Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 Magnús H. Magnús son, fyrrverandi bœjarstjóri í Vestmannaeyjum, rifjar upp minningar frá eldgosinu í Heimaey Poll-rólegur á hverju sem gekk, meö nægan tíma til aö eiga viðtal viö hvern þann, sem þurfti að tala viö hann, jafnvel þótt allir þyrftu aö eiga við hann orðastað í einu og tilbúinn til aö reyna að leysa öll þau vandamál sem fyrir hann vöru bor- in. Nákvæmlega þannig kom Magnús H. Magnússon alþingis- maöur, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, mér fyrir sjónir, þegar ég var sendur sem frétta- maöur til Vestmannaeyja á fyrsta degi eldgossins í I leimaey 23ja jan- úar 1973. Allar götur síöan hef ég haft mikið álit á Magnúsi. Nú eru liöin 10 ár síðan gosiö í Vestmanna- eyjum hófst. í tilefni þess fór ég á Kg þurfti að velja á milli hvort höfnin eða miðbærinn færi undir hraun.... (Áður óbirt Ijósmynd: Sigurjón Jóhannsson). Mitt var aö velj a á milli Pað góða í manninum fund og lét lögregluna aka um bæ- inn með sírenu og ljós að vekja fólk, sem hugsanlega væri sofandi. Síðan var að snúa sér að björgun fólksins. Mörg tilviljunin - Það eru margar tilviljanir tengdar þessunr atburðum og margt sem lagðist á eitt um að styrkja mann í þeirri trú að þrátt fyrir allt ntyndi þetta fara vel. Við getum byrjað á því, að allur floti Eyjamanna var í höfn, sarnt var blíðu veður, svo nrikið blíðu veður að ég ásamt fleira fólki hafði verið að leika golf á sunnudeginum. En það hafði verið vont veður á laugardeginum og bátarnir biðu þess að kvikuna lægði og ætluðu að róa á mánudeginum. Vegna þess að þeir voru allir í höfn gerðist það kraftaverk, að hægt var að flytja um fimm þúsund manns slysalaust til lands á 4 tímum. Á þessum árstíma er austan eða n-austanátt ríkjandi í Vestmanna- eyjum. En alla fyrstu vikuna, utan nokkurs tíma á fimmtudeginum, var vestan átt og það er afar sjald- gæft að hæg vestanátt standi svo lengi að vetri til í Eyjum. Hefði austan eða n-austan átt verið ríkj- andi fyrstu vikuna, má fyllyrða að öll byggð í Vestmannaeyjum hefði farið á kaf undir ösku og þá hefði tæplega þurft um að binda, þótt maður geti kannski ekki fullyrt neitt þar um. Ýmsar fleiri tilviljanir komu í ljós sem við víkjum að á eftir. fund Magnúsar og baö hann rifja upp það sem honum er minnis- stæðast frá þessum tíma, í þeirri vissu að hann hljóti að líta margt varðandi gosið öðrum augum en aörir menn, vegna starfa síns sem bæjarstjóri, þegar ósköpin dundu yfir. Hélt að það vœri Katla - Já, það er auðveldara að tala um hlutina 10 árum eftir að þeir áttu sér stað. Maður sér ýmislegt í öðru ljjósi nú en kannski fyrst á eftir. Éit minnist þess að kvöldið áður en gosið hófst, það byrjaði rétt fyrir kl. 02 aðfaranótt mánu- dagsins 23. janúar, s;it ég fyrst og hlustaði á útvarp. Síðan setti ég 9. sinfóníu Beethovensá fóninn og lét fara vel um mig. Ég minnist þess þar væri eld að sjá. Ég hafði engan austurglugga, þannig að ég fór út og sá elda og hélt enn að þetta væri Katla. En svo auðvitað þegar betur var að gáð sá maður að ósköpin voru á Heimaey. Ég hraðaði mér að eldstöðvunum og ég man að það hneykslaði konu mína, að ég tók með ntér ljósmyndavél. Varð þér ekki hverft við? - Nei, svo skrýtið sem það nú er, þá brá mér ekki, en ég þóttist strax skynja þá hættu sem væri yfirvof- andi. Ég byrjaöi á því að hringja í Loftskeytastöðina og bað menn þar að hafa samband viö alla þá aðila, sem nauðsynlegt væri, þar á rneðal Almannavarnir. Síðan kall- aði ég strax saman bæjarstjórnar- Við gátum dælt einu tonni af vatni á sekúndu þegar allur dæluútbúnaðurinn var kominn. Það er meira cn rennsli Elliðaánna. (Áður óbirt mynd Sigurjóns Jóhannssonar). - Nú, en ef við höldum áfram með fyrstu klukkustundirnar, þá vareitt það fyrsta sem bæjarstjórn- in gerði að óska eftir því viö lög- reglu, slökkvilið og hjálparsveitir að iiðsmenn þeirrafæru ekki íland, heldur yrðu eftir til aðstoðar og það varð. Um 200 manna flokk- ur fór ekki til lands. Mér er einnig minnisstætt hve fólk í landi brá fljótt við til hjálpar. Allir vildu veita okkur þá aðstoð sem í mann- legu valdi stóð. Strætisvagnar voru sendir til Þorlákshafnar að sækja fólkið. Fólk opnaði hús sín fyrir því hvar sent var. skólar voru opnaðir fyrir það. allir