stjórnarskrárnefnd hafa gert tillögur um að þessar greinar verði orðaðar mun ýtarlegar. í 78. greininni vilja þeir m.a. að fram komi ásamt verndarskyldunni réttur allra landsmanna til þess að njóta gæða náttúrunnar. „Landsmönnum öllum skal tryggður réttur til eðlilegrar umgengni og útivistar í landinu. Stjórnvöldum er skylt að vernda náttúru landsins og auðlindir þess svo að tryggt sé að allir landsmenn geti notið útivistar og varðveittur sé sá höfuðstóll sem felst í auðæfum náttúru landsins. Nánar skal í lögum fjalla um umgengnisrétt landsmanna við landið og verndun náttúru og auðlinda landsins og hvernig tryggja skal að ekki spillist að óþörfu líf, land eða haf.“ „Félagslcgur vandi verður ekki leystur nema með félagslegum ráðstöfunum,“ segir í greinar- gerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fóstur- eyðingar, en það frumvarp liggur nú fyrir Alþingi í fjórða sinn. Ar- ið 1975 var fóstureyðingarlögun- um breytt þannig, að framvegis skyldi heimilt að tala tillit til fé- lagslegra aðstæðna, þegar þörf konu fyrir fóstureyðingu er metin, til viðbótar við heilsu- farsástæður, en ákvæði um þær hatði verið í lögum frá árinu 1934. Þrisvar sinnum hefur þessi þingmaður reynt að fá afnumdar hinar félagslegu aðstæður, ogætl- ar nú að reyna í fjórða sinn. Nú fylgir mec) sá „pakki“ að mæðra- laun skulu hækkuð um einhverja sumrnu og greiðslur almanna- trygginga til einstæðra mæðra skulu hækka eitthvað. Umræður hafa orðið meiri nú heldur en um hin fyrri frumvörp þingmannsins um sama mál; kannski vegna þess að hann viðurkennir nú á borði, að félagslegur vandi kann að vera til. Þingmaðurinn heldur fram þrenns konar rökum í geinargerð frumvarpsins fyrir því að nema úr gildi heimild til fóstureyðingar vegna félagslegra aðstæðna: 1) Fólksfækkun. Þar segir orðrétt: „Áhrif fóstureyðinga hér dálkunum „vegna fósturláta" og „vegna annarra tilgreindra ást- æðna“ fjölmargar fóstur- eyðingar. Út frá þessu megum við álykta, að fóstureyðingar hafi verið all- miklu fleiri en hér segir. Við vit- um að sjálfsögðu ekki hversu miklu fleiri, en Vilmundur bendir á, að á Landakoti hafi árið 1931 verið 103svar sinnum skafin leg kvenna, „í smáholum eins og Sól- heimum í Reykjavík 72svar sinn- um og á Hafnarfjarðarspítala 77 En burtséð frá því, virðast mér þessar tölur gefa til kynna, að þær fóstureyðingar, sem ella færu fram á erlendri grund, hafa færst inn í landið. Þessar tölur eru hvorki það háar né er um það hraða fjölgun að ræða að ástæða sé til að óttast fólkfækkun - eins og flutningsmaður vill gefa í skyn. Þessi fjöldi fóstureyðinga er síst meiri á hverjar 1000 konur á aldrinum 15-49 ára heldur en árið 1932, þegar fóstureyðingar voru bannaðar með öllu. Mann- fækkun af völdum fóstureyðinga er því innantóm orð. Um annan lið greinargerðar- innar vil ég hafa sem fæst orð. Hann er afar ósmekklegur. Gefið er í skyn, að þær konur sem fá ekki þann stuðning frá samborg- urum sínum að þær geti átt sín börn, séu allt að því morðingjar. Ég vil benda þingmanninum á að Að útrýma fátækt með því að banna betlið • Stjórnarskrárnefnd er sammála um að í 79. grein sé lýst yfir þjóðareign á auðlindum hafs og hafsbotns við Island og að afsal þeirra til útlendinga sé óheimilt. Ekki er hinsvegar tekin afstaða til þess hvort eða að hve miklu leyti einstakar auðlindir eigi að vera ríkiseign, og Alþingi látið eftir að ákveða það. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins í stjórnarskrárnefnd leggja hinsvegar til að bundið verði í stjórnarskrá að náttúruauðlindir séu sameign þjóðarinnar, og einstaklingar geti ekki hagn- ast óeðlilega á umráðarétti yfir þeim. ?;,Náttúruauðlindir landsins skuiu vera ævarandi eign íslendinga. Öll verðmæti í sjó og á sjávarbotni innan efnahagslögsögu svo og almenningar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóðar- innar allrar, einnig námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 m dýpi. Eignarrétti á íslenskum náttúruauðæfum, landi og landgrunni skal að öðru leyti skipað með lögum. Við eignarnám á landi, í þéttbýli sem dreifbýli, skal al- mennt ekki taka tillit til verðhækkunar sem stafar af uppbyggingu þéttbýlissvæða í næsta nágrenni, opinber- um framkvæmdum eða öðrum ytri aðstæðum, heldur ber að miða mat við verðmæti hliðstæðra eigna. Með þeim takmörkunum sem hér segir skal við það miða að eignarréttur haldist á jörðum, beitiréttur í óbyggðum og önnur þau hlunnindi í heimalöndum og utan þeirra sem fylgt hafa íslenskum búskaparháttum á liðnum öldum.“ • í þeim greinum sem hér hafa verið reifaðar koma fram efnisatriði sem valdið geta pólitískum ágreiningi. Fulltrúar Alþýðubandalagsins leggja til að bændur haldi rétti sínum jafnhliða því sem hagsmuna þéttbýlis- búa sé gætt með því að binda rétt þeirra til umgengni við landið í stjórnarskrá og reisa skorður við braski með náttúruauðlindir. - ekh. á landi á fólksfjöldann hljóta aö vera mikið alvörumál." Og það er talað um „blóðfórnir fóstur- eyðinganna." 2) Siðferðileg afstaða einstak- linga. í greinargerðinni segir, að það sé skylda hvers manns að vernda líf... jafnvel ófædds barns." 3) Hætta á þjóðfélagslegri upp- lausn: „Ef þjóðfélagið viðurk- ennir að fólk geti notið hamingju, ánægju og unaðar, en þaö þurfi ekki að bera afieiðingarnar, ef það vill það ekki, þá er það sama þjóðfélag að kippa stoðunum undan sjálfu sér og stefnir til hruns." Um fyrsta liðinn er vert að hafa nokkuð mörg orð. Bæði er að töl- ur þær um fjölda fóstureyðinga, sem fylgja greinargerð frum- varpsins, gefa mjög svo ófull- komna mynd af ástandinu, og svo hitt að þetta er oft aðalröksemd þeirra, sem banna vilja fóstur- eyðingar. I fruntvarpi því um fóstur- eyðingar, sem Vilmundur Jóns- son, þáverandi landlæknir, lagði framá Alþingi 1934,ergerðgrein fyrir fjölda fóstureyðinga árin 1930. 1931 og 1932. Tölurnareru athygli verðar. Það kemur nefni- lega í Ijós. að fósturevðingar voru stundaðar hér í blora við öll landslög og það í talsvert miklum mæli. I greinargerðinni má finna þessar upplýsingar: Skatln leg kvenna: 1930 1931 1932 v.fósturláta 84 97 133 v.fóstureyðinga 52 92 91 v. annarra tilgr. ástæðna 89 160 131 Alls: 225 349 355 . Og Vilmundur Jónsson bætir því við, að tölur þessar segi ekki nærri alla söguna. Þannig séu fóstureyðingar oft á tíðum skráðar undir jöðru og því sé í sinnum. Getur sá urmull slíkra aðgerða óneitanlega tilefni til nokkurrar tortryggni" segir í greinargerðinni. Árið 1974 voru gerðar 219 fóst- ureyðingar hérlendis - opinber- lega. Ég hef hvergi rekist á tölur um hversu margar fóstureyðingar kunna að hafa farið fram undir öðru nafni. Hitt er víst, að það ár og árin á undan hafa allnokkrar fóstureyðingar farið fram á ís- lenskum konum á sjúkrahúsum nágrannalandanna. Ég minnist þess t.d. að Rauðsokkur og skrif- Auður Styrkárs dóttir skrifar stofa Stúdentaráðs gáfu upplýs- ingar um stofnanir erlendis, sem hægt var að leita til. Enginn veit því hina raunverulegu tölu, en víst er, að hin opinbera tala - 219 - er of lág. Arið 1975 voru fóstureyðingar heimilaðar af félagslegum ástæð- um. Tölurnar síðan eru þessar skv. upplýsingum Landlæknis- embættisins: 1976: 371; 1977: 449; 1978: 453; 1979: 549 og 1980: 513. í greinargerð frumvarps þing- mannsins er ársins 1980 ekki get- ið. en eins og sjá má lækkar tala fóstureyðinga nokkuð frá árinu 1979. í greinargerð fruntvarpsins er hins vegar látinn í ljós ótti yfir þróuninni. sem sé öll á þann veg að fóstureyðingum fjölgi hratt. lesa vel og vandlega Heilbrigðis- skýrslur, sem Landlæknisemb- ættið gefur út. í þeim má m.a. finna, að árið 1980 voru 300 af þeim 519 konum, sem fóstur- eyðingu fengu, ekki í sambúð. 114konurvoruyngrien 19ára og 39 eldri en 40 ára. Þessar tölur. segja meira en nokkur orð um félagslegar aðstæður þeirra kvenna, sem þurft hafa að grípa til þessa óyndisúrræðis. Um þriðja liðinn - hættuna á þjóðfélagslegri upplausn - vil ég engin orð hafa. Þau segja mest um flutningsmanninn og viðhorf hans til kvenna, en niinnst um umræðuefnið. Nú hefi ég rakiö hér í nokkru rök þingmanns fyrir því að af- nema heimiid fyrir fóstureyðing- um vegna félagslegra aðstæðna. Ég held, að við getum bæði verið sammála um það, að fóstur- eyðingar séu skammarblettur á hverju þjóðfélagi. Þennan blett þurfum við að afmá. En við gerum það ekki með því að banna fóstureyðingar, því eins og góður maður sagði eitt sinn: „Fátæktinni verður ekki útrýmt með því að banna betl.“ Þingmað- urinn bendir á það í greinargerð sinni. að félagslegur vandi verði ekki leystur nema með félags- legum ráðstöfunum. Góði mað- urinn, sem ég vitnaði til áðan, lagði til að sjálfri fátæktinni yrði bara útrýmt. Ég legg til, að við útrýmum hinum félagslegu að- stæðum og ég skora því á alla þingmenn þjóðarinnar að sam- þykkja hið bráðasta „Frumvarp 01 laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytinguni" eins og það heitir. Frumvarp þetta er þingskjal númer 42 og var lagt fram í efri deild. Látið þingskjal númer 41 liggja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.