vildu rétta hjálpar- hönd. Menn streymdu svo strax til Vestmannaeyja að vinna að björgun og þarna sá maður í raun dæmi um það góða í manninum, þegar þarf að hjálpa. Það sent ég varð vitni að þarna jók manni bjartsýni á að heimurinn væri þrátt fyrir allt ekki hverra hluta vegna var ég ekkert syfjaður og fór því ekki í rúmið fyrr en kl. 01.30. Ég man ekki hvort ég hafði fest blund, þegar eiginkona Páls Zóp- honíassonar. bæjartæknifræðings, hringdi og bað mig líta í austurátt. einnig að alit kvöldiö fann ég við og viö jarðskjálftakippi og taldi víst að umbrot væru í Kötlu, jafnvel gos í vændum, enda var þá sagt að hún ætti von á sér. Ég hugsaði svo sem ekkert frekai um þetta, og ein- Sigurdór Sigurdórssi skrifar eins slænrur og nrargur vill vera láta. Enginn verður samur og jafn eftir Heldurðu að sá tími sem gosið stóð yfir og þú varst þarna í cldlín- unni hafi haft einhver varanleg á- hrif á þig? - Ég er þess fullviss. Álagið á mig og fleiri meðan á þessu stóð var mikið. Ég svaf aldrei meira en 3 til 4 tíma á sólarhring þennan tíma og ég gekk á minn varaforða. Ég hef t.d. ekki jafn gott minni eftir sem áður, svo dænti sé nefnt. Auk þess upplifði maður ýmislegt sem sett hefur mark á mann alla tíð síðan. Og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það, að ég var örþreyttur orðinn í lokin. Það að gosið fór ekki verr með marga Eyjamenn, sem aldrei fóru í land. en raun ber vitni, hygg ég vera að þeir vöndust allvel jarðeldunt í Surtseyjargos- inu, sem segja má að hafi verið alv- eg við bæjardyrnar. Aðlögunar- hæfileiki mannsins er ótrúlegur og svo virðist sem öllu megi venjast. Ég hafði vanist því að lifa við lífshættu og hafði séð margt mis- jafnt um dagana, vegna þess að ég sigldi með Norðmönnum á stríðsárunum. Ég var ekki nenia 17 ára þegar ég réð mig á norskt farm- skip. Á þeim árum upplifði ég ým- islegt sem herti mig upp og gerði nrér auðveldara að taka alvar- legum tíðindum með jafnaðargeði. Ég ætla samt alls ekki að líkja því neitt saman, að vera bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í gosinu og sjó- ntaður í stríðinu, þótt maður byggi að þeirri reynslu sem ntaður öðlað- ist þar. Misstum aldrei vonina Kom aldrci fyrir þig sú tilfinning að allt þetta erfiði, allt björgunar- starfið, væri til einskis, að allt myndi farast? - Þessu er dálítið erfitt að svara. í raun og veru held ég að þessi hugsun hafi aldrei náð tökum á mér. Ég talaði áðan um tilviljanir sem juku manni trú á að þetta ætti allt eftir að fara vel og kannski varð það tii þess að við misstum aldrei kjarkinn. Ég skal játa að ég var stundum hræddur um að höfnin færi. Ég var sannfærður um, að ef hún færi, þá myndu Vestmanna- eyjar fara niður á sama stig og segir í fornum bókum að þær væru veiði- stöð en engra manna veturseta. Ég minnist þess þegar Kristján heitinn Eldjárn forseti kom í heimsókn til Vestmannaeyja í gosinu og 70 hús höfðu farið undir hraun á skömmum tíma og baráttan virtist vonlítil, þá spurði hann mig, þar sem við stóðum á hrauninu og litum á aðstæður, hvort þetta væri ekki vonlaust, hvort allt myndi ekki fara undir hraun. Ég minnti hann þá á innrás Þjóðverja í Noreg og spurði hann hvort hann héldi að niargir hefðu haft trú á frelsisbar- áttu Norömanna þá gegn ofur- eflinu. Þá sagði Kristján: „Ég skil hvað þú átt við“. Síðan talaði hann ekki meira unr það mál. 70 hús eða höfnin Það getur ekki farið hjá því að þú sem bæjarstjóri hafir stundum þurft að taka ákvarðanir án þess að gefast mikið tóm til að ígrunda mál- ið, var það ekki stundum erfitt? - Það er alveg rétt að ég þurfti stundum að gera það, en ég hef aldrei átt erfitt með að taka ákvörðun; sennilega er það mín sterkasta hlið sem stjórnmála- manns. Ég er ekki mikill ræðu- maður og enginn áróðursmaður. En ákvarðanir get ég tekið án erfiöleika. Hver heldur þú að hall verið erf- iðasta ákvörðunin seni þú tókst meðan á gosinu stóð? - Ætli það hafi ekki verið þegar dr. Þorbjörn Sigurgeirsson, pró- fessor, sem stjórnaði hraunkæling- unni, kom til mín og sagði: „Við getum ekki varið allan hraunkant- inn, þú veröur að ákveða hvort við verjum höfnina eða miðbæinn". Ég valdi höfnina og 70 hús í mið- bænum fóru undir hraun. Ég hef

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